Tíminn - 28.12.1954, Blaðsíða 3
293. blað.
TÍMINN, þriðjudaginn 28. desember 1954.
3
hlendingaþættir
Sjötug: Guðbranda Guðbrandsdóttir,
húsfreyja á Hjarðarfelli
KVÆÐI
frá félagssystrum til Guðbröndu á Hjarðar-
felli á 70 ára afmœli hennar.
Nú afmœlisdagur pmn upprunninn er
við óskum til lukku og samfögnum pér.
Þú göfuga kona með gestrisna lund
við glaðar pig hyllum á fagnaðar stund.
Vinir og kunningjar vefja pig nú
vinhlýjum óskum og staðfastri trú
að á pér pœr rœtist og ylji pinn hug,
svo andi pinn kætist og lyftist á flug.
Við pökkum pér samstarfið Guðbranda góð
og geymum pær stundir í minningar sjóð
er hjá pér við nutum á heimili pín
hlýju og gestrisni er aldrei par dvín.
Við biðjum pess allar af einlœgum hug
að alfaðir gefi pér heilsu og dug
til starfa og gleði um ókomin ár.
Hann einn kann að sefa og perra hvert tár.
R. K.
Mánudaginn 22. f. m. var
xnargt um gesti að Hjarðar-
íeili í Miklaholtshreppi (sem
og oft áður). Nú var tilefni
gestakomunnar sérstakt, dag
urinn var fæðingardagur
húsfreyjunnar góðkunnu Guð
bröndu Guðbrandsdóttur
(ekkju Guðbjartar Krist-
jánssonar, hreppstjóra, er
lézt 9. sept, 1950, sem kunn-
Ugt er). Þennan dag varð
Guðbranda sjötíu ára. Fædd
22. nóv. 1884 á Búðum á Snæ
fellsnesi, dóttir merkishjón-
anna Guðbjargar Vigfúsdótt
ir og Guðbrandar Þorkelsson
ar Eyjólfssonar prests að
Étaðarstað og víðar. Sú ætt
og þeir synir Þorkels prests
eru löngu landskunnir, gáfu-,
hagleiks- og myndarmenn.
.Ung að árum flutti Guð-
branda með foreldrum sín-
um til Ólafsvíkur. Þar kynnt
ist hún manni sínum Guð-
bjarti Kristjánssyni frá Hjarð
arfelli, er þá stundaði útgerð
í Ólafsvík.
Vorig 1906 fluttu svo ungu
hjónin að Hjarðarfelli og
byrjuðu þar búskap. Þar
bjuggu þaú samfleitt í 44 ár
eða til þess er Guðbjartur
maður hennar lézt 1950, sem
áöur er sagt. Og enn dvelur
Guðbranda á Hjarðarfelli í
6ínu húsi. Henni er eflaust
líkt farið og frænda hennar
„Fornólfi“ að henni eru
„gömlu minnin kær, meir en
sum hin yngri.“ Hér verður
ekki saga Guöbröndu sögð
nú, hún er enn ekki öll, —
sem betur fer.
En gott er hér að muna og
minnast
mætrar konu sjötíu ára
gæfukonu góðra ætta
göfgar móður sona og dætra.
Húsfreyja sem höfuðbóli
hálfa öldu gerði ráða
Guðbröndu sem garðinn
frægan
gerði meður maka spökum.
Það er löng og merk saga
sem liggur að baki nær hálfr
ar aldar starfi húsfreyju og
móður á stóru heimili í sveit
á umliðnum árum við frum-
stæð skilyrði, sem öldin byrj-
aði með eða sú kynslóð, sem
nú er ýmist gömul eða farin,
átti við ag búa á landi hér.
En það er svo hér, um þessa
merku konu sem margar
fleiri húsmæður þessa lands,
að verk þeirra hafa ei hátt
og hrópa ei á gatnamótum
en eru þó þau störf sem hvert
þjóðfélag getur ekki án ver-
ið, hvað þá heldur nokkurt
heimili ef það á að heita því
nafni.
Guöbranda eignaðist með
manni sínum 8 mannvænleg
börn. Þeim var veitt ágætt
uppeldi, enda nú nýtir menn
og konur í þjóöfélaginu. Einn
ig ólu þau hjón upp einn pilt
frá bernsku til fullorðins
ára, og 3 unglingar nutu fóst
urs á heimili þeirra til full-
orðins ára. Þeim voru þau
hjón sem sínum börnum.
Hjarðarfell var allt til síð-
ustu ára í fjölfarinni þjóð-
leið. Þangað komu því marg-
ir gestir á öllum tímum árs
og oft til gistingar og stund-
um til dvalar ef veður höml-
uðu ferðum manna yfir fjall
ið sem oft bar við að vetrin-
um. Öllum var vel tekið,
hvort sem þeir voru ríkir eða
snauðir, hátt settir í mann-
félagsstiganum eða lágt.
Þeim var tekið með hátt-
bundinni glaðværð, gest-
risni og hlýju. Á heimili Guð
bröndu hefir verið Landsíma
stöð síðan 1912, eina símstöð-
in í stórum hrepp. Það hafa
því margir komið að Hjarð-
arfelli hans vegna, en eng-
inn án þess aö honum væri
ekki beini veittur.
Það er því augljóst mál, að
húsfreyjan á Hjarðarfelli
hefir oft haft mikig að gera
og mörgu að sinna meðan
börniii voru ung, gestanauð
mikil og enginn kom svo á
heimili hennar að honum
væri ekki veittur beini. Það
kom heldur ekki ósjaldan
fyrir að maður hennar væri
fjarri heimili sínu lengri og
skemmri tíma vegna marg-
háttaðra starfa sinna fyrir
hrepp sinn og sýslu. Þá bætt-
ust á Guðbröndu húsbónda-
skyldur heimilisins líka, að
ýmsu leyti. Það runnu marg-
ar stoðir undir það, að
margt var um „gesti og gang
andi“ á heimili Guðbröndu,
en þó hygg ég að sá andi, sú
hlýja og höfðingslund, sem
ríkti á heimili þeirra hjóna,
hafi verið sterkasti ásinn.
Því gleymir enginn, sem átti
þess kost að gista heimili
þeirra, hve mikil hlýja, hrein
leiki og alúð mætti öllum.
Heimili hennar hefir verið
fyrirmyndar heimili í einu og
öllu. Það hefir verið höfuð-
ból sinnar sveitar fyrir
margra hluta sakir.
Ég sagði það í byrjun þess
arra lína, að ég ætlaði ekki
að skrifa neina ævisögu, að-
eins minnast þessara tíma-
móta í lifi og starfi Guð-
bröndu, þegar ævisumar
hennar er liðið hjá með ölln
sínu starfi, sól og yl. Ævi-
sumar, sem gaf flestum æsku
vorsdraumum og vonum.
hennar líf, en líka tár. En
þannig flestra ómar óður yf-
ir lífsins Beru-rjóður. Söngv-
ar lífsins eru oft sárir, en
enginn þroskast af eintómu
meðlæti. Þar sem ekkert er
að sigrast á er heldur ekki.
um neinn sigur að gleðjaát
við. En það getur Guð-
branda, hún hefir borið sig-
ur af hólmi við öll áföll lífs-
(/'ramhald á 5. síðu.ý
Bczta öryggUt gegu aíleiðiiig'um slysa cr
SLYSATRYGGIN
Hjá
Tryggingastofíiwn
ríkisins
getið þér keypt:
Almeimar slysatry^ÍHgar
Ferðatryggsngar í clnkakifreiðum 1
Fcrðatryggiiigar
LEITIÐ UPPLYSINGA UM HENTUGA
TRYGGINGU FYRIR YÐUR.
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS
— slysatryggingadezld — sími 82300.