Tíminn - 17.09.1955, Qupperneq 6
6
TÍMINN, laugardaginn 17. september 1955.
210. blað.
GAMLA BÍÓ “
Bess litla
(Young Bess)
j Heinisfræg söguleg MGM-stór-
jmynd í litum — hrífandi lýsing
æsku Elísabethar I. Englands-
j drottningar.
Jean Simmons,
Stewart Granger,
Deborah Kerr,
Charles i.aughton.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 2.
I ■♦♦♦<»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
| Þau hittust á
Trinidad
(Affair in Trínidad)
Geysi spennandi og viðburðarík,
ný, amerísk mynd. Kvikmynda-
sagan kom út sem framhalds-
saga í Fálkanum og þótti af-
burða spennandi. Þetta er mynd
sem allir hafa gaman af að sjá.
Aðalhlutverk:
Rita Hayworth,
Glenn Ford.
Bönnuð bömum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBIO
— HAFNARFIRDI -
Sýnd kl. 7 og 9.
Kátt er í hoti
I Sprenghlægileg sænsk gaman-
jmynd með körlunum hans Assa
| Nisse og Bakkabræðrahætti
jsveitunga hans og kemur áhorf
Jendum hvarvetna í gott skap.
Norskur skýringartexti.
Sýnd kl. 3 og 5.
[♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
NÝJA BIO
Ástarhreiðrið
(Love Nest)
Bráðskemmtileg, ný, amerísk
gamanmynd um fornar ástir og
nýjar.
Aðalhlutver:
June Haver,
William Lundigan,
Frank Fay,
Marilyn Monroe.
Aukamynd:
Oiympíumeistarar,
Skemmtileg og fróðleg íþrótta-
mvnd og Myndir frá íslandi (úr
þýzkri fréttamynd).
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Hafnarfjarð-
arbíó
Neyrinn og götu-
stúlhan
! Ný, áhrifamikil, ítölsk stórmynd.
! Aðalhlutverkið leikur hin
þekkta ítalska kvikmynda-
| stjarna:
! Myndin var keypt til Danmerk-
jur fyrir áeggjan danskra kvlk-|
j myndagagnrýnenda og hefiri
jhvarvetna hlotið feikna aðsókn.t
jMyndin hefir ekki verið sýndjj
j áður hér á landi. Danskur texti."
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
AUSTURBÆJARBÍóf
Kona handa ptibba
(Vater braucht eine Frau)
Mjög skemmtileg og hugnæm,
ný, þýzk kvikmynd. Danskur
skýringartexti.
Aðalhlutverk:
Dieter Borsche,
Buth Leuwerík.
(Léku bæði 1 „Freisting læknis-
ins“.)
Sýnd kl. 5 og 9.
Sala hefst kl. 2.
DELTA RHYTHM BOYS
kl. 7 og 11,15.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
HAFNARBIO
Síml 6444.
Maðurinn frá
Álamo
(The Mán from Alamo)
Hörkuspennandi, ný, amerlsk
litmynd, um hugdjarfa baráttu
ungs manns fyrir mannorði sínu
Glenn Ford,
Julia Adams.
Bönnuð börnum innan 16 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBIO
Ævintýri Casanovu
(Casanovas Big Night)
Bráðskemmtileg ný amerísk
gamanmynd er sýnir hinn
fræga Casanova í nýrri útgáfu.
Myndin er sprenghlægileg frá
upphafi til enda.
Aðalhlutverk:
Bob Hope,
Joan Fontaine.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
Leigubílstfórinn
(99 River Street)
í Æsispennandi, ný, amerísk saka
s málamynd, er gerist í verstu
[ hafnarhverfum New York. —
[Myndin er gerð eftir sögu Ge-
[ orges Zuckerman. Aðalhlutverk
John Payne,
Evelyn Keyes,
Brad Dexter,
Peggie Castle.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
Að lokniam fumli
(FT'amhald af 4. siðu).
skipulag bygginga allra á
bænum og bygging prestsset-
urshúss ákveðin. í sambandi
víð það á svo að byggja heima
vistarbarnaskóla fyrir sveit-
irfa, enda er Hrafnseyrarkall
kennsluprestakall.
Héraðsbúar horfa því íram
á það, að á næstu árum verði
Hrafnseyri byggð upp svo að
þar verði myndarlegt prests-
setur og sveitabýli. Slíkt er
mjög samboðið minningu for
setans, því að blómlegt at-
vinnulíf og manndómur var
alltaf takmark Jóns Sigurðs-
sonar. Að ve’ sé búið og börn
um veitt heilbrigt, uppeldi á
fæðingarbæ Jóns Sigurðsson
ar er einmitt. í samræmi við
það, sem hann kaus þjóð shmi
helzt.
Afstaða til
al pi ngismannsíns.
Fundurinn vottaði Eiríki
Þorsteinssyni einróma þakkir
sínar og traust í málum hér-
aðsins. Menn vita það og við
urkenna, að Eiríkur þekkir
vel þarfir atvinnulífsins í
sýslunni og hann leggur hags
munamálum þess liðsinni
hvar sem er á löggjafarsvið-
inu. Um framkvæmdir í sýsl
unni sjálfri er það að segja,
að Eiríki er það yndi að
greiða fyrir því að nýtúegir
hlutir komizt í verk. Það er
þvi að vonum að menn við-
urkenni baráttu hans í þeim
efnum enda þótt efitthvað
beri á milii um skoðanir á
þjóðmálum og félagsmálum.
Þess er þó rétt að geta,
að fyrirmenn Sjlfstæðisflokks
ins í sýslunni voru ekki í hópi
þeirar áhrifamanna í félags-
málum, sem völdust til fund
arins aö þessu sinni. En vænt
anlega eru líka í þeim hópi
sanngjarnir menn, sem viður
kenna augljósar staðryndir.
NiðwrZagsorð,
Þetta yfirlit geta menn skoð
að efÞr vild sem liugleiöing-
ar um þjóðmál eða frétta-
bréf úr héraði. En hér hefir
aðeins verið tæpt á ýmsu,
sem langt mál mætti ræða
um. Ef til vill gæti það þó orð
ið upphaf r.ð ýtarlegri umræð
um, ef öðrum þætti ástæða
til að auka hér við eða gera
athugasemdir.
Hins vænti ég að mönnum
megi verða ljóst, að þeim
tima er sannarlega ekki varið
til einskis, sem í það fer að
byggja upp fundi eins og þing
og liéraðsmálafundi Vestur-
ísfirðinga.
Hverjir greiða . . .
(Framhald af 5. síðu).
SÍS greiddi 1954 hvori meira
né minna en 470.000 krónur í
stríðsgróðaskatt og Reykjavík
urbær fékk helminginn af
þe»rri upphæð. Ekkert annað
fyrirtæki greiðir sambærilega
upphæð í þennan skatt, enda
koma heildsalarnir sér hjá
því mcð því að skipta félög-
um sínum og koma starf-
sem> sinni þannig fyrir, að
þessi skattur verði sem
minnstur. SÍS greiddi auk
þess samvinnuskattinn, 75000
krónur, eða samtals að með-
töldu útsvarinu 340.000 krón-
ur Þ1 Reykjavíkurbæjar. Þeg
ar Eimkip, IMPUNI, SÍF og
Sameinaðir verktakar eru
farnir að greiða sambærileg-
ar upphæðir til Reykjavíkur-
bæjar, getur Morgunblaðið
byrjað að vega og meta, hvort
Reykvík'ngar heri útsvaráfeyrð
ar fyrir einhver félög í bæn-
um. ____
J. M. Barrie:
RESTURINN
ogtatarastúlkan
— Ekki fyrr en ég hef sent guði þakkarorð. Annars held
ég, að okkur væri bézt að fara heim. Hvaða Ijós er þarna?
— Það er víst i kofanum hennar Nanny Websters, sagði
Munn. ___.
— Ég hef nú aldiei vitað til þess fyrr að Nanny þyrfti
ljós til að koma sér I rúmið, tautaði Tammas.
Við skulum fará þángað heim, bætti hann við og núg skyldi
ekki undra, þótt við fyndum þar bæði prestinn og tatara-
stúlkuna.
— Þeir urðu ásáttir um þetta, en höfðu ekki far'ð langt,
þegar Spens tók stökk út undan sér og hrópaöi: — Gætið
ykkar! Þarna kemur einhver akandi.
Rétt á eftir sáu þeir hestvagn læknisins. í honum sat
Rob Dow. ...
— Ert þetta þú Rob? spurði Tammas. Nú sleppurðu ekki
við að lenda í tukthúsið fyrir að hafa tekið vagn læknis'ns.
Hefirðu nokkuð séð' til ferða séra Disharts.
— Nei, það hef ég ekki, svarað'i Rob og ætlaði að aka á-
fram.
— Og ekki heldur séð tatarastúlkuna?
— Hvað á þetta að þýða, sagði Rob og stökk niður úr
vagninum.
— Bara það, að presturinn kom ekki til bænasamkom-
unnar í kvöld. í liess stað hljóp hann á eftir þessari heið-
ingjastelpu, svaraði Tammas.
— Þú ert lygalaupurí æpti Rob. Ef þú segir þaö einu sinni
enn, að presturinn sé í tygjum við þennan kvenmann, þá
skal ég snúa þ'g úr hálsliðnum.
— Farðu nú heim og skilaðu vagninum, sem þú hefir
stolið, en láttu sóknarnefndina um það eina að gera skyldu
sína. Við verðum að komast eftir því, hvers vegna það er
ljós í kofanum hjá Nanny.
— Það var eins og eitthvað brysti í Rob Dow. Á þessu
augnabliki hefði hann ái'eiðanlega verið reiðubúinn að
myrða Tammas, en hann sagði aðeins:
— Ég ætla að koma með ykkur. En með sjálfum sér hugs
aði hann um það eitt hvernig hann gæti bjargað Gavin.
Eftir örskamma stund voru þeir komnir að húsi Nanny,
en í myrkrinu gat Tammas ekki fundið garðshliðið, Á með-
an klifraði Rob yfir limgirðinguna og gekk að glugganum,
en hmir heyrðu ekki varfærnislegt bank hans í gluggarúð
una, sem kom Babbie til að hrökkva í kút.
— Það eru ekki aðrir þarna inni en þau Nanny og Sand-
ers, sagði hann þegar hann kom til baka aftur.
Við svo búið skildu safnaðaröldungarnir og fóru hver
heim til sín. Enginn vissi hvað varð af Rob Dow. Það eina,
sem ég veit er það, Ws hann beið í nánd við hús Nanny og
heyrði skömmu síðár, að það kom annar vagn upp veginn
til Windyghoul. Þá var klukkan næstum níu.
— Þú verður að fara til Spittal og segja Rintoul jarli
hvernig öllu er háttað.
— Já, ef þú óskar,.þess, sagði hún og leit á hann eins og
hana furðaði á því, ,að hann skyldi ekki skilja að það var
hans að taka úrslitaákvörðun í málinu. — En ég hef aldrei
hræsnað svo, að ég segðist elska jarlinn. Hann veit, að ég
geri það ekki.
— Einmitt þess végha verðurðu að segja honum frá mér.
Þú ert ekki lengur sáma konan og þú varst áður.
— Jæja, þá er víst' hezt að ég fari sagði Babbie. Nei, þú
mátt ekki fylgja mér. Það ert þú sem ert í hættu.
— Þú skalt ekki óttast um mig.
— Rétt áður en þú komst inn heyröist mér þið tala um
bænasamkomu í kvöld.
— Já, bænir.... Hann klemmdi saman munninn og hlust
aði skelfdur á hljóm kirkyuklukknanna. Hann gat greini-
lega séð fyrir sér söfnuðinn sitjandi á kirkjubekkjunum.
Já, farðu Babbie, sagði hann, það er víst ekki guðs vilji að
ég fái að bera byrðárnar með þér.
Þau voru nú komin út í garðinn. — Já, nú fer ég ástin
mín, sagði hún og gekk nokkur skref í áttina til hans, en
þegar hann ekki svaraði sneri hún sér við og hélt á brott.
Hvorugt þeirra heyrði hávaðann frá veiðivagninum, sem
nálgaðist. Hins vegar heyrði Gavin, að hún opnaði garðs-
hbðið. Þá nam vagpíjin einnig staðar.
Hundur gelti og rétt á eftir heyrðist rödd Rintouls: —
Þarna er ljós í glugga, McKenzie. Farðu inn og gáðu.
Nú heyrði Gavin að Babbie grét hljóðlega og svo hvíslaði
hún: — Ég er svo hrædd, Gavin.
Á þessari stundu varð Gavin það fullljóst, að honum var
um megn að láta hana fara frá sér. I-Iann hafði aðeins fá-
ein ndartök tú að taka ákvörðun um framtíð þeirra og
höndla hamingjuna. Og hann greip tækifærið. í hendings-
kasti þaut hann til Babbie, þreif utan um hana og dró
hana með sér brott frá kofanum.
McKenzie kom að kofanum tómum og garðinum áuðum.
— Ég gæti þó bölvað mér upp á, að ég sá einhvern ganga
fyrir gluggann um leið og við ókum heim að húsiiiu.
— Jæja við skulum ekki eyöa meiri tíma i þetta, 'sagðl
jarlinn óþolinmóður.
— Það er svo dimmt, að ég held þú veröir aö teyma hest-
inn, McKenzie.