Tíminn - 12.11.1954, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.11.1954, Blaðsíða 7
256. blað. TÍMINN, föstudaginn 12. nóvember 1954. Hvar era skipin Bambandssklp: Evassafell fór frá HflsavIS 8. þ. ín. áleiðis tll Abo og Helslngfors. —< Amarfell var væntanlegt tll Al- meria 10. þ. m. Jökulfell er í Stykk- Ishólml. Dlsarfell fór frá Reykjavíls I gær tU Norö'urlandshafna Lltlafell er I olíuflutnlngum í Faxaflóa. <—i Helgafell er i Rvik. Kathe Wiards íór 7. þ. m. frá Stettln áleiðis til Slglufjarðar. TovelU er væntanlegt itll Keflavíkur í dag. Stlentje Men- singa er væntanlegt til Keflavfkur í dag. Eimskip: Brúarfoss fer frá Grimsbj’ í dag 11. 11. til Boulogne og Hamborgar. Dettifoss fer frá Keflavík í kvöld 11. 11. til ísafjarðar, Flateyrar, Pat reksfjarðar, Akraness og Reykjavík ur. Fjallfoss fer frá Hull í dag 11. 11. til Rvíkur. Goðafoss fer væntan lega frá Kotka á morgun 12. 11. til Rotterdam og Reykjavíkur. Gull- foss fór frá Reykjavík 10. 11. til Leith og Kaupmannahafnar. Lagnr foss er í Rvík. Reykjafoss fór frá Rvík 11. 11. til Hvalfjarðar, Akra ness, Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Selfoss fer frá Gautaborg 12. 11. til Antverpen, Leith og Reykjavíkur Tröllafoss fer frá Cork í kvöld 11. 11. til Rotterdam, Bremen, Hamborg ar og Gdynia. Tungufoss kom til Rvíkur 8. 11. frá New York. Flugferðir Flugfélag íslands. Millilandaflug: Gullfaxi fer til Kaupmannahafnar kl. 8,30 í fyrra- málið. — Innanlandsflug: í dag eru ráðgerðar flugferðir til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkju- bæjarklausturs og Vestmannaeyja Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Blönduóss, Egilsstaða, ísafjarðar, Patreksfjarðar, Saiiðá kx-óks og Vestmannaeyja. Úr ýmsiim. áttam Félag íslenzkra hjúkrunarkvenna efnir til basars í Kaffi HöU uppi laugardaginn 13. nóv. kl. 2.. Margir fallegir munir tilvaldir til tækifæris og jólagjafa. Leiðrétting. Blaðið hefir verið beðið að leið- rétta smávillu í grein séra Gunnars Árnasonar um altaristóviu í Kófa- vogi, sem birtist hér í blaðinu í gær. Þar átti að standa, að myndin sýndi „andvana líkama Kiists, Jósep og tvær konur“. Minningarkort Krabbameinsfélags /slands fást hjá öllum pjxstafgreiðslum landsins, öllum lyfjabúðum í Rvík og Hafnarfirði (nema Reykjaviicur og Laugavegs Apóteki), Remedia, Elliheimilinu Grund og á skrifstofu Krabbameinsfélaganna, Blóðbank- anum, Barónsstíg — sími 6947. - Minningarkortin eru afgreidd í síma 6947. Mikil rjúpnaveiði í uppsveitwn Borgarfjarðar Rjúpnaveiöi er nokkuð stunduö í uppsveitum Borg- arfjarðar. Ganga menn til rjúpna þar frá nokkrum bæj um, eftir því sem tími gefst til frá gegningum. Er svo að sjá, sem mjög mikið sé um rjúpu nú. Fá menn oft góða veiði og er ekki óalgengt að veiðimenn komi heim með 50—60 rjúpur að kvöldi. — Dæmi eru til þess aö veiðin hafi orðið miklu meiri eftir daginn. Laugarvatn (Framhald af 8. síðu). að ýmsir hefðu spurt sig, hvernig stæði á því, að hann hefði þolað að starfa svo lengi við þetta fjölmenna skóla- heimili, þar sem við hvern hinna héraðsskólanna, flestra að minnsta kosti hefðu verið þrír skólastjórar s. 1. 25 ár, og hann kvaðst svara þeirri spurningu á þessa leið: Ef til vill hefi ég aldrei haft hina réttu tilfinningu fyrir skyld- um mínum og hinum mikla vanda, en ég þakka það ágætri hejlsu, góðu heimilis- lífi, hjálp og vinsemd sam- starfsmanna minna, uppörv- un frá foreldrum og eldri nem endum og loks félagsmála- starfsemi ýmiss konar í al- manna þágu og stjórnmála- starfi. Mér er lífsnauðsyn að kynnast mörgu fólki, þannig öðlast maður margvíslega þekkingu á sjónarmiðum manna, og þrátt fyrir mikla vinnu í sambandi við ferða- lög og fundarsetur hefir mér fundizt allt þess háttar margborga sig. Verið trúverðugir. í ræðu sinni til nemend- anna brýndi skólastjórinn fyr ir þeim að vera trúverðugir í náminu og daglegu lífi. Þá mundu þeir öðlast þekkingu og mannast eðlilega og vel. Hann mælti meðal annars á þessa leið: Nýlega bar fyrir okkur i einum bekknum þessa klausu: „Þjóðhagsfræðin á að gera grein fyrir hag þjóð arinnar og getu hennar til að lifa menningarlífi í landi sínu“. Við gerðum okkur grein fyrir, hvað þjóðhags- fræðin kenndi okkur, en svo spurði ég nemendur, hvað það væri eiginlega að lifa menningarlífi. Einn nemend anna svaraði: „Siðlegt líf“. Skólastjórinn kvaðst hafa hrifizt af þessu svari, og í skólasetningarræðunni lagði hann nokkuð út af því og endaði með því að benda á skilgreiningu Stephans G. Stephanssonar á menntun: „Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan vilja, haga hönd, hjartað sanna og góða“. Miklar endurbætur. Vegna endurbyggingar hér aðsskólans, sem nú er hafin, komu sumir nemendur ekki fyrr en 1. nóv. og skólinn því settur í seinna lagi. Nýbygg- ingar eru nú miklar á Laugar vatni og endurbætur. Auk end urreisnar héraðsskólans eftir brunann var húsmæðraskól- inn endurbættur mikið í sum ar bæði að innan og utan. íþróttakennaraskólinn er að gera tvo íþróttavelli, grasvöll og malarvöll, og skólastjóra- hús hans er þegar fokhelt. Bygging menntaskólahússins hélt áfram í sumar, og íbúðar hús skólameistara er fullgert og fjölskyldan flutt í húsið. Tveir héraðsskólakennarar hafa reist hér íbúðarhús fyrir eigiö fé, þeir Bergsteinn Krist jónsson og Haraldur Matthías son, og er Bergsteinn þegar fluttur í sitt hús með. fjöl- skyldu sína. Ásgrímur Jóns- son, garðyrkjumaður, er að stækka sitt hús, og mun í ráði að tengdaforeldrar hans, prestshjónin á Torfastöðum, flytji þangað, þegar prófast- ur hættir embættisstörfum. Þó aö ýmislegt fleira sé á döf inni, er þetta hið helzta. Rætt um stað fyrir væntanlegt vistheimili vandræðastúlkna Umræðufundur um garðyrkjuiuál Félag garðyrkjumanna hef ir ákveðið að gangast fyrir umræðufundi um garðyrkju mál i Hótel Hveragerði á sunnudaginn kemur. Um- ræðuefni verða: Menntun garðyrkjustéttarinnar, frum mælandi Unnsteinn Ólafs- son, skólastjóri, og Nýungar í garðyrkju, frummælandi Axel Magnússon, garðyrkju- skólakennari. Jafnhliða fund inum kemur út fjölritað garð yrkjublað. Fundir sem þessi eru algjör nýung hérí en mikill árangur getur orðið af þeim, og hyggst félagið halda starfseminni áfram, eftir því sem unnt verður. Ferðir verða frá Ferða- skrifstofunni á þennan fyrsta fund, kl. 1 e. h. á sunnudaginn, og einnig tii Reykjavíkur aftur að fundin um loknum. Naguib bendlaður við banatilræði við Nasser Kaíró, 11. nóv. — Tilræðis- maðurinn við Nasser, forsæt isráðherra Egypta, hefir nú skýrt frá því fyrir rétti, að hann hafi gengið i leynisam tök Bræðralagsins fyrir 4 mánuðum. Formaður þeirra samtaka fól honum að ráða Nasser af dögum og fékk hon um sjálfur skammbyssu í hendur, sem hann skyldi vinna verkið með. Hann sagði honum einnig, að er Nasser hefði verið ráðinn af dögum, myndi Naguib, for- seti, taka aftur við völdum og klukkustund eftir árásina ávarpa þjóðina í útvarp. Frakkar hækka söluskatt á áfengi um 20% París, 11. nóv. — Sett hefir verið ný áfengislöggjöf í Frakklandi. Löggjöf þessi, sem verið hefir í smíðum undanfarin 3 ár, miðar að því, að 'draga úr neyzlu á- fengra drykkja. M. a. ákvæða i því skyni er hækkun sölu- skatts á áfengi um 20% og enn fremur skulu veitinga- hús loka fyrr en áður tíðk- aöist. IfaiMlkiiattleiksmiót- ið lieiaisar áfram í kvöld Handknattleiksmeistara- mót Reykjavíkur heldur á- fram í kvöld og leika þá Val- ur og Víkingur, Fram og ÍR, Armann og KR. Hefst keppn in kl. 8,30. Þetta er fyrri hluti mótsins, aðeins keppni í meistaraflokki karla. Seinni hluti þess hefst síðar í þess- um mánuði og þá í öllum öðr um flokkum karla og kvenna. Sjö félög taka þátt í meist- Miklar umræður urðu á A1 þingi í gær um frumvarp Gísla Jónssonar um vistheim ili fyrir stúlkur. Menntamálanefnd neðri deildar hafði skilað áliti og lýsti sig andvíga þeirri tillögu Gísla, að í sambandi við heim ilið yrði rekið elliheimili. Taldi hún, að önnur verk efni yrðu stúlkunum hentugri en hjúkrun gamalmenna. Nefndin hefir m. a. borið frumvarpið undir fræðslu- málastjóra og Aðalstein Eríks son námstjóra. Lögðu þeir báðir gegn því, að heimilinu yrði ákveðinn staður að Reykj um í Hrútafirði. Er þörf á húsakynnum þar til skóla- halds fyrir börn og unglinga og auk þess eru húsakynnin of stór fyrir slíkt heimili sem þetta. Þess vegna ber nefnd in fram breytingartillögu um það, að staðarákvörðun sé ekki sett í frumvarpið. í umræðum komu fram til lögur um ýmsa staði fyrir heimilið. Voru tilnefndir þess ir: Húsmæðraskólinn á Stað arfelli, húsmæðraskólinn á Hallormsstað, og húsmæðra- skóli Akureyrar. Öll þessi hús, sem nú eru lítið notuð, á rikið og yrði þess vegna kostnaðar minna að nota þau heldur en að byggja ný. Þá var þess getið, að Barna verndarráði hefði verið gef- inn kostur á gróðrarstöð í Biskupstungum fyrir heimilið en stofnkostnaður yrði þar aö sjálfsögðu hærri, þar sem allt þyrfti að kaupa. Allir voru ræðumenn sam- mála um nauðsyn þess, að heimilið kæmist á fót sem fyrst og að höfuðskilyrði fyrir árangri af starfseminni væri það, að stúlkunum yrði séð fyrir nægu starfi, hvort sem það væri gróðurhúsarækt, gróðursetning trjáplantna eða innanhússtörf. Eftir tillögu frá mennta- málaráðherra var málinu síð an frestað og vísað til frekari athugunar í nefndinni. VIÐ BJÓÐUM YÐUR ÞAÐ BEZTA Olíufélagið h.f. SÍMl 81600 Jón Skaftason Svpinbjörn Dagfinnsson I lögfrœðishrifstofa i Austurstræti 5 III. hæð. = Sími 82568. Viðtalst. kl. 5-7 VOLTI R aflagnir afvélaverkstæðl afvéla- og aftækjaviðgerðir ÍNorðurstlg 3 A. Slmi 6453 I ^JJerh erc^i Ungur og reglusamur mað- ur óskar eftir að fá leigt herbergi (helst í austurbæn um). — Upplýsingar í síma 8 2339 milli kl. 6—8 á kvöldin. •iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ( Ær í óskSlum ( I í haust var mér dregin § i í Selvogsrétt hvít kollótt i | á með mínu marki. Hvatt [ í vinstra. Réttur eigandi I i vitji hennar. Kristján Eyjólfsson, 1 Miðengi, Garðahreppi, I 1 Sími 9868. i ....................... r mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi araflokkskeppninni og leika 21 leik á sjö dögum. Búast má við tvísýnni keppni, og ógerlegt að spá um úrslit. Ármann, KR og Valur hafa verið Reykjavíkurmeistarar s. 1. þrjú ár, og nú á þessu ári er Ármann íslandsmeist ari inni, Fram íslandsm. úti, og nú síðast sigraði Víkingur í hraðkeppnimótinu, sem bendir til, að þeir séu í mjög góðri æfingu. Ivar Hlújárn Falleg útgáfa með 204 myndum. Fæst hjá bóksölum. H.f. Leiftur mmmmmmmmmmmmimimmmmiiiiiiiiHiiiiiii Kapp er bezt með forsjá (fr$\ sAMvnrmwiia'ííToiBnrs'asAiR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.