Tíminn - 01.02.1956, Síða 7
261 blaBL
TÍMINN, miSvikudaginn 1. febrúar 1956.
I—
isí
eru
skipl
in
Skípadeild S. 1. S.:
Hvassafell er í Hamborg. Arnar-
feH er í New York. Jökulfell lestar
á Austfjarðahöfnum. Dísarfell fór
25.: þ. m. frá Hafnarfirði áleiðis til
Patras og Piracus. Litlafell losar á
Norðuriandshöfnum. Helgafell vænt
anlegt til Rvíkur á morgun. Appian
ér 'i Rvík.
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla er á Austfjörðum á norð-
urléið. Esja fer frá Rvík kl. 20 í
kvöld vestur um land í hringferð
Herðubreið kom til Rvíkur í gær-
kvöldi frá Austfjörðum og á að fara
frá Rvík á morgun austur um land
til Vopnafjarðar. Skjaldbreið fór
frá Rvík í gærkvöldi ti! Breiðafjarð-
ar. Þyrill fór frá Akureyri síðd. í
gær áleiðis til Rvíkur. Skaftfelling-
ur fór frá Rvxk í gærkvöldi til Vest-
mannaeyja.
Eimskipafélag íslands:
Brúarfoss fór rfá Hamborg 30.1.
lil Antwerpen, Hull og Rvíkur. Detti
foss kom til Hamborgar 30.1. Skipið
fer þaðan til Rotterdam og Rvíkur.
Fjallfoss fór frá Akranesi í fyrri-
nótt til Rotterdam, Antwerpen og
Hull. Goðafoss f.ór frá Patreksfirði
30.1. tií Hvammstanga, Sauðárkróks,
Sigiufjarðar og þaðan til Ventspils
og Hangö. Gullfoss fór frá Leith í
gær til Thorshavn og Rvíkur. Lag-
arfoss kom til New York 26.1. frá
Rvík. Reykjafoss kom til Rvíkur 30.
1. frá Rotterdam. Selfoss fór vænt-
anlegá frá Akranesi í gær til Ghent.
Tröllafoss kom til Rvikur 29.1. frá
New York. Tungufoss fór frá Ak-
urgyri 23.1.. til Belfast og Rotter-
dam.
Flugferðir
Flugfélag ísiands:
GuIIfaxi er væntanlegur til Rvík-
Ur í dag kl.- 16.45 frá London og
Glasgow. — Innanlandsflug: í dag
er ráðgert að fljúga til Akureyrar,
ísafjarðar, Sands og Vestmannaeyja.
Loftleiðir:
Saga er væntanleg í kvöld kl. 18.
30 frá Hamborg, Kaupmannahöfn
og Gautaborg. Flugvélin fer áleiðis
tU New York kl. 20.00.
Pan American-flugvél
er væntanleg til Keflavíkur í nótt
frá New York, hélt áleiðis til Prest-
wick og London. Til baka er flug-
vélin væntanleg í kvöld og fer þá
til New York.
r
Ur ýmsum áttum
Bæklingur um nælonsokka.
Neytendasamtökin hafa sent frá
sér bækling um nælonsokka og hef-
ir frú Elsa Guðjónsson tekið hann
saman. Er þar að finna margan nyt-
saman fróðleik um gerð sokka og
meðhöndlun þeirra. Er þetta fyrsti
bæklingurinn á árinu, en fjórir eru
í undirbúningi. Meðlimir samtak-
anna geta allir landsmenn gerzt,
hvar . sem þeir eru búsettir. Skx-if-
stofa samtákanna er í Aðalstræti 8,
SÍmi 82722 og pósthólf 1096.
Vetfarbrim skarðar
fiafnargarðmn í
Grímsey
Fréttabréf frá Grímsey, 15. jan.
Ekki-tókst að Ijúka framkvæmd-
Um við hafnargerðina í haust, og
stafaði það mestmegnis af óhag-
stæðri veðráttu síðastliðið suniar
og haust. Þefta hefur haft þær af-
leiðíngar, að hafnargarðurinn hef-
ur skemmzt töluvert nú í vetrar-
briminu.
Annars vona Grímseyingar að
unnt verði;i að ljúka verkinu
snemma í vor. Miklar vonir eru
bundnar við mannvirki þessi.
Öll fiskframleiðsla eyjabúa er
farin héðán. Það síðasta fór 16.
des. Annars var fiskmagnið miklu
minna í ár en undanfarið, en sjó-
menn stunduðu flestir vinnu við
hafnargerðina. — G. J.
FricSrikssjótíur
(Framhald af 8. síðu)
urbæjar 2125 kr. Starfsfólk KRON
1700 kr. Starfsfólk Ölgerðarinnar
Egill Skallagrímsson 1675 kr. Lög-
reglumenn í Kefavík 1100 kr. Tjarn
arklúbburinn 535 kr. Vinnuflokk-
ur Jóhanns Benediktssonar 430 kr.
Jtotaryklúbbur Borgarness 350 kr.
Auk þess hafa ýmsir einstaklingar
Iagt í sjóðinn. Framkvæmdanefnd
sjóðsins hefir beðið blaðið að flytja
gefendum þakkir sínar.
Rússnesk skip
(Framhald af 1. eíðu).
hardsen forsætisráðherra, sem
einnig er í Kaupmannahöfn, kvaðst
við því búinn að fara heim fyrir-
varalaust, ef þess gerðist þörf.
Strax og Lange kom til Osló sendi
hann harðorð mótmæli til rúss-
r.esku ríkisstjórnarinnar og var
sendiherra Norðmanna í Moskvu
falið að koma þeim á framfæri.
Lange kvaddi einnig sendiherra
Rússa í Osló, Arkadjev, á sinn
fund og bar fram mótmæli og
skýrði frá hversu alvarlegum aug-
um norska ríkisstjórnin lítur á mál
þetta.
Rússncska sendinefndm
afturreka?
Innan fárra daga átti rússnesk
sendinefnd skipuð sérfræðingum í
fiskveiðum að koma í heimsókn íil
Noregs. Átti hún að kynna sér
síldveiðar Norðmanna. Norsku
blöðin krefjast þess öll í dag, að
þetta heimboð sé afturkallað þegar
í stað.
Fréttaritari NTB sneri sér
seint í kvöld til utanríkisráðu-
neytisins og spurðist fyrir um
hvað áformað væri í þessu efni.
Því var svarað, að utanríkisráð-
herra væri að atliuga málið. Al-
mennt virðist álitið, að norska
ríkisstjórnin múiii afturkalla boð
ið, enda er norskur almenning-
ur æfur yfir þessum fáheyrðu
aðförum Rússa og krefst viðeig-
andi svars af hálfu Norðmanna.
Nota bylgjulengd norskra skipa.
Það hefir vakið jafnvel enn
meiri gremju í Noregi en sjálf
landhelgisbrotin, að rússnesku
skipin nota — að því er virðist
eingöngu — bylgjulengd þá, sem
fiskiskip Norðmanna nota. Er
þetta auðsjáanlega gert að yfir-
lögðu ráði til þess að torvelda
norskum síldveiðiskipum að fylgj-
ast með ferðum rússnesku skip-
anna og skýra varðskipunum frá
stöðu þeirra. Stöðug símtöl og
skeytasendingar Rússa á bylgju-
lengd Norðmanna — 2,4 „megal-
cykle“, en þeim var úthlutað henni
á alþjóðaráðstefnu í Genf 1951 —
hefir leitt til þess, að norsku skip-
in eru nær sambandslaus hvort
við annað og stöðvar í landi. í nótt
þegar verið var að taka eitt rúss-
nesku skipanna, gerði það og fleiri
skip tilraunir til að trufla allar
skeytasendingar og tókst það að
verulegu leyti. Mótmæli verða
send til alþjóða ritsímastofnunar-
innar í Genf, svo og til rússnesku
stjórnarinnar.
Einstakt fyrirbæri.,
Ekki er búizt við, að dómar
gangi í landhelgisbrotum þessum
fyrr en í fyrsta lagi um næstu
helgi. Er sjáanlegt, að Rússarnir
muni beita fyrir sig öllum laga-
brögðum, sem þeir geta í málinu.
Gremja og reiði almennings í Nor
egi yfir einstæðu aðförum Rússa
er gífurlega mögnuð. Blöðin skrifa
öll um málið á forsíðum sínum og
ræða það í leiðurum.
Rússar biðji afsökunar.
Aftonposten krefst þess,. að
rússneska ríkisstjórnin biðjist af-
sökunar á eindæma yfirgangi veiði
skipanna.
Morgunbladet segir, að er-
lendir togarar hafi aldrei sýnt
svo strákslegan og ábyrgðarlaus-
an yfirgang við strcndur Noregs,
enda nmni velútbúinn stór fisk-
veiðafloti aldrei í sögunni hafa
gert sig svo freklega brotlegan
við alþjóðalög.
Blaðið Nationen segir, að Rúss-
Bóndi varð bráðkvadd-
ur, er hann gekk við fé
Frá fréttaritara Tímans í Staðarsveit.
S. 1. miðvikndag bar svo við í Haga hér í Staðarsveit, að
bóndinn þar, Ingólfur Kárason, fannst örendur skammt frá
bænum, og hafði hann orðið bráðkvaddur, er hann var að
ganga við fé sitt.
Um kl. 4 um daginn fór Ingólf-
ur að sækja fé sitt, sem var á beit
skammt frá túninu. Leið alllangur
tími án þess að hann kæmi heim,
og þegar kona hans fór að undr-
ast um hann, fór hún út að svipast
um eftir honum. Sá hún þá, að
féð var komið heim að húsum,
en mann sinn sá hún hvergi.
Hringdi hún þá á næstu bæi og
komu menn fljótt til leitar, en
um það leyti, sem leitarmenn voru
að leggja af stað, kom hundur Ing-
ólfs, sem hafði fylgt honum, heim
og gátu menn rakið slóð hans út
fyrir túnið, þar sem þeir fundu
Ingólf örendan. Hafði hann auð-
sjáanlega verið á heimleið með féð
en hnigið örendur niður.
Ingólfur var rúmlega fimmtug-
ur að aldri, atorkusamur og í röð
beztu bænda. Hann lætur eftir sig
konu, Elísabetu Hafliðádóttur, og
tvö ung börn. ÞG.
Þjóðvörn kfoön -
Gils segir já -
Bergur nei
í atkvæðagreiðslu um 1. gr.
frumvarpinu um Framleiðslu-
sjóð gerðist sá einstæði atburður,
að þingflokkur Þjóðvarnarliðsins
klofnaði um málið. Það þótti tíð-
indum sæta í heirni vísindanna,
þegar kjarnorkuvísindamönnum
tókst að kljúfa atómið — sem
fram að því merkti hin smæsta
eining, sem ekki var hægt að
kljúfa. Svipað hefir nú gerzt
Alþingi fslendinga og eiga þessir
tveir kjarnorkumálasérfræðingar
Þjóðvarnarliðsins heiðurinn af
afrekinu.
Ný leikrit í safni
Menningarsjóðs
Fyrir nokkru eru komin út 11.
og 12. heftið af Leikritasafni
Menningarsjóðs. Eru það eikritin
„Konan, sem hvarf“ eftir Pál H.
Jónsson, kennara á Laugum í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu, og „Júpíter
hlær“ eftir brezka skáldið A. J.
Cronin.
Leikritið „Konan, sem hvarf"
er 85 bls. og í fjórum þáttum. Það
er samið með hliðsjón af sögunni
„Smalastúlkan“ í þjóðsagnasafni
Ólafs Davíðssonar.
„Júpíter hlær“ er 80 bls. í þrem
þáttum. Aðalpersónurnar eru lækn
ar, eins og í fleiri leikritum hins
víðkunna höfundar, A. J. Cronins.
Leikrit þetta var valið til útgáfu
einkum vegna þess, að það hent-
ar mjög vel fyrir félög áhuga-
manna um leiklist, enda hefir það
hlotið miklar vinsældir víða er-
lendis.
Bæði leikritin eru prentuð í
Prentsmiðju Hafnarfjarðar.
Cfb&fH qeílí-ÁíZtty
ar ætlu að standa öðrum þjóðum
framar í því að virða landhelgi
annarra, þar sem þeir hafa sjálfir
fært út landhelgi sína í 12 sjómíl-
ur. Ekki hafa þeir viljað leyfa
Norðmönnum að stunda selveiðar
í Hvítahafi, en Norðmenn hafa
stundað þær veiðar öldum saman.
Forsíðufrétt í brezkum blöðum.
Brezku blöðin flytja fregnir af
landhelgisbroti Rússa undir slór-
um fyrirsögnum og sum hafa það
á forsíðu. Fordæma þau aðfarir
Rússa og telja þær einsdæmi. Ti-
mes segir, að heimboð rússnesku
sendinefndarinnar hafi verið sent
á óheppilegum tíma, enda muni
Rússar enga síld kaupa af Norð-
mönnum á þessum vetri.
30 manns hefir lamast vegna
lömunarveiki á Patreksfirði
Frá fréttaritara Tímans
á Patreksfirði.
Ekkert lát virðist vera á löm-
unarveikinni hér á Patreksfirði.
Fólk var að gera sér vonir um að
hún væri í rénun í desember, en
þá var um 35 ný tilfelli að ræða.
Janúar varð litlu betri, en þá
XX X
NRNKtN
veiktust 33.
Læknir hefur nú skráð 116
Iömunarveikitilfelli en af þcim
er um þrjátíu lamanir að ræða.
Fyrir utan skráð tilfelli mun
vera töluvert um það, að fólk
hafi fengið veikina, en svo væga,
að ekki hafi komið til læknisráða.
E Hver drcpl af Esso sumrn-
| lngsolíu tryggir yður b&-
| marks aíköst og lágmark*
viðhaldskostnað
f ©Iíitfélaglð h.f.
Bíml 816 00
5 __
nuasiaiuimniiRrriiiTiiiii i riatuiuttiti mtiiituiumniiiiiiuaHi
„Skjaldbreið”
vestur um land til Akureyrar hinn
6. þ. m. Tekið á móti flutningi til
Súgandafjarðar, Húnaflóa- og
Skagafjarðarhafna, Ólafsfjarðar og
Dalvíkur í dag. Farseðlar seldir
árdegis á laugardag.
Skaftfellingur
fer til Vestmannaeyja á föstudag-
inn. Vörumóttaka daglega.
HiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiaiiiiiiiiii)
| Ungur maður!
1 á góðu búi í sveit óskar eft-1
I ir að kynnast stúlku á aldr- i
I inum 25—35 ára með i
1 hjónaband fyrir augum. i
I Svör sendist blaðinu fyr-1
I ir 15. maí í lokuðu umslagi, I
i merkt SiðprúSur, og mun I
| blaðið koma þeim svörum I
i áleiðis. Algjörri þagmælsku I
i heitið. ,
iiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiitiuutmitrumttmiciki |
Eru skepnurnar og jT'
heyið tryggt?
, fflA»4rvEKTviirTnsixn3©iwcttAj«\
>4» ♦
FILTAH ef JsiS eífíi milt-
nna, þi á én HBXKGARAi.
Kjartan ÁsmundSfl«in
guil&miður
| AðalstrætJ 8. Eími 128®
Reykjavlk
KLUKKÖR
Traustar klukkur á hóflegu verði.
Klukkurnar með ljónsmerkinu.
Gott úrval af smáum og stórum klukkum fyrirliggj-
andi.
Viðgerðastofa fyrír úr og klukkur.
Afgreiðum gegn póstkröfu.
A Jir Jk
KHfllKI