Tíminn - 24.12.1954, Blaðsíða 6
«
TÍMINN, föstudaginn 24. desember 1954.
292. blað.
Æ)l
ÞJÓDLEIKHÚSID
; >
ÓPERURNAR
Pagliacci
(Bajazzo)
eftir Leoncovallo
og
Cavdlería
Rusticana
eftir Mascagni
Hlj ómsveitarst jóri:
Ðr. V. Urbancic
jLeikstjóri: Símon Edwardsen.
Frumsýning
annan jóladag kl. 20.00.
Uppselt
Önnur sýning þriðjudag 28.
des. kl. 20.00. Þriðja sýningj
fimmtudag 30. des. kl. 20.00.
AðgöngumiSasalan opin j
annan jóladag frá kl. 13:15—I
20,00. Tekið á móti pöntunum
Sími: 8-2345 tvær línur.
ieg. fo
NYJA BIO
— 1544 —
I
jj
Call Me Madamít
Stórglæsileg og bráðfjörug!
J óperettu gamanmynd í litum. [
jf myndinni eru sungin ogj
jleikin 14 lög eftir heimsins!
| vinsælasta dægurlagahöfund, J
IIRVING BERLIN.
Aðalhlutverk:
Ethel Merman,
Donald O’Connor.
Vera Ellen,
George Sanders,
BiIIy de Wolfe.
Sýnd á annan í jólum
kl. 5, 7 og 9.
Jóla „Shotvte
Sjö nýjar teiknmyndir og!
| fleira skringilegt, sýnt annan |
jjóladag kl. 3.
QLiih$ jól!
Töfrateppið
Stórglæsileg íburðarmikil j
j og spennandi ný amerísk æf in ]
jtýramynd í eðlilegum litum,
jbyggð á hinum afþekktu og
| skemmtilegu æfintýrum úr j
| „Þúsund og ein nótt“.
Lucille Ball,
John Agar,
Patricina Medina.
Sýnd á annan í jólum
kl. 3, 5 7 og 9.
Kertasníkir er væntanlegur j
í í heimsókn á barnasýninguna j
í kl. 3. !
QUiLc, iÆ
ITJARNARBÍÓ
Hérna homa
stúlUurnar
(Here come the girls)
Afburða skemmtileg ný am
[ erísk mynd í litum. Söngva og
j gamanmynd.
Aðalhlutverk:
Bob Ilope,
Rosemary Clooney
Tony Martin
Arlene Dahl.
Sýnd á annan í jólum
kl. 3, 5 7 og 9.
*9 /"
iLEIKFEUGi
LgEYKJAyÍKDR^
Á annan í jólum kl. 8.
Erfinginn
jÞessi áhrifamikli sjónleikur verð
[ ur sýndur aðeins þetta eina sinn, L
Ivegna fjölmargra áskoranna. I
i Leikstjóri: Gunnar R. Hansen. j
Aðalleikendur:
Guffbjörg Þorbjarnardóttir,
Þorsteinn Ö. Stephensen,
Hólmfriffur Pálsdóttir
og Benedikt Árnason.
Aðgöngumiðar seldir á ann- j
! an í jólum eftir kl. 2. Sími 31911
gtMf jói!
AUSTURBÆJARBIÓ
Ástarljóð til þín
(Lullaby of Broadway)
Bráðskemmtileg og fjörug
j ný, amerísk dans- og söngva-
! mynd í eðlilegum litum.
Aðalhlutverk: (
Hin vinsæla dægurlaga- i
söngkona:
Doris Day
hinn bráðsnjalli dansari:
Gene Nelson
og hinn skemmtilegi
gamanleikari:
S. Z. Sakall
f myndinni er fjöldinn all-
jur af mjög þekktum og vin-
j sælum dægurlögum.
Sýnd á annan í jólum
kl. 5, 7 og 9.
Barnasýning:
TÓLF
Teihnimyndir
j skemmtileg'ar og spfnnandi [
! flestar með hinum afar vin-!
jsæla:
Bugs Bunny.
\ Sýndar á annan í jólum kl. 3. j
Sala hefst kl. 1 e.h.
gtM, jÆ
TRIPOLI-BÍÓ
Síml 1182
MELBÆ
Stórfengleg, ný, amerísk
söngvamynd í litum, byggð á
ævi hinnar heimsfrægu, ástr-
ölsku sópransöngkonu, Nellie
Melbu, se mtalin hefur veriðj
bezta „Coloratura", er nokkru!
sinni hefur komið fram.
í myndinni eru sungnir
þættir úr mörgum vinsælum
óperum.
Aðalhlutverk:
Patrice Munsel, frá Metro-
politanóperunni í New York.
Robert Morley,
John McCalIum,
John Justin,
Alec Clunes,
Martita Hunt,
ásamt hljómsveit og kór
Covent Garden óperunnarj
í London og Sadler Wells!
ballettinum.
Sýnd á annan í jólum
kl. 5, 7 og 9. j
Barnasýning kl. 3.
ffomba á
mannaveiðum
(Safari Drums)
Afar spennandi, ný, amerísk |
[ mynd um ævintýri frumskóga j
jdrengsins BOMBA.
Aðalhlutverk:
Johnny Sheffield.
Sala hefst kl. 1 e.h.
QUiL, jÆ
V"
i
- - !
GAMLA BIO j
Sími 1475.
Jólamynd 1954:
Ævintýrusháldið
H. C. Andersen
Hin heimsfræga litskreyttaj
ballett- og söngvamynd gerðí
af Samuel Goldwyn.
Aðalhlutverk leika:
Danny Kaye,
Farley Granger,
og franska ballettmærin j
Jeanmaire.
Sýnd á annan í jólum
kl. 3, 5 7 og 9. j
Sala hefst kl. 11.
giJitef jÆ
HAFNARBIO
Síml 6444
Eldur í æðum
(Mississippi Gamler)
Glæsileg og spennandi ný
| amerísk stórmynd í litum, um
! Mark Fallon, æfintýramann-
j inn og glæsimennið, sem kon-
j urnar elskuðu en karlmenn
í óttuðust.
Aðalhlutverk:
Tyrone Power,
Piper Laurie,
Julia Adams.
Sonur Ali Baba
Sýnd á annan í jólum j
kl. 5, 7 og 9.
Hin spennandi og skemmti- j
j lega æfintýramynd í litum ]
[ með TONY CURTIS.
Sýnd annan jóladag kl. 3.
Sala aðgm. hefst kl. 1.
gLtiLf jÆ
BÆJARBfÓ
— HAFNARFiRÐI -
Vanþahhlátt
hjarta
ítölsk úrvalsmynd eftir sam |
j nefndri skáldsögu, sem komið i
Ihefur út á íslenzku.
Carla dei Poggio
jhin fræga nýja ítalska kvik-j
myndastjama. j
Frank Latimore
Hinn vinsæli dægurlaga-
söngvari:
Haukur Morthens j
kynnir lagið „í kvöld“ úr
myndinni á 9 "sýningu.
Myndin hefur ekki veriö j
j sýnd áður hér á landi.
Danskur skýringartexti.
Bönnuð börnum.
Sýnd á annan í jólum
kl. 3, 5 7 og 9.
Arabadísin
Ævintýramynd í litum.
Sýnd á annan í jólum
kl. 3. — Sími 8184.
j PILTAR ef þlð elglO atúlk-
(una, þá á ég HRINGANA.
Ktartan ÁsmanðSMB
j gullsmlður, - AOalstrœtl Cj
[simi 1290 Reykjavlkj
Pearl S. Buck:
20.
HJÓNABAND
— Hið eina, sem máli skiptir, er það, að ég þarfnast þín,
get ekki án þín veriðj sagði hann og þrýsti með valdi kossi
á varir hennar.
Hún lét undan eftir stutt átök, og svo vildi hann ekki
sleppa henni fyrr ep. hún hefði kysst hann af frjálsum vilja.
Hann leiddi hana með sér upp stigann, en við dyrnar nam
hún staðar. ý
— Ég vil ekki fara með þér inn í^herbergið, sagði hún.
— Hvers vegna ékki? spurði hann.
— Mig langar ekkert til þess núna, sagði hún.
— Þú lætur mig þó liklega ekki gjalda foreldra minna?
sagði hann.
Hún hristi höfuðið. — Nei, mér finnst þú vera góður,
sagði hún. Mér finnst þú vera góður — að elska mig, bætti
hún svo við og laut höfði.
Hann greip hana, lyfti henni upp og þrýsti henni að
brjósti sér. — Segðu þetta aldrei aftur, skipaði hann. —
Aldrei, aldrei. Það ér engin góðsemi í framkomu minni við
þig, aðeins ást og ekkert nema ást. Hann hélt henni þannig
um stund, en sleppti henni síðan.
Síðan gekk hún brott og til herbergis síns, afklæddist og
smeygði sér í hvíta, baðmullarnáttkjólinn. Hún lagðist í rúm
sitt, en lá lengi vakandi. Hugur hennar þreytti sama skeið
ið og hvert kvöld síðustu mánuðina, reyndi að finna leið
úr cgöngunum, en lenti jafnan í sömu blindgötunni.
— Ég hefði átt að neita að giftast honum, nema foreldr-
ar hans viðurkerrndu mig, hugsaði hún. Ég vil ekki, aö hann
líti svo á, að hann sé neyddur til að giftast mér. En samt
verður hann að giftást mér. Ekki vegna þess, að verið get-
ur, að ég gangi nú með barni hans. Það er annars sagt, að
það sé mjög sjaldgæft, að barn komi undir í fyrsta sinn.
Hann verður að giftast mér af því að ég elska hann svo
heitt. Ég vil gera álít, sem ég get, fyrir hann. Ég sver það
við nafn guðs. Hun fór fram úr rúminu og kraup á knó
við rúmstokkinn.
— Guð almáttugur, ég heiti því, að gera allt, sem ég
get fyrir hann.
Þau voru gefin saman að viku liðinni eins og ráð hafði
verið fyrir gert. Hann fór ekki heim til sín og skrifaði for-
eldrum sínum ekki|heldur. Hann lét þá ekki vita, hvar hann
væri niður komihtíy" og þeir höfðu aldrei spurt hann, hvar
þessi bóndabær væri. Hann var þeim því alveg týndur sonur.
Þegar þetta væri- þm garð gengið, ætlaði hann að skrifa
þeim, en ekki fyrr éh hann væri giftur Rut og kominn aftur
til New York. Það ‘var ráðagerð þeirra að fara þangað og
búa þar saman í .íbúð hans. Hún hafði látið andmælalaust
að ö.’lum óskum hán.s. Hann þurfti aöeins að hreyfa óskinni,
og þá var hún gerð/
Álla vikuna meðán hann beið eftir gitfingunni málaði
hann eins og hann ;ætti lífið að leysa. Hann var allt í einu
orðinn logandi affltárfsfjöri, fannst hann verða að bæta upp
allan þann tíma, sem hann hafði eytt til einskis um vetur-
inn. Hann málaði stóra eik, sem óx við vesturenda hússi-ns.
Það var gamalt og íímmikið tré, sem hafði vaxið úr jörð eitt
sér og breitt lim s.itt hátt og breitt. Hann vann af slíkum
ákafa, að vikan vár liðin áður en hann vissi af. Hann varð
að hafa sig allan við til að ljúka myndinni fyrir hjóna-
vígsluna. Hann vissi, að hann varð að ljúka henni, því að
bann þekkti sjálfah sig nógu vel til að vita, að ef það yrði
ekki gert nú, mundi henni aldrei verða lokið.
Hann lauk myndinni, og brúðkaupsdagurinn rann upp.
Hann stóð við hlið Rutar í skreyttri stofunni í húsinu.
Lútherskur prestur' las ritningargrein, og alvarlegt bænda-
fólk sat umhverfis og hlustaði lotningarfullt á. Þetta fólk
var vingjarnlegt og góðviljað, en samt leyndi sér ekki hryggð
hjá því að sjá Rut giftast ókunnum manni, sem mundi fara
með hana brott. Að vígslunni lokinni, tók hann í hendur þessa
fólks og þakkaði hamingjuóskir þess. Svo stóð hann í hópi
þessa fólks umhverfis boröið og borðaði kökur og drakk vín,
en engin gamanyrði voru látin fjúka, eins og vafalaust hefði
verið, ef Rut hefði gifzt einhverjum úr þess hópi. Þau fáu
orð, sem við hann voru sögð, voru af varúð töluð og feimni
og bik einkenndi framkomu fólksins gagnvart honum. Þetta
fólk vissi ekki, hvað helzt átti að segja við slíkan mann og
ekki heldur, hvað hann mundi segja viö það.
En William reyndi af fremsta megni aö riúfa þessi álög
með glaðværð og léttum hlátri, en það tókst ekki, og hann
gafst að lokum upp viö það. Jæja, þessu mundi bráðum
Ijúka, og það var gott. Þá mundu þau Rut fá að vera ein
og mættu ganga saman út í trjágaröinn. Svo mundu þau
halda til New York, og hann gæti þegar í stað tekið til starfa.
Hann vildi mála mynd af henni nakinni. Hann hafði aldrei
verið ánægður með nektarmyndir sínar. Stúlkur, sem höfðu
það að starfi að vera fyrirmyndir málara, höfðu engan
líkama, fannst honum, aðeins línur. En líkami Rutar mundi
í hans augum vera gæddur seið ástarinnar, fegurð æskunnar,
og silfurhvítt hörund hennar mundi ljóma í augum hans
og örva til dáða. Hann varð þögull, er honum datt þetta í
hug, og gleymdi umþverfinu og öllum brúðkaupsgestunum.
Einn og einn tíndust þeir burtu, kvöddu hann hógværir o°f
hann tók varla eftir því.
— Undarlegur fugl* sögðu þeir. — Ólíkur öllum öðrum,
sem ég hefi séð, bætti einn og einn.við hikandi. En þeir