Tíminn - 19.11.1955, Blaðsíða 4
1
TÍMINN, laugardaginn 19. nóvember 1955.
264. blag.
DÁNARMINNING
Forsetahjónin á listvefnaðarsýningu
Séra Einar Sturlaugsson
Oft er á það minnst, að
þjóð vorri sé nauðsynlegt að
sérhver einstaklingur afkasti
sem mestu starfi, helzt tvö-
i'öldu eða þreföldu -á við
þegna annarra fjölmennra
þjóða, svo að oss takist að
halda hér uppi menningar-
Ilí’fi og frjálsu sjálfstæðu þjóð
lélagi.
Þetta sjónarmið á ekki sízt
við í fámennum afskekktum
byggðarlögum landsins. Það
var því skiljanlegt, að marga
setÞ hljóða er hingað barst
harmfregnin um andlát séra
Einars Sturlaugssonar, pró-
iasts Barðastrandarsýslu,
sem andaðist í Reykjavík 23.
september s. 1., aðeins 53 ára
gamall.
Viðhorf manna gagnvart
þjóðfélaginu eru að sjálf-
sögðu mjög margs konar og
störf þeirra mismunandi
gagnleg. Á velmegunartímum
ber jaínan nokkuð á því, að
ýmsir gerist makráðir' og
reyni að fleyta rjómann ofan
af þjóðfélagsframleiðslunni.
Aðrir eru alltaf fullir áhuga
Jyrir uppbyggingu og fram-
íörum og beita allri orku
sinni því til frama.
Ég hygg, að fullyrða megi,
að séra Einar Sturlaugsson
hafi verið í flokki hinna síð-
ar töldu.
Hann fæddist um s. 1. alda-
mót, þegar þjóðin öll brann
af framfara- og frelsisþrá, og
sérhver vann sem hann ork-
aði, og margur þar framyfir,
til þess að skapa þjóðinni við
unandi lífskjör. Má því full-
yrða, að séra Einar drakk
iramfaraþrána með móður-
mjólkinni og svalg í sig starfs
ahuga og kapp í föðurhúsum
ötrax á bernskuskeiði.
Foreldrar hans voru hjón-
"n Guðbjörg Jónsdóttir frá
Óspakseyri og Sturlaugur Ein
arsson frá Snartartungu í
Bitru, sem byrjuðu búskap að
.Þiðriksvöllum í Steingríms-
:.irði. Þar fæddist séra Einar
hinn 21. marz 1902. Ársgamall
::luttist hann með foreldrum
öinum að Snartartungu í
3»tru, er Sturlaugur flutti
:.jölskyldu sína heim á óðal
:.eðra sinna. Þar bjuggu þau
hjón síðan um hartnær 40 ára
vkeið, unz þau fluttust hing-
ið til Patreksfjarðar til Ein-
. jí sonar síns.
Séra Einar ólst því upp í
Bnartartungu og vandist
nemma öllum sveitastörfum,
nem hann gekk að með áhuga
jg kappi og fetaði þar dyggi-
!ega í fótspor föður síns og
..crfeðra, sem voru kappsfull-
: r atorkumenn.
En við hversdagsstörfin og
: hjásetunni dreymdi hann
uft út fyrir dalinn sinn.
r’yrstu útþrána sína prýddi
..lann stuðlum og höfuðstöf-
um og á hennar vængjum
:.laug hann seinna upp yfir
::jöllin háu, sem umluktu dal
: nn hans. Hann leitaði að fót
■kör menntagyðjunnar, sem
■Jðar leiddi hann að knjám
neistarans, sem hann ákvað
ið helga líf sitt.
Það var snjóaárig mikla
:,919, sem foreldrar hans
völdu hann til skólagöngu, úr
’.iópi margra efnilegra syst-
:.óna. Fyrst lá leiðin í Flens-
Corgarskólann í Hafnarfirði,
ön gagnfræðaprófi lauk hann
á Akureyri. Síðan gekk hann
i Menntaskólann í Reykjavík
og lauk þar stúdentsprófi vor
Í Ö 1926. Þá var prófessor Har
aldur Níelsson enn á lífi og
orkaði sem segull á sálir
ungra trúhneigðra æsku-
manna. Um haustið innritað
ist Einar í guðfræðideild há-
skólans. Snemma hafði trú-
aráhugi hans vaknað og nú
gafst honum langþráð tæki-
færi til að njóta leiðsagnar
afburðamanns á trúfræða-
r.viðinu, og mun óhætt að full
yrða, að þangað hafi hann
sótt þrótt, sem mótaði allt
lífsstarf hans.
Þótt Einar stundaði vel nám
sitt, gaf hann sér samt tíma
til þátttöku í félagslífi stú-
tí.enta og glaðværð. En vegna
þröngs fjárhags, varð hann
að vinna nokkuð með nám-
inu og stundaði meðal annars
barnakennslu við skóla frú
Vigdísar Blöndal. Unni hann
því starfi, enda var honum
einknr lagið að umgangast
börn. Honum varð vel til
vina og mun það nokkuð hafa
orðið til að létta honum af-
komuna á námsárunum.
Hann lauk guðfræðiprófi
vorið 1930, vígðist 19. októ-
ber um haustið tU Eyra-
prestakalls og fékk veitingu
fyrir því 13. júli 1931 og þjón
aði því til æviloka eða í tæp
25 ár. Hinn 7. desember 1945
var séra Einar skipaður pró-
fastur í Barðastrandarsýslu
frá 1. ágíist s. á. að telja og
gegndi því starfi einnig til
æviloka eða í 10 ár.
Þótt við séra Einar værum
samtiða í háskólanum, hof-
ust kynni okkar ekki að
marki fyrr en sumarið 1931,
er ég var -settur sýslumaður
í Barðastrandarsýslu um
tveggja mánaða skeiö. Hófst
þá með okkur sá kunnings-
skapur, sem síðar, í 20 ára
samstarfi f héraðinu, þróaðist
í trygga vináttu.
Ég var staddur í Eyrar-
kirkju sumarið 1931, er hann
var settur inn i embættið og
síðan fylgdist ég að kalla ó-
slitið með starfi hans hér og
áhuga hans og vandvirkni.
Hann var, að flestra dómi,
góður ræðumaður og öll
prestverk vann hann af festu
og alvöruþunga. Séra Emar
var fagnandi trúmaður.
Hann trúði á mildan, gæzku-
rikan Guð föður og brann af
áhuga fyrir að boða þjóð
sinni fagnaðarboðskap Krists.
Meinlæti voru honum fjar-
stæð. Hann þráði að gleðjast
með glööum í heilbrigðum
fagnaði, en hann hryggðist
einnig með syrgjendum og
auðsýndi þeim einlæga og
djúpa hluttekningu. Séra Ein
ar hélt þeim gamla góða sið
að húsvitja árlega meðal safn
aða sinna, en hagaði húsvitj
uninni að sjálfsögðu samkv.
breyttum tímum og fræðslu-
fyrirkomulagi. Með þessu
kynntist hann söfnuðum sín
um betur en ella hefði orðið.
Hann hafði mikinn áhuga
íyrir að fylgjast með andleg
um þroska barna og æsku-
manna. Hann tíðkaði barna-
guðsþjónustur og hélt um
skeið uppi unglingaskóla á
Patreksfirði og var skóla-
stjóri iðnskóla, sem öðru
hvoru starfaði á Patreksfirði,
að tilhlutan iðnaðarmanna-
félagsins á staðnum. Hann
lét sér mjög annt um sjúkl-
inga og gamalmenni og hélt
fjölmargar guðsþjónustur eöa
helgistundir hér í sjúkrahús-
inu og heimsótti að jafnaði
gamalmenni, sem ekxi áttu
heimangengt.
Séra Einar fór nokkrum
sinnum til útlanda, sér til al-
menns frama og til að kynn-
ast erlendum viðhorfum varð
andi ýmsa þætti starfs síns.
Heima fyrir fylgdist hann
vel með, sótti flesta almenna
presta- og kirkjufundi og tók
mikinn þátt í starfsemi
Prestafélags Vestfjarða.
Hann var áhugasamur um
þjóðfélagsmál og vann af
kappi að framgangi þeirra
mála, sem hann trúði, að
yrðu landi og þjóð til heilla.
Hann trúði á mátt samtaka
og samvinnu og lagði ótrauð
ur fram tíma og peninga tU
framgangs áhugamálum sín-
um. Hann átti drjúgan þátt
i stofnun Hraöfrystihúss Pat-
reksfjarðar h. f., og hann var
formaður PatreksfjarðardeUd
ar Kaupfélags Patreksfjarð-
ar síðustu árin.
Séra Einar vann lengi að
því að sameina hugi manna
til samtaka um slysavarnir
undir merki Slysavarnafélags
íslands. Oft flutti hann er-
indi eða las upp fræðslu- eða
skemmtiþætti á samkomum,
sem haldnar voru til frama
góðum málstað. Hélt hann
snjallar tækifærisræður og
var smekkvís á ljóð til upp-
lestrar. Hann unni fögrum
listum og iðkaði við tækifæri
ljóðagerð frá æskuárum, því
hann var vel hagorður. Las
hann stöku sinnum upp frum
samin kvæði, þótt hann léti
að jafnaði lítið á hagmælsku
sinni bera. Nokkuð mun vera
til að ritgerðum eftir hann
í blöðum og tímaritum.
Séra Einar komst að sjálf-
sögðu ekki hjá því að takast
á hendur ýms opinþer störf
utan embættis síns. Hann sat
um fjölda mörg ár í skatta-
nefnd Patrekshrepps, í stjórn
Eyrarsparisjóðs og í stjórn
Sýslubókasaíns Vestur-Barða
strandarsýslu var hann frá
stofnun þess.
Strax á skólaárum tók séra
Einar að safna bókum. Hélt
hann því æ áfram síðan.
Nokkru eftir að hann settist
að á Patreksfirði hófst hann
handa um söfnun blaða og
tímarita. Varð honum mjög
vel ágengt og með árunum
eignaðist hann mikið og
merkilegt safn. Blaða- og
tímaritasafnig gaf hann Mani
tobaháskóla í Kanada, um
það bil sem þar var stofnsett
ur kennslustóll í íslenzkum
fræðum. Gjöf þessi var fram
lag hans til viðhalds íslenzkr
ar menningar í Vesturheimi,
en jafnframt táknræn fyrir
viðhorf hans almennt til ís-
lenzkra menningarmála.
Hann vildi vinna íslenzkri
menningu allt, sem hann
t fyrradag komu forsetahjónin á listvefnaðarsýningu frú
Sígrúnar Jónsdóttur, og á myndínn* sést listakonan bjóða
þau velkomin. Dóttir hennar, Sigurborg, afhendir forseta
frúnn? blómvönd, og til hægri er önnur dóttir hennar, Guð-
finna Svava. — Sýningin verður opin fram að næstu helgi.
Um 3000 manns hafa nú séð sýninguna.
vann, og þar vildi hann leggja
lóð sitt á vogarskálina, sem
þörfin var me.st.
Bókasafn sitt, stórmerki-
legt, gáf hann, eftir sinn dag,
Manitobaháskóla og Sýslu-
bókasafni Vestur-Barða-
strandarsýslu. Er hér enn
unnið í sama anda. Ails sitt
iíf stóð hann dvggilega vörð
á útmörkum íslenzkrar menn
íngar. Verk hans og merki
standa vörðinn eftir hans
dag.
Manitobaháskóli og Þjóð-
ræknisfélag íslendinga í Vest
urheimi buðu séra Einari til
Kanada i tiiefni fyrri bóka-
gjafarinnar. Ferðaðist hann
þá víða meðal íslendinga
vestan hafs, messaði, flutti
erindi og sýndi kvikmyndir
héðan að heiman. Manitoba-
háskóli sæmdi hann heiðurs-
skjali og á vegum Þjóðrækn-
isfélagsins og af hálfu ein-
stakra íslendinga veslra var
honum sýnd margs konar vin
semd og maklegur sómi. För
þessi varð honum ánægjurík
og til vegs og sóma.
Séra Einar var fremur lág-
vaxmn en samsvaraði sér vel,
dökhur á brún og brá, augun
blá, andlitið fritt og gáfu-
legt, kviklegur í framgöngu,
óbrotinn í háttum, hreinskil
inn í lund og fylginn sér,
fremur mannblendinn og
höf ðingj adj arf ur.
Hann var vænn maður.
Lengi framan af bjó séra
Einar einn, en 9 síðustu árin
hélt hann heimili með for-
eidrum sínum, Guðborgu syst
ur sinni og börnum hennar.
Faðir hans andaöist hér f.vr-
ir nokkrum árum, en móðir
hans lifir hann í hárri elli.
I-fann var ókvæntur og barn-
laus. Hann var jarðsettur á
Patreksfirði fimmtudaginn 6.
október að viðstöddu fjöl-
menni úr báðum soknum og
viðar að. Er hann fyrsú prest
ur, sem hér er jarðsettur.
Einhvern tíma varpaði
hann fram þessari stöku:
Er mér skolar upp á sand
aldan hinsta sinni,
vona ég aö Vesturland
vöggu skýli minni.
Honum varð að þeirri ósk
sinni.
Patreksfirði. .10. nóv. 1955,
Jóhann Skaptason.
Tvímenningskeppni
kvenna
Eftir þrjár umferðir í tví-
menningskeppni Bridgefélags
kvenna er staða 16 efstu
þannig:
1. Ása Jóhannsd. - Kristin
Þórðard. 385,5, 2. Rósa ívarsd
Sigr. Siggeirsd. 376, 3. Ingibj.
Oddsd. - Margrét Jensd. 368,5
4. Hulda Bjarnad. - Unnur
Jónsd. 361, 5. Hugborg Hjart
ard. - Vigdís Guðjónsd. 351,5,
6. Eggrún Arnórsd. - Kristj-
ana Steingr.d. 342, 7. Ásgerð-
ur Einarsd. - Laufey Arnalds
338. 8. Elín Jónsd. - Rósa Þoí
stemsd. 337,5, 9. Hanna Jónsd
Sivríður Jónsd. 335,5, 10. Ásta
Möller - Eyþóra Thorarensen
334.5, 11. Dagbjört Bjarnad.
Lilja Guðnad. 334, 12. Soffía
Theodórsd. - Viktoria Jónsd.
332 5, 13. Dóra Sveinbjörnsd.
Helpa Thoroddsen 331, 14.
Anna Guðnad. - Þorcrerður
Þórarinsd. 330.5. 15. Ástríðulí
Einarsd. - Dóra Magnúsd. 329,
16. Guðríður Guðmundsd. -
Ósk Kristjánsdóttir 325,5. —
Fruravarp um eign-
aruáiu kvikniynda-
húsa
Tveir þingmenn Albýðu-
flokksins, Hannibal Valdi-
marsson og Eggert Þorsteins-
son flytja frumvarp á Alþingi
um nýtt ríkisbákn, sem þeir
vilja kalla Kvikmyndastofnun
ríkisins. Ætti þetta rikisfyrlr-
tæki að hafa með höndum
innflutning kvikmynda og
rekstur kvikmyndahúsa um
allt land. Flutningsmenn segj
ast þannig vilia koma I veg
fyrir i.nnflutning lélegra kvik
mvnda, um leið og áherzla sé
löerð á afbragðsgóðar myndir.
Einnig skuli skólum séð fyrir
fræðslumyndum frá þessari
stofnun. Ef frumvarp þetta
nær fram að ganga verða þvl
öll núverandi kvikmyndahús
fovsv, eignarnámi og rekin af
ríkinu. ,