Tíminn - 22.07.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.07.1955, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, föstudaginn 22. júli 1955. 162. blað. ~ WTm-w•***-■ • W mm '.--WVVWVvnAi | Veöreiðarnar að Faxaborg ggmRaagMíSEgfr #&.*iqag&m>*wiF’?iiemwamæmri&^'**>Km£^'Wfo Hinar árlegu veöreiðar Hestamannafélagsins Faxi í Borgarfirði fóru fram við Faxaborg hjá Ferjukoti sunnudaginn 17. júlí sl. Þykkt var loft og þungbú- ið veður, en úrkomulítið. — Fjölmenni var á staðnum, þegar mótið hófst kl. 15,30 með stuttri setningarræðu formanns félagsms. Gunnar Bjarnason hrossa- ræktarráðunautur flutti ræðu. 30 hestar voru skráðir til keppni og mættu 28, þar af 7 gæðingar, sem kepptu um Faxaskeifuna. Eru það aöal- verðlaun mótsins. Faxaskeif- an er lítil skeifulöguð silfur- næla er vinnst til fullrar eignar hverju sinni og má hvorki selja hann eða gefa, en að látnum eiganda hins góða hests skal skeifan ganga tú einhvers af niðjum hans. Nú var keppt um skeifuna i 5. sinn. Hinar fyrri skeifur hafa unnið: Goði á Hofstöð- um í Hálsasveit þá 6 vetra 1951. Blakkur frá Gullbera- stöðum 1952 5 vetra. Glaður á Skáney 1953 á fjórðungs- móti 20 vetra. 1954 Bleik á Hofstöðum á Mýrum 10 vetra og loks trausti frá sama bæ 6 vetra gamall. Að svona ungir hestar vinni skeifuna hvað eftir annað bendir tU að hestar í héraðinu séu í framför. Dómnefnd um gæðingana skipuðU’: Símon Teitsson járn smiður Borgarnesi, Ingólfur Guðmundsson Reykjavík og Eggert Stefánsson bóndi að Steðja. Dómnefndin lýsir Trausta þannig: „Viljagóður, mjög á- ferðarfallegur reiðhestur með ölium gangi, Lundgóður og hlíðinn. Getur orðið mikill gæðingur með góðri með- höndlun. Hlýtur Faxaskeif- una að einróma áliti dóm- nefndar.“ Dómnefnd um kappreiða- hestana skipuðu: Pétur Þor- steinsson bóndi Miöfossum, Ólafur Þórarinsson bakara- meistari Reykjavík og Hauk- ur Jörundsson kennari Hvann eyri. Úrslit í 300 m. stökki urðu þessi: 1. Jarpur 9 v eign Magnúsar Sigurðssonar Arnþórsholti á 22,30 sek. 2. Gnýfari 15 v. eign Þorgeirs Jónssonar Gufunesi á 22,8. 3. Perla 7 v. eign Kristjáns Bjarnasonar Akranesi á 23,0. Úrslit í 250 m hlaupi fola: 1. Dreyri 5 v. eign Ingvars Magnússonar Hofst. Stafh.t. á 20,1 sek. 2. Nótt 6 v. eign Péturs Þor- stemssonar Miðfossum 20,4. 3. Háleggur 5 v. eign Höskuld ur Eyjólfsson Hofsstöðum á 20.6 sek. ÚrsÚt í 250 m. skeiði urðu: 2. Hrafn 10 v. eign Guðm. Magnússonar Arnþórsholti á 25.7 sek. — 3. Bleikur 9 v. eign Frímanns ísleifssonar á 26,0 sek. Vallarstjóri var Ari Guð- mundsson Borgarnesi. Mptið fór í alla staði vel fram og sýndi greinilega að enn eru tU bæði létÞr hlaupa hestar og góðir gæðingar, að enn vúja menn sækja hesta- mót, bæði keppendur og á- heyrendur. Hestamannafélagið þakkar öllum starfsmönnum störfin, öllum keppendum prúðmann lega framkomu og síðast öll um gestum fyrir áhuga þeirra á hestaíþróttum og hestamót um. Hittumst öll heil að Faxa- taorg að ári liðnu. A. G. Héraðsmót Ungmennasamb. Austur-Húnavatnssýslu Héraðsmót USAH var háð á Blönduósi dagana 14. og 17. júní. Veður var kalt fyrri daginn, en var ágætt þann síðari. Formaður sambandsms Snorri Arnfinnsson setti mót ið og séra Pétur Ingjaldsson flutti ræðu. Úrsht urðu þessi: 80 m hlaup kvenna. sek. 1. Laufey Ólafsdóttir F 11,2 2. Guðlaug Steingr.d. V. 11,3 3. Kolbrún Zophoniasd. Hv. 4. Ólina Haísteinsdóttir F. 100 m hlaup sek. 1. Hörður Lárusson Hv. 11,2 2. Sig. Sigurðsson F. 11,8 3. Pálmi Jónsson Hú. 4. Sigurgeir Steingrimss. Hví 200 m hlaup. sek. 1. Hörður Lárusson Hv. 25,3 2. Sig. Sigurðsson F. 26,3 3. Pálmi Jónsson Hú. 4. Sigurgeir Steingríms. Hv. 400 m hlaup. sek. 1. Hörður Lárusson Hv. 56,3 2. Pálmi Jónsson Hú. 56,6 3. Sigurður Sigurðsson F. 4. Sigurður Stemgrímss. F. 1500 m. hlaup. mín. 1. Pálmi Jónsson Hú. 4:47,0 2. Hallbj. Kristjáns Hv. 5:10,1 3. Sigurður Sigurðsson F. 4. Heiðar Kristjánsson Hú. 3000 m hlaup. mín. 1. Hallbj. Kristjáns Hv. 10:49,4 2. Guðm. Theodórs. Hv. 11:37,0 3. Arn Jósefsson Hv. 11:39,3 4. Höelgi Ingi Sigurösson F. Langstökk. m. 1. Hörður Lárusson Hv. 6,31 2. Sig. Sigurðsson F. 5,99 3. Pálmi Jónsson Hú. 5,84 4. Ægir Einarsson F. 5,12 Þrístökk. m. 1. Hörður Lárusson Hv. 13,60 2. Sig. Sigurðsson F. 12,04 3. Pálmi Jónsson Hú. 12,44 4. Sigurg. Steingríms Hv. 12,01 Hástökk. m. 1. Sig. Sigurðsson F. 1.60 2. Hörður Lárusson Hv. 1,60 3. Pálmi Jónsson Hú. 1,56 4. Sigg. Stemgrímss. Hv 1,51 Stangarstökk m. 1. Sig. Sigurðsson F. 2,92 2. Sig. Steingrímss. F. 2,70 3. Þór Þorvaldsson Hv. 2,60 4. Ari Jósefsson Hv. 2,28 Kúluvarp. m. 1. Úlfar Björnsson F. 13,30 2. Jóh. Jónsson Hú. 11,45 3. Þrámn Þorvalds. Hv. 11,39 4. Hörður Lárusson Hv. 11,39 Kringlukast. m. 1. Úlfar Björnsson F. 37,45 2. Hörður Lárusson Hv. 32,70 (Framhald á 1. síðu). Óviðeigandí framkoma íslenzkir blaðamenn kynnt- ust því eftirminnilega á laug ardaginn var við komu Eisen- howers Bandaríkjaforseta til íslands, hver munur er á framkomu íslenzkra stjórnar valda og bandarískra við blaðamenn, þegar þeir eru að gegna skyldustörfum sín- um, sem fulltrúar almennings. Blaðamennirnir hafa því vandasama hlutverki að gegna að flytja frásagnir og lýsing ar af því, sem gerist, til fjöld ans. í Bandaríkjunum og flest- um menningarlöndum telja opinberir aðilar það skyldu sina og þjónustu við fólkiö, að auðvelda störf blaðamanns ins, sem gegnir því vandasama hlutverki milliliðsins, að sjá og heyra fyrir fjöldann. í þessu sambandi er fróðlegt að bera saman framkomu Eisenhowers, forseta Banda- ríkjanna, og Ólafs Thors, for sætisráðherra íslands, gagn- vart blaðamönnum við for- setaheimsóknina á laugardag inn. Sérstakur blaðafulltrúi Bandarikjaforseta sá svo um, að bandarískir og íslenzkir blaðamenn höfðu mjög góða aðstöðu til að fylgjast með öllu því, sem fram fór, og lét blaðamönnum í té vinnuað- stöðu í húsakynnum flugvall arhótelsins meðan Eisenhow- er stóð við. Eisenhower var sjálfur mjög tillitssamur og lipur við blaðamenn, eins og hans er fastur vani og stillti sér til dæmis góða stund upp í rólegum samræðum við for- seta íslands, beinlínis til þess að gefa fulltrúum blaðanna tækifæri til að taka myndir. Þegar hann flutti ávarp sitt við komuna, gætti hann þess vel, að fulltrúar blaðanna gætu heyrt hvert orð. Ólafur Thors forsætisráð- herra amaðist hins vegar op inberlega við íslenzkum blaða mönnum. Bandarískir og ís- lenzkir blaðamenn áttu þess kost að vera við miðdegisverð arboðið stutta stund. Fóru þeir bandarísku fyrst inn og síöan þeir íslenzku. Þá amað- ist forsætisráðherra við lönd um sínum og sýndi í því sam- bandi litla háttvísi. En var hinn ánægðasti meðan hinir amerísku blaðamenn voru nærri honum. Sem betur fór skildu hinir erlendu gestir ekki forsætisráðherrann, því að þetta eru siðir, sem heið ursgestinum, Bandajíkjafor- seta hefði áreiðanlega ekki fallið í geð, því að starf blaða manna er mjög mikilsmetið í Bandaríkjunum, eins og sjá má af framkomu bándarískra aðila við blaðamenn við for- setakomuna á laugardaginn. Er sannarlega tími til þess kominn, að opinberir aðilar íslenzkir bæti samstarf sitt og sýni meiri lipurð í sam- skiptum við blaðamenn. Þeirra starf er mikilvæg þjón usta við fólkið í landinu, sem á fullan rétt á því að fylgjast með því sem gerist og kann illa því skipulagi, að íslenzkir blaðamenn skuli oft þurfa að sækja fréttir af íslenzkum atburðum til erlendra frétta- stofa. Við opinberar athafnir er nauðsynlegt að sjá svo um, að blaöamönnum og fulltrúum útvarpsins séu sköpuð full- komin vinnuskilyrði, svo að þeir geti síðan komið til fólks ins lýsingu á því, sem gerist. Venjulega vantar ekkert á (Framhald á 7, síðu). Sveinn Sveinsson frá Fossi hefir sent eftirfarandi pistil um mennt- un ungdómsins í baðstofuna: Eins og kunnugt cr, hefir fram- förum til sjós og lands hér á ís- landi fleygt fram síðan um síðustu aldamót, og væri of langt mál að telja það allt upp. Enda óþarft, svo kunungt sem það er. En þó vildi ég aðeins nefna það, sem fólk al- mennt hefir ekki athugað sem skiidi, og það er alpýðumenntun ungdómsins. Ég álít þó, að hún sé undirstaðan að lífsbaráttunni, og bezti og tryggasti arfurinn, sem hægt er að veita æskunni. Fyrsta atriðið í því máli eru hinir almennu barnaskólar, og þótt manni finnist, að þeir mættu taka styttri tíma ár hvert, þá er það aukaatriði á móti því gagni, sem þeir skapa fyrir þjóðféiagið í heiid. Þar næst koma gagnfræða- og alþýðuskólar, fyrir þá unglinga, sem hafa liug á því að leita sér meiri menntunar, hvort sem er fyrir alþjðlegt lífsstarf eða til framhalds sérnáms. I>ótt ekki sé hægt að neita því, að einmitt þetta skólalíf hafi losað um æskuna í sveitum landsins, er held- ur ekki hægt að neita því, að ein- mitt þessi menntun á þeim aldri er mjög nauðsynleg fyrir lífsstarfið. Enda hafa alþýðuskólarnir sjálfsagt verið stofnaðir með það fyrir aug- um að ungdómurinn í sveitunum ætti hægara með að leita sér mennt unar þar en til Reykjavíkur, og þó síður losa um það úr sveitunum. Enda er það rétt stefna. Svo hefir líka verið með búnaðarskólana. Og síðan að framhaldsdeild búnaðar- náms var stofnuð hér á landi, hefir hún setið á Hvanneyri undir stjórn skólastjórans þar Menntaskóladeild hefir verið stofnuð að Laugarvatni nemendum til hagræðis og með sama marki íyr ir augum var menntaskólinn stoín settur á Akureyri. Og síðas't en ekki sízf stendur til að flytja Samvinnu- skólann frá Reykjavík að Bifröst í Borgarfirði. Allt er þetta í sömu átt við stefnuna að dreifa skóialíf- inu út í sveitirnar til hægðarauka fyrir nemendur og glæða sveitaiífið og létta á Reykjavík með fóiksfjöld ann. Nú nýverið hefir heyrzt talað um það, að Búnaðarfélagi íslands eða ráðamönnum þeirra mála hafi dott ið í hug að flvtja framhaidsdeild- ina frá Hvanneyri til Reykjavíkur. Ef það er rétt, þá sýnist ekki vera samræmi í því við stefnuna, sem nefnd er hér að framan í skólamál- um iandsins í dag. En ef Búhaðar- félag íslands sæti á sveitarsetri ekki langt- frá Reykjavík, þá gæti þetta verið nokkuð eðlilegt að þeir viidu hafa kennsluna í þeim gréin- um búfræðinnar, sem hér um ræð- ir, og jafnvel, að nemendur: sæktu háskólanámskeið í búfræði. Það gæti líka gengið, þótt þeir væru á Hvanneyri. Alltaf hefði það verið eðíilegast að Búnaðarféiag íslands ’saeti á sveitarsetri og undir stjórn þess væri ríkisbúskapur rekinn öðrum til fyrirmyndar. Bessá'staðir hefðú ver ið tilvalin jörð til þess.’Korpúlfsstað ir eða önnur stórbýli nálægt Reykja vík, sem gætu orðið stórbú. Nú er talað um þáð á r.tórfundum bænda, að hraða þurfi húsbyggingu Búnaðarfélags íslands óg auðvitað þarf það að vera störhýsi yfir virðu legustu stofnun lndbúnaðarins, annað gæti ekki gehgið. Þá þyrftu ráðamenn þjóðarinnar í þessum málum að athuga þetta allt rækilega. Sveinn frá Fossi hefir.lpkið máli sínu að sinni og. látum, -við . þar staðar numið í dag. . Starkaðor Ungling vantar til blaðburðar 1 miðarhverfi Afyreiðsla Tímans Sími 2323 Braga kaffi bregzt engum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.