Tíminn - 21.01.1956, Page 8

Tíminn - 21.01.1956, Page 8
40. árgangur. Reykjavík, 21. janóar 1956. 17. biað, ■......... Erlendar frétíir í fáum orðnm □ S. 1. miðvikudag fórust 22 menn, en fjórir særðust, er tékknesk flugvél fórst í Tatnafjöllunum í austurhluta landsins. □ Dágóð síldveiði var i gær á mið- unum við Vestur-Noreg. □ Súdan hefir gengið í Araba- bandalagið. □ 13 grískumælandi unglingar voru handteknir á Kýpur í gær. □ Tékkneskt fyrirtæki hefir boðizt til að byggja flugvöll mikinn, sem Sýrlendingar ætla að koma sér upp í Damaskus. □ Afvopnunarnefnd S. Þ. mun koma saman n. k. mánudag. — Einkum verður tillaga Eisen- howers um eftirlit úr lofti at- huguð. □ 450 þús. járnbrautarstarfsmenn í Bretiandi hafa fengið 7% launahækkun. Kostnaðarauki af þessu verður um 25 millj. sterl- ingspunda á ári. Dregur saman með Rússum og Persum Teheran, 20. jan. — Stærsta viku- rit í íran, Teheran Moussawpa, fullyrðir, að samningar standi nú yfir milli Rússa og Persa um nýj- an griðasáttmála. Hafi sendinefnd persneskra þingmanna, undir for- ustu fyrrv. forsætisráðherra Mo- hammed Shed, • rætt við fulltrúa rússnesku stjórnarinnar um samn ingagerðina og Shed rætt það séi staklega við Molotov utanríkisráð- herra. Danir sáttasemjarar í deilum Araba og Israels Stokkhólmi, 20. jan. — Þegar utanríkisráðherrar Norðurlanda koma saman til fundar í Kaup- mannahöfn í marz n. k. samkv. venju, má vænta tillögu frá danska ráðlierranum um að rík- isstjórnir Norðurlanda taki að sér að miðla málum í deilum fsraels og Arabaríkjanna. Birttist frétt þessi í blaðinu Göteborg Handels- og Söfartstidning og fréttaritari blaðsins í Höfn bor- inn fyrir henni. Hafi mál þetta verið rætt í utanríkismálanefnd danska þingsins. Blaðið Informa tion segir, að yfir 100 áhrifa- menn hafi snúið sér til H. C, Hansen forsætis- og utanríkis- ráðherra varðandi tillöguna. Dr. Adenauer í liðs- könnun Bonn, 20. jan. — Fyrsta hersýn- ing hins nýstofnaða vestur-þýzka hers var í dag. — Dr. Adenauer, Blank, landvarnaráðherra og Spe- idel, hershöfðingi, könnuðu liðið. Stóðu þarna í fylkingum 1500 her menn, klæddir hinum nýja bún- ingi vestur-þýzka hersins, með stálhjálma á höfði. Einnig voru skoðuð bandarísk vopn, sem hern- um hafa vcrið send. Adenauer kanzlari flutti ræðu og minnti hermennina m. a. á að hinn nýi her væri undir stjórn þingsins. Búlpnin fær orlof Moskvu, 20. jan. — Það var opin- berlega tilkyrint í Moskvu í dag, að Bulganin, forsætisráðherra, hefði tekið sér frí frá störfum. Sé hann að hvíla sig og dvelji ut- an Moskvu. Það hafði vakið at- hygli, að nokkrar undanfarnar vik ur hefir forsætisráðherrann ekki mætt við hátíðlegar opinberar at- hafnir. Konungur Jórdaníu skoíar herflugvél Vopnasendingar til Arabalandanna fyrir botni Miðjarðarhafsins eru meðal stórpólitískustu atburða í heimsfréttunum þessa dagana. Hér sést Hussein konungur í Jórdaníu skoða eina af sex Vampire-þrýstiloftsflugvélum, sem land hans hefir nýlega fengið að gjöf frá Bretlandi. Mörg mál rædd áfulltrúaráðs sambands ísl. sveitarfélaga Fulltrúaráðsfundur Sambands íslenzkra sveitarfélaga var settur í Kaupþingssalnum í Reykjavík kl. 2 í gær af formanni sambandsins, Jónasi GuSmundssyni, skrifstofustjóra. Auk stjórnar sambandsins voru allir fulltrúar mættir, eða vara- fulltrúar þeirra, nema Bjarni Þórð arson, bæjarstjóri í Neskaupstað. í byrjun fundarins var dagskrá útbýtt, og er gert ráð fyrir að fundurinn standi yfir í 4 daga. Ritarar fundarins eru Þorvaldur Árnason og séra Sigurður Haukdal. Kosnar voru fjórar nefndir í fundarbyrjun: Fjármálanefnd, alls herjarnefnd, trygginganefnd og skattamálanefnd. Á dagskrá fundarins eru 11 mál. Meðal annars verður rætt um breytingar á almannatryggingalög- unum, bókhald kaupstaða, hreppa og sýslufélaga. Hlutdeild sveitar- stjórna í undirbúningi að löggjöf um atvinnuleysistryggingar. Sam- ræmingu á launakjörum fastra starfsmanna kaupstaða. Frumvarp til laga um breytingar á lögum Bjargráðasjóðs íslands. 250 kg. gulls stolið í ið- andi umferð á götu í Genf Mesta rán, sem um getur í Svisslandi Genf, 20. jan. — Lögreglunni í Sviss hefir enn ekki tekizt að verða neins vísari, er leitt gæti til handtöku þeirra bíræfnu þjófa, sem í gær rændu 250 kg. af hreinu gulli um miðjan dag á fjölfarinni götu í Genf. Verðmæti gullsins er nálægt fjórum og hálfri milljón íslenzkra króna. Er þetta mesti þjófn- aður, sem um getur í skjölum svissnesku lögreglunnar. Lögreglan segir, að ránið hafi auðsjáanlega verið framkvæmt samkvæmt nákvæmlega gerðri á- ætlun og þjófarnir hafi fylgt henni í hverju einasta smáatriði. Óvarinn vörubíll. Ránið var framið skammt frá járnbrautarstöð einni í Genf um miðjan dag á fimmtudag. Var gull ið flutt á óvörðum vörubíl og ó- læstum. Skyldi bílstjórinn bílinn eftir stutta stund mannlausan og viðhafði ekki einu sinni þá varúð að taka svisslykilinn úr bílnum. í einu vetfangi snöruðust þjófarnir inn í bílinn, óku brott og voru horfnir í iðandi umferðarösinni, áður en nokkurn varði. Bílstjórinn skrapp inn. Gullið kom með flugvél frá Frakklandi. Voru gullstangirnar í 10 trékössum. Vörubíll frá flutn- ingafyrirtæki einu var sendur á flugstöðina til að taka á móti „sendingunni“.. Bílstjórinn ók síð an að skrifstofu fyrirtækisins í borginni og skrapp inn til að láta vita, að hann hefði lokið erindinu. Það fylgir ekki sögunni, hvort hon um var kunnugt um, hversu dýr- mætan farm hann flutti, en ó- sennilegt er það, að hann hefði þá bæði gleymt að læsa bílnum og taka með sér svisslykilinn. Enn í Sviss. Öll farartæki, sem fara út úr Sviss, eru vandlega rannsökuð, og litlar líkur taldar til að ránsfeng- urinn sé kominn út fyrir landa- mærin. Frá pósthúsinu á Selfossi er daglega sendur póstur á rómlega 400 staöi á Suðurlandi Margir nýir notendasímar lagiSir á Selfossi. Rætt vi<5 Kára Forberg, póst- og símstjóra. Frá fréttaritara Tímans á Selfossi. Nýlega er lokið alimiklum framkvæmdum við að leggja notendasíma á Selfossi og nágrenni, en þeim framkvæmdum varð þó ekki að fullu lokið vegna frosta í jörðu fyrir hátíð- arnar. Fréttaritari blaðsins á Selfossi kom nýlega að máli við Kára Forberg, póst- og símstöðvarstjóra á Selfossi og ræddi við hann um símamálin þar í nágrenninu og fyrirkomu- lag póstsendinga í héraðinu. Reykjavík, einkum um annatímann að deginum, getur þó tafið nokk- uð fyrir og orsakað bið. Lokuð málmhylki eru nú utan um allar rafhlöður, en algengasta bilun símans er sú, að tenging rofnar. Á Selfossi er nú allur sími kominn í jörð. Að þessu sinni voru lagðir inn 36 notendasímar, en vegna frost- anna er eftir að leggja um 20 not- endasíma, sem menn bíða nú eftir. Sími á hverjum bæ. Einnig var lagður sími á 7 bæi í Hraungerðishreppi, og er þá kominn sími á hvern bæ í þeim lireppi. Undir stöðina á Selfossi heyra tveir hreppar, auk Selfoss, Hraungerðishreppur og Sandvík- urhreppur. Mikil aukning síma hefir átt sér stað í þessu stöðvarumdæmi síðan 1951, en þá voru símarnir um 100, nú eru þeir rúmlega 200. Sambandið við Reykjavík. Afgreiðsla símtala milli Selfoss og Reykjavíkur er góð, en of- hleðsla á sjálfvirku stöðinni í Póstur með mjólkurbílum, Póstafgreiðsla á Suðurlands- undiriendinu er yfirleitt mjög greið og byggist á daglegum ferð um mjólkurbílanna, sem taka al- an póst á Selfossi í sveitirnar frá Ölfusi austur undir Eyjafjöll, og er póstur í þessar sveitir lesinn sundur og sendur daglega. Er það á rösklega 400 mjólkurpalla, og yfirleitt eru nokkur heimili um hvern mjólkurpaU. Mestallur póstur af þessu svæði (Framhald á 7. síðu). Gamall maður meið- ist í Hafnarstræti Um klukkan 16 í gær varð gam all maður, 78 ára að aldri, fyrir bifreið í Hafnarstræti, hlaut mik- ið höfuðhögg, missti meðvitund og var fluttur í sjúkrahús. Maðurinn heitir Jóhannes Ásmundsson til heimilis í bragga númer 1 við Elliðaár. Rannsóknarlögreglan bið ur sjónarvotta að slysi þessu að koma og gefa upplýsingar. Norræna tónlistar- hátíðin íslenzk tónskáld, sem vilja fá verk flutt á næstu norrænu tón- listarhálíð, eru beðin að senda nýrri verk sín fyrir hljómsveit eða verk stofutónlistar eða kirkju- tónverk ekki síðar en 27. þ. m. til Tónskáldafélags íslands. íslenzk dómnefnd til að gera tillögur um val verkanna hefir verið skipuð. Hátíðin verður að þessu sinni haldin í Helsingfors, og hljómleikaskráin verður end- anlega ákveðin á fundi Norræna tónskáldaráðsins í næsta mánuði. Árshátíð FUF er í kvöld PAUL ARLAND Árshátíð ungra Framsóknar- manna í Reykjavík hefst kl. 9 í kvöld að Röðli. Mikil aðsókn er að hátíðinni, og verður fólk, semx ekki vill missa af henni, að tryggja sér miða, helzt árdegis í dag í skrifstofu Framsóknar- félaganna í Edduliúsinu. — Her- mann Jónasson, formaður Fram sóknarflokksins mun flytja ræðe, en síðan verða ýms skemmtiat- riði, svo sem að frægur fjöllist- armaður, Paul Arland, sýnir töfrabrögð ineð fiska. Hjálmar Gíslason syngur gamanvísur, og eitt óvænt atriði verðiir til skemmtunar. Að lokiim vérður dansað. Hljómsveit Baidurs Kristjánssonar léiRur og Haukur Morthens syngur. Állt framsóka arfólk velkomið. --------- ■ i r i '; i. 1 | 2 ,4 Z . æZ Heimsmet í skauta- hlaupi Davos, 20. jan. — Mesta skauta- hlaup, sem hér hefir verið háð, fór fram í dag og aldrei hefir jafn góður árangur náðst í ol- ympíubrautinni í Davos á 1500 m. Nýtt heimsmet var sett, nýtt vall- armet og 12 þjóðármét, en tilvon- andi þátttakendur á Ólympíuleik- unum í Ítalíu kepptu, Heitp^met- ið setti Rússinn ílichgjlóv og hljóp hann vegalengdinrt á*2Í09,1. mín. og er það vj0 úr sek. betra en eldra heimsmetið, sem. landi hans, Grisjin, setti á AlþiþtAta í fyrravetur. Bezti tílni, segi áður hafði náðst í Davos, var 2:13.3 Vísitalan orðio 175 s. Kauplagsnefnd hefir reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík hinn 1 .janúar þ. á. og reyndist hún vera 175 stig. — (Frá viðskiptamálaráðuneytinu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.