Tíminn - 14.11.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.11.1954, Blaðsíða 4
« TÍMINX, sannuðaginn 14. nóvembcr 1554. 258. blað. I ilendmgaþættir Dánarminning: Helgi Árnason Sunnudaginn 24. október andaðist í Reykjavík Helgi Árnason fyrrverandi Safn- hússvörður eftir langvarandi og erfiða vanheilsu. Hann var sunnlendur að ætt, fæddur 26. nóvember 1874 og skorti því lítið í átt- rætt, er hann lézt. Faðir hans var Árni Jóns- son frá Skarðsseli í Lands- sveit, en móðirin var Margrét Filippusdóttir frá Móeiðar- hvolshjáleigu í Hvolhreppi. Foreldrar Helga bjuggu lengst af í Mundakoti á Eyrarbakka og þar fæddist hann og ólst upp þangað til hann fluttist til Reykjavíkur. Skömmu eftir aldamótin er hið myndarlega Safnahús var reist við Hverfisgötu fyr- ir landsbóka-, þjóðskjala- og náttúrugripasafnið, réðist Helgi Árnason þangað sem hússvörður og gegndi þvi starfi meðan heilsa hans og kraftar leyfðu. Hann var ná- kvæmur, vandaður og trúr svo af bar, jafnt hvort hann vann fyrir sjálfan sig eða aðra og jafnhliða stöðu sinni sem hússívöríðúr rak hann útgáfustarfsemi, gaf út póst spjöld með íslenzkum mynd- um og mun hafa efnast all- vel á því. Hann var alinn upp við nýtni og sparsemi og skildi vel að margt smátt gerir eitt stórt. Hann byggði sér hús við Njálsgötu og fiutti þangað nokkrum ár- um áður en hann sagði Safnahússvarðarstöðunni af sér og þar átti hann heima til dauðadags, að fáum árum undanteknum, frá 1934—’42, er hann bjó í Hveragerði. Á þeim árum var Hvera- gerði að. byrja að byggjast. Mjólkurbú Ölvesinga var fyrsta húsið þar, byggt 1929. En 1933 hófst Helgi handa og iéisti sér íbúðarhús í Hveragerði, er hann nefndi Helgafell og flutti þangað 1934. Hann hafði þá kennt vanheilsu í. lengri tíma og ’hafði trú á lækningamætti hveranna og vænti sér heilsu bótar -af að breyta þannig til. Helgi Árnason var vand- aður maður og allt sem hann tók að sér að gera hlaðl að fá sama svip. Hann vandaði til byggingarinnar á allan hátt og flutti mikla mold á lóðina kringum húsið, gerði þar garð og gróðursetti tré og blóm og byggði sundlaug og gufubað. Allt bar það vott um einstaka snyrtimennsku. Var Helgi því ekki aðeins einn af fyrstu borgurum þessa þorps, heldur einnig einn af þeim fremstu. En vonir Helga heitins um heilsubót í Hveragerði upp- fylltust ekki og þá var örð- ugra að ná til læknis héðan en nú er. Tók hann því þá ákvörðun að flytja til Reykja v.kur aftur og settist að í húsi sínu við Njálsgötu, eins og áður var sagt. Var hann oft sárþjáður hin síðari ár, oftast rúmliggjandi, heima eða á sjúkrahúsum. Kona Helga, frú Þuríður Bjarna- dóttir, lifir mann sinn ásamt tvelimur sonum og þremur dætrum og barnabörnum. Frú Þuríður er fædd 25. desember 1870 í Móabæ í Garði og hún reyndist Helga Árnasyni einstakur lífsföru- nautur, sem hjúkraði honum af alúð og nákvæmni í hin- um löngu og erfiðu sjúkdóms legum allt til hinnstu stund- ar. ..EgJög fjölskylda mín flutt tjmst að Helgafelli, er þau hjón Helgi og Þuríður fóru þaðan og við kynntumst þeim fyrst eftir það og að góðu einu. Meðan heilsa Helga heitin.s leyfði, kom hann á hverju sumri til okk ar og tók ég vel eftir því hve vænt honum þótti um að sjá að eigninni og garðinum var haldið við en ekki látiö fara aftur. Þegar hann hætti áð gota komið austur litum v.'ð inn til hans við og við ctg fundum þá gjörla að hugur hans var oft hér austá’n fjalls. _ C Með Helga Árnasyni er heiðursmaður burtu genginn. Ragnar Ásgeirsson. Loftpressur, jarðýtur og þungaflutningatæki fíl Befgy ^y^ímenna i^ij^in^a^é(a^iL L.fí. zl Borgartúni 7 — Sími 7490 « ö ifcSSSSSSSgBSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSasSSSSSSSSSSSSSa POP KORN Kaupmenn og kaupfélög Nýtt Pop-Korn ávallt fyrirliggjandi Sendum strax. Hringið í síma 644 eða 1772. Kúmulus s.f. wsssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssgisssssassssssssssssssssssssssssssssssssssss&ssssssssaaa Fjórar >» • nyjar bækur Tengdadóttirin III. eftir Guðrúnu frá Lundi. Með þessu bindi er lokiö sögunni um tengdadótturina. Bóka Guðrúnar frá Lundi er beðið með óþreyju um land allt, og ekki verða menn fyrir vonbrigðum, því að bækur hennar eru hver annarri skemmtilegri. Fólkið á Steinshóli eftir Stefán Jónsson. — „Það er sér- staða Stefáns Jónssonar meðal íslenzkra höfunda, að sumar sögur hans um börn og fyrir böm, eru jafnframt skáldsögur sem endist lesendum til nautnar, þó að þeir eldist að árum og vaxi að þroska“. Konnr í einræðiskfóm eftir Margrete Buber-Neumann. Stefán Pétursson sneri á íslenzku. Bókin er hér birtist í íslenzkri þýðingu, segir frá örlögum þýzkrar konu og fjölmargra þjáningasystra hennar í fangelsum Stalíns pg Hitlers á árum síðustu heims styrjaldar. Bókin kom. fyrst út á frum- málinu (þýzku) 1940, en hefir síðan verið þýdd á mörg tungumál, og hvar- vetna vakið hina mestu athygli. Má .benda á nokkra athyglisverðustu-'kaf 1- ana, eirs og Herleiðing til Sibéríu, Fangabúðalíf í Burma. Hjá sakakonum og landshornalýð, í deiid með lauslætis ;-;i i GJósum. Fimmtán vikur í myrkvastofu. — Þessi bók er athygiisverö og þó sppnn andi. Atburöaröð er svo hröð og lýsing- in skjr. a3 efnið tekur lesandann. helj- artökum. •;« Ensk Icstrabók handa sjómönnnnx eftir Helga J. Halldórsscn. Þó að þessi bðk sé ætluð til kennslu í Stýrimanna- skólanum, þá er hún engu síður nauð- synleg handbók fyrir sjómenn almennt, bæði farmenn og fiskimenn. í henni éru ensk heiti á öllum hlutum á skipi, í dckk og við löndun. Þar er fjöldi -sam- tala milli yfirmanna og háseta, og yfir- leitt er bókin svo úr garði gerð, að sá sem hefir kynnt sér efni hennar, gétur bjargað sér í ensku, bæði á sjó og landi. *■ Békaðetjlun Íhafol4ar Stmnleiliurinn er sagnsti bezdir PSH EE3 60 hifreiðar, 6 mama 3!S hlfrciðár, 4 manna 20 sendiferöalíifrciöar 10 jeppahifrelöar 20 vörubifrelðar jjI.. i •' •>-j r» B ' W i • ■pp - UIV.Hav :'Z HLu'ii — / rr. r,: xrrrrJÍAúðk V.—ál O llíil .Í4/1 ’Vj ‘í' Vanti yður bifreið talið við okkur. — Við gefjim yðztr sannar upplýsingar pin bif- reiðina. — Tökum bifréiðar í umfcoðssölu. , ,rVUiv B I L A S A L r -> Klapparstíg 37. — Sími 82t32. iiiiiiiiiiiMiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiniiiiiiiiinnmii Stóresefni 195 cm breitt á 98.00 mtr. 170 cm breitt á 78.00 mtr. 160 cm breitt á 82.00 mtr. mjög vandað efni. Frotté-handklæði á. 19.30 H. Toft Skólavörðustíg 8. Sími 1035 ] inmiinmiiiuiiiiiiiiiimiiiiiiiiiuniniiHiiiiiiimiiiimiii Auglýsið i Títnauum PE AVINIR Vegna mjög margra fyrirspurna, innan lands ög ut- an um hinn vinsæla bréfaklúbb Heklu, skal tekið fram: Ákveðið hefir verið að starfrækja þennan vel þekkta bréfaklúbb frá 1. des. n. k. Þeir, sem óska að gerast félagar, skulu senda nöfn sín og heirr.ilisföng ásamt árgjaldinu, kr. 20,00, í á- byrgðarbréfi til klúbbsins. Taka skal fram helztu áhugamál, ásamt bví hvaða tungumál menn geta skrifað. Fyrir árgjald sitt fá menn 4 félagsblöð (meðlimalista), hinn fyrsta í des. n. k. og hina þrjá á næsta ári. Þeir, sem óska eftir því, að nðfn sín birtist í 1. blaði klúbbsins, verða að senda inntökubeiðnir sínar ásamt árgjaldi íyrir 1. des. n. k. BRÉFAKLÚBBURINN HEKLA, Pósthólf 356, Reykjavík. I"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.