Tíminn - 24.07.1955, Blaðsíða 6
TÍMINN, sunnudainn 24. júli 1955.
164. blað.
-J
GAMLA B ÍÓ
Ansían Éjalels
(No Time For Flowers)
Skemmtileg og spennandi banda
rísk kvikmynd tekin í Austur-
ríki, en fjallar um ferðahug þegn
anna austan tjalds.
Aðalhlutverk:
Viveca I.indfors,
Paul Christian.
Sýnd kl 5, 7 og 9.
«
Glæpamaðnr
í sæti lögfraeðings
Ný ameríslc mynd, er sýnir hið
spennandi tafl sakamálafræð-
ingsins þegar hann er að finna
hinn seka.
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 7 og 9.
Monfana
Geysi spennandi amerísk mynd
í eðlilegum litum, er sýnir bar-
áttu almennings við ósvífin yfir
völd á tímum hinna miklu gull-
funda.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5.
Teiknimyndir og sprenghlægi-
legar gamanmyndir með
Larry, Shemp og Moe.
Sýnd kl. 3.
BÆJARBÍÓ
HAFNARFIROI -
— 4. vika. —
MorfÍH
Bér-
Frönsk-ltölsk stórmynd í
flokki. —
Aðalhlutverk:
Danlel Gelln,
Elenora Bossi-Draf«,
Barbara Laagc.
Myndin hefir ekki verlð Býnd
hér á landi áður. Danskur skýr-
ingartexti.
Bönnuð börnum
Sýnd kl. 9.
Blaðaummæli: „Morfin" er
kölluð stórmynd og á það nafn
með réttv-“ Ego. — Mbl.
Anna
ítalska úrvalsmyndin. — Notið
þetta einstæða tækifæri
Sýnd kl 7.
Höfuðpaurinn
Frönsk skemmtimynd
Aðalhlutverk:
Fernandel.
Sýnd kl. 5.
Trigger í
ræningfahöndum
Sýnd kl. 3.
f NÝJA BÍO
1 h 1 vargaklóm
fii (Rawhide)
ij .1! f ! ! \ i Mjife spennandi og viðburða- hröð amerísk mynd.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Hunn, hún og
ii > $! 1 Hamlet
Sprellfjörug grínmynd með:
Litla og Stóra.
Sýnd kl. 3.
•Mnm* rmu m
AUSTURBÆIARBÍO
Sjö svört
brjóstahöld
(7 svarta Be-ha)
Sprenghlægileg, ný, sænsk gam-
anmynd. — Danskur skýringar-
texti.
Dirch Passer
(lék 1 „draumalandi
hund í bandi“).
Enfremur:
með
Anna-Lisa Ericsson,
Ake Grönberg,
Stig Járrel.
Sýnd kl. 9.
HAFNARBÍÓ
Bíaaá MM
LOKAÐ
vegna sumarleyfa til 28. JúiL
TJARNARBÍÓ
Tvíbura-
systnrnar
(2x Lotte)
Áhrifamikil og hrífandi þýzk
kvikmynd, sem fjallar um bar-
áttu tvíburasystra við að sam-
eina fráskilda foreldra sína. —
Mynd þessi hefir hvarvetna hlot
ið mikla athygli og var sýnd m.
a. í fleiri vikur í Kaupmanna-
höfn.
Danskur skýringartexti.
Aðallilutverk:
Peter Mosbaeher,
Antje VVeissgerber.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Hafnarfjar&«
Mtíminn
(Modern times)
Hin heimsfræga kvikmynd eftir
Charles Chaplin, að öllu leyti
er íramleidd og stjórnað af hon-
um sjálfum.
Aðalhlutverk:
Charles Chaplin,
Paulette Goddard.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sími 9249.
♦ooo m €»«> o m
TRIPOLI-BÍÓ
Allt í lagi ISero
(O. K. Nero)
Afburða skemmtileg, ný, Itölsk
gamanmynd, er fjallar um ævin
týrl tveggja bandarískra sjóliða
í Róm, er dreymir, að þeir séu
uppi á dögum Nerós. Sagt er,
að ítalir séu með þessari mynd
að hæðast að Quo Vadia og
fleiri stórmyndum, er eiga að
gerast á sömu slóðum.
Aðalhlutverk:
Glno Cervl,
gilvana Pampanini,
Waiter Chiarl,
Carlo Campanlnl o. (L
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hafst kl. 4.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦•»
Kínverslt
hvihmyndasýnlng
(Kaupstefnan —■ Reykjavlk)
Sýnlngardaglega kl. 1,30—4,30.
Hver er uppruni.. .
(Framh. af 5. síðu.)
staðreynd, að þær eru ekki gerðar
framar? Það er gömul saga, ssm
þeir eru fúsir til að segja Hún er
á þessa leið: Myndhöggvararnir,
sem gerðu stytturnar, höfðu mjög
duglega konu til að matreiða -fyrir
sig. Jafnframt því aö vera mat-
reiðslukona var hún tröllkona, og
gat með hugsanakrafti einum flutt
stytturnar úr eldgígnum niður á
ströndina.
Dag nokkurn var hún ekki við-
látin, þegar myndhöggvararnir náðu
óvenju stórum humar í fjörunni.
Þeir suðu hann og átu, án þess að
leita aðstoðar hennar eða bjóða
henni með sér. En þeir gleymdu
að fela humarskelina og þegar tröll
konan kom aftur, fann hún skel-
ina, varð ofsareið og velti nokkr-
um styttunum um, auk þess sem
hún neitaði að flytja fleiri niður
á ströndina, Þar með var hætt við
höggmyndalist á eynni.“
Þessi sögusögn sýnir m. a. að
eyjarskeggjar geta ekki ímyndað
sér, að forfeður þeirra hafi komið
styttunum niður til strandarinnar
af eigin rammleik. Þeir halda því
fram, að til þess hafi ekki dugað
neitt minna en galdrar.
Nú ætlar Thor Heyerdahl að
leysa gátu þessara höggmynda.
Hann ætlar m. a. að framkvæma
uppgröft. Aðrir fornfræðingar líta
áform hans_enn sem komið er hálf-
gerðu hornauga Það er útbreidd
skoðun meðal vísindamanna, að
hann hafi ekki sannað neitt sér-
stakt með Kon Tiki ferðinni, og
þess vegna séu ekki sérlega miklar
líkur fyrir því, að honum takizt
það fremur nú.
Danskur maður, sem vit hefir á
þessum málum, sagði fyrir skömmu
í viðtali við danskt dagblað: Hey-
erdahl verður sjálfur að standa
fyrir sínum eigin kennisetningum.
En meðal vísindamanna almennt
er sú skoðun ríkjandi, að stytturn-
ar hafi alls ekki verið gerðar af
innflytjendum frá Suður-Ameriku,
heldur af forfeðrum þess fólks, sem
nú byggir Páskaeyna.
Kirkjuþáttur
(Framh. af 5. sI3u.)
unni sem lýsandi vita um
lönd og álfur sem Guö sjálf
an í gróanda jarðar. Og ein
mitt hangandi uppi á trénu
mun hann draga alla til sín
hærra mót himni og sól. —
Þannig verður mitt æðsta
hlutverk að seiða alla í sólar
átt og benda til hins mesta
vaxtar hins minnsta fræs og
til þeirrar fórnar, sem frels-
ar og fyrirgefur.
Komdu hlustaðu á prédik-
un mína, þegar vorblærinn
leikur í grænu laufi og haust
kyljan feykir blöðum mínum
út í bláinn. Hlustaðu á préd
ikun um líf og dauða, gleði
og sorg, sem allt eru þó gjaf
ir hins góða föður, sem signir
greinar mínar og rætur sól
og dögg.
Og ég mun gefa þér frið
og unað frá hjarta alföður.
í draumum þínum muntu
finna almætti kærleikans og
læknisdóma við öllum þín-
um meinum.
Reykjavik, 7. júlí 1955.
Árelíus Níelsson.
mSmM
6X£TTlS60ru 8
Hann kyssti hana ekki. Birta gerði hann aðems alveg
ruglaðan, eh hann reyndi að leyna því.
— Fíflið þttt, hrópaði Birta upp yfir sig á dönsku.
Armand leit spyrjandi á hana, en Birta gerði sig ekki lík-
lega til að svala förvitni hans.
— Eg verð að fara aö komast heim og hugsa um sjúkling
ana mína, ungfrú, tautaði hann feimnislega.
Brosið, sem læknirinn ungi og aðlaðandi fékk að laun-
um fyrir þessa athugasemd sína, var fremur stúrið.
- 21. KAFLI.
Hálfum mánuði eftir, að Jeanne frænka kom til Parísar
opnaði hún hús sijt vi'ð Porte Dauphine. Það var mjög stórt
og glæsilegt hús og úr gulggum þess var ágæt útsýn yfir
Boulogneskóginn.
Þegar inn var flutt lyktaði allt af sápu. Jeanne frænka
hafði gert boð eftiir sínu eigin þjónustufóiki frá Montuell-
ier. í 10 daga hafði það orðið að skrúbba og þvo húsið hátt
og lágt, áður en Jeanne frænka taldi það íbúðarhæft. .
Þegar Villa Fonte var sprengd í loft upp höfðu þær Birtá
og Karlotta misst allar persónulegar eigur sínar, svo afð
það var jaínvel talsverðum erfiðleikum bundið fyi’ir þsér,
að finna föt utan- á sig eftir að þær komu til Port Dauplí-
ine. Eins og venjujega tókst Henri aö töfra fram allar þslr
nauðsynjar, sem annars voru ófáanlegar i stríðinu. Þær
fékk hann sendar með herflugvél frá Madrid og seinasfa
vetur stríðsins gengu þær Karlotta og Birta klæddar sani-
kvæmt spænskri tízku.
Þær vinkonurnar náöu sér fljótt eftir flöttan frá Villa
Fonte og Karlotta- var hraust meðan hún gekk með barri-
ið. Hún tók að vísu upp á hinum kyndustu hlutum. Eiiiá
nóttina kom Henii að henni þar sem hún sat upp á eld-
húsbekknum og borðaði sultaðar agúrkur.
— Það verður laglegur óþekktarangi þetta barn, sagði
Jeanne frænka við Henri svona til að gleðja hann.
Um jólaleytið bárust þeim fregnir um að John Graham
hefði fallið í Japan. Sprengiflugvél sú, sem hann var í, var
skotinn niður af japönskum orrustuflugvélum. Henri skýrði
Karlottu svo varlega, sem hann gat frá þessum sorglega
atburði. Hún náfölnaði og rétt á eftir runnu tvö höfúg
tár niður kinnar hennar. Eftir það nefndi Karlotta John
Graham aldrei á nafn, en minningin um tárin, sem htfn
felldi, vitjaði Henris oft í svefni.
Birta kunni vel yið sig í húsinu við Port Dauphine. Boul-
pgne-skógurinn var skógur gleðinnar, var hún vön að
segja Jeanne frænku og Birta hafði endurheimt sína gömlu
glaðværð og hlýja bros.
1. febrúár 1945 fæddi Karlotta stóran og yndislegan
dreng, sem vóg næstum 10 pund. Hún fæddi barnið heima
og íranska ljósmóðirin var undrandi yfir, hve ' fæðingin
gekk vel.
— Þetta er næstum eins og fílsungi, hafði hún sagt.
Karlotta var hamingjusöm yfir syni sínum.
Þá hafði Henri rétt fyrir sér eins og endranær, var það
fyrsta sem henni datt í hug, er Jeanne frænka sagði henni
að barnið væri drengur.
Drengurinn var skýrður Henri Jean de Fontenais. Jean
nafnið var haft með: í kurteisis ofe þakklætisskyni við
Jeanne frænku, sem ásamt Birtu var guðsmóðir barns-
ins.
Mánuðirnir liðu, Vorið var hlýtt í París og náði tökum
bæði á Birtu og Karlottu, einkum Birtu.
Einn daginn rétt áður en stríðinu lauk kom hún upp
í herbergi Karlottu og var alveg að springa af hlátri.
Karlotta var að skipta á Henri litla.
— Hvað er svona skemmtilegt? spurði Karlotta.
Birta beinlínis valt út af á rúmið. — Það var Jeanne
frænka, hún er alveg dæmalaus.
— Já, það er mér kunnugt um.
— Oh — ég er alveg máttlaus af hlátri — hún braut
stafinn sinn á sitjancíanum á Amadeus.
— Syni bakarahs?
— Já, honum, sem er svo skrambi laglegur.
— Hvað hafði hann gcrt af sér?
Birta gat næstum ekki komið upp orði fyrir hlátri.
— Hann sagði við mig, að ég væri yndisleg stúlka, og að
hann brynni í skihninu eftir að kyssa mig rækilega, svo að
ég sagði honum að þfð væri synd, að láta ekki verða af
því, en svo kom Jpanne frænka einmitt, þegar hæst hóaði.
— Hann er samt vel liðtækur í kossaleik, hvar sem
hann hefir lært það, svaraði Birta hlæjandi.
— Karlotta hló líka, þótt hún hristi höfuðið: — Hvaö
heldurðu að Armand mundi segja?
Birta gretti sig-
— Það skal ég segja þér. Hann mundi segja: — Ungfrú,
nú verð ég að far.a heim og hugsa um sjúklingana mína.
Karlotta lagði Henri litla í vögguna og settist á rúmið
við hliðina á Birtu. Hún hafði tekið eftir beizkjunni á bak
við gamanið.
— Er alvara í þessu með ykkur Armand?
— Nei, það er það alls ekki. Að minnsta kosti ekki ftá
hans hendi. Uff, ég hata hann og þessa andstyggilegu' sjúk
linga hans. Eg vildi óska að ég sæi hann aldrei framar. ..