Tíminn - 28.06.1955, Qupperneq 4
4
TÍMINN, þrigjudaginn 28. júní 1955.
141. blaíí.
Guómunclur J. Einarsson:
Hvaðan
Orðið er frjálst
er maðurinn?
Þegar ég las grein Árna G.
í^orsteinssonar póstafgreiðslu
manns á Patreksfirði í 112.
tbl. Tímans, komu mér í hug
orð Brands btskups: „Engi
maður frýr þér v'ts, en meir
ertu grunaður um græzku“.
Grein mín í 63. tbl. sama blaðs
er sjáanlega tilefni þessarar
greinar Á. G. Þ. og efnið virð
íst mest vera tilraun til að
skopast að dæmum þeún, er
ég tók máh mínu til stuðnings.
Þessi gamanmál Á. G. Þ. get
ég að mestu leitt hjá mér. En
grein hans fræðir mig þó um
nokkuð, er ég viss' ekki áður,
nefnilega það, að hann sjálf-
ur á skuld (að nokkru leyt* a.
m. k.) á því ófremdarástandi
í póstmálum sem verið hef'r
hér í sýslunni nú um smn.
Ókunnugleiki hans á sinni
eigin sýslu, sem Ijósast sést
á. því, að hann hehr lagt til
við póststjórnina, að leggja
niður stuttan og lágan fjall-
veg, og með þvi slíta sundur
beint póstsamband milli Aust
ur- og Vestur-Barðastrandar
sýslu, samband, sem verið
hefir frá því fyrst að póstsam
göngur hófust hér um sýsl-
una. Ókunnugleiki hans kem
ur ekki sízt i ljós í því, að
hann virðist ekki vdja skilja,
að til séu algengustu náttúru
fyrirbrigði, eins og ísalög og
stormar. Ég segi það satt, mér
verður á að spyrja: Hvaðan er
maðurmn?
í áðurnefndri grein minni
tók ég sem dæmi um, hversu
fráleitt það væri að leggja
póstleiðina yfsr Kleifaheiði
niður, að bréf frá Haukabergi
til Vestur-Botns, sem sent
væri samkvæmt hinu nýja
skipulagi, myndi verða nokk-
uð langan tíma á leiðmni. Á.
G. Þ. dregur upp nokkuð glæst
ari mynd af ferðalagi Þessa
bréfs, sem hann vill láta vera
bréf milli elskenda, og er ekk
ert við þvi að segja nema gott
Hann vill láta það fara frá
Haukabergi á fimmtudag
og sýnir með því, að hann
hugsar sér sumarferð. Til
Reykjavíkur lætur hann bréf
ið koma á föstudag og til Pat
reksfjarðar á laugardag. Og
allt gæti nú þetta skeð, og
væri fróðlegt að gera Mraun
með hvernig þetta gengi. En
þegar htla bréfið er komið i
hendur Á. G. Þ. póstafgreiðslu
manns, þá er líka fyrir-
greiðslu þess frá hendi póst
þjónustunnar lokið. Þá á mót-
takandinn að labba þessa
litlu 12 km. frá Vestur-Botni
að Geirseyri og vera þar til
að taka á móti bréfmu sinu.
Geta mætti sér þó Þl, þar sem
Vestur-Botn er sveitabær, að
móttakandinn hversu áhuga
samur sem hann væri að öðru
leyti, hefði nú ekki tíma t»l að
vitja bréfsins fyrr en eftir
vinnu á laugardaginn eða
fyrsta lagi kl. 9 um kvöldið
þann dag. Og skeð gæti bá.
að Á. G. Þ. væri búinn að loka
pósthúsinu og væri með lyk
ilinn í vasa sínum norður í
Tálknafirði, bví að ég held ég
megi fullyrða, að hann er van
ur að loka kl. 12 á laugardög
um. Og hvað ætti þá vesalings
ástfangni pilturinn að gera?
Bíða tíl mánudags? Nei, ég
held, að ef ég væri i hans
sporum, að ég heíði hvíslað
því að kærustunni gegnum
símann, að hún skildi bara
ekkert vera að skrifa mér, þvi
að fvrst ég þyrfþ að sækja
þréfið 12 km. leið út á Geirs-
eyi'i, þá munaði mig ekki allt
um að labba til hennar á laug
ardagskvöldið eftir vinnu. Það
væri ekki nema þriggja km.
spotti lengra.
Annars finnst mér það
furðuiegt, að jafn glöggur
maður og Á. G. Þ. er, skuh af-
eintómri löngun t'i að stríða
öðrum, gera sig að athlægi
allra kunnugra manna hér í
sýslunni með því að halda
fram firrum sem enga stoð
eiga i veruleikanum.
Hvað viðvíkur þeim breyttu
skilyrðum, sem Á. G. Þ. verð
ur svo tiðrætt um í grein
sinni, þá heÞr vist enginn á
allri póstleiðinni frá Kfn. til
Patreksfjarðar orðið var
þeirra breyttu skúyrða, skipa
ferðir eru ekkert fleiri en þær
voru fyrir 12 árum norðanvert
við Breiðafjörð, flugsamgöng
ur eru engar, og isalög og
stormar eru tíð fyrirbrigði
jafnt nú sem áður. Og hafi
verið þörf á að hafa þessar
póstferðir eftir sýslunni áður,
er þess ekkert síður þörf enn
þá, þ^’í að þótt Patreksfjörður
sjálfur hafi eins og Á. G. Þ.
segú' a. m. k. 5 fastar ferðir
til Rvíkur á hverjum hálfum
mánuði, þá breytir það engu
fyrir allan almenning í Barða
strandarsýslu utan Patreks-
fjarðar og Bíldudals. Á. G. Þ.
upplýsir, að póstleiðin Patr.-
Brl. hafi s. 1. ár kostað póst-
sjóð kr. 27.183,00. Þennan
kostnað telur hann að hægt
sé að lækka með jafngóðri
póstþjónustu þó (ef leiðm yf
ir Kleifaheiði væri lögð niður)
niður í kr. 6,000,00. En því mið
ur færir hann engin rök fyrir
þessari staðhæfingu og hefði
þó verið full þörf á því sökum
þess að þétta er vægast sagt
ótrúlegt. En sé það nú satt,
að þessi vegarspotti 15 km. frá
Vestur-Botni að Haukabergi
hafi kostað póstsjóð kr. 21,
183.00, þá væri full þörf á að
reyna að finna ódýrara fyrir
komulag og ég er ekki í vafa
um, að það er h^egt.
Á.G. Þ. gerir lítið úr þeim
póstflutningi, sem verið hefir
á leiðinni Kfn-Patr. og minn
ist á „meðalaglasaflutning“,
sem ekki sé borgað undir í
pcsti. Ekki get ég dæmt um,
hvað mikil brögð hafa verið
að þessum flutningi, en varla
finnst mér þörf á að leggja
póstleiðina yfir Kleifaheiði
niður vegna þeirra orsaka, að
góðir drengir hafi stungið í
vasa sinn lyfjaglasi, og ég er
viss um, að Á. G. Þ. myndi
hafa gert það sama, hefði
hann verið póstur á þessari
leið. Og ég er þess líka fullviss,
að póststjórnin amast ekkert
við slíkri þjónustu. En hvað
viðvíkur póstflutningnum
sjálfur, þá má geta þess, að
árið 1954 fóru hér um úr A-
Barðas.trandarsýslu til Pat-
reksfjarðar 183 skrásettar
send'ngar og að vestan í aust
ursýsluna 274 skrásettar send
ingar og lang mest yfir vetrar
mánuðina. Ég hygg að gera
megi ráð fyrir að óskrásettar
sendingar séu tífalt fleiri en
skrásettar og sést á þessu, að
úr ekki mannfleira héraði en
A-Barðastrandarsýsla er, þá
er þetta vonum fremur mikill
póstflutningur.
Hvað viðkemur breytingum
á þeim póstferðum, er ég drap
á i grein minni segir Á. G. Þ.,
að þær hafi til orðið vegna
breyttra aðstæðna. Nei. Það
hafði engin breyting oröið á
samgöngum við austursýsluna
þegar ferðunum var fjölgað
úr 15 í 24 á ári, en með þess-
ari fjölgún á ferðunum var úti
lokað að einn og sami maður
gæti annazt ferðina á allri
póstleið>nni. Sama er að segja
um síðari breytinguira, þegar
ferðunum var fjölgað upp i
40 á ári, aðrar samgöngur
höfðu ekkert breytzt, þar tU
s. 1. sumar að sérleyfisferðir
hófust úr Reykjavik Þl Bíldu
dals. Að öðru leyti eru sam-
göngurnar nákvæmlega þær
sömu og voru fyrir 12 árum.
En nú vil ég spyrja: Hvers
vegna á að vera að kosta póst
ferðir efth endilangri- sýsl-
unni einu sinni í viku yfir sum
armánuðna, en leggja þær nið
ur á kafla á leiðinni um vetr'
armánuðina? Ég held, að
þetta sé öfugt skipulag. Hvers
vegna ekki að lofa fólki að
bjargast nokkuð á eigin spýt-
ur að sumrinu, þegar allir veg
ir eru færir og úrræðin þess
vegna miklu fleú'i, mætti ekki
spara frekar á þann hátt, held
ur en á þann hátt, sem Á. G.
Þ. hefir lagt tU? Ég hygg að
íbúar á póstleiðinni Kfn-Ptr.
myndu yfirleitt sætta sig bet
ur við þá breytingu heldur en
ef fat'ið verður eftir tillögu
póstafgreiðslumannsins á Pat
reksfirði. Sannleikurinn er sá,
að vikulegar landpóstferðir
eftir endilangri sýslunni yfir
sumarmánuðina, er ofrausn,
sem fáir hlutaðeigendur hafa
dáðst að. Og fyrst nú hafa
verið teknar upp bemar sér-
leyfisferðir úr Reykjavík til
Bíldudals (og því verður von
andi haldið áfram), þá eru
landferðir eftsr sýslunni eins
og verið hefir, algerlega óþarf
ar. í þess stað á að láta sér-
leyfisbifreiðina færa póst-
flutninginn á bréfhirðingarn
ar og bréfhirðingar svo ann-
ast um dreifingu hverja í sínu
umdæmi. Þær verða að gera
það hvort sem er, og það hef
ir í flestum tilfellum engan
aukakostnað í för með sér, en
myndi spara póstsjóði stórfé.
Hitt er lokaráð að leggja tU
að slíta beint póstsamb. inn-
an sýslunnar sundur, og mjög
óvinsælt meðal almennings í
héraðinu. Skipulag, sem byggt
er á. vanþekkingu stendur aldr
ei lengi.
Ég læt þá útrætt um þetta
mál og ætla mér ekki að karpa
meira um það við Á. G. Þ. En
mætti ég vera svo djarfur að
leggja póststjórninni ráð,
myndi ég segja: Spyrjið fólk
ið, sem býr á þessari póstleið,
áður en þið ákveðið að fylgja
ráðleggingum póstafgreiðslu
mannsins á Patreksfirði. Það
er fólkið, sem nýtur eða geld
ur skipulagsins, en hann ekki.
Sumaráætlait:
AKIREYBI-AISIUR
Frá Akureyri: miðvikudaga.
Frá Áustfjörðum — Egilsstöðum: þriðjudaga.
Jákann Kröger.
Útgerðarmenn!
v I
Ilöfum flestar stærðir rafg'cyma |
fyrir vélbáta |
Um 70% vélbátaflotans notar nú eingöngu |
PÓL A H rafgcyma.
Sölustaðir: Keflavík: Aðalstöðin h. f. Akranes:
Þjóðleifur Gunnlaugsson. Vestmannaeyjar:.
Halldór Eiríksson og Neisti s.f.
Nýtt
Hinir góðkumiu karlmannafrakkar frá Cen-
trotex nýkomnir.
Gerið góð kaup, meðan úrval er nóg.
Tékknesku frakkarnir úr ullargabardine og
poplini, eru viðurkenndir að gæðum.
Vefnaðarvörudeild. Sími 2723.
Héraðsskólinn að Reykjum
tekur aftur til starfa í haust með svipuðum
hætti og áður, ef nægur nemendafjöldi
skólann. *“
Umsóknir um skólavist skulu sendar for-
manni skólanefndar, hr. Karli Hjálmarssyni,
kaupfélagsstjóra á Hvammstanga, fyrir 20.
ágúst næstkomandi.
í umsókn skal greina frá aldri nemenda,
námsferli og í hvaða ársdeild skólans nemand-
inn óskar að setjast.
Formaður skólanefndar veitir nánari upp-
lýsingar.
SKÓLANEFNDIN.