Tíminn - 24.07.1955, Síða 5
J«4v blað.
TÍMINN, sumiudainn 24. jálí 1955.
Laugard. 23. júlí
Breytt viðhorf og
auknar friðarvonir
Það er bersýnilegt, að mikl-
ar breytingar eru nú aö gerast
í heiminum — breytingar, sem
spá góðu um það, að friður
muni haldast og styrjöldum
verða afstýrt. Þessar breyting-
ar virðast ná jafnt til almenn
ings og forustumanna þjóð-
anna og því renna undir þær
svo traustar stoðir, að þær
eru líklegar til mikilla og var
anlegra áhrifa.
Svo örar eru sumar þessar
breytingar, að ýmsir eiga
vafalaust erfitt meö að fylgj-
ast með þeim og átta sjg á
þeim.
Það má t. d. alveg heita full
víst, að hefði Eisenhower for-
seti rétt fyrir forsetakjörið
1952 borið fram hina sögulegu
tillögu um gagnkvæmt vígbún
aöareftirlit Bandaríkjamanna
og Rússa, myndi hann hafa
beði<3 stóríelldan ósigur,
‘þrátt fyrir hinar miklu per-
sónuiegu vinsældir sínar. Nú
verður hins vegar ekki betur
séð en að BandaríKjamenn
standi nokkurn veginn sam-
einaðir um þessa tillögu
hans.
Annað dæmi frá Bandarikj
unum er það, að fyrir um
tveimur árum síðan, var Mc-
Carthy öldungadeildarmaður
meðal voldugustu manna
Bandaríkjanna. Ráðherrar og
þingmenn reyndu að komast
hjá því að lenda í deilum við
hánh. Farið var að ræða um
það i alvöru, að hann kæmi
til greina sem forsetaefni í
Bandaríkjunum. Nú er Mc-
Carthy hms vegar fallin
stjarna og vafasamt þykir, að
hann muni halda sæti sínu
sem - öldungadeildarmaður,
þegar hann þarf aftur að
sækja um endurkosningu eft-
ir þrjú ár.
Svipuð dæmi má yfirleitt
nefna frá flestum lýðræðis-
ríkjum um breytt viðhorf þar.
Erfiðara er hins vegar að
segja um það, sem er að ger-
ast í löndunum austan járn-
tjaldsins. Margt bendir þó td
þess, að fráfall Stalíns hafi
verið heimssögulegur viðburð
ur. Þessi kaldræni einræðis-
seggur hélt heiminum á
barmi styrjaldar og tortíming
ar, bæði vegna drottnunar-
girni og tortryggni. Vafalaust
eru eftirmenn Stalíns fylgj-
„e.ndur rússneskrar heúnsveld-
jSStefnu og kommúnisma eins
og 'hann, en hins vegar hóf-
legri í vinnubrögðum og á-
hugasamari um að bæta kjör
almennings. Vaxandi vit-
meskja um eyðileggingarmátt
kjarnorkusprengjunnar hefir
og sín áhrif á þá, engu síður
en aöra. Án efa á ekkert meiri
þátt í vaxandi friðarstefnu
beggja megin járntjaldsins en
óttinn við kjarnorkusprengj-
una, er myndi gera nýja styrj
“öld hundraðfalda að eyðilegg
ingu, miðað við fyrri styrjald-
ir, — eyðileggingu, er myndi
ná jafnt til beggja aðila.
Viðhorfin eru óneitanlega
að breyiast tU þessara mála
hvarvetna í heiminum. Frið-
arstefnan er að eflast.Barátta
,'milli kommúnismans og lýð-
ræðisins mun að sjálfsögðu
haldást áfram, en fylgjendur
fceggja stefnanna munu leit-
Hver er uppruni hinna duiar-
fullu myndasfytta á Páskaey?
Thor Heycrdahl nuin Firáðleg'a leggja upp í leiðangcir íil Páska-
eyjar, til að freisla þess að fá svar við þeirri spurninga — —
Hinn hugrakki norski landkönn-
uður, Thor Heyerdahl, sem sigldi
yfir Kyrrahaf á flpkanum Kon Tiki,
er nú að útbúa leiðangur til Páska-
eyjunnar. Hann ætlar að freista
þess, að fá úr því skorið, hvaðan
risastytturnar á þessari litlu eyju
séu runnar.
Vísindamenn hafa glímt við að
fá svar við þessari spurningu allt
frá því, að hollenzkir sjómenn
fundu eyjuna fyrir um það bil 200
árum síðan. Þá stóðu styttur þær, I
sem um er að ræða, víðs vegar á
eyjunni, og sneru baki til hafs.
Sumar voru meira en 30 fet á hæð,
aðrar minni, en allar líktust hver
annarri. Undir sumum þeirra voru
ferhyrndar steinhellur, og var á-
litið, að undir þeim væru grafir.
Á Páskaeyjunni, sem er aðeins 166
ferkílómetrar að stærð — punktur
á landabréfinu — gekk lífið sinn
friðsæla vanagang. Hinir innfæddu
umgengust stytturnar, án þess að
hafa minnstu hugmynd um, hvað-
an þær væru runnar. Seinna komu
ógnartímar, margir af ibúum eyj-
arinnar voru teknir til fanga af
hvítum mönnum cg hnepptir í á-
aauð.
Enn sem Romið er hefxr ekki
tekizt að upplýsa það, hvaða íólk
það var, sem á sínum tima gerði
stytturnar, eða hve langt er siðan.
Thor Heyerdahl, sem fór Kon Tiki
förina í því skyni að sanna, að
ýmsar Kyrrahafseyjar væru byggð-
ar fólki, sem fyrrum hefði flutzt
frá S-Ameríku, ætlar nú að reyna
að færa sönnur á það, að hið list-
ræna fólk, sem gerði stytturnar á
litlu eyjunni hafi einnig komið frá
suður-ameríska meginlandinu.
Hann mun ekki aðeins vinna álykt-
anir sinar út írá styttunum, held-
ur einnig frá myndletri, eða híero-
glyfri, sem fundizt hefir á eynni,
skorið í tré. Enn hefir ekki tekizt
að þýða þetta myndletur.
Heyerdahl mun varla takast að
fá verulegar upplýsingar frá íbú-
um eyjarinnar, frekar en öðrum,
sem reynt hafa. fbúarnir eru um
250 að tölu, pólynesiskir að uppruna.
Áður fyrr voru langtum fleiri ibú-
ar á þessari einmana ey, sem ligg-
ur 3200 km. frá ströndum Chile í
suðurhluta Kyrrahafs. Miklar sögu-
sagnir lifa með eyjarskeggjum, flest
ar sprottnar af hinum dularfuliu
styttum. En sögusögnum þessum
hefir aldrei verið safnað saman, og
ekki er hægt að sjá af þeim, hvers
vegna stytturnar voru gerðar og
hvað þær eiga að tákna.
Hins vegar hafa menn glögga hug
mynd um, hvernig þær voru gerð-
ar. Páskaeyjan er klettótt eldgíga-
ey. Stjitturnar eru gerðar úr eld-
brunnum steintegundum, sem eru
fremur mjúkar, og fundizt hefir
styttuverkstæði á eynni. Þar eru
alls konar styttur, sumar hálfgerð-
ar, aðrar næstum fullbúnar. Einn-
ig hafa fundizt byrjunardrættir að
Svona eru risastytturnar, sem hmir tnnfæúdu nefna Mohat's.
styttum í klettum og hálígerðar
styttur, sem listamennirnir hafa
greinilega hætt við, vegna þess að
þeir rákust á harðari steintegundir,
mitt inni í hinum mjúka hraun-
steini. Hörðu steintegundirnar réðu
þeir ekki við, vegna þess, að verk-
færin voru einnig úr steini. Á „verk
stæðinu" hefir fundizt fjöldi stein-
verkíæra með egghvössum brún-
um. Þau hafa greinilega verið fram-
leidd í íjöldaframleiðslu hapda
myndhöggvurunum, og þegar verk-
færin hættu að bíta eða skörð komu
í þau, heíir þeim verið hent og ný
tekin í þeirra stað.
Þeíta höggmyndaverkstæði undir
berum himni er staðsett í gömlum
eldgíg. Þaðan varð að draga stytt-
urnar ofan úr fjöllunum og niður
a'o ströndinni, þar sem þær voru
reistar. Þar sem stytturnar vega
allt að 50 smálestum, er hægt að
gera sér í hugarlund, að þetta fólk
hlýtur að haía haft mjög mikla
skipulagsgáfu, cg einnig, að það
hefir haít skipulagt samfélag, sem
annað hvort hefir getað sett með-
limina í þegnskylduvinnu, eða hald-
ið þræla til að inna af höndum
hina erfiðu vinnu.
Alls hafa fundizt rúmlega 150
styttur á Páskaeyjunni. Þær eru
næstum allar m;ög likar hver ar.n-
arri. Andiitið er langt og hnakka-
laust, með löi.g bátlaga eyru og
líkanið nær niður að beltisstað.
Fætur fyrirfinnast ekki, en stytt-
urnar standa á sléttum fleti, cg i
fjarlægð lítur helzt svo út, að hér
sé um að ræða mennskar verur
að hálíu leyti grafnar í jörð.
Hvað tákna þessar höggmyndir?
Vísindamennirnir halda því fram,
að þetta eiri að vera myndir af for-
feðrunum. En margar getgátur í
þessu sambandi eru óleystar. Hvers
vegna voru stytturnar i fyrsta lagi
höggnar út? Hvers vegna snúa þær
allar baki til haís? Hvað eiga þær
að tákna? Hvers vegna hefir meiri
hluta þeirra verið velt um koll?
Svo virðist,. að flestar eða allar
hafi staöið uppréttar, þegar eyjan
fannst fyrir tveim öldum. Nú ligg-
! ur hins vegar meiri hluíinn annað
| hvort á andliti eða baki. Margar
' styttur eru þar að auki meira og
minna eyðilagðar.
Var það jarðskjálfti, sem orsakaði
fall styttanna? Eða hafa veðurguð-
irnir það á samvizkunni? Eða er
þet.a aðeins ein afieiöing af skræl-
i in: jahætti mannanna?
Hið síðast nefnda á vafalaust við
um talsverðan hluta styttanna.
Amerískur íeröamaður, sem rann-
sakaði stytturnar árið 1921 og átti
tal við inníædda um þær, rakst á
gamlan mann meðal eyjarskeggja,
sem mundi eftir að haía lifað það
sem bain að styttunum var velt
um koll. Hann skýrði svo frá:
„Þegar ég var drengur, var ætt-
kvisl hér á eynni, sem tók konu frá
annarri ættkvísl og át hana. Son-
ur konunnar fylltist- reiði, tók til
fanga 30 menn af hinni ættkvísl-,
inni, lokaði þá inni í helli nokkr-
um og át- þá smátt og smátt, einn
cg einn í einu. Af þessu urðu mikl-
ar deilur á eynni cg til að hefna
sín, velti annar ættbálkurinn einni
styttti.... “
Síðan eru líklega liðin 90 ár. Ef
til vill hefir áður gengið yfir tíma-
bil, þegar var í tízku að velta stytt-
um fyrir öðrum ættbálkum. En alla
vega hljóta þessar styttur að haía
haft djúpstæða táknræna þýðingu
fyrir eyjarskegija allt til dagsins
í dag.
Hve gamlar eru höggmyndirnár?
Vísindamenn álfta, að Pclynesar
hafi fyrst komið til Páskaeyjarinn-
ar fyrir 700—900 árum síðan. þann-
ig að slíkur getur aldur styttanna
verið. Mikil menningarhrörnun hlýt
ur að hafa átt sér stað á eyjunni,
þegar hörgmyndalistin varð
gleymskunni að bráð. Á öðrum eyj-
um í Kyrrahafi hafa ekki fundizt
annars konar steinmyndir, t. d. á
Marquesaeyjunum. Ef til vill liggja
hér einhver bönd á milli
Hvernig skýra eyjarskeggjar sjálf
ir tilveru höggmyndanna og þá
(Framhald á 6. síðu).
Þáttur kirkjunnar
iritiiiaiinniMiirmiiiiiiumiiiii
ast við að heyja það án styrj-
aldar, þar sem hún myndi
hafa allsherjar glötun í för
með sér.
En þótt breytingarnar séu
miklar og örar, sem nú er að
gerast, mega menn ekki gera
sér þær falsvonir, að allur á-
greiningur milli stórveldanna
muni jafnast á skömmum
tíma. Þess vegna vöruðu allir
framsýnir menn við því fyrir
Genfarfundinn, að vænzt yrði
of mikils af honum.Hann væri
hins vegar liklegur til þess að
verða mikilvægt spor í rétta
átt, enda þótt ekkert meiri
háttar ágreiningsatriði yrði
endanlega jainað á honum.
Fyrir íslendinga er vissu-
lega. rétt að fylgjast með öll-
um þessum málum og miða
afstöðu sína við það. Það er
að vísu of snemmt enn að
segja að friðurinn sé tryggð-
ur og varúðar sé ekki lengur
þörf. En líkur benda hins veg-
ar miklu meira til þ«ss, að
friðarsteínan. muni sigra. Bar
áttan milli einræðisins og lýð-
ræðisins verður þá ekki háð
með vopnum, heldur á þeim
grundvelli, hvor stefnan reyn
ist þjóðunum farsælli og betri,
jafnt í andlegu sem líkam-
legu tiliti. Verkefni lýðræðis-
sinna er að tryggia sigur lýð-
ræðisins í þessari baráttu, en
láta hvorki emræðisstefnu
kommúnista eða annarra aft-
urhaldsmanna ganga þar með
sigur af hólmi.
Prédikun trésins
Kcmdu vegmóði vinur.
Hvíldu þig friðsæla stund i
forsælunni undir greinum
mínum. Horfðu á heiðríkj-
una gegnum laufhaddinn
minn, þar sem goisiarnir
leika'og ástfangn'r söngvar-
ar sólskinsins eiga sér hreið-
ur.
Alla mína löngu ævi hef
ég varið hverri stund til að
teygja mig hærra og hærra
inn í heiðbláma himinsins,
nær og nær hmni miklu móð
ur sól.
Þótt ég væri í upphafi cf-
urlitið fræ hrakið af storm-
um haustsms, unz það náði
að kúra sig í mosasæng
fjallsins, er ég nú hæst og
himni næst af cllu því, sem
lifir á jörðunni.
Og þó eru mörg tré eldri
en ég. Sum eru allt að þrem
þúsundum ára að aldri. Saga
mannkynsius gæti mestcll
verið skráð á börk þeirra.
Þau hafa lyft greinum yfir
hinum forriu Egyptum, séð
ísraelsmenn fara út úr Eg-
yptalandi, veitt hermönmim
Hannibals skjól fyrir brenn-
andi hita dagsms og glatt
börnin með björtu sumar-
skrúði á dögum Alexanders
mikla. Og einu sinni var tréð
átrúnaðargoð heUla Iþjóða.
á mestu hátiðum ársins safn
aðist fólkið saman undir
laufþakinu, söng og dansað’,
hló og grét og horfði á him-
in Guðs gegnum mustexi
greina minna.
Og um margar aldir veittu
trén húsaskjól og byggmgar-
efni, yl og ljós í vetrarkuld-
anum fyrir heilar miljóna-
þjóðir, kynslóð eftir kynslóð.
Qg fennþá getur naumast
nokkurt heimili án okkar
verið. Borðin, skólarnir, rúm
in, allt líf manna og aðbún-
aður nætur og daga, er slung
ið nærveru minni og þjón-
ustu. Pappírinn, sem geym>r
þessi orð, já, alla speki nú-
tímans og vísindi og niður
til fyrstu stafanna, sem
barnshöndin mótar, og aft-
ur upp til dýrmætustu og
guðinnblásnustu ljóða skálds
ins, allt er þetta unniö af
lífskrafti þeim ,er blöðin mín
litlu sóttu til himins í gleöi
sinni yfir geislum vorsins og
döggvum næturinnar.
Og þó er enn ótalið hið
mesta. Ég hef orðið tókn lífs-
ins sjálfs í æðstu og göfgustu
draunium mannkjmsmeistar-
anna. í goðafræðinni er ég
Askur Yggdrasils, baðmur aus
inn hvítaauri heilags anda, er
sjálfur guðinn gerði að hinztu
hvílu. Og enn i dag mynda ég
vöggu barnsins og líkkistu öld
ungsins. Er þannig við upphaf
og endi lífs á jörðu.
Eg er lífsins tré í miöjum
sælustaðnum Eden og skiln-
ingstréð, sem olli öllum hvörf-
um í sögu mannssálar. Og eg
er tákn guðsríkisins í boðskap
Jesús Krists, frækorn frá forn
öld, sem á enn eilífa fegurð,
vöxt, líf og starf. Og allra
minnisstæðastj atburðurinn í
allri minni sögu er, að hann,
Drottinn sjálfur var festur
upp á tréð, sem tákn hinnar
eilífu leitar mannkyns aö full
komnun, ég mun æ og að eilífu
bera hann uppi sem þann
kærleika, sem breiðir út faðm
inn móti lífinu öllu á jörð
(Framhald á 6. siðu). t