Tíminn - 13.10.1955, Side 5
232. blað,
TIMINN, fimmtndagmn 13. oktéber 1955.
8
Stéttaskipting í Rússlandi
Launamisiiiiimii’ í Sovétríkjunum mar*»faldur á við ftað, sem
þckkist í Vestur-Evrópu
Afleiðingar
verkfallanna
Gengisbreytingin, sem
gerð var 1950 ttt að koma í
veg fyrir stöðvun á fram-
leiðslu til útflutnings, hlaut
að hafa í för með sér nokkra
hækkun á framfærslukostn-
aði. Sú hækkun átti að koma
fram á fáum missirum.
En skilyrði áttu að vera fyr
ir hendi til þess, að í land-
inu skapaðist nokkurn veg-
*nn stöðugt verðlag, þegar
áhrif gengisbreytingarinnar
væru fram komin. Þetta
reyndist rétt. í desember
1951 var vísitala framfærslu
kostnaðar 151 stig. En í des-
ember 1954 var vís'talan 160
stig. Á þrem árum varð að-
eins 9 stiga hækkun á vísi-
tölu framfærslukostnaðar.
Vegna hinna litlu breytmga
á verðlaginu og framfærslu-
kostnaðinum þetta þriggja
ára tímabil jókst trú almenn
ings á gildi peninga, inneign
lr í bönkum og sparisjóðum
hækkuðu að mun, svo að auð
veldara varð en ella að veita
lán til framkvæmda.
Á útmánuðum síðastliðinn
vetur efndu verkalýðsfélögin
til víðtækra verkfalla, sem
stóðu á annan mánuð. Loks
var samið um 10% kauphækk
un auk ýmissa fríðinda. Við
almenna kauphækkun hækk
ar milliliðakostnaður og verð
lag á landbúnaðarvörum, þar
sem tekjur bænda eiga að
vera í samræmi við kaup
verkamanna. í kjölfar þess-
ara hækkana kemur svo ný
hækkun á visitölunni.
Að tilhlutun fjármálaráð-
herra var snemma í sumar
leitað álits hagstofustjóra
um það, hvaða áhrif kaup-
hækkanir þær, er samið var
um við lausn , verkfallanna,
myndu hafa á vísitöluna. Á-
litsgerð hagstofustjórans var
á þessa leið:
„Hinir nýju kjarasamn-
ingar fela í sér 13,6% kaup
hækkanir frá sjónarmiði at
vinnurekenda. Rétt er að
gera ráð fyrir, að vísitalan
hækki um 81/,—9 stig fyrir
áramót vegna þessara kaup
hækkana og má gera ráð
fyrir, aö sú hækkun verði
öll komin inn í vísitöluna
fyrir 1. nóvember í haust.
Kaupgjald hækkar þá tíl-
svarandi frá 1. desember.
Þá ber að gera ráð fyrir, að
af þcssari hækkun leiði aft
ur aðra hækkun, sem nem-
ur 4—41/2 stigum. Heildar-
hækkun á vísitölunni vegna
kauphækkananna verði því
12,5—13,5 stig. En með því
að hin afleidda hækkun vísi
tölunnar orkar ekki á kaup
gjaldsvísitöluna fyrr en frá
1. marz 1956 þykir rétt að
reikna ekki með meiri með
alhækkun á vísitölunni en
12 stigum fyrir árið 1956.“
Á þeim mánuðum, sem
liðnir eru, síðan álitsgerð
hagstofustjórans var samin,
hefir komið í ljós, að áætlan
ir hans um þetta efni hafa
Staðizt. í haust hækkar vísi-
talan um 8—9 stig vegna
hækkunar á verði innlendra
vara í framhaldi af kaup-
hækkuninni. Ennfremur hef
lr vísitalan hækkað um 1 stig
yegna hækkunar á verði er-
Fyrir skömmu birtist hér í
blaðinu grein um meðferð fanga
x Rússlandi eftir danska blaða-
manninn Einard Skov. HérTbirt-
ist nú í þýðingu önnur grein
eftir hann um Iaunakjör rúss-
neskra borgara og þann mikla
mismun, sem er á kjörum hinna
ýmsu stétta í Rússlandi.
Það liggur í hlutarins eðli, að
auðveldara hefir reynzt að viðhalda
einræði í Rússlandi heldur en í
Þýzkalandi Hitlers. Það var ekki
erfitt að einangra Rússa frá um-
heiminum, þeim umheimi, sem þær
stéttir, er hlutu frelsi sitt við bylt-
ingu, höfðu ekki minnsta samband
við. Rússar tala mál ólíkt Vestur-
Evrópubúum, og þeir hafa annað
stafróf heldur en þeir. Þeir, sem
þekktu til í öðrum löndum, áður
en byltingin varð, eru allir fyrir
löngu á bak og burt í Rússlandi.
Rússar hafa því ekki nema eitt
til samanburðar, það er að segja,
hvemig kjör þeirra voru áður. Þar
eð líðan almemiings er miklu betri
nú, er ekki eðlilegt, að venjulegur
Rússi hugsi mikið um, að hann búi
við einræði. Það er langt frá því.
Það mun láta nærri að kviklegur
og brosmildur verkfræðingur, sem
ég liitti í nánd við háskólann í
Moskvu hafi túlkað nokkuð rétti-
lega skoðanir almennings, er hann
sagði við mig: — Stjórnin og blöð-
in okkar hafa aldrei logið að okkur.
Honum og öðrum hefir verið kom
ið í skilning um, að erlendir stjórn
málamenn verði hvað eftir annað
uppvísir að ósannindum og biöð
annarra þjóða séu uppfull með lýgi.
Pyrir almennum borgurum í Rúss-
landi er ekki til nema einn sann-
leikur, sá, sem kemur frá Tass-
fréttastofunni og stendur á prenti
í Pravda. Fyrstu áhrif, sem Vestur
landabúar verða fyrir af lífi Moskvu
búa, eru þau, að það hljóti að
vera einstaklega tilbreytingasnautt
og grámyglulegt. En vafalaust er
sú skoðun á lifi þeirra röng. Dag-
legt líf þeirra ervafalaust tilþreyt-
ingaríkára en þeir hafa áður þekkt,
og það er engin ástæða til að ætla,
að þeim leiðist. Menn verða einnig
að hafa í huga i þessu sambandi
hin meðfæddu þyngsli í skapgerð
Rússa. Pimm til sex miljónir af í-
búum Moskvuborgar eru bændur og
bændasynir, sem flutzt hafa til
borgarinnar síðan byltingin varð.
Moskva er til orðin sem hvirfing
sveitaþorpa umhverfis Kreml. Borg-
in var í raun og veru ekki annað en
stórt sveitaþorp, þar sem bjuggu
um ein og hálf miljón manna. Jafn
vel nú eftir að borgin telur sjö til
átta miljónir íbúa, bera úthverfi
hennar öll einkenni sveitaþorpanna,
og það líða áreiðanlega einn eða
tveir mannsaldrar áður en'hinir inn
fluttu bændur hafa glatað sveita-
mannseðli sínu.
í Leningrad, sem ekki ber nein
merki innflutningsins, er íólkiö
strax léttara i fasi, svo að ekki sé
talað um Stalíngrad, þar sem æsku
fólkið virðist vera brosmildara en
annars staðar og hefir smekk fyrir
klæðaburði, þrátt fyrir öröugleika
á að fá sæmileg föt.
Það er áreiðanlegt, að Rússar
hugsa ekki um, við hve mikið ein-
ræði þeir búa, og þeir hugleiða
aldrei, að einhvers staðar sitji
menn á skrifstofum og stjórni
þessu öllu fyrir þá niður i hina
rcestu smámuini. ' Konínrnar, sem
selja drykkjarsaft og ískökur á göt-
unum eru fastráðnir starfsmenn, og
söluvagnar þeirra eru reknir af
ríkinu. Allir hlutir eru reknir af
ríkisvaldinu, og öll fyirtæki eru
ríkisfyrirtæki. í upphafi olli þetta
mér nokkrum heilabrotum, því að
í úthveríum Moskvu eru verzlanir
ákaílega fátæklegar, en við Gorki-
stræti, aðalverzlunargötu borgar-
innar, eru glæsilegar og íburðar-
miklar verzlanir. Verðið er alls
staðar hið sama. Eini munurinn er,
að því að mér var tjáð, að í stóru
verzlununum er úrvalið meira.
Hvergi er þó verulega fjölbreytt úr-
val. G5uggasiqreytingar eru allar
gamaltízkulegar. í minni verzlun-
um hafa menn alls ekki fyrir nein
LENIN
Höfundur sannleikans
um gluggaskreytingum, en við
Gorkístræti og sums staðar víðar í
borginni má sjá skreytta glugga
með gullnum trjám, sem mynda
hillur með greinum sínum, þar sem
standa einir skór eða ilmvatnsgias.
Eina undantekningin eru matvöru-
verzlanir, þar eru gluggarnir fyllt-
ir af niðursuðudósum og vínflösk-
um frá Kákasus. Nú nýlega var til-
nefndur nýr fegrunarstjóri i
Moskvu. Hann á m. a. að stuðla
að aukinni smekkvisi í gluggaskreyt
ingum. Hvað vörugæðum viðvíkur
get ég varla fellt öruggan dóm. Til
þess var ég of skamma hríð í
Moskvu. En það er ekki vafi að vöru
gæði eru á lágu stigi, hvað snert-
ir allmargar vörutegundir. Á þetta
ekki hvað sízt við um vefnaðar-
vörur. Gerð efna og litir eru án
allrar liugkvæmni, eins og eðlilegt
er, þegar einhver skrifstofa á að
ráða öllu slíku og ekki er um neina
samkeppni að ræða. Hvaða ríkis-
skrifstofa myndi vilja taka á sig
áhættuna af því að koma fram
með nýja liti eða gerðir, þegar
slikt er ekki nauðsynlegt samkeppn
innar vegna?
Ég var eitt sinn inni í hinni risa-
stóru fjölsölubúð Gum við Rauða-
torgið. Þar var til sölu geysilegt
magn af höttum. Hætt er þó við
að hispursmeyjar Vesturlanda
hefðu orðið fýldar á svip yfir úr-
valinu. Til þess að létta kvenfólk-
inu leitina, en þarna var gífurleg-
ur f jöldi fólks, voru skápar til lofts
fullir af rauðum höttum. Síðan
komu skápar með sömu hattagerð
í grænum lit. Þvi næst tók við önn
ur deild með annrri tegund hatta,
sem var eins fyrir komið. Sömu
sögu var að segja um kjólana og
lendra vara.
Af álitsgerg hagstofustjór-
ans og þeirri reynslu sem
fengin er má sjá svo að ekki
verður um villzt, hverjar eru
að þessu leyti aflelðingar
verkfallanna, sem stofnað
var tíl á síðastliðnum vetri.
Á næstu mánuðum mun það
skýrast hetur og betur fyrir
þjóðinni, hvert sú stefna leið
ir, sem forustumenn verka-
lýðsins knúðu fram meö h*n
ym viðtæku verkföllum,
annan fatnað. Hvergi var að sjá
nokkuð frumlegt. Allt var bersýni-
lega fjöldaframleiðsla.
Ég hef þó um það lúmskan grun
að einhvers staðar að tjaldabaki
í Moskvu sitji nokkrar saumakonur,
sem saumi kjóla á vildarkonur
stjórnarvaldanna, er þær síðan
bera, þegar þær fara í veizlufagn-
aði. Ekki hef ég þó neitt- til að
rökstyðja þennan grun minn, nema
ef vera skyldi sú tilviljun, að þegar
ég var við írumsýningu á balletti
Prokoffévs, Rómeó og Júlíu, sá ég,
að konurnar báru glæsileg klæði,
sem að minnsta. kosti voru ekki frá
Gum.
Það er þessi skortur á hugmynda-
auðgi, þessi gjörsamlega einhæfni,
sem veldur þvi, að mönnum virð-
ist daglegt lif Moskvubúa hljóta að
vera dauflegt í mesta máta.
Þannig er þetta á öllum sviðum.
Rússnesku blöðin eru öll fjórar blað
síður og án allra auglýsinga. Einn-
ig vantar í þau allar fréttir, þegar
undan eru skildar hinar opinberu
fréttir landsins og pólitískar fréttir
frá útlöndum. Tassfréttastofan, sem
er hin næststærsta i heimi, sér öll-
um rússneskum blöðum fyrir frétt-
um erlendis frá og stjómarvöldin
ráða því, hvaða innlendar fréttir
eru birtar. Sama tilbreytingaleysið
ríkir í útgáfu tímarita.
Skírlífi er mikið á öllum sviðum,
og meöal hinna mörgu stjórnar-
skrifstofa er ekki ein einasta, sem
fjallar um ósiðsemi. Ef rússneskir
æskumenn eiga sér einhverja kven-
hugsjón, þá myndi hún líta ein-
hvem veginn svona út: Gullið hár
í fléttingum um höfuðið, heiðblá
augu, ávalar eplakinnar, dálítið
feitlagin með ávala arma, sem líta
út fyrir að geta tekið á. Slíkt væri
i þeirra augum dásamleg stúlka í
alla staði. Ég hef aldrei séð hana
sjálfa, en mesta fjölda af myndum
af henni og ég hef líka séð hana
á kvikmynd, þar sem hún var að
hvetja unga menn á samyrkjubú-
inu til að plægja meira.
Á það draga menn enga dul í
Rússlandi, að reynt sé að vernda
sovétborgarana fyrir skaðlegum á-
hrifum frá hinum kapítalistiska
heimi. Bókavörðurinn í hinu mikla
Lem'nbókasafni, sem hefir mest úr-
val útlendra bóka af öllum rúss-
neskum bókasöfnum, sagði mér, að
fólki væri leyft að lesa allt, sem
hugur þess girntist, nema þær bæk
ur, er gagnrýna skipulag sósíal-
ismans. Sem dæmi nefndi hann
mér bókina Barátta mín eftir Ad-
olf Hitler, sem engum er lánuð
nema útvöldum vísindamönnum um
þjóðfélagsmál og sagnfræði. Ég
komst síðar að þvi, að sömu sögu
er að segja um verk Kcestlers og
André Gides og annarra þeirra, sem
sagt hafa skilið við kommúnism-
ann. Það olli mér ekki svo mikilli
furðu. Það var ekki annað en bein
afleiðing skipulagsins.
Ein afleiðing þessa pólitíska
barnagæzluskipulags, er sú, að hug-
takið kynferði virðist ekki til í
Rússlandi á sama hátt og á Vest-
urlöndum. Það er horfið, ef dæma
má eftir þvi, að dag nokkum sá
ég ungan mann sitja í slíkum stell
ingum á milli tveggja ungra fag-
urra kvenna í báti úti á Volgu, að
ég átti þess von á hverju augna-
bliki, að lögreglan myndi koma og
veita þeim ákúrur fyrir siðlaust
framferði. Ég komst helzt að þein-i
niðurstöðu, að um þetta vandamál
væru menn hættir að hugsa í Rúss-
landi og láti úrlausn þess eftir einka
framtaki hvers og eins.
EkM er auðvelt að gera sér ná-
kvæma grein fyrir kaupmætti hverr
ar rúblu, Frjáls verðmyndun þekk-
ist ekki, þar eð stjórnarvöldin á-
kveða verðið á hverju og einu, og
á nauðsynlegustu vörum er verð-
inu haldið lágu. Þó kosta tilbúin
föt, sem í Danmcrku myndu kosta
250—300 kr., allt að 1000—1300 rúbl
um, en það er álíka og mánaðar-
laun venjulegs verkamanns.
Frjáls markaður er til, en þar
er verðið venjulega um 150% hærra
en hið ríkisákveðna verð. í Moskvu
eru að minnsta kosti 10—12 slíkir
markaðir. Þar er eihkum selt kjöt,
ávextir og grænmeti. En hvers
vegna sækir fólk þá slíka markaði?
Hinn rússneski leiðsögumaður
mixm sagði mér, að fólk stæði í
þeirri trú, að vörur væru þar bctri
og ennfremur losnaði fólk við að
standa i biðröðum á þeim stöðum.
Síðan bætti hann við:
— Við litum ekki á peninga á
sama hátt og menn gera í Vestur-
Evrópu. Fyrir okkur hafa þeir ckk-
ert- að segja. Ef við eigum peninga*
þá eyðum við þeim.
Laun í Sovtíríkjunum eru frá
500—600 rúblum á mánuði cg allfc
upp í 10.000 rúblur, svo að menn
sjá, að launamismunur er töluverð-
ur. í þeim verksmiðjum, sem ég
heimsótti, var mér sagt, að iðnaðar
mennimir gætu unnið fyrir 2000—
3000 rúblum á mánuði, en launin
væru nokkuð mismunandi eftir því
hvaða störf væru unnin, og einnig
væru meðallaunin mismunandi eft-
ir þvi, hvort um marga Stakhancv-
verkamenn væri að ræða á hverj-
um stað. Háskólaprófessorar hafa
um 6000 rúblur á mánuði, og svip-
uð laun hafa margir vísinda- og
listamenn. Þó vissi ég um einn
framkvæmdastjóra. sem hefir 10.000
rúblur í laun á mánuði.
Hér er að íinna skýringuna á
hinni nýju stéttaskiptingu i Sovét-
ríkjunum. Rússar viðurkenna ekki,
að til sé hjá þeim neinn stéttamis-
munur, þvi að samkvæmt hugtaka
fræði kommúnismans er stéttaskipt
ing fólgin i þvi, að ein stétt hagn-
ist á vinnu annarar. Og um slWct
er ekki að ræða i Rússlandi. Þegar
þeir segja, að í Rússlandi séu allir
jafnir, merkir það, að þar hafi allir
jafna möguieika. Ef menn hafa getu
og vilja til að mennta sig, hjálpar
rikisvaldið mönnum með því að
veita þeim stúdentalaun, sern eru
venjulega 500—600 rúblur á mán-
uði. Þegar maður er þannig að
mennta sig til að geta betur unnið
vandasöm störf fyrir ríkið, telja
valdhafarnir, að hann eigi rétt á
launum.
Lengra komast- menn ekki í rck-
ræðum við Rússa. um þetta mál.
En stéttamismunurinn er greinileg-
ur. Það er mikill munur á launum,
og það er mikill munur á þvi að
búa í hinum glæsilegu íbúðum við
Gorkístræti eða í úthverfum bovg-
arinnar. Það er mikill munur á
verzlunum, eða að minnsta kcsti
þvi úrvali, sem þær bjóða upp á,
og það er mismunur á gistihúsum.
Það er mikill munur, hvort menn
geta sparað sér fyrir biíreið, sem
kostar 11.000 rúblur, eða haía aldrei
efni á því að eignast- slíkan hlut.
Menn hljóta að taka. eftir því I
Moskvu, að fólk hefir mikla pen-
inga undir höndum. Þetta er þó
fyrst og fremst merki um vöntun.
Jafnskjótt og heyrist, að komnar
séu í verzlanir ákveðnar vcruteg-
undir, hópast fólkið í biðraðir. Dag
nokkum sá ég kcnur standa í tvö-
faldri biðröð meðfram öllu verzl-
unarhúsi Gum. Sumar þeina voru
með stóra klúta úttroðna af rúblu-
seðlum. Það höfðu komið á mark-
aðinn handofnir kínverskir dúkar,
og i Stalíngrad sá ég álíka biðröð,
þar sem um var að ræða gólíteppi.
Ég held því, að hinn rússneski
vinur minn haíi haft rétt fyrir sér,
er hann sagði, að peningar hefðu
ekki svo mikla þýðingu fyrir sovét-
boi-garana. Og jafnvel þó að margfc
sé dýrt, þá hefir það ekki svo mikið
aðsegja í augum flestra, að minnstá
;(FramHald i 8. aHfta. J