Tíminn - 29.06.1955, Page 4

Tíminn - 29.06.1955, Page 4
4 TÍMINN, migyikudaginn 29. jání 1955. 142. blaf Sambandsþing ung- mennafélaganna Fullkomin radíó-ljósmiðunarstöð reist á Garðskaga í sumar Slysavarnafélagið grelðir i'yrir framkvæmdnm Sambandsþ^ng Ungmenna- íélags íslands veröur háð n.k. íimmtudag og föstudag. Þmg iS verSur háð á Akureyri, en þar var fyrsta ísienzka ung- mennafélagið stofnað í árs- byrjun 1906, eða fyrir nær 50 árum. Sambandsþing ungmenna- félaganna er háð þriðja hvert ár, og eru þar rædd málefni félaganna. Liggja ýmis m*k- ilvæg mál fyrir þessu þingi. Héraðssambönd og einstök ungmennaféiög um land allt kjósa fulltrúa á þingið og eiga rétt á að senda einn mann fyrir hverja 120 félags menn eða samtals um 100 fulltrúa. í framhaldí af sambands- þingrnu á Akureyri verður 9. iþróttamót ungmennafélag- anna, landsmót, háð á laug- ardag og sunnudag, 2. og 3. júlí. Er sýnt, að þátttaka í þessu móti verður mjög mik il. Aðstaða til íþróttakeppni er ágæt á hinum nýja íþrótta velli Akureyringa, en þar fer mótið fram, svo og við sund- iaugina, en einmitt þar var á éinum tíma gerð einhver fyrsta sundlaug á landinu. Keppni í starfsíþróttum fer- þó að mestu leytá fram á öðr um leikvangi. og keppni í starfsiþróttum kvenna fer fram innan húss. En starfs- íþróttir verða stór liður í þessu móti. Aðrar keppnis- greinar mótsins verða frjáls- ar íþróttir, sund, handknatt- leikur og glíma. Auk þess verður sýningarglíma, flokk- ur þingeyskra glímumanna sýnir. Laugardaginn 2. júlí hefst dagskrá mótsins kl. 9 með leik Lúðrasveitar Akureyrar við Menntaskólann, og þar verður mótið sett af for- manni UMFÍ. Síðan veröur gengið ta leikvallar, og í- þróttakeppni hefst. Efttr mat arhlé heldur keppnin áfram til kl. 6, en kl. 8 um kvöldiö hefst keppni í sundi. Að henni lokinni verður ungmennafé- lagsfundur við sundlaugina, verður þar almennur söngur, framsöguerindi og frjálsar umræður. Sunnudaginn 3. juli hefst dagskrá enn með leik lúðra- sveitarinnar, og kl. 9,30 verð ur gengið í skrúðgöngu frá Menntaskólanum til leikvall- ar, og fer þá fram úrslita- keppni í ibróttum. Eftir hádegi verður sam- koma á leikvelli, og hefst hún með guðsþjónustu kl. 13,30. Sr. Sigurður Stefáns- son, prófastur á Möðruvöll- um, prédikar. Kirkjukór Ak- ureyrar syngur og Lúðrasveit Akureyrar leikur undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Valdimar Óskarsson, form. Ungmennasambands Eyja- fjarðar, setur samkomuna að lokinni guðsþjónustu. Síðan flytur Þorstéinn M. Jónsson, skólastjóri, ræðu, Karlakór Akureyrar syngur undir stjórn Áskels Jónssonar, Da- víð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, les upp, Þórar- inn Björnsson, skólameist- ari, flytur ræðu og Guðmund ur Jónsson, óperusöngvari, syngur með undirleik Fritz Weisshappel. Eftir þetta held ur áfram úrslitakeppni í í- þróttum, og jafnframt verða ýmsar hópsýningar, glima, fimleikar og ef til vill fleira. Kl. 8 um kvöldið verður enn keppt í nokkrum sund- greinum, en síðan verða tú- kynnt úrsút í keppnisgrein- um mótsins og verðlaun af- hent. Að lokum ávarpar for- maður UMFÍ samkomuna og slítur mótinu. Ýmsar skemmtanir verða í samkomuhúsum bæjarins meðan mótið stendur, t. d. leiksýningar, kvikmyndasýn- ingar og dans. Bæði laugar- dagskvöld cg sunnudags- kvöld verður dansað á palli. Landsmót ungmennafélag- anna er ávallt merkisatburð- ur, bæði vegna hinnar félags legu þýðingar þess og íþrótta árangurs. Mikil áherzla ei' jafnan lögð á, að þátttaka í iþróttum sé sem almennust, en þó er líka ánægjulegt að sjá emstaka afreksmenn, sem skara fram úr og setja ný met — og nokkrutn sinn- um hafa íslandsmet verið sett á laixdsmótum ungmenna félaganna. Undirbúningur þessa móts hefir að rnestu leyti hvílt á Ungmennasambandi Eyja- fjarðár, sem unnið hefir af miklum dugixaði. Horfir vel um framkvæmd þess, enda mun marga fýsa að leggja leið sína til Akureyrar um næstu helgi. | annast bifreiðakennslu og meðferð bifreiða. | Upplýsingar I síma 82609 iítniuiiiniiiiiiiiiiiniimiiiiniiiiiniiiiiiuiiHiiiiiiiiiiiiir Horfur eru á því að búið verði að reisa fullkomna ra- dio-ljósmiðunarstöð á Garð- skaga fyx'ir næstu vetrarver- tíð. Samkvæmt tillögu forsætis og sjávarútvegsmálaráðheiTa Ólafs Thors, þá var samþykkt á Alþingi i vetur að veita fé á fjárlögum næstu þriggja ára í þessu skyni kr. 120.000 — í hvert skipti. Nú hefir Slysavarnafélagið boð'izt til að greiða nú þegar allan kostn að gegn væntanlegu fram- lagi ríkissjóðs svo að stöð þessi geti verið komin upp fyrir næstu vetrarvertíð, en það er rnikið áhugamál sjó- manna og útvegsmanna á Suðurnesjum og brennandi áhugamál slysavarnadeild- anna. Slysavarnafélaginu hafa nýlega borizt áskoranir með eiginhandarundirskriftum skipstjórnarmanna í Njarð- víkum, Keflavik, Garði og Sandgerð'i um að flýta eins og hægt er fyrir uppsetiringu þessara tækja. Radiomiðunartæki þau, sem hér um ræðir, eru mjög fullkomin og sérstaklega fær um að miða skip á talstööva- bylgjulengdum, en það hefir hingað til verið ýmsum vand kvæðum bundið. Áhugamöxxnum gafst sér- stakt tækifæri til að skoða eitt afbrigði þessara tækja um borð í þýzka haframx- sóknai-skipinu „Autiix Dhorn“ og wru mjög hrifnir af. Adcoch radiomiðunarstöð sú, er hér um ræðir, er sönxu tegundar og notaðar eru til skipamiöuxxar á þýzku strand stöðvxinum. Eru það nijög fullkonxin tæki og aö nxestu Ieyti sjálfvirk, svo að mun fyrirhafnarminna og örugg- ara er að taka miðanir nxeð þeim en eldri gerðunx nxiðun- arstöðva, svo senx þeitxx, senx hér hafa verið almennt not- r.ðar í skipum og í landi. Næmni hmnar nýju nxiðun- arstöðvar á Garðskaga verð- ur 25 sinnum meiri en gömlu tækjanna, sem þar eru nú, og hefir sú stöð þó komið að nxjög miklu gagni síðan hún var réisty en eftir að útsend- ingartiðni fiskibátanna var brevtt hefir það valdið örðug leikum að nota stöðina nenxa á hinni gömlu öldutíðni. Nýja stöðin er eins og áð- ur segir, miklu nænxari fyrir nióttökú á veikum merkjunx en aftur nxjög ónæm fyrir öll unx truflunum á nálægunx öldutíðnum er hún getur hægiega útilokað og er það mjög mikill kostur, þegar taka á miðanir í miklunx trxiílnnum. Nýlégá barst Slysavarnafé Iagi íslands að gjöf kr. 5.000, 00 frá'börnum hjónanna Guð rúnar. Sigurðardóttur og Þor leifs Rögnvaldssonar frá Ólafs firöi til minningar um þau. HORMONAEFNI fyrir garða og tún EFNI: ít GRÓÐUR: ÁHRIF EFNISINS: MAGN Á 1000 m2: DREIFINGARTÍMI: HERBASOL Kom Kartoflur Grænfóður Sáðgresi Drepur arfa % Itr.: 100 ltr. vatn í vikunni, sem kartöflu- grösm sjást. Þegar arf- inn hefir 2—4 verðandi blöð HERBATOX D 50 Tún Korn Grasblettir Drepur njóla, elft- ingu, kúmen, vall- humal og hvönn. i/últr.: 50 Itr. vatn Þegax gróður er í sem örustum vexti, Einnig eftir slátt. HERBATOX M 25 Tún Korn Grasblettlr Drepur sóleyjar, fifla, maríustakk, lokasjóð, o.fl. tegundir. 1 ltr\: 50/75 ltr. vatn Sami timi - ANTERGONE 20 Grasblettír Garðlönd Stöðvar vöxt grass. Eykur geymsluþol garðávaxta. 2 Itr.: 100 Itr. vatn Strax eftlr slátt. 2—5 vikum áðúr en tekið er upp. LINDAN 10 Rófur Kál Drepur kálmaðk 300 gr.: 100 ltr. vatn Frá þvi um miðjan júní. KUPROTOX Kartöflur Gegn kartöflumyglu. 700 gr.: 100 ltr. vatn Slðast i júlí. 1 < ! :: Beztur árangur næst af efninu ef úöað er yfir gróðurinn með úðadælu, en hægt er að notast við garðkönnu þar sem um litla bletti er að ræða, en þá ber að nota meira vatnsmagn. HERBASOL er eitrað, önnur efni ekki. HERBATOX efnin hafa engin áhrif á korn og gras. ANTERGONE 20 er heppilegast að úða á vorin á grasbletti, þá þarf aldrei að slá þá. Úðið í þiuru veðri og þegar útlit er fyrir áíramhaldandi þurrk. Ofangreind efni eru ýmist fyrirliggjandi eða væntanleg bráðlega. — Úðadœlur (bakdælur) eru væntanl. um miðjan júlí. Efrxi þessi verða seldi í smásölu í Reykjavík í Verzlunúxni Blóm & Ávextir, Hafnarstræti 5. BJÖRGVIN SCHRAM, heildverzlun Hafnarhvoli, 3. hœð. — Símar 82780 og 1653. < -

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.