Tíminn - 28.07.1955, Page 4

Tíminn - 28.07.1955, Page 4
TÍMINN, fimmtudaginn 28. júlí 1955. 167,- blaíí.' Jón Árnason, íyírverandi bankastj óri Landsbankans, er kominn á efri ár og á að baki sér á ýmsan hátt merk- an starfsdag. Hann er emn af þeim mönnum, sem hafa unnið að því að færa iitflutn ingsverzlunina á íslenzkar hendur. Hefir hann unnið það þarfa starf — að vísu á annarra vegum — að selja landbúnaðarafurðir erlendis. Fyrir þetta starf sitt í þágu landbúnaðarins á Jón mikla viðurkenningu skilið, enda hlotið hana. En það er að sjá af skrifum hans að honum finnist mikið vanta á að störf hans séu metin að verð leikum. Það er einkum hiujtverk hans í peningamálunum, er honum finnst vanmetið. Af skrifum hans er ljóst, að hann vill gjarna láta líta svc út, að í þeim málum hafi hann einnig gegnt miklu og farsælu hlutverki. En í því máli er hægt að gefa Jóni orðið um Jón. Lögin um Landsbanka ís- lands voru sett fyrir rúmum aldarfjórðungi. Með þeim var stigið það óheillaspor, að end uxreisa ísljandsbankafyrir- komulþgið í Landsbankan- um. Jón Árnason var formað ur bankaráðsins nema fyrsta árið, þangað til hann varð bankastjóri 1946, en hann lét af því _ starfi á síðast liðnu ári. Ýmsar tillögur um breytta skipan peningamál- anna hafa komið fram þetta timabil, enda gerir 1. gr. Landsbankalaganna ráð fyr- ir þvi að horfið yrði síðar að fullum aðskdnði spari- sjóðsdeildar og seðlabankans. Jón Árnason hefir á umliðn- um árum aldrei mátt heyra nefnt að neitt væri athuga vert, eða við neinu væri hrófl að. Þrátt, fyrir útlánaflóð og dýríið, höftin á atvmnulíf- inu, gengislækkanir og stór- felldar verðlagsþreytingar hefir Jón ekki vdjað taka í mál umbætur á skipan pen- ingamálanna. Rétt áður en Jón lét af störfum sem bankastjóri brá svo undarlega við, að hann birti grein í Visi um nauð- syn breytinga á meðferð pen ingamálanna (hinn 23. októ ber 1953). í grein sinni í Vísi sagði Jón m. a.: „Verði ekki ein- hver meiriháttar breyting á meðferð peningamálanna, er hætt við að þess verði ekki langt að bíða, að varanleg lækkun peninga komi til framkvæmda“. Hann segir að peningamál þjóðarinnar séu í „bráðri hættu“. Kunnuga hlýtur að hafa rekið í roga- stanz, þegar þeir lásu þessa kröfu Jóns um að meðferð peningamálanna verði breytt. Þó segist hann ekki ætla að gera tilraun til að benda á leiðir, „sem leitt gætu til umbóta á öngþveiti peningamálanna.“ Enginn gerðist til að taka op’nberlega undir þessi skrif •— eða skriftir — Jóns. Honr um var ekki anzað. En eftir bessi skrif datt víst engum 1 hug að Jón færi að skrifa í kvörtunartón um vanmat hlutverks síns í peningamál- unum. Það var með þessa grem í huga, að ég las grein hans í Morgunblaðinu hinn 17. maí s. 1. Þar vék hann enn að peningamálunum. Ég gerði siðan athugasemdir við ságnaritun Jóns, sem hefðu gétað orðið inngangur að frekari skrifum um pen- ingamálin. Jón hefir síðan svarað í Tímanum hinn 8. fc. m., en þótt leitt sé frá að Dr. BenjamírL Eiríksson: Skrif Jóns Orðið er frjálst Árnasonar segja, þá forðast hann mál- efnalegar umræður eins og heStan eldinn. Óhjákvæmi- legt er samt ag ég leiðrétti nokkrar missagnir og rang- færslur sem eru í greininni og virðast helzt stafa af van- stillmgu höfundarins. Mál í afgre'ðslM. Jón segir í skrifum sínum að Magnús Sigurðsson hafi litt haldið starfi sínu á lofti (erlendar lántökur) án þess þó að taka Magnús heitinn sér tll fyrirmýndar. Sann- leikurinn er sá, að starfið er þannig vaxið, að það er úti- lokað að hægt sé „að halda því á lofti“. Jón segist í grein inni ekkert hafa séð um lán tökumál ríkisstjórnarinnar nú í blöðunum, né tekizt að afla sér áreiðanlegra frétta annars staðar. Flest eru þessi mál að me>ra eða minna leyti trúnaðarmál ríkisstjórnar- innar. Þetta veit Jón ósköp vel. Ég hefi á undanförnum árum tekið þegjandi við alls konar aðkasti í blöðunum, bæði rangfærslum á skoð- unum minum og eins alröng- um frásögnum um gang mála, — og verð að gera svo enn. Það fylgir því að vera embættismaður á ís- landi. Jón segir skakkt frá ferðalögum mínum á síðast liðnu ári, og að engin lán hafi verið tekin, nema Al- þjóðabankalánm. (Jón gefur í skyn að Landsbankinn hafi annast lántökur til 1954, er hann lét af störfum, en Framkvæmdabankinn var stofnaður í febrúar 1953.) Annars veit ég ekki, hvort lántökur erlendis á að túlka sem lof eða last, þegar Jón á í hlut. Hann er yfirleitt á móti þeim, enda svartsýnn þegar efnahagslegar fram- farir þjóðarinnar eru ann- ars vegar. Með grein sinni er Jón að fiska eftir blaðaskrif um um afgreiðslu og gang þessara mála, skrifum sem hann veit allra manna bezt að eru útilokuð. Það er furðu legt að maður í stöðu Jóns skuli láta líta svo út, að hann sé algjörlega fáfróð- ur um gang þessara mála, þrátt fyrir skýrslur og aðrar upplýsingar, sem honum ber- ast. Út af seinustu viðræðun- um við Albjóðabankann skal ég þó bæta því v^ð, að að þeim loknum gaf ég, eins og venja er til, skýrslu um ferð ina til hæstv. fjármálaráð- herra. Skýrsíunni ttl hans lýkur með þessum orðum: „Áður en ég fór frá Wash- ington gekk ég á fund Jóns Árnasonar. Skýrði ég hon- um frá viðræðunum við Bank ann. Bað hann að fá skrif- legt það sem ég hefði sagt (við hann) og loíaði ég að senda honum afrit af vænt- anlegri skýrslu um viðræð- urnar“. Jón var þá nýkominn til Washington, sem fulltrúi Norðurlandanna í bankaráð inu. Siður er að láta fulltrúa íslands íylgjast með því sem gerizt. En samningar fara fram við bankastjórann og starfsmenn hans, ekki banka ráðið. Ég gerði svo útdrátt úr skýrslunni, þar sem sagt var frá viðræðunum, og sendi Jóni. Nú geta menn borið þetta saman við fyrirspurnir\ og skrif Jóns í Tímann. Um þessa hegðun Jóns eru tú mörg orð á íslenzku, en fá prenthæf. Starf Magnúsar Sigurðssonar. Þótt ég verði að vera fáorð ur um störf mín, vil ég ekki láta hjá líða að leiðrétta rangar staðhæfingar Jóns um skoðanir mínar. Ég hefi aldrei reynt að gera lítið úr lántökum Magn úsar heitins Sigurðssonar. Ég er Jóni alveg sammála um það, að bankasambönd þau i Bretlandi, sem Magnús heitinn Sigurðsson stofnaði til fyrir íslands hönd, hafa verið mikUvæg og íslandi hagkvæm, og séu svo enn. En ég hefi margsinnis bent á hina vanræktu þætti pen- ingamálanna innanlands. Betri skipan þeirra mála myndi auka lánstraust þjóð arinnar en ekki mmnka. Sú skipan, sem nú er, er þannig, að naumast verður við neitt ráðið beri eitthvað útaf. Enda sýnir grein Jóns í Vísi, að hann er loksins kominn á þá skoðun, að umbóta í meðferð peningamálanna sé þcrf. Atstaða mín til Lands- bankans. Þá er Jón með fullyrðing- ar um það, að ég beri í brjósti „rótgróna en órökstudda ó- vild til Landsbankans“, og hafi „róið að því öllum ár- um að fá bankann lagðan niður“, Allt er þetta rangt. Ég var formaður þeirrar nefndar, sem samdi lögin um stofnun Framkvæmdabank- ans. Samkvæmt tillögu okk- ar fékk Landsbankinn einn mann af fimm í bankaráð Framkvæmdabankans. Fyrir slíku fyrirkomulagi er ekk- ert fordæmi á íslandi, og getur þetta varla tahzt vott- ur um „rótgróna óvild“. Ég hef aldrei lagt til‘að Lands- bánkinn yrði lagður niður, heldur að Seðlabankinn verði gerður að sérstökum þjóðbanka og að yfirvaldi peningamálanna. Jón er ær- ið drjúgur yfír því, að þetta muni ekki r.á fram að ganga (þrátt fyrir Visisgremina). En hvað sem því líður þá er það víst að vandamálin eru cg vcrða áleitin. LaTzdbúnaðarlánín. Það sem einkum virðist angra Jón er það, að hann hafi ekki fengið þakkir fyrir annað landbúnaðarlánið., sem tekið var hjá Alþjóða- bankanum. Þar sem hér er um að ræða Hðna tíð og af- greidd mál skal ég fara nokkr ym orðum um þessar lán- tökur og aðdraganda þeirra. Sumarið 1950 var verzlun- arástandið mjög slæmt, skort ur á mörgum helzu nauð- synjum. Gjaldeyrisaðstaðan var erfið. En þannig var samt ástatt, að stórfé vant- aði til ýmissa nauðsynlegra framkvæmda. Innlent fjár- magn vantaði, innlend „fin- ansering“ myndi því dýrtíð- armyndandi, og útilokuð. Kom þá fram tillaga, þó ekki frá Jóni, að leitað yrði til Alþjóðabankans, þar á með- al um lán til landbúnaðar- framkvæmda. Máhð var síð- an borið undir Jón, þar sem hann var fulltrúi íslands I yfirstjörn bankans. En hann taldi að Aiþjóðabankinn myndi ekki lána nema doll- ara. ís’and hafði á þeim árum mikinn greiðsluhalla við doll arasvæðið, og engar likur á því að ástandið myndi þreyt ast það mikið, að treystandi væri að hægt yrði í framtíð- inni að greiða miklar skuldir í dollurum. Menn álitu því að ekki væri rétt að taka lán í tiollurum, önnur e»i hin mjög svo hagstæðu Marshall lán. Síðan var leitað til bank- ans, en ha‘bS;,:býrjaði á því að senda hifogað menn til þess að athuga hér ástandið í efnahagsmálunum, og skoða allar aðstæður. Áður en bankinn lánar vill hann ganga úr skugga um það, að lántaki geri það sem hægt sé að ætlast til af honum t'l þess að leysa sín eigin efna hagsvandamál, að fram- kvæmdirnar séu skynsamleg ar, og að hann muni geta endurgreitt lánið. Lánið fékkst ekki fyrr en á árinu 1951. Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra fór tU Wash- ington þá um haustið til að semja um og taka lánið, og vorum við Jón með honum. Aðdragandinn var því á ann að ár. í þessu sambandi vil ég nota tækifærið til þess að gera nokkru nánar grein fyrir skoðunum mínum varð- andi þá hugmynd, að leita er lendis eftir lánsfé til land- búnaðarframkvæmda. Það kom fyrir að menn færðu í tal við mig, að slík hugmynd væri fáráðhngsleg. Lands- bankinn hafði annazt lántök ur erlendis 1 þrjátíu ár (eins og Jón segir), og aldrei hefi ég heyrt þess getið, að Jón hafi beitt sér fyrir því að reynt yrði að taka lán tú landbúnaðarframkvæmda í Bretlandi, eða nokkurs stað- ar. Það varð því vart nokk- urs skilningsleysis og van- trúar. Menn, sem vilja leggja á- herzlu á framkvæmdir í landbúnaði, færa aðallega þrenns konar rök: Þjóðhags leg, mennmgarleg og þjóð- ernisleg. Þegar á að fara að ræða við erlenda aðila ura lánsfé t>J framkvæ’.ndanna, kemur naumast annað til greina en hm þjóðhagslegu rök. Ég hefi lengi haft áhuga, á þessari hhð málsins. Þótt íleiri sjónarmið kæmu til greina, þá er ég 'samt s'am mála þeim, sem álíta að efpa hagslegar framfarir þjóðar- innar eigi sem mest að bein- ast að bættri afkömu; þ. e. hærra tekjustigi (riiveau), einkum ems og til hagar þessi árin. Þegar nýbýli er sett ’á laggirnar við hliðina á bú- andi bónda, þá batna hans ; lífskjör ekki. Hafi aftur á móti nýi bóndinn veriO’ 'at- 1 vinnulaus batna k1ör hans. Þegar sett er á stofn--nýtt. fyrirtæki, sem er jafn arð-r- mikið og þau sem fyröfseru,’ þá batna lífskjör (afkoma) þjóðarinnar ekki við það. Þjóðartekjurnar vaxa að vísu, en aðeins í hlutfalli við aukningu hinna vinnandi.’ Hinn vinnandi maður ber> ekki meira úr býturri en áð- ur, en vmnandi mönnum fjölgar. Þjóðarbúið stækkar, en afköst miðað við fyrir- höfn aukast ekki. Fyrirtæki, sem sett er á stofn til þess að framleiða vöru á sama verði og hún hefir áður verið keypt á frá útlöndum, bætir því ekki afkomuna beinlínis. Hins vegar gerir slíkt' at- vinnulífið fjölbreyttara, og því traustara. Það sem fyrst og fremst bætir llfskjör þjóðarinnár eru aukin afköst í þeim frám leiðslugreinum, sem við þeg- ar stundum. Sá bati kemur sem lægra vöruverð1' eða hærra kaupgjald og tekjur. Stórum hluta tekna áilis ál- mennings — bænda iáfji't sem annara — er váuð til að afla matvæla, og er meiri hluti þeirra iiinlérid' fráiri- leiðsla. Þegar td lengdár lset ur verður verkamáður ' í sveit að bera svipað ú'r'hýt- um ;og aðrir verkamenri f atvinnuífinu. Sé mikill mun- ur — á annan hvorri veg- inn — þá verður óhjákvæmi- lega tilflutningur fólks milli atvinnugreina. Menri sækja þangað sem tekjurnar eru meiri. Verðlag landbúnaðar- afurða hlýtur því í höfuð- atriðum að fara eftir afköst- um verkamannsins, sem þær framleiðir (eins og verð lag á cllum vörum). Athug- un sú á efnahagsmálunum, sem ég gerði að ósk ríkis- (Framhald á 6. síðu).' . Afhjúpun minnisvarðar í Ólafsdal Þann 28v ágúst n.k. verður afhjúpaður í Ólafsdal minn- isvarði skólastjórahjónanna, Guðlaugar Sakaríasdóttur og Torfa Bjarnasonar. í tilefni þess biður framkværiidá-v nefnd minnisvarðans búfræðinga frá Ólafsdalsskólanúm að gefa sig fram til undirritaðs. Ásgeir Bjarnason, Ásgaröi. $$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$( $$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$» Matráðskona Eiðaskóla vantar matráðskonu næsta vetur. Ágæt vinnuskilyrði. Allar upplýsingar gefa skólastjórinn eða þórarinn Sveinsson, Eiðum. iQ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.