Tíminn - 14.11.1954, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.11.1954, Blaðsíða 7
258. blað. TÍMINN, sunnudaginn 14. nóvember 1954. Stmnud, 14. nóv. Þættir frá New lerk VII. Bandaríkin og Sovétríkin Samstarf — sundrung Á undanförnum árum hafa heýrzt æ fleiri og háværari raddir um nauösyn þess, að vinstri öflin í íslenzka þjóð- félaginu sameinuðust til bar- áttu . gegn þeim flokki, sem kallar sig Sjálfstæðisflokk. Það mun vera einsdæmi í heiminum, að flokkur, sem er íhaldsflokkur, þó að hann gangi undir öðru nafni, hafi svo mikil áhrif á þjöðmál, án þess að vera í meirihluta með þjóðinni. Til þess liggja margar or- sakir, í fyrsta lagi eru vinstri menn eða íhaldsandstæðing- ' ar sundraðir í marga flokka. í öðru lagi hefir Sjálfstæðis flokkurinn það eðli, sem kennt er við kamelljónið, þ. e. a. s. að skipta um lit eftir . aðstæðum. Flokkurinn og talsmenn hans hafa ' ekki einungis tungur tvær og tala sitt með hvorri, heldur marg ar tungur og margs konar málflutning eftir aðstæðum . hverju sinni. Jafnframt hefir þeim tek- ist aö koma á sundrungu í röðum andstæðinganna, sem þeir svo nota sér til hins ítr- asta. Síðan 1938 hafa íhalds andstæðingar í landinu ekki haft möguleika til samstarfs vegna annars vegar aukinna áhrifa kommúnista, en hins vegar minnkandi getu Al- þýðuflokksins, sem á fyrri árum var heizti bandamaður Framsóknarflokksins í fram- farabaráttunni, báðum til góðs. Á árumim 1950—’53 leit þó út fyrir að áhrif þessara flokka myndu aukast á þann veg, að um samstarf gæti orðið að ræða. Það var að dómi Sjálfstæðismanna hið allra versta, sem fyrir gat komið og kommúnistar vöru þá ekki meiri andstæð ingar íhaldsins en það, að þeir vildu heldur stuðla að auknum völdum þess en því að í landinu risi upp um- bótastjórn Framsóknar- og Alþýðuflokksins. Þess vegna gerðu þeir samning við Sjálfstæðis- flokkihn ’um stofinwn nýs flokks, sem í skírninni hlaut nafnið Þjóðvarnarflokkur. LögSu kommúnistar til for ingjaefni að nokkru en Sjálfstæðismenn fjármagn til starfseminnar. Síðan beittu þeir öngul sinn og lögðu út til að veiða í hinn nýja flokk. Ekki skorti afla. Fengu þeir á land marga kynja- fiska. Allir helztu flokkaflakk arar landsins streymdu í þenn an nýja flokk. Margir menn, sem eigi þóttust hljóta næg- an frama í sínum fyrri flokki, fylgdu í fótspor þeirra. Draumur um frama, þing- sæti, ráðherrastóla o. s. frv, svifu fyrir hugskotssjónum þeirra. Ekki missir sá er fyrstur fær. Þótt flokkurinn væri ekki stór settu þeir það ekki fyrir sig. Það þýddi aðeins aukna möguleika á því að verða í ■ Jiópi leiðandi manna. New York 9. nóv. BlöSin hér í New York segja all mikið frá hátíðahöklunum í Moskvu í sambandi viö 37 ára afmæli bylt- ingarinnar • í fyrrafiag. Þau segja frá því, að Malenkoff og Bohlen, sendiherra Rússa í Moskvu, hafi i afmæiisveizluni ;£æðzt við í fyrsta simi svo heitið -jeti, og Malenkoff hafi lýst yíir,,.að hann vildi frið og vinsamlega .^ambúð við Banda- ríkin. Þau geta þess einnig, að Krusheff hafi.g^st yfir því við am- erískan þingmann, sem staddur var í veizlunnis að hann áliti Eis- enhower vera.lateiðarlegan hermann og ágætan félaga. Þá segja þau frá aðalræðunumy- sem haldnar voru af hálfu rússneskra valdamanna í tilefni af afmæjinu, og telja tón- inn í þeim óvenjulega friðsamlegan, Rétt eftir að blöðin skýrðu frá þessu bárust fregnir af því að banda rísk flugvél hefði verið skotin niður yfir Japan, en skammt frá rúss- nesku yfirráðasvæði. Fregn þessari var yfirleitt tekið hóflega í blöð- um. Rétt eftir að hún barst út, flutti ELsenhower ræðu í Boston, þar sem liann minntist á þennan atburð, en kyaðst eigi að síður á- líta, að ástandið væri nú friðsam- legra í heiminum en það hefði lengi verið. Haiyi taldi þetta ekki sízt að þakka auknum vörnum vest rænu þjóðanna og því jafnvægi, er þannig hefði skapazt. Amerísk blöð og tímarit ræða annars allmikið um það, hvorfc breyting hafi orðið á utanríkismála stefnu Rússa í seínni tíð. Niður- staða flestra virðist sú, að breyting hafi orðið, en hitt sé eftir að sjá, hvort hún sé varanleg eða aðeins hafi verið breytt um vinnuaðferðir til bráðabirgða í áróðursskyni. M. a. er á það bent, að Rússar geri nú ýmsar tilslakanir í leppríkjun- um, auki verzlun við önnur ríki, leyfi fleiri útlendingum að koma til landsins, og sýni ýmis önnur merki vinsamlegri og friðsamiegri sambúðarhátta en áður. Þá er það almennt talið, að Rússar haldi aft ur af Kínverjum í Formósudeilunni og reyni að fá þá til að fresta frekari hernaðarlegum aðgerðum að sinni. Enn hefir þó ekki neitt dregið úr áróðri Rússa gegn Banda ríkjunum. Ýmsir amerískir blaðamenn skýra þessa breyttu starfsaðferð Rússa þannig, að þeim sé fyrst og fremst ætlað að ýta undir hlutleysisstefn una í lýðræðisríkjunum og draga úr varúð lýðræðisþjóðanna. Aðrir telja hins vegar, að engan veginn sé útilokað, að hér sé um meira en breytta yinnuaðferð og áróður að ræða. Hinir nýju valdamenn Sovétríkjanna séu ekki haldnir eins ■ ;■ míkilli tortryggni og yfirdrottnun- 1 arsemi og Stalín. Þeir hafi líka gert sér ljóst, að Sovétríkin myndu verða jafnilla úti og máske verr úti en önnur lönd, ef til kjarn- orkustyrjaldar kæmi. Þess vegna sé þeim ekki minna áhugamál en vestræhum „stjórnmálamönnum að reyna ,jað finna leiðir, sem geti dregið úr stríöshættunni og bætt að því leyti sambúðina milli aust- urs og .vesturs. Hjá allmörgum amerískum blaða mönnum kemur fram sú skoðun, að til þess muni draga fyrr en síð- ar, að æðstu menn stórveldanna hittist til að ræða um ágreinings- mál þeirra. Venjulegast er þá gert ráð fyrir, að það verði forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherr- ar Bretlands, Frajcklands og Sovét- ríkjanna. Ýmsir gizka á, að Churc- hill hafi kallað saman fund forsæt- isráðherra brezku samveldisland- anna í janúar næst komandi til þess m. a. að undirbúa slíka stór- veldaráðstefnu. Ólíklegt er talið, að slík ráðstefna verði haldin fyrr en búið sé að staðfesta samning- ana um þátttöku Þjóðverja í vörn um Vestur-Evrópu, því Rússar séu ólíklegir til samkomulags meðan Jaeir geti gert sér vonir um sundr- ungu: vestrænu þjóðanna. Orðrómurinn um slíkan fjórvelda fund er ekki sizt byggður á því, að almenningsálitið víða í heiminum, ekki sízt í Vestur-Evrópu, muni gera þaö fljótlega óumflýjanlegt, að reynt verði að fá úr því skorið, hvort Rússar meini nokkuð með hinum breyttu starfsaðferðum sín- um og hvaða möguleikar séu því fyrir hendi til að ná samkomuiagi við þá. M. a. er talið líklegt, að. Mendes-France muni ræða þetta mál sérstaklega við Eisenhower, er þeir hittast síðar í þessum mánuði. Sitthvað bendir til þess, að Banda ríkjamenn séu nú fúsari til að fall ast á slíka ráðstefnu en fyrir fá- um misserum síðan. Það hefir haft mikil áhrif á almenningsálitið vestra, að Kóreustyrjöldin er hætt. Viðhorfið var að sjálfsögðu allt ann að meðan foreldrar og eiginkon- ur áttu ástvini sína í styrjöld, sem Rússum var kennt um. Ógnir kjarn orkuvopnanna og vissan um það, að Rússar geta nú einnig beitt þeim, hefir einnig sitt að segja. Síðast, en ekki sízt, er svo það, að yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkja manna óskar einskis fremur en að friðurinn haldist. Viss öfl í Bandaríkjunum munu að líkindum verða andvíg slíkri ráðstefnu. McCarthyistar eru nú að færast í aukana aftur eftir að Betra er að vera laukur í litlum ílokki en strákur í stórum. Mestum erfiðleikum olli stefnuskrá hins nýja flokks. Sköpun hennar gekk treg- lega. Eitt mál fundu þeir þó. Var það krafan um varnar- leysi íslands. Hana hirtu þeir úr nefi kommúnista og gerðu að sinni skrautfjöður. Er það eina stefnumálið, sem Þjóðvörn stendur á. Er hún líkust einfætlingi. Eina bótin er sú, að íhald og komm únistar standa sitt hvoru megin og styðja. En í himnaríki hefir ei neinn hoppað á öðrum fæti. Hvernig fer, ef fóturinn týn ist, herinn fer? Kommúnistum og Sjálf- stæðismönnum tókst að lá afkvæmi sitt koma í veg fyr: samstarf 1953. Nú eru augif fólksr_,óSum að opnast fyrir því, hvert óþurftarverk þetta var Fleiri og fleiri sjá nauðsyn þess að sameinast gegn á- hrifum íhaldsins. Einfæt- lingurinn getur ekki haft forustu þess á henéi. Upp- runi hans ber því vitni. Kommúnistar hafa dæmt sig úr leik með dekri sínu við Rússa. Um Alþýðuflokk inn er það að segja, að framtíð hans er enn mjög óráðin og því algerlega ó- víst um möguleika hans í þessu efni. Eini möguleikinn til að hamla gegn áhrifum íhalds- ins er sá, að efla Framsókn arflokkinn, þann flokk, sem lengzt allra íslenzkra flokka hefir barizt gegn áhrifum þess. Með því móti einu er hægt að vænta áframhald- andi grósku og velmegunar í íslenzku þjóðfélagi. CHARLES E. BOHLEN hafa legið niðrl meðan kosninga baráttan stóð yfir. Kosningaúrslit- in voru ýfirléitt ósigur fyrir þá, t. d. féll í heimafylki McCarthys helzta hjálparhella hans, sem hafði það fyrir aðalmál að slíta stjórn- málasambandinu við Sovétríkin. Hinu er samt ekki að neita, að McCarthy á enn viða öfgafulla fylgj endur og hann mun reyna eftir megni að nota aukafund öldunga- deildarinnar, sem nú stendur yfir og fjallar um ákærur gegn honum, til að auglýsa sig eftir beztu getu. Vafalaust munu McCarthyistar berjast gegn öllum samningum við Sovétríkin. Knowland, formaður republikana í öldungadeildinni, hef ir og löngum reynt að afla sér fylg is með því að halda uppi harðri andstöðu gegn Rússum. Það er hins vegar liklegt til að gefa Eisenhow- er frjálsari hendur, að demokrat- ar hafa nú þingmeirihluta og munu þeir yfirleitt veita honum fulltingi í utanríkismálunum. Á þessu stigi verður að sjálf- sögðu engu endanlega um það spáð, hvort úr umræddri stórveldaráð- stefnu verður eða ekki. Hér er að- eins sagt frá orðrómi, sem gengur um hana. Varasamt er líka að bú- ast við miklum árangri af henni, ef til kemur. Þó getur hún hjálp- að til að draga úr stríðshættunni, en hitt er til ofmikils ætlazt, að hún geti jafnað stærstu ágreinings málin. Enn er tortryggnin svo mikil, að þau geta ekki jafnazt nema á löngum tíma. Kalda stríð- ið mun því haldast í einu eða öðru formi enn um sinn, þótt „heitu“ strlði verði afstýrt. Baráttan milli kommúnisma og lýðræðis mun líka haldast áfram, þótt ■ hvor stefnan um sig reyni að treysta sig í sessi og ryðja sér braut, án þess að beita vopnavaldi. Fyrir lýðræðis sinna verður það ekki siður áríð' andi en að tryggja jafnvægi í víg- búnaðinum, að stefna þeirra sýni sig í reynd fremri og farsælli kommúnismanum. Þ. Þ, Garðinum Skriíð ætti að veita fjárstuðning nýafstaðnum A nýafstaðnum héraðs- fundi Vestur-ísafjarðarsýslu var þeim árangri fagnað, sem náðst hefir í skógrækt í sýsl unni og hvatt til þess að efla starfið enn. Þá leit fundurinn svo á, að garðurinn Skrúður, sem landskunnur er, hefði gegnt svo miklu forystuhlut- verki í þessum málum. Taldi fundurin mikils misst, ef garð urinn hætti að vera uppeldis- stöð og skorað á Alþingi að veita honum fjárstuðning. Þáttur kirkjimnar iiiiinniiiniMiiiNiiiiiuiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiimiiif Kirkjan og æskan „Gef að blómgist, Guð þín kirkja, Guð oss alla leið og styð“. Margt af því, sem fallið hef- ir í rústir á umliönum árum * og öldum, og horfið er í móðu tímans, á þess fyllsta rétt að því sé gaumur gefinn, og end- urreist að nýju. Það, sem mér langar til að minnast hér á, er gjölgun kirkna í hinu forna Skálholtsstifti, *en eins og kunnugt er, er nú mikill hug- ur fyrir því að byggja upp Skálholt, og þá ekki sízt kirkj- una. Þetta er mikil þörf, og blátt áfram skylda gagnvart hinu forna stifti og þjóðinni í heild. Og þetta á ekki aðeins við um Skálholt, heldur eru fleiri staðir, sem eiga ekki að mega ekki vera kirkjulausir. Það eru t.d. stóru skólaheimilin úti í sveitunum, bæði í Skógum undir Eyjafjöllum og að Laug- arvatni í Árnessýslu. Þar hlýt- ur æskan, sem á að erfa land- ið, menntun sína, og sízt skal ég gera lítið úr henni, en það þarf að venja æskulýðinn við að sækja kirkju. Því að það er staðreynd, að þegar fólkið kemur saman í Drottins húsi, til bænahalds og sálmasöngs, færist það nær guði sínum, og er þá vel. Það væri hægt um hönd að stofnsetja söngkóra við hina mannmörgu skóla. Öll getum við dáðst að Laugarvatnskórn um, og slíkum kórum væri víð ar hægt að koma upp. Hugsið ykkur ef kirkjan væri fyrir hendi á þessum skólasetrum. Væri það ekki ánægjulegt að hafa á einu heimili myndar- legan kirkjusöfnuð og sjá æsk una ganga þar til helgra tíða öðru hvoru. Út af fyrir sig ætti það að vera metnaðarmál að hafa kirkju á þessum stöð- um, og væri það í anda for- feðra vorra, því að þeim var það metnaðarmál að hafa kirkju á bæ sinum, og komu sumir með kirkjuviðina með sér yfir höfin. Kirkjuna mátti ekki vanta, því að trúin var fyrir hendi. Þetta vil ég að endurtaki sig, kirkjum fjölgi og trúar- ljósin séu tendruð með áhuga æskunnar. Ef sá arinn verður kyntur af huga og sál, verður hann aflgjafi komandi kyn- slóða. Það er staðreynd, að miklar framfarir hafa orðið á allri veraldarlegri tækni, bæði til lands og sjávar, og vélarnar skila hinum furðulegustu af- köstum. Þó ætti því ekki að vera vandræði með að bæta við nokkrum kirkjum, hinni fyrstu 1 Skógarskóla og ann- arri að Laugarvatni. Ég býst við að þið spyrjið, hvar á að taka peninga til að byggja þessar kirkjur. En ég treysti kirkjubyggingarsjóði til að ljá þar sitt lið ,eins og á sér hvar- vetna annars staðar, þar sem fólki fjölgar .Einnig treysti ég viðkomandi sýslum til að hlúa að þessu máli, og enn- fremur fólki því; sem hefir átt, og á enn, börn sín á við- komandi skólum. Og svo treysti ég sjálfri æskunni til að halda eina samkomu á hverju skólaári til ágóða fyr- ir kirkjubyggingu staðarins. Það yrði nokkurs konar minn- isvarði við skólaveginn, þegar (Framhald á B. Biðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.