Tíminn - 19.05.1955, Side 4

Tíminn - 19.05.1955, Side 4
TÍMINN, fimmtudaginn 19. maí 1955. 112. blaff. Á.G. Þorsteinsson: Orðið er frjálst Tímarnir breytast og menn- irnir stundum með í 63. tölublaði Tímans þ. á. skrifar Guðmundur J. Einarsr son Brjánslæk, grein undir f yrirsögninni: „Allir vegir liggja til Rómar.“ Grein þessi fjallar að mestu, þegar frá eru skildar land- fræðilegar uppiýsingar, um póstferðir í Barðastrandar- sýslu, fyrr og nú, og er nokkur gustur á greinarhöfundi. Það er ekki vegna þess, að ég telji ekki póststjórn íslands, sem um þessi mál á að fjalla, fullkomlega færa um að svara fyrir sig, heldur af því, að ef til vill á ég einhverja sök, ef um sök er að ræða, á því að enn hefur ekki verið lögð áherzla á að útvega póst á póstleiðina Patreksfjörður — Brjánslæk- ur, síðan slysið varð fyrir ára- mótin síðustu, að pósturinn varð úti. Ég taldi þá svo litlar líkur til að nokkur maður feng ist hér til að fara þessar ferð- ir, að hætt var við, að því sinni, að auglýsa þær eða bjóða þær út. Mér er ekki kunnugt um hvað endanlega verður gert í því máli. Ef til vill verða þessar greinar okkar Guðmundar lesnar, þegar um það verður fjallað. Enda þótt ýmsum ríkisstofn unum, svo sem pósti og síma, sé ætlað það sem höfuðverk- efni, að þjóna landsfólkinu, í þéttbýli og dreifbýli, eftir því sem fært er talið á hverjum tíma, þá hljóta þó einhvers staðar að vera takmörk fyrir þeim kröfum, sem láta ber eft- ir. Ekki sizt af fjárhagsástæð- um. Öllum þykir, að mér heyr- ist, nóg að borga fyrir þjón- ustu þessara stofnana, og mik ill haliarekstur á þeim er líka illa séður. Þess vegna veröa forráðamenn þeirra að reyna að sameina þetta tvennt, sem bezta þjónustu, fyrir sem hóf- legast gjald. Á síðastliðnu sumri var ég beðinn þess, af póststjórn, að gera tillögur um breyttar póstferðir hér um nágrennið, sem verkuðu á áðurgreindan hátt. Ég varð auðvitað við þessari beiðni, eftir því sem ég hafði vit til. Það var far- ið eftir þessum tillögum min- um, að öðru leyti en því, að póststjórn vildi þá ekki leggja niður póstferðirnar yfir Kleifaheiði, sem ég hafði lagt til að gert yrði. Póstflutningur á leiðinni Patreksfjörður — Brjánslæk- ur, kostaði póstsjóð á s. 1. ári kr. 27.183.00. Allar líkur benda til þess, að mögulegt hefði verið, og verði í framtíðinni, að inna þessa þjónustu af hendi, að engu lakar fyrir við- komandi fólk, fyrir ca. kr. 6000.00 á ári. Sparnaður á þessari póst- leið einni, mundi þá nema um 21.000.00 kr. á ári og væri þeim peningum áreiðanlega betur varið til annarra hluta heldur en þeirra, að láta menn kafa ófærð yfir fjallvegi al- veg að erindislausu. Til dæmis teldi ég skynsam- legra að póststjórnin legði bréfhirðingunum til hentug afgreiðsluborð, með nauðsyn- legum blaðahólfum, svo ekki þyrfti að veiða hverja póst- sendingu upp af gólfinu jafn- óðum og hún væri afhent. Þá vil ég taka til athugunar ummæli Guðmundar Einars- sonar í áður nefndri grein. Hann upplýsir að póstur hali ALLT A SAMA STAÐ einhverntíma verið látinn ganga eftir endilangri sýsl- unni, sami maður. Þetta er ef- laust rétt, og ég man eftir þess | um pósti, frá því ég var ungl- í ingur. Hann gisti stundum hjá ( okkur á Lambeyri, og léi okk- ur geyma stóra, hvíta hestinn sinn, meðan hann fór gang- andi til Bíldudals. Þessu var i seinna breytt, segir Guöniund- ur. Hvers vegna? Spyr ég.' Varla af illgirni einni saman. | Nei, þessu var breytt vegna þess, að aðrar samgöngur breyttust, þannig að hægt var að hafa meiri not af þeim. Svo var þessu aftur breytt, segir Guðmundur. Jú, póstleiðin yfir þingmannaheiði var alla tíð talin mikil mannraun og stórhættuleg einum manni að vetrarlagi. Þess vegna var því breytt, og farin sjóleiðin fyrir framan. Þá dregur Guðmundur fram mjög átakanlega mynd af því hvað bóndinn á Haukabergi eigi bágt með að koma póst- sendingu til bóndans í Vest- ur-Botni, með þessu rang- láta skipulagi, sem nú er upp tekið. Þá gerir hann auðvitað ráð fyrir ísalögum á Breiða- firði, svo ekki gefi að Brjáns- læk í einn lítinn mánuð. En ham> gleymir að gera líka ráð fyrir verkfalli í Reykjavik, svo skipa- og flugferðir leggist niður hálft ár eða svo. Þá færi nú þetta fyrst að verða alvarlegt, ef um væri að ræða bréf frá kærustunni á Hauka- bergi til unnustans í Vestur- Botni. Bændurnir mundu bara tala um þetta í síma, því hann er á báðum bæjun- um. Ef við sleppum nú þessum óskaplegu hindrunum, sem orðið geta á einni póstleið, en látum kærustubréfið fara undir venjulegum kringum- stæðum, og múnar það litlu hvort um er að ræða sumar eða vetur. Við látum bréfið fara með pósti frá Hauka- bergi, líklega í Landrover, að kvöldi fimmtudags, koma að- eins við á Brjánslæk. Fara þaðan með bát til Stykkis- hólms, og koma til Reykja- víkur á föstudag, seinni part- inn, en til Patreksfjarðar fyr- ir hádegi á laugardag. Væri nú unnustinn áhugasamur, þá mundi hann vera staddur á pósthúsinu á Patreksfirði þennan laugardag og hirða bréfið strax, svo það færi ekki fleiri í milli. Nú hagar svo til, að póst- bátur kemur að Brjánslæk vikulega að sumrinu, og hálfs mánaðarlega að vetrinum. Póstur gengur eftir endilangri ströndinni, með viðkomu á hverjum bæ, í sambandi við bátsferðina. Barðaströnd hef- ur þess vegna póstsamgöngur að engu lakari en aðrar sveit- ir hér nærliggjandi. Um sam- bandið við Patreksfjörð er það að segja, að á þeim hálfa mán uði, sem líður milli bátsferða að Brjánslæk, eru að minnsta kosti 5 áætlunarferðir milli Patreksfjarðar og Reykjavik- ur. Það er þess vegna alveg vandalaust að koma öllum pósti milli þessara staða hálfsmánaðarlega, eða jafn oft eins og meðan farið var yfir Kleifaheiði. Það kostar póstsjóð aðeinS nokkru minna, þvl með þessu móti notar Framh. & 9. slðu. Þegar þér veljið yður landbúnaðarbifreiðina, þá hafið reksturskostnaðinn í huga. WILLYS-jeppinn er ekki einasta cdýr í innkaupi heldur og í rekstn. Sannið yður þetta sjálíir með samanburði á varahlutaverði. Hinar almenn vinsæidir WILLYS jeppans eru því að þakka, að WILLYS- jeppinn er sterkur og ódýr í rekstri. 1955 gerðin er stærri og sterkbyggðari og hefir fengið fallegra útlit. Athugið, að yíir 2000 Willys-jeppar eru í umíeið á vegum landsins. Það tryggir ódýrari varaliluÞ. Úivegum ódýr jeppastálhús írá Bandarikjunum með jeppanum. . ÞAÐ ER AÐEINS EINN „JEEP“ OG HANN ER FRAMLEIDDUR HJÁ WILLYS. Einkaumboð á íslandi; H.F. EGILL VILHJÁLMSSON ILaugaveg IIS. — Síml 81812. — Símnefni: EgíII Rinso bvær áva/t og kostar^Sur minna Með því að nota Rinso fáið þér glæstast- an árangur. Það er ekki aðeins ódýrara en önnur þvottaefni, heldur þarf minna a/ því og einnig er það skaðlaust hönd- um yðar og fer vel með þvottinn, því að hið freyðandi sápulöður hreinsar án þess að nudd? burfi þvottinn til skemmda. VERNDID HENDUR OG VOTT

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.