Tíminn - 29.06.1955, Qupperneq 2
TÍMINN, miðvlkudaginn 29. júni 1955.
Sjukravottorö götulögregíu Stokkhólms
ispp á mapveiki, hálsbólgu og fleira
Götulögreglan í Stokkhólmi hefir sýkzt af íllvígri „sum-
irve»ki“ og hafa ráðherrar orðið að rjúfa frí sín og leyfa
,að þeir yrðu sóttir í koptum til hvíldarstaða sinna út við
ströndina, svo að landsfeður sænskir mættu ræðast við í
konungshöllinni um þá húia miklu veiki, er herjar lög-
regluliðið. Sænskir læknar hafa komizt í klandur út af lög
reglupestinni, vegna þess að þeir eru tald’r hafa verið of
frjálslyndir í sambandi við útgáfu sjúkravottorða. Annars
er sjúkdómsgreiningin á þann veg, að lögreglan sænska
þjá‘st af skorti á pe-vítamíni,(sé fjárvant og telji laun sín
lág).
Veikindin hófust með því, að
sex hundruð lögregluþjónar í Stokk
hólmi tilkynntu veikindi sín á ein- ■
rm og sania degi. Nemur það sex-;
iíu af hundraði alls lögregluliðs!
oorgarinnar. Plestir þeirra létu j
iæknisvottorð fylgja tilkynningunni'
jm veikindin, en hinir tilkynntu;
að þeir myndu senda vottorð um
veikindi sin siðar.
S%.
Sýkillirm. eru þau 8%, sem götu-
lögreglan hefir ekki fengið í launa
hækkun, þótt allir aðrir ríkisstarfs
menn hafi fengið þá kauphækkun.
Hundurinn liggur grafinn í því, að
félag lögreglumanna hefir neitað
að viðurkenna hina nýju kaupskrá
rikisins og þar með 8% hækkun-
:ina. Sextíu leynilögreglumenn
voru fengnir til að stjórna um-
íerSinni og áraði vel fyrir bandítta
á meðan. Vanalega eru tólf tal-
stöðvabílar á ferðinni á vegum lög
reglunnar, en fyrsta veikindadag-
:inn var ekki hægt að manna nema
tvo.
Magaveik* og hálsbólga.
Eins og gefur að skilja stóð
ýmislegt markvert á sjúkravottorð
um lögreglumannanna. Mest bar
þó á magaveiki og hálsbólgu, en
þess háttar kvillar munu vera
einna vinsælastir hjá iæknastétt-
inni fyrir utan blessað kvefið. Einn
lögreglumannanna hafði alveg
prýðilegt sjúkravottorð. Hann
hafði meitt sig í annarri stóru-
íánni í fótbolta. Sagt er, að lækn-
arnir hafi lagt sig alla fram um
að hrekja framburð hvers lögreglu
manns um veikindi sín, en það
Útvorpíð
UJtvarpið í dag.
Fastir liðir eins og venjulega.
19.30 Tónleikar: Óperulög (plötur).
.20.30 Erindi: Prá Þórði á Strjúgi
(Jóhann Sveinsson frá Plögu
cand. mag.).
20.55 Tónleikar (plötur).
21.25 Erindi: „Örlagavefur, — úr
sögu tveggja fornkvenna"
eftir 5orstein M. Jónsson
skólastjóra (Halldór Þorsteins
son flytur).
21.45 Garðyrkjuþáttur (Jón H.
Björnsson skrúðgarðaarkltekt)
22.10 „Með báli og brandi", saga
eftir Henryk Sienkiwicz, XXI.
(Skúli Benediktss stud. theol.)
22.30 Dans- og dægurlög (plötur).
23.00 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun.
Fastir liðir eins og venjulega.
20.30 Erindi: Hvað geta íslenzkir
bændur lært af stéttarbræðr-
um sínum vestan hafs? (Árni
G. Eylands stjórnarráðsfull-
trúi).
21.00 Tónleikar: Aríur úr óperum
eftir Puccini.
21.30 Upplestur: Séra Sigurður Ein-
arsson í Holti les frumort
kvæði.
21.45 Tónleikar: Jascha Heifetz leik
ur á fiðlu (plötur).
22.10 „Með báli og brandi', saga eftir
Henryk Sienkiwicz, XXII.
(Skúli Benediktsson stud.
theol.).
22.30 Sinfónískir tónleikar (plötur).
23.15 Dagskrárlok.
Fengu þeir hálsbólgu e3a
magave'ki
gekk ekki betur en svo, að lang-
flestir fengu sitt sjúkravottorð und
irritað. Er það ekki andskotalaust
fyrir sænsku lögregiuna til viðbót-
ar við þau 8%, sem þeir fá ekki
greidd, að verða að sinna skyldu-
störfum sínum veikir, því enginn
þarf að halda að sex hundruð
manns geti fengið pottþétt sjúkra-
vottorð á einum degi, ef ekki koma
til langvarandi veikindi innan stétt
arinnar. Þetta vilja vorir sænsku
bræður samt sem áður ekki viður-
kenna og segja að löggan sé að
hlunnfara ríkið og brúka dóna-
skap.
BráðsmHandi veiki.
Þegar fyrsti veikindadagurinn var
iiðinn, bjuggust allir við því, að
bundinn væri endi á útbreiðslu
sjúkdómsins, en laugardagurinn
rann upp með áttatiu og tvö ný til
íelii. Öll þessi tilfelli voru í Gauta-
bcrg og er útbreiðsluhraðinn of-
boðslegur og þykir sýnt að veikin
er bráðsmitandi. Undir kvöld á
laugardaginn voru fimmtíu af
veiku mönnunum í Stokkhólmi
komnir til vinnu. Þykir sýnt, að
þesir íimmt.u hafi aðeins borðað
yfir sig, en ekki haft alvarlega
magaveiki. Einhverjum erfiðleik-
um hefir verið bundið að stjórna
umferðinni í Stokkhóhni, en Sví-
ar eru manna kurteisastir og þess
vegna gekk umferðin nokkurn veg
in hljóðalaust fyrir sig, þótt fáir
væru til að stjórna henni. Hedlund
innanríkisráðherra er sagður hafa
verið á ferðinni yfir helgina í bif-
reið sinni og gefið til kynna að
allt væri rólegt. Jafnframt hefir)
hann gert áætlun um að kalla lög- |
regluna utan af landsbyggðinni til J
bæjarins, ef veikindin verða ekkert
I
í rénun á næstunni.
Læknarnir fá á baukinn.
Þá víkur sögunni að læknunum.
Skipuð hefir verið rannsókn á at-
ferli þeirra í sambandi við vott-
orðin. Sami iæknir er sagður hafa
gefið út sextíu sjúkravottorð og
annað er eftir því. Nokkuð bar á
því, að lögreglulæknar undirrituðu
vottorðin og þykir það taka í
hnúkana. Heilbrigðismálaráðuneyt-
ið hefir tekið málið í sínar hendur
og leyfum vér oss að biðja fyrir
ráðuneytinu, þar sem magakvillar
ISóm, Mnkkan 11
Gamla bíói sýnir. Aðalhlut-
verk: Lucia Bose, Capla del
I'og-.;io cg Raf Vallone.
Myndin er byggð á sönnum at-
hurðum, skeðum ekki alls fyrir
löngu. Það er auglýst eftir skrif-
stofustúlku og fjöldi kvenna sækir
um stöðuna. Þær þyrpast inn í
húsið og bíða þess í stiganum, að
röðin komi að þeim að verða próf
aðar til starfans. Meðan beðið er,
gerist það, að stiginn brotnar nið-
ur og margar stúlknanna slasast
illa, ein læzt af völdum meiðsla
sinna. Við rannsókn málsins kem-
ur fram, að ítalinn er þarna að
spyrja alvöruþrunginnar spurn-
ingar, en á því miður ekki önn-
ur svör við spurningunni en þau,
að yppta öxlum. Eftir að hafa séð
þessa mynd, vaknar enn sú spurn,
hvort ítalir standi ekki manna
fremstir í kvikmyndagerð yfirleitt.
Þeim er menningarlegur tígin-
leiki svo í blóð borinn, að viður-
styggðin í þessari mynd á í sér
vaxtarbrodd fegurðar. Sjálf kvik-
myndunin er meistaraverk. Leik-
urinn nokkuð stríður en úttalaður
og með hárri reisn. Persónugerðir
margvíslegar og viðbrögðin eðli-
leg, mannleg og venjuleg. Ekkert
skrúð og engin tilgerð. Og þótt
þessi mynd gæti verið tilbúning-
ur, en ekki byggð á sönnum at-
burðum, myndi enginn finna það.
Það er eins og ítalskir kvikmynda
menn hafi sjón og skilning á við
allar Hollywoodborgir og undarlegt
að úrættuð og spurnarlaus kvik-
myndalist skuli geta þróazt við
hlið ítalanna. Eins og allt annað,
hefir verið reynt af einhverjum
gáfnaljósum og spekingum að
flokka ítalska kvikmyndalist og
gefa henni nafn, svo hægt sé að
afgreiða hana með uppsláttarorði.
Róm," klukkan 11 er verðugt svar
við þeim hundingjahætti.
I. G. Þ.
pKARinnJbnsson
I LÖGGILTUS SK.JAIAWÐANDÍ
OGOÖMTOLK.USIENSKU •
KIUJVBVHI-sni 81B5S
Ilringferð
(Pramhald af 1. síðu).
íarstaðaskóg. Síðan eins og
leið liggur til Möðrudals og
’þaöan inn að Vatnajökli.
Gengið verður í Kringilsár-
rana og ekið í Herðubreiðar
lindir og Öskju. Þaðan farið
um Mývatn, Akureyri og til
Reykj avíkur.
Ekki er að efa að þetta
verða hinar skemmtilegustu
ferðir. Bílár Páls Arasonar
ara nú að verða veðraðir í
mismunandi loftslagi, enda
er honum sama hvort hann
stjórnar ferðum þeirra suður
á Ítalíuskaga eða við Vatna
jökul.
og hálsbólga getur læknast á ein-
um til tveimur dögum, svo sann-
anir verða litlar í málinu.
Nokkur hætta getur verið á því,
að pe-vítamínskorturinn kunni að
segja til sín víðar á Norðurlöndum
hjá opinberum starfsmönnum, en
fyrr hefir ekki verið vitað, að þess
háttar skortur kæmi fram í maga-
veiki, hálsbólgu og fótarmeiðslum
fengnum í knattspymu.
142. blað.
...1
Orðsending frá
Bólsturgerðinni Brautarholti 22
Ferðamenn, sem heimsækið höfuðstaðinn í sumarleyf-
inu. Ef ykkur vantar húsgögn, þá komið beint tU okk-
ar. V'ð bjóðum yður örugglega beztu og fallegustu
húsgögnin.
Eftirtalin húsgögn
eru til á lager sem
stendur:
Sófasett útskorin,
Hringsófasett,
Létt sett alstoppuð,
Armstólasett,
Armstólar,
Hallstólar,
Handavinnustólar,
Öreklappstólar.
Svefnsófár, Sólhlífar, Sófaborð.
Ðúsgögniii eru húin til af færustu fag-
önnuni þessa bæjar.
Sendum gegn póstkröfu sé þess óskað.
Bólsturgerbin I. Jónsson h.f.
Brautarholti 22. Sími 80388.
5SiSÍ4iÍ5ÍiSSÍ55Í5ÍSSÍÍ5Si4SSÍSi5S5Í5ÍSiÍSÍSiSSSÍSSi5S5SÍSSÍ5SÍ5Í5SSÍ5SiI
Tilkynning
Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið eftirfarandi
hámarksverð á unnum kjötvörum:
Miðdagspylsur ......
Vínarpylsur og bjúgu
Kjötfars .............
í heildsölu í smásölu
. kr. 19,70 kr. 23,30
. — 21,25 — 25,20
. — 13,50 — 16,00
Söluskattur er innifalinn í verðinu.
Reykjavík, 28. júní 1955.
Verögæzlustjjórinn
«S555SS55SSS5Í55SS555SÍ5SSS5SSSSSSS5SS5SSiSíiSSSÍÍÍ5ÍÍ5ÍSÍ5ÍSSSSÍ5SÍÍÍ5:
Bátavél til sölu
TÚ sölu er nýleg, ónotuð bátavél, diesel, 42—54
hestafla, með öxli, skrúfu og öllu tilheyrandi. VéUn
er í fyrsta flokks standi tilbúin til niðursetningar 1
bát nú þegar. Hún er til sýnis í Vélsmiðjunni AFLI h.f.,
Laugavegi 171, Reykjavík.
TUboð sendist undirrituðum fyrir 12. júll n. k.
Þorvaldur Þórarinsson
lögfræðingur,
Þórsgötu 1, Reykjavík
»4454S544S445545i454SS455544544445545554544aS4asgaaag«g»5»«y.'yr.r^rr.fTí^
WWVWWftWWWWóMWWWftWWWVWWWW*
ÞÖKKUM af heílum hug auðsýnda vináttu við !•
brúðkaup okkar og utanför.
Hlökkum tU endurfunda. 3»
Ebba Sigurðardóttii
og Ólafur Skúlason
WWIWIWWWWWVVVWVWWWWWwwyw'MVW>
ÞÖKKUM INNILEGA auðsýnda samúð Og hlut-
tekningu við andlát og jarðarför
LOFTS ÞORSTEINSSONAR
Haukholtum
Börn, tengdabörn og barnabörn.