Tíminn - 06.01.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.01.1956, Blaðsíða 4
:c, TÍMINN, fö&tudagiim 6. janúar 1956, 4. blaff. Því htefir verið haldið fram af ýmsum, og kom fram hjá forráðamönnum U.M.F.Í. á Ak ureyri á síðastliðnu sumri, að Ungmennafélag Akureyrar væri fyrsta ungmennafélag landsins. f" beinu framhaldi af þessari fullyrðingu hafa nokkur blaðaskrif orðið um þetta mál í Akureyrarblöðun um. Hefi ég meðal annars les ið tvær greinar um þetta mál í blaðinu íslendingi eftir Ólaf Jónsson frá Skjaldarstöðum. Þar er á það bent, að þrjú ungmennafélög a. m. k. hafi verið sto'fnuð í nágrenni Ak- ureyrar alllöngu fyrir stofn- un Umf. Akureyrar, sem stofn að var 7. janúar 1906. Ólafur Jónsson frá Skjaldarstöðum, nú1 á Akureyri, greindur mað ur og greinargóður, hefir sagt mér, að Umf. Skriðuhrepps hafi verið stofnað 1903, en fyrsti vísirinn að því félagi var Umf. Öxndæla, sem stofn að var árið 1900. Umf. Skriðu- hrepps starfaði í fyrstu í þrem deildum, Öxndæla-, Hörgdæla- og Skriðudeild, og héldu deildirnar sameigin- lega fundi emu sinni í mánuði. Þar voru rædd ýmis áhuga- mál félaganna, og blað var gefið út. Umf. Öxndæla kom sér upp sundpolU og gróðurreit á fyrsta tug aldarinnar, að vísu af vanefnum, enda varð hvor ugt til frambúðar. En verkin sýndu viljann. — Ólafur tel íur, að það sé einróma álit allra þeirra, sem fylgzt hafi með þróun og starfi þessa félagsskapar, að hann hafi náð hámarki þroska og starfs getu á árunum 1905—1907, og Bernharð Stefánsson alþm. Segir, að Umf. Öxndæla hafi starfað með fullum blóma til ársins 1918. í fréttabréfi úr Öxnadal frá Stefáni Bergssyni á Þver á, sem birtist í Norðra 17. maí 1907, segir meðal annars frá stofnun Umf. Öxndæla árið 1900. Þar segir: „Fjyrsti vísirinn til Ung- mennafélags Skriðuhrepps var sá, að árið 1900 mynduðu fáeinir drengir í Öxnadal, er allir voru um og innan við fermingaraldur, félag til glímu- og leikfimiæfinga. Féiag betta var að sjálfsögðu bæði barnalegt og ófullkomið í fyrstu, enda naut það lítilla leiðbeininga frá eldri og hæf ari mönnum. En brátt kom það í ljós, að meiri festa og samheldni átti sér þar stað en menn bjuggust við. Félag ið hefir því blómgazt vonum fremur vel og telur nú um 60 meðiimi. Flestir eru félagar þessir innan við og um tvítugsald- ur, aðeins fáir menn eldri. Félagið er jafnt fyrir konur sem karla, enda telur það nú allmargar ungfrúr meðlimi sína. Á sumardaginn fyrsta hélt félagið skemmtisamkomu að Ytri-Bægisá. Var hún mjög vel sótt, og mun mannfjöld- inn hafa verið hátt á þriðja hundrað manns. Samkoman var sett kl. 12 á hádegi af formanni félagsins, Stein- grími Stefánssyni, búfræðing á Þverá. Gekk svo fólkið skrúð göngu til kirkjunnar, þar sem sóknarpresturinn, séra Theo- dór Jónsson, flutti þar til vaida góða ræðu. Eftir að kiomið var úr kirkju, voru ýmsar skemmtanir við hafð- ar, svo sem lesin upp kvæði, haldnar ræður, mælt fyrir minnum íslenzku æskunnar, ungmennafélagsskaparins, hinnar íslenzku ríkisstjórnar og fleiri. Margir hinir ’ungu Kjartan Bergmann: Hvenær var fyrsta ungmenna- félagið stofnað? menn sýndu hma forníslenzku og fögru íþrótt, giímuna, og mátti þar sjá „táp og fjör og fríska menn“. Til nánari skýringar er hér birt bréf Steingríms Stefáns sonar, sem prentuð var í Skin faxa, 9. tbl. 1. árg. 1910. Bréf til Skinfaxa. Kæri „Skinfaxi“ minn! Þú hefir verið mér kærkom inn gestur í þau skiptin, sem þú hefir heimsótt mig. Veit ég, að fleirum en mér er og verður koma þín kær, þvi að ræður þínar eru fróðlegar og fjörugar; þú ræður æskunni hollt og gott, því að þú vdt örva hana til framfara í fé- lagsstarfinu, safna henni und ir eitt merki og kenna henni að „elska, byggja og treysta á landið“. Meðal annars ert þú við og við að segja lesendum þínum frá ungmennafélögunum úti um landið. Datt mér því í hug að setjast nú niður með penna í hönd og hripa þér nokkrar línur um ungmennafélagið í æskudalnum mínum. það heit ir Ungmennafélag Öxndæla. Eg var einn af stofnendum þess félags, og hefi verið með limur þess síðan. Mér er fé- lagið því sérlega kært, og við það eru bundnar sælar minn ingar mínar, og sama munu aðrir meðlimir þess segja. Ungmennafélag Öxndæla er stofnað hinn 14. maí árið 1900. Stofnendur þess voru 10 að tölu, karlar og konur, allir innan fermingaraldurs, (nánar tiltekið 7 drengir og 3 stúlkur). Þú getur því víst nærri, Skinfaxi minn góður, hvernig skipulagið hefir verið fyrstu mánuðina, þar sem svo ungir áttu í hlut, enga reynslu eða samband annarra félaga að styðjast við og fjölda marga örðugleika við að stríða, sem beir þekkja bezt, sem reynt hafa, en það gekk allt vel eftir vonum. Síðan hefir með limum fjölgað ár frá ári, en enginn sagt sig úr félaginu, sem hefir átt heimili í daln- um. Tilgangur félagsins hef- ir ætíð verið hinn samf að æfa íþróttir, efla andlegt og líkamlegt atgervi, glæða ætt iarðarást og vera skemmt- andi. Félagið heldur samkomur a. m. k. 12 sinnum á ári, þar sem fram fer söngur, ræðu- höld. upplestur og ýmsar í- bróttir. Þá gefur félagið út blað, sem nefnist Stúfur. Hann flytur greinar í bundnu ov óbundnu máli og er oft allgamansamur. Þykir hann «em lít.ill og Ijúfur. kærkom inn á skammdegiskvöldunum- í vor er var kom félagið upp sundoolli. kostaði hann all- mikið. Á sundkennsla að byrja á næsta vori. Einn fé- lagsmanna er búinn að læra sund, á síðan að kenna hin- um. Þá er félagið að koma upp samkomuhúsi í félagi við sveit ina. Og ráðgert er. að það komi upp dálítilli gróðrarstöð í vor. hiá samkomuhúsinu. U. M. F. Ö. var eitt af stofnendum sambands U. M. E í. að Þingvöllum 1907 og hefir verið í sambandinu s’ð- an og vill hvetja önnur félög til að ganga i það. -.V;.vg:—.... . r.. . Stcingrímur Stcfánsson Formaður félagsins er Bern harð Stefánsson á Þverá, hann var emnig fyrsti for- maður þess. Svo ekki meira að sinni. Eg óska þér góðs gengis. Þinn einlægur Steingrimur Stefánsson. í blaðinu Degi, Akureyri, 14. júní 1950, er frá því skýrt, að þann 4. sama mánaðar hafi Umf. Öxndæla átt 50 ára afmæli. Höfundur greinarinn, ar er Bernharð Stefánsson alþm. Þar segir: „Þann dag (4. júní) árið 1900, sem þá var annar hvíta sunnudagur komu nokkrir drengir saman að Bakka í Öxnadal til að stofna félag. Hlaut það nafnið í- þróttafélag Öxndæla í fyrstu en nokkrum árum síðar var nafninu breytt í Ungmenna- félag Öxndæla, eins og það heitir enn í dag. Með nafnbreytingunni var þó ekkert nýtt félag stofnað, heldur aðeins skipt um nafn með lagabreytingu, svo um sama félagið er að-ræða þessi ! 50 ár. Ekki breytir það held- | v.r neinu þar um, að félagið var sjálfstæð deúd í öðru stærra félagi um 6 ára skeið.“ Þ. e. Umf. Skriðuhrepps, en þá var Öxnadalur í Skriöu- hreppi forna. Þá segir Bernharð ennfrem ur: „Frá upphafi hefir félag ið haft sama tilgang og starf- að á svipaðan hátt og önnur ungmennafélög landsins.“ Misræmið í frásögn bræðr anna Steingrfms og Bern- harðs um stofndag félagsins stafar af því, að undirbún- ingsstofnfundur var haldinn 14. maí. en lög félagsins ekki sambykkt fyrr en 4. júni. Steingrímur Stefánsson á Þverá, bróðir Bernharðs al- þingismanns. var aðalhvata- maður félaersstofnunarjnnar. í bréfi t.il mín minnist Ólafur ■Jónsson hans með þessum orðum: „Steingrímur var einn af aðalstofnendum félagsins og fyrsti ritstjóri blaðs félagsins. Skorað'i hann á félagsmenn, bæði í blaðinu og á fundum félagsins, að láta td sín heyra. Var hann óþreytandi á að brýna fyrir unglingunum, að jafnframt því, sem þeú æfðu og stæltu líkama sinn með vmsum íþróttum, þyrftu þeir að æfa oa auðga anda sinn með þvi að mynda sér sjálf- stæðar skoðanir á hinum ýmsu málefnum, og læra að láta þær í ljós, bæði í mæltu og rituðu niáli, enda hafa margir af þeim mönnum, er á unglingsárum tóku þátt í stofnun og starfi félagsins, orðið vel máli farnir og prýði . lega ritfærir.“ Steingrímur dó ungur, þrí- tugur að aldrí. í minningarriti U: M. F. í„ : útgefnu 1938, stendur á bls. 342: „U. M. F. Dagsbrún í Höfðahverfi: U. M. F. Dags- brún var stofnað 4- júní 1905 og var því eitt af fyrstu ung- mennafélögunum á íslandi.“ Á bls. 343 er svo mynd af for- mönnum félagsins frá byrj- un. Þetta félag er látið reka lestina í söguágripi félag- anna- En i upphafi söguágrips ins er U. M. F. Akureyrar taÞð fyrst og þá sem elzta ung- mennafélag landsins, stofnað 7. jan. 1906; fylgú og grein- inni mynd af stofnendum fé- lagsms. í áðurnefndri bók er þess getið, að nokkru eftú stofnun U. M. F. Akureyrar, eða 11. marz 1906, hafi verið rætt um stofnun sambands U. M. F- í. Þá var og skipuð útbreiðslu- nefnd, með fullt framkvæmda 1 vald í þessum málum. U. M. F. lA. er þannig frumherji að I stofnun U. M. F. í. Það er athyglisvert, að að- eins rúmum tveim mánuðum eftir stofnun U. M. F. Akur- eyrar skuÞ þvi vera hreyft að stofna samband ungmenna félaga. Vissulega bendir þetta til, að þeim í U. M- F. Akur- eyrar hafi þá verið kunnugt um, að til væru starfandi ung mennafélög. Mál þetta verð- ur þó auðskilið, þegar þess er gætt, að sá, sem hugmyndina á og málið flýtur, er enginn annar en Bernharö Stefáns- son frá Þverá í Öxnadal, sem gerzt hafði félagi í U. M- F. A. þegar eftir stofnun þess, en hann dvaldi þá við nám í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Má ætla, að bak við þá hug- mynd Bernharðs um stofnun sambands ungmennafélaga hafi einmitt staðið sú reynsla, sem hann hafði þegaT hilotið af deildasambandinu í Ung- mennafélagi Skriðuhrepps. Það er vert að benda á Það, að þess er sérstáklega "getið varðandi undirbúning stofn- unar U. M. F. L að á fundi U. M. F. A. þann 14sjvpí,(Í907) eru lesin upp bréf viðvíkjandi sambandinu frá Umf. Öxn- dæla og Umf. Skriíuhrepps. Fyrsta sambandsþing U.M.F.L sóttu sjö fulltrúar frá fimm félögum. Ungmennafélag Akureyrar: Jóhannes Jósefsson og Guð- mundur Guðlaugsson. Umf. Skriðuhrepps: Bern- harð Stefánsson. Umf. Reykjavíkur: Guð- brandur Magnússon, Helgi Valtýsson og Jón Helgason. Umf. Bolvíkinga og ísa- fjaröar: Arngrímur F. Bjarna son (vildi ekki ganga í sam- bandið vegna bindinþisákvæð is sambandslaganna). Þingið var háð á Þingvöll- um og i Reykjavík í sámbandi við komu Friðriks, konungs VIII. Þessi ungmennafÁlög gengu í U. M. F. í. á fyrsta sam bandsþingi; 1. Umf. Akureýrar. 2. Umf. Skriðuhrepps; Eýja- fjarðarsýslu. 3- Umf. Öxndæla, Eyjafjarð arsýslu. 4. Umf. Dagsbrún, Höfða- hverfi, S-Þing. 5. Umf- Reynirj Árskógs- strönd. 6. Umf. Reykjavíkur, Rvík. 7. Umf. Morgunstjarrian, Fljótsdalshéraöi. N-Múl. Ég hef með grein þessari fært sterk rök fyrir þvi, að Ungmennafélag Akureyrar sé ekki fyrsta ungmennafélagið hér á landi, heldur hafi verið hér starfandi þróttmikil ung- mennafélög þegar það var stofnað, t. d. Umf. Skriðu- hrepps, Umf. Öxndæla og Umf. Dagsbrún og e. t. v. fleiri ungmennafélög. Hitt er svo rétt, að Umf. Akureyrar hefir á margan hátt verið for- ustufélag, sem hefir átt þrótt miklum áhugamönnum á að skipa og verið frumkvöðull að stofnun Ungmennafélags ís- lands. Ég vænti þess, að stjórn Ungmennafélags íslands vriji nú taka mál þetta tri ræki- legrar athugunar og láta hér gilda það, sem sannast reynist. SSSS5SS5SSS555SÍSSSÍSÍS55SS55SÍ55S55SSSSSSÍSSSÍ53SÍ5SÍ5SS5SSSSSSSSSSSSS3 ÚTGERÐARMENN Allar slærðir raffgeyma fyrri véllsáta Meiri hluti vélbátaflotans notar nú eingöngu PÓLAR - RAFGEAMA ÚTSÖLUSTAÐIR: AKRANES .............. Þjóðleifur Gúrinlaugsson BORGARNES .... Bifreiða- og trésm. Borgarness h.f. KEFLAVÍK...................... Aðalstöðin h.f. VESTMANNAEYJAR .... Verzl. Haraldar Eii'íkssonar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.