Tíminn - 06.12.1955, Síða 3

Tíminn - 06.12.1955, Síða 3
278. blag. TÍIVIINN, þriðjuclaginn 6. descmber 1955. dingcúpættií Dánarminning: Sigurður Baí^ursson bóndi á Lundarbrekku V'ð hið óvæiita og liörmu- legá andlát Sigurðar Baldurs- sonac 4 Lundarbrekku í Bárð- ardal, er sveitarhöfðingi fall- inn í valinn um aldur fram. Sigurður er fæddur aö Lund arbrekku 27. sept. 1911, og ólst hann þar upp með for- eldrum sínum. Hann stundaði nám við Samvinnuskölann og útSkrifaðist þaðan vorið 1929- Vorið 1933 kvæntist hann j Önnu Steinunni Jónsdóttur frá Sigurðarstöðum í Bárðar- dal. Varð sambúð þeirra ást- rik, en. skammvinn, og lézt Steínunn vorið 1934. án þess að þeim hjónunum yrði barna auðið. 13. okt. 1940 gekk Sig- urður að eiga Guðrúnu Krist- jánsdóttur frá Hóli á Húsavík. Lifir hún mann sinn ásamt tvéim sonum þeirra ungum. Sigurður reisti ungur bú á Luhdarbrekku hálfri og' stund aði búskapinn með dugnaði og útsjónarsemi. Hann var og áhugasamur um allt það, er til framfara mátti horfa í land búnaði. Enda þótt Sigurður væri einyrki og ekki sterkur til heilsu, lét hann það ekki aftra sér frá því að bæta jörð ina i stórum stíl. Hann jók; túnið og bætti til mikilla muna, ^ byggði peningshús og hlöður úr varanlegu efni og nú ný- iega mjög vandað íbúðarhús úr steini. Skapgerð Sigurðar var heil- steypt. Karlmannlegt hrein- lyndi og drengskapur voru aðalsmerki hans. Það var metnaður hans að skila aldrei hálfgerðu verki og lofa því einu, sém hann var viss um að geta staðið við. ________ Þegar Sigurður hafði tekið afstöðu til mála, hélt hann ó- hikað og afdráttarlaust fram skoðunum sínum, hverjir sem í hlut áttu. Ekki hygg ég, að það hafi spillt vinsældum hans. Jafnt andstæðingar sem skoðanabræður fundu ein- lægnlna í málaflutningi Sig- urðar og virtu hana að mak- leikum. _ Lyndiseinkunnir Sigurðar, samfara góðum gáfum, sköp- uðu honum traust og vináttu og ollu því, að á hann hlóð- ust ýmis konar trúnaðarstörf í vaxandi mæli- Síðan 1937 Sigurður Baldursson hefir hann verið endurskoð- andi Kaupféiags Þingeyinga og 1942 varð hann oddviti sveitarstjórnar Bárðdæla- hrepps. Auk þessara opinberu trúnaðarstarfa eru ótalin þau erindi, sem sveitungar Sigurð ar fólu honum að reka. Leysti hann jafnan hvers manns kvöð efth beztu getu. Hjónaband Siguroar og Guðrúnar var hamingjusamt. Guðrún var manni sínum ást- rík eiginkona og öruggur fé- lagi, því traustari sem meira reyndi á. Bárðdælir nær og fjær kveðja í dag með söknuði og trega ósérplæginn forustu- mann og tryggan vin, og þykir hann of snemma kallaður úr fámennum hópi. Einnig mtan ast þeir nú yngri bróður Sig- urðar, Jónasar Baldurssonar, hms efnilegasta manns, sem hné í blóma lífs síns fyrir fimm árum jafn óvænt og Sigurður nú. Sár harmur er kveðinn að ástvinum Sigurðar, og er skammt stórra högga milli í þann knérunn. Þungbær er sorg ykkar, en mikið var ykk- ur gefið, sem áttuð slikan ást vin, er Sigurður var. í hjört- um ykkar geymið þið minn- ingarnar urn Sigurð, hreinar og bjartar svo að hvergi ber skugga á. Sælir eru hjárta- hreinir. Mætti það vera ykk- ur huggun á þessari rauna- stund. Tómas Tryggvason. Dánarminning: Guðríður Pétursdóttit dvaldist Guðríður, þangað til þau fósturforeldrar hennar brugðu búi vorið 1892. Naut hún þar hinnar einu fræðslu, sem herini hlotnaðist, þegar; frá er tekið það, sem lífsstarí ið færði henni í önn og reynslu. Þegar þau hjón brugðu búi vorið 1892 fluttust þau til Ingi bjargar dóttur sinnar að SyðraVatni í Skagafirði. Réð- ist Guðríður þangað vorið 1893 og dvaldist þar unz hún reisti sjálf bú vorið 1899. 8. júni það ár gifÞst hún Frið- rik Stefánssyni, skagfirzkum að ætterni og reistu þau bú á hluta af Valabjörgum Munu þau hafa fieytt búi sínu á utangarðsnytjum einum, og mundi slíkt þykja þröngur kostur nú, því að býlið var nytjarírt fjallakot. Vorið 1900 fengu þau til á- búðar þriðja hluta úr jörð- inni Valadal, en náðu haldi á þeirri jörð, þegar á næsta vori. Þar bjuggu þau við mjög vaxandi sæmö og efnahag, unz Friðri lézt, 16. júlí 1925. Var Friðrik frábær að atorku og ráðdeild, og húismóðirin honum svo samhent, að á betra varð ekki kosið. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Hélt Guðriður afram búskap með þeim, þar í Valadal til vorsins 1927. Um það ieyti efndu þau ttl eigin heimila og leitaði Guðríður þá trausts á vegum Sigþrúð- ar dóttur smnar, og eyddi mostum hluta ævi sinnar upp frá þvi á heimili hennar. Þetta er í fáum dráttum saga Guðríðar Pétursdóttur, — saga, sem vel má segja í enn færri orðum, en hér er gert. En hm raunverulega saga, — hvort sem um er að ræða sögu þjóðar eða em_ staklings, er ekki nema að litlu leyti bundin við ártöl. Bak við þau stendur persónan,, önn hennar og athafnir, — gildi hennar fyrir*umhverfið og samtíðina, — áhrif hennar á líf og starf þeirra, sem með henni starfa og starfs hennar njóta. Þegar þessir þættir eru metnir, kemur persónan í ljós, og er Guðríður þar eng- in undantekning. Sé hún met in eftir þeirri fyrirferð, sem hún skapaði sér i hinni al- mennu þjóðarsögu verður hún ekki rúrnfrek. En þegar hún er metin efth’ þeirri hlýju, sem frá henni andaði til þeirra, sem hún náði til, þeim bjargráðum, sem hún miðlaði þeim, sem við þrengri kost sátu, þeirri blessun, sem frá henni stafaði til þeirra, sem bölvindar blésu um. verð ur sæti hennar betur skipað, en flestra annarra. Hennar minnist ég æ, er ég heyri góðr ar konu getið. Guðm. Jósafatsson. í dag bera sveitungar mín_ ir til moldar elzta borgara sveitarfélagsins, konu, sem meira en hálfa öld hefir haft allnáin kynni af þeirri sve't, sem nú kveður hana, þótt hún hafi ekki dvalist innan henn ar nema nokkurn hluta þess árabils. Þótt allmargir þeirra, sem nutu alúðar hennar og risnu meðan hún réði heimili, séu nú fallnir í valinn, munu þó enn ýmsir í ófúnum föt- um, sem hlýjum og þakklát- um huga renna til húsfreyj- unnar, sem yljaði gestum sín um og heimamönnum í Vala- dal, á fyrsta fjórðungi þess- arar aldar. Guðríður fæddist að Lundi 1 Þverárhlíð 8. júní 1867. For_ eldrar hennar voru hjónin Pétur Brandsson og Sigþrúð- . ur Slgurðardóttír,_,sem, iþiá. munu hafa ver»ð þar í hús- mennsku, eða a. m. k. við mjög rírar nytjar. Foreldrar hennar fiuttust á lítinn hluta jarðarinnar Höfða í sömu sveit vorið 1868, og bjuggu þar við þröngan kost um skeið. Hjá þeim dvaldist hún til vorsins 1876. Þá var hún tekin í fóstur af þeim hjón um Hjálmi Péturssyni alþm. og konu hans Helgu Árnadótt ur, sem þá bjuggu að Hamr1 í Þverárhlíð. Þau hjón voru þekkt að sæmd og risnu, og mun neimili þeirra hafa ver- ið í hópi h'nna fremstu í sam tíð þess. Var þar þó mikil ó- megð og víst ekki alltaf setið yfir allsnægtum. Áttu þau hjón margL-barna, og munu auk þess hafa átt fyrh gamal mennum að sjá. Á þessu fjöl_ hlífíhái Og glaóværa heimilU á horui Péstliússtrætis ojí Trygjgvagötu (rétt norðanvert við eldri sölubúö vora) Ver&ti þar eí ba&síélum: Úigerðarvörur Vinnufatnaður í hinni cldri sölubú& vorri verða iil sölu Verkfæri Máiningarverur Véíaþéttingar Verzlun 0. Ellingsen h.f. Elzta og stærsta veiðarfæraverzlun landsins 355555555555555*55555555555555555555-555555555555555555555555555555555555 Landsbanki íslands óskar að ráða til sín ungan mann til sendiferða, nú þegar. Umsóknir sendist skrifstofustjóra bankans fyrir 9. desember. E.s. Brúarfoss fer frá Re.ykjavlk laugardag- inn 10. þ. m. til austur. og norðurlands. — Viðkomu- staðir: Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norðfjörður, Seyðisfjörður, Húsavlk. Akureyri, - Siglufjörður, ;r tí y.Lsasfjörður, v >. Nauðungaruppboð verður haldið í tollskýlinu á hafnarbakkanum hér í bænum eftir kröfu tollstjórans í Reykjavik o. fl., þriðju daginn 13. desember ki. 1,30 e. h.. Seld verða alls konar húsgögn, svo sem horðstofu- og dagstofuhúsgogn, bókaskápar, skjalaskápar, peningaskápur, reiknivélar. Ennfremur þvotta- og saumavél, málverk og útvarps- tæki. Alls konar koparvörur: Kertastjakar, öskubakk- ar o. fl. Þá verða og seldar ýmsar verzlunarvörur, vefn aðarvara og fatnaður o. fl. Greiðsla fari fram víð hamarshögg. Borgarlós'etinn í Rcykjavlk. Einkaritara vantar við stóra stofnun hér í bænum. Umsækjandi þarf að vera vanur vélritun og helzt að kunna ensku, dönsku og hraðritun. Vinnuskilyrði eru ágæt. Starfið er laust í byrjun næsta árs. Umsóknir merktar „Einka- ritari“ leggist inn á afgreiðslu blaðsins og sé þar fram tekið um menntum,- áður unnin störf og aldur, sömu- leiðis heimilisfang og síma.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.