Tíminn - 18.11.1954, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.11.1954, Blaðsíða 6
TÍMINN, fimmtudaginn 18. nóvember 1954. 261. blaf. Gu.bm.und.ur GísLason, Læknir: Reynslan sýnír að með fjárskipt- um er hægt aðútrýma þurramæði 4I!f að sex ármu virðisí líða frá sýkíngu (lar til grcindeg elnkennl koma frant — S. 1. mánuda(;skvöld flutti Guðmundur Gíslason, læknir, sem allra iruuna mest kynni hefir af mæðiveikinni, sýk- ingu, útbrei .slu og einkennum, vegna víðtækra rannsciai- arstarfa . nna í sambandi við hana, stutt erindi í útvarp, þar sen cann skýrði frá þeim sýkingartilfellam, er komið hafa fram í hawst, og ræddi málið frá þeim sjónarhóli. Enda þótt > argt það, sem Guðmuncur rakti í erindi sínu, hafi áðrr ^.omið fram í fréttum, þykir Tímanum fengur að því að g = ca birt með góðfúslegu leyfi hans erindi þetta að meg- .nrr ili, enda var það hið athyglisverðasta, og er þar saman Fcomin á einum stað sú haldbezta vitneskja, er bændur geta vm málið fengið á þessu stigi. Fer erindið hér á eftir. Eins og kunnugt er, hefir orðið vart þurramæði í fé nú í haust á tveimui svæðum, þ. e. a. s. í Dalasyslu og i Skaga firði. Þó að rannsóknum á út- breiðslu eikinnar sé hvergi nærri 1> uð, skal ég leitast við að ge . í stuttu máli grein xyri’ helztu niðurstöðum, sei xengizt hafa til þessa. jl Dalasýslu hefir þurra- .næði þegar fundizt með vissu 1 fé á 7 bæjum. Eru þeir bæ- ir í Hvammssveit, á Fells- strönd og í Laxárdal. Á alla þessa bæi hafði verið keypt af fé því, er selt var frá Val- þúfu á Fellsströnd árið 1952, og fyrir þann tíma, en það voru ýmist hrútar til kyn- bóta, eða annað fé af fjár- stofninum á þeim bæ, um 112 kindur að tölu. Við slátrun og lungnaskoð un á fé af þessum 7 bæjum kom í ljós þurramæðisýking í um 30% af því fé sem keypt hafði verið frá Valþúfu. Mest sýking kom fram í fénu á Skarfsstöðum, Hólum og Víg holtsstöðum. Á þessa þrjá bæi fór meginhlutinn af Val þúfufénu 1952 um 100 kind- ur alls, og þar fannst veikin einnig í 12—13% af heima- alda fénu. Mestar lungnaskemmdir og þyngstu lungun voru þó í fénu frá Valþúfu, og fyrstu kindurnar, sem vitað er nú, að voru með sjúkleg einkenni s. 1. vetur, voru einnig þaðan. Það má telja fullvíst, að veikin hafi fyrst komið upp í Valþúfufénu og dreifzt með því. Hvaðan barst veikin? Ekki er hægt að svo stöddu, að fullyrða neitt um það, hvernig veikin hafi borizt að Valþúfu, en allar líkur benda til þess, að smitun hafi orðið strax eftir fjárskiptin haust ið 1947. Mörgum þykir ótrúlegt, að veikin geti verið svo lengi að búa um sig í fjárstofninum, án þess að hennar verði vart, en þó er það staðreynd. Á nokkrum stöðum öðrum hér á landi, hefir gefizt tæki færi til þess, að fylgjast með byrjandi þurramæðisýkingu í fé, og hafa liðið um það bil sex ár frá því smitun hófst, þar til bændur urðu greini- lega varir við sýki í fénu. 'ft Kind drepst úr þwrramæði 1953. Á Skarfsstöðum mun ein kind hafa clrepizt úr þurra mæði haustið 1953. Kind þessi rakst ekki til rétta, var skilin eftir, fannst síðar dauð og var gefin án þess að skoðan færi fram. Fimm kindur, sem eftir lýsingum að dæma, hafa verið með greinileg einkenni veikinn- ar, voru aldar þar á húsi sl. vetur. Borið hafði á súr- heyseitrun í fénu, og var lasleiki kindanna talinn stafa af henni, Á nokkrum öðrum bæjum komu fram sjúkleg einkenni f einstök- !im kindum seinnihluta vetr arins og um vorið. Það má því telja greinileg mistök, að veikin var ekki staðfest sl. haust eða í fyrra vetur, en þá voru liðin 6 ár frá fjárskiptum. Síðan í septemberlok, að þurramæðin fannst í Dala- sýslu, hefir verið slátrað á 12. hundrað fullorðnum kind um á bæjum, þar sem veik- innar varð vart. Lungu hafa verið nákvæmlga athuguð úr öllu þessu fé, og þurramæði- skemmdir á mismunandi stig um hafa fundizt í 110 lung- um eða í h. u. b. 10% af fénu. Víðtæk smitun. Vegna þess, hve veikin er þegar orðin mögnuð í fénu á þessum bæjum, hve lang- an tíma hún hefir fengið að búa um sig og hve mikil dreif ing hefir orðið á fénu frá Val þúfu má telja fullvíst, að víð tæk smitun hafi þegar átt sér stað innan þessa fjár- skiptasvæðis. Líkur eru einnig til, að veik in kunni að hafa borizt út fyrir svæðið með fjárskipta- lömbum, sem seld voru frá Valþúfu 1950 og 1951 í Hörðu dal og á Skógarströnd. Til þessa hefir þó ekki fundizt neinn grunur um sýkingu frá þessum kindum, en ekki hef ir tekizt að hafa upp á nema um helmingi þeirra. Lofsverð varkárni. í Hlíð í Hólahreppi í Skaga firði fannst þurramæði í 4 vetsra á í byrjun október. Bóndinn í Hlíð, Guðmundur Ásgrímsson, sýndi óvenjulega árvekni. Hann varð þess var, að kindin mæddist óeðlilega mikið eftir hlaup slátraði henni þegar og sendilungun til rannsóknar. Allt féð í Hlíð var fellt skömmu síðar, og fannst þá við lungnaskoðun greinileg veiki í annarri kind og byrj- unareinkenni í þeirri þriðju, en enginn grunur í öðru fé. Þessar kindur voru allar keyptar lömb i fjárskiptum í Strandasýslu haustið 1950, eða ári áður en þurramæði kom upp á Hólmavík. Allar líkur benda til þcss að veika kindin, scm fyrst j var skorin, hafi verið frá Hólmavík og smitazt þar sem lamb. Kind þessi hafði verið mörkuð upp, og engin tök voru á þvi að fá vitn- eskju um upphaflega mark- ið, né rekja nánar, hvaðan hún væri upprunnin. Síðan fjárskiptin fóru fram hafa verið góð fénaðarhöid í Hlíð og féð lítið farið þaðan burtu. Nokkur lömb hafa þó verið seld, hluti af fénu kom ið til rétta og einstaka sinn- um hafa verið: hýstar að- komukindur haust og vetur. Féð í Hlíð gekk mikið í haga með fénu á Kálfsstöð- um og Kj arvals,stöðum, og kom þetta íé oft saman við smölun. Nú hefir öllu fé verið slátr að á þessum tveimur bæjum, einnig kindum, sem seldar höfðu verið frá Hlíð og nokkr ar kindur aðrar, sem vitað er um, að komið höfðu saman við Hlíðarféð. Enginn grunur um sýkingu kom fram við skoðun á lungum úr þessu fé. Að sjálfsögðu er mikil hætta á þvt, að sjúku kind íírnar í Hlíð hafi náð að smita frá sér, en þó er ekki með öllu vonlaust, að tak- ast megi að ná fyrir út- breiðslu veikinnar frá Hlíð, og þá fyrst og fremst vegna þess, að takast skyldi að finna fyrstu veika kindina. Þessi sýkingartilfelli, sem nú hefir verið getið, hafa að vonum valdið óhug meðal sauðfjárræktarmanna, og rétt er það, að þetta eru mikil tíðindi og ill. Engu að síður virðist mér ekkert það hafa komið fram, sem ekki mátti fyllilega bú- ast við, og stærstu áföllin stafa án efa af mistökum, sem mögulegt hefði verið að forðast. Ef fullkomin lungnaskoð- un hefði verið framkvæmd á öllu fullorðnu fé, sem fellt var á Valþúfu, hefði veikin fundizt þar í síðasta lagi 1952 áður en fénu var dreift. Ef greinilegum merkingum hefði verið haldið við á fjár- skiptalömbunum, hefði mátt fella veiku kindina í Hlið 1951, þegar hún var vetur- gömul og vitað var um sýk- ingarhættuna, sem stafaði af Hólmavíkurfénu. Útliðið væri nú.mun betra, ef fé hefði ekki verið flutt út af fjárskiptasvæðum, þar sem engin vissa var um hvort útrýming veikinnar hefði tek izt. í upphafi þegar hafizt var handa um fjárskipti, var yfir leitt fullkomin óvissa um það hvort unnt væri að útrýma veikinni á þennan hátt. Nú hefir reynzlan, að mínu áliti, sýnt að fjárskipti eru möguleg, því að þau hafa tekizt á tveimur stórum fjár skiptasvæðum í S-Þingeyjar- sýslu, þar sem sýking var mjög mikil í fénu, og lömbin þó tekin sama haustið. Enn er ekki full vissa fengin um árangur síðari fjárskipta í Reykjadal eöa hvort smit hafi borizt þaðan, því aðeins sjö ár eru liðin frá þeim fjár skiptum, en vaxandi líkur eru til, að elnnig þar hafi vel til tekizt. Rangæingur skrifar að austan: „/ nýútkomnu hefti af „íslenzkri fyndni“ Gunnars frá Selalæk er ómerkileg níðvísa um mætan prest, sem á fjölda vina og velunnara hér í austursveitum, og margir kunna því illa, að gefið er í skyn, að vísu- korn þetta sé uppsprottið í okkar byggðarlagi. Fáir gætu raunar lært vísu þessa utanbókar, svo illa sem hún er kveðin, en ætti hún nokkurs staðar heima, þá væri það helzt í öfugmælavísum. Prestur sá, sem hér um ræðir, lét fyrir allmörgum árum af embætti sökum heilsuveilu, eftir langa og merka þjónustu Hann lagði jafnan hug og hjarta í hvert prestsverk, og hjá honum fóru saman snjallar ræð ur og góður flutningur, enda var kirkjusóknin jafnan eftír því. Hjá honum áttu sóknarbörn hans jafn- an athvarf, ekki sízt þegar mótlæti eða annan vanda bar að höndum og reyndist hann þeim bæði vitur og ráðhollur. Efnilegum ungmenn- um veitti hann kennslu og uppörfun til frekari manndóms, en hugði aldr ei til launa. Með ágætri konu sat hann prestssetrið sómasamlega, og var heimili þeirra sannkallað at- hvarf. En prestaskólinn er tæpast ein- hlitur út af fyrir sig. Það er líka vegur til manndóms að hafa alizt upp við óblíð náttúruskilyrði og hafa þar staðizt sína raun með prýði, bæði á sjó og landi. Og þang að má eflaust rekja rætur að því, að þessi kennimaður hlaut á sínum tíma hetjuverðlaun úr sjóði Carn- egies fyrir það að setja sig í Markar- fljót í flugi og bjarga þannig manns lífi. Ætli höfundur níðvísunnar, sem áður getur, hefði ekki í sporum prestsins veigrað sér við að væta á sér kollinn? Þessi verðlaun hafa auk annars þann kost að menn vita fyrir hvað þau eru veitt. Það er meira en stundum er hægt að segja um sumar „heiðursveitingar". Menn, sem þannig á hvern hátt hafa orðið prýði sinnar stéttar, ættu fremui' skilið virðingu og þökk en níð, sem látið er á þrykk út ganga. „Vel er sungið sonur“. Þannig verður seint kveðið við höfund þesa arar vísu. — Níð hans, innræti, klaufadómur og áttavilla munu aft ur leita til síns uppruna. f Þegar fundið var að þessu hátta- lagi við útgefanda ritsins, þá viðus kenndi hann að vísan væri bæðl ómakleg og illa gerð. Hann hefð! ætlað að fleygja henni, en sökura lasleika hans hefðu aðrir að mestu séð um útgáfu ritsins að þessu sinni, og visan slæðzt með af vangá. Hitti aftók útgefandi, að vísan væri eftir nokkurn Rangæing, heldur eftir skil lítinn mann i Reykjavík, sem hann myndi ekki í svipinn hvað héti, en gengi venjulega undir einhverjumi nafnauka, sem minnti á hvell eða smell. H. P. hefir beðið mig fyrir orð- sendingu þessa til útvarpsráðs: »r 1 „Útvarpsráð hefir verið helduí óheppið í vali á útvarpssögum und anfarið. Engin af þeim sögum, semt lesnar hafa verið að undanförnu, hafa unnið hylli fólksins, jafnvel þó að menn eins og Hjörvar hafl lesið þær. Útvarpið er að auglýsa eftir tillög um um útvarpssögur og það er góðra gjalda vert að hlustendur hafi þar tillögurétt um. Annars virðl ist svo sem útvarpsráð og starfsli® þess ætti ekki að vera í vandræð- um að finna góða sögu erlenda ðea útlenda. Fyrir nokki'um árum skrlf aði séra Jón Thorarensen ágæta bók, sem heitir Útnesjamenn, upp- lagið mun ekki hafa verið stórt, því að bókin er hvergi fáanleg. Saga þessi er hetjusaga, saga um lífs- baráttu og ástir, i senn drama og þó rómantísk. Þessi saga er a3 margra dórrii ein bezta bók, sent skrifuð hefir verið hér hin síðarl ár. Væri nú ekki viðeigandl að út- varpið bæði höfundinn, sem er ágæfi ur upplesari að lesa þessa bók síná í útvarpið? Það mun sýna sig, ef saga þessi fengi náð fyrir augum' útvarpsráðs, að hún veldur ekkl vonbrigðum". I Þá er rabbinu lokið í dag. Starkaður. | Eg er ekki í nokkrum vafa um það að heildarárangur fjárskiptanna er mun betri en hægt var að gera sér von- ir um í upphafi. Ef við nú tökum fyllilega til greina alla þá reynslu, sem þegar hefir fengizt í baráttunni við þurra mæðina og högum öllum vörn um í fullu samræmi við það, þá tel ég enn vera miklar lík ur til þess að takazt megi að stöðva útbreiðslu veikinnar og útrýma henni síðar að fullu. Nauðsynlegustu varúðar- ráðstafanir eru þessar: að fylgjast nákvæmlega með hilbrigði og þrifum fjárins, sjá um að skoðun fari fram á öllum lungum úr full- orðnu fé, sm slátrað er á fjárskiptasvæðunum, forðast sem mest fjárflutn inga innan svæðanna, koma í veg fyrir alla flutn- inga á fé milli svæðanna, halda við glöggum merking um á öllu fé, og að auka að ýmsu leyti varfærni i sambandi við væntanleg fjárskipti. Við verðum fyrst og fremst að gera okkur það ljóst, aS útrýming þurramæðinnar hlýtur að taka mjög langan tíma. Við megum um fram allfc ekki láta það villa okkur, þótt ekki sjáist sjúkleg ein- kenni á fénu í nokkur ár, og halda að öll hætta sé þar með liðin hjá. Slík bjartsýni, sem á sér enga stoð í veruleikanum hef ir einkennt viðhorf manna undanfarin ár og leitt á ýms an hátt til ófamaðar. Reykjavík, 16. 11. 1954. Guðm. Gíslason. j MiaimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimMMiiiimiiiiiiiimiiMunmin PILTAR ef þið eiglð stúlk-jj una, þá á ég HRINGINA.| Kjartan Ásmundsson gullsmiður, - Aðalstræti 81 Simi 1290 Reykjavíki imiiuimmumuuJUUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.