Tíminn - 29.10.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.10.1955, Blaðsíða 4
TÍMINN, laugardaginn 29. október 1955. 246. blað. Leikfélag Reykjavlkur: Kj arnorka og kvenhylli eftir Agisar Þórðarson Ársins 1955 mun verða minnzt í íslenzkri bókmenntasögu. Á þessu ári hlaut mesti rithöf- undur þjóðarinnar loks að verðteikum bókmenntaverð- laun Nóbels. Á þessu ári kom út bezta skáldsaga eftir ung- an höfund á síðustu áratug- um með bók Indriða G. Þor- steínssonar. Á þessu ári kem ur út fyrsta ljóðabók Hann- esar Péturssonar, og á þessu ári hafa verið frumsýnd tvö leikrit eftir Agnar Þórðarson. Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi í fyrrakvöld leik- ritið Kjarnorka og kvenhylli fyrir fullu húsi. Á leikskránni stendur, að það sé gamanleik ur í þremur þáttum. Víst er um það, að margar setningar Agnars vekja ósvikinn hlátur, en þó er langt frá, að Kjarn- orka og kvenhylþ sé einskær gamansemi og kýmni. Eg myndi miklu fremur segja, að það sé ádeiluverk, meira að segja hvöss ádeha. En Agn ar fer i ádeilu sinni ótroðnar götur og slær nýjan streng í íslenzkum bókmenntum.Fram Þ1 þessa hafa flestir höfund- ar, er skrifað hafa ádeilu, far ið eftir resepti Gests Pálsson- ar í lok fyrirlestrar hans um lífið í Reykjavík: „Háðið nógu napurt og nógu biturt, hefir um allan aldur heimsins verið bezti læknirinn fyrir mannkynið." Það er varla hægt að segja að Agnar sé háðskur. Mest af gamansemi hans er létt eins og dillandi hlátur ungrar stúlku. Fyndni hans er laus við þann sára brodd, sem löngum hefir einkennt ís- lenzka kýmni. En ádeila hans verður hvassari og áhrifa- meiri fyrir þá sök. Hann not ar ekki persónur sínar til þess að slöngva háðsyrðum yfir á- horfendurna, heldur er ádeil an hin þungi undirstraumur. Hún er miklu fremur fólgin í atburðarásinni og atvikaröð- inni. Hún er deigið sem sýrir brauð gamanseminnar og gef ur verki hans aukið inntak. í stuttu máii er efnisþráöur leikritsins sá, að Síldar- fabrikkuforstjóri og alþingis- maður úr Reykjavík er stadd ur austan við fjall ásamt konu sinni og dóttur og heims frægum kjarnorkufræðingi hjá bónda nokkrum. Þarna finnur vísindamaðurinn úr- aníum og nú upp hefst mikið taugastríð hjá þingmannin- um að véla kotið undan bónd anum til þess að geta sjálfur gert sér mat úr hinum miklu auðæfum. Meðan í öllu því stappi stendur, býour frúdn kjarnorkufiæðingnum stríð- lega bliðu sína, en hann for- smáir ástarhót hennar með öilu, en giljar dótturina. — Bóndinn kemst á fremsta hlunn með að láta jörð sína gegn þvi að þingmaðurinn Kvenhylli Guðbjörg og Árni geri hann að embættismanni sem þingvcrð. Um síðir kem nr upp úr durnum, að vísinda maðurmn er rónaflækmgur uppalinn á Lindargötunni. — Þingmaðurinn má kaupa und ir hann flugfar til Ameríku, en dóttirin hverfur til nátt- úrunar til þess að ala barn sítt hjá Sigmundi bónda. í lok leiksins opnast augu hefð arfólksins fyrir fánýti prjáls ins, og menn ganga út með þá spurningu, hver verða við brögðin. Það er með þetta leikrit Agnars eins og öll góð verk, að á því skína margir fletir, og engin leið er að gera því viðhlítandi skil í stuttum leikdómi, sem rubbað er upp kvöldið eftir frumsýningu. Þetta verk hefir hið sama megineinkenni og það, sem ég hefi áður lesið eftir Agnar að hann er ákaflega sýmbólsk ur höfundur. Slíkum höfundi hlýtur oft að verða vandsigld le’ðin milli þess að skapa heh steypta, sjálfstæða persónu og gæta þess þó um leið. að sú persóna sé sláandi tákn um það, sem höfundurinn vill sýna. Persónan getur orð ið afkáraleg vegna þess að hún á að vera tákn (sýmból) um eitthvað, og táknið, sem höfuudurinn vildi sýna getur horfið í skugga persónunnar. Eg myndi segja að í þessu leikriti hefði Agnari tekizt frá bærlega vel að skapa heil- steyptar persónumyndir, sem iafnframt eru ran.nsæ tákn. Eina persónan i leiknum, sem ekki er þetta hvort tveggja frá hendi Agnars yirðist mér dóttirin Rigrún. Sem persóna er hún óraunhæf, en hún er sýmból (h'öfundarins, m'eira að segja sýmból óskhyggju hans. En nú munu menn spyrja. Á hvað er höfundurinn að deila? Hver er hans ósk- hyggja? Leikurinn er fyrst og fremst ádeila á yfirborðs- prjál nútímans, á lífsstefnu tildursins, á valdagræðgi og auðhyggju áhrifamannanna, á menntunarleysi og slúður ást borgaraskaparins, á hina taumiausu tiltrú almennings á vísindunum. Höfundurinn kemur víða við og fer á kost um. Gegn hinni marglitu hjörð, sem eru fulltrúar þessara eig inda stefnir hann íslenzka bóndanum. Hann er durgsleg ur, sérvitur og hefir barnslega virðingu fyrir hyski fínheit- anna. En hann er sannur í mannleika sínum. Hann stend ur föstum fótum á torfunni sinni, og hann nærist af þjóð legri erfð. Milli þesara andstæðna kastar höfundurinn tákni sínu um æsku landsms, dótt- urinni Sigrúnu. Hún er full af þrám og draumum. Hún hefir þúsund langanir. Hana iangar til að gera eitthvað ó- ven.julegt. en veit ekki, hvað það er. Hún lætur flekast af vísindarénanum. Augu henn- ar opnast. Hún hverfur til Bóndinn og fjölskylda þingmannsins. Guðbjörg, Helga, Þorsteinn og Brynjólfur. .irinfe „llmurinn er indæll og bragðið eftir þvi mn-iH áá ii d idrmj -• l'rJntí rarilífirú -'icí mn' 0. Johnson & Kaaber h,f. I 'Iö Sf/ Sendisveinn v- , , , ■ iiiSiev oskast fra nœstu manaðamotuvhíuy nrrps Sz. uíjÍs Afgreiðsla TÍMANS ^ • u.’ firin Sími 2323 uiea ,öi . u ni'gB L hins óbrotna lífs með bónd- anum, til að ala þar barn sitt í þeirri bjargföstu trú, að hún sé aö gera rétt. Það er skemmtileg tilvilj- un, að sama daginn og Hall- dóri Kiljani eru veitt Nóbels verðlaunin úti í þeim stóra heimi, er í litlu leikhúsi heima á íslandi verið að frumsýna leikrit eftir ungan höfund, sem leggur höfuð áherzlu á varanleik sömu eiginda í íslenzku þjóðlífi og Kiljan hefir gert í verkum sínum. Sigmundur Agnars í leikritinu er grein á sama meiði og Ugla í Atómstöð- inni, Brandur í Sjálfstæðu fólki, Jón Hreggviðsson, Salka Valka og Óli í Silfurtúnglinu. Þetta leikrit Agnars er að vissu leyíti fa.gnalróður um óbrotleik hins íslenzka alþýðu manns, sem stendur djúpum rótum í hrjúfri náttúru ís- lands og nærist af þjóðlegri mennt og kveðskap Snorra. Sem leikrit er þetta verk Agnars mjög vel byggt. Hraði er góður og áhorfandinn er spenntur til síðustu stundar, er Karítas hrópar lokaorðin: — ... .Það er Jörgen Nikulás Hólm, sem leggur undir sig heiminn — og finnur úraní- um, hvar sem hann fer — ís- landi—Mexíkó—Síam — með stolnum sýnishornum frá Kanada í tösku sinni. Jörgen Nikulás Hólm — PÍ5rifíríó Rúbínrósa og svo Barbara Hötton. Persónur leiksins ‘ er‘u Þor- leifur alþingismaður ója,fsson. Hann er maður draún^yndur. Hann er metnaðargjarn og fús til auðsins. Jafnframt er hann haldinn mih.nvfiáttar- kennd gagnvart flokksforingj anum Valdimár. Hahn er þreyttur á amstri Qg' átökum lífsins, sér að vissu léýÚ'hrá- skmnaleik þessj én 'skortir þor til að rísa á mótí. 1 Öári'n er sér meðvitandi' um veikleika sinn. Hann hefir aldret getað orðið fullorðinn, þvi áð hann hefir aldrei g'etað ýjfiíð á- kveðna stefnu í lífinú: Hann lifir að hálfu leyti í draumi um að hann sé íistámáður, en skammast sín þó öðrum þræði fyrú hneigðir sínar í þá átt- Þorsteinn Ö. Stephensen leikur Þorleif með miklum á- -gætum. Gerfi hans er mjög gott. Hann túlkar prýðilega draumllyndi Þorleifs og þreytu, sömuleiðis mihnimátt arkennd hans og afbrýði gagn vart flokksforingj anum. Síöri fmnst mér túlkun Þorsteins á ágirnd Þorleifs og valda- græðgi, ef Ul vúl er það fyrir þá sök, að mér þykir Þor- steinn heimspekilegastur allra íslenzkra leikara. (Praíuhaldá. SL. BíðikJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.