Tíminn - 04.02.1956, Side 2

Tíminn - 04.02.1956, Side 2
 .Íí.í J TÍMINN, laugardaginn 4. febrúar 1956. 29. blað. Perón hótar að koma aftur og drepa milljón manns við það tækifæri Skyndilega verður einn maður óalandi og óferjandi af því ekki er þörf að skríða fyrir lionum lengur. Þetta er saga margra og jafnfranit saga Peróns, fyrrver- andi einræðisherra með forseta- nafnbót í Argentínu. Það er ekki langt síðan virðuleg blöð birtu fregnir af Perón, eins og hverj- um öðruin virðulegunt stjórn- málamanni, en skyndilega er hann orðinn fífl og úrhrak í dálk um þessara sömu blaða. Hér er ekki staður til að ræða um að- draganda byltingarinnar í Argen- tínu. Hún var fullkomlega sann- fræðileg á yfirborðinu; þar sem áttust við geistleg yfirvöld ka- þólsk og einræðisherrann í upii- hafi með ívafi og aðgerðum ann- arra aðila argentískra undir loka dægur. Það fer ekki hjá því, að Perón viðhefur nú það orðbragð, að bein afleiðing þess er réttmæt spurn- ing blaðsins Crítica í Buenos Ai- res þess efnis, hvort þeim í Pan- ama þyki ekki tími til kominn að setja manninn í spennitreyju, en hann dvelur í Panama í útlegð sinni. Blóð mun streyma. Það má vera að við hér á norð- urhveli jarðar séum það kald- geðja, að okkur falli ekki, þegar gefnar eru út opinberar yfirlýs- ingar þess efnis, að blóð skuli streyma, en Perón er höfundur slíkrar skjalfestingar á hugarfari sínu gegn núverandi ráðamönn- um í Argentínu. Yfirlýsing þessa gaf hann út nýlega frá bækistöð sinni í Panama. Þar segir; „Full- trúar mínir eru alls staðar (í Ar- gentínu) og þeir undirbúa allt fyr ir daginn (innrásardag Peróns). Sá dagur getur komið hvenær sem er. Það mun verða ofsaleg barátta. Blóð mun streyma á strætum Ar- gentínu. Ef til vill verða allt upp í milljón manna drepnir“. Nú virð ist eftir þessu að dæma, að mað- urinn sé geðbilaður, einkum þeg- Útvarpið Útvarpið I dag: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga. 13.45 Hjúkrun í heimahúsum. 16.30 Skákþáttur. 17.00 Tónleikar (plötur). 17.40 Bridgeþáttur. 18.00 Útvarpssaga barnanna; XIV. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga. 18.55 Tónleikar. Vinsæl hljómsveit- arlög. 20.20 Ávarp frá Hinu íslenzka bibl- íufélagi. 20.30 Upplestur: Þórarinn Guðnason læknir les kafla úr ferðabók Vigfúsar Guðmundssonar: Um hverfis jörðina. 20.55 Tónleikar: Sígaunalög. 21.20 Leikrit: Byrðin eilífa eftir Leck Fischer, í þýðingu Þor- steins Ö. Stephensen. 22.20 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 9.20 Morguntónleikar (plötur). 11.00 Messa í Dómkirkjunni. 13.15 Afmæliserindi útvarpsins; IV. 15.15 Fréttaútvarp til ísl. erlendis. 15.30 Miðdegistónleikar (plötur). 17.30 Barnatími. 18.30 Tónleikar (plötur). 20.20 Tónleikar (plötur). 20.30 Erindi: Jóhann Húss. 21.05 Langs og þvers. 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Myndasaga barnanna: Æfintýri í Afríku Perón í útlegðinni í Panama. Eva var allra presta maki. ar hann fer að áætla að manndráp in skuli standá á milljón. Frekara siðferðisvottorð. En þar með er ekki lokið þeim siðferðisvottorðum, sem Perón gef ur sér. „Ég forðaðist blóðsúthell- ingar, þegar ég hafði völdin og fór vel með andstæðinga mína (pólitískar fangabúðir). Þessi mis tök skulu ekki henda mig á ný. Mörg höfuð skulu fjúka, þegar ég kem aftur til Buenos Aires. Það verður hryllilegt, en ekki hægt að komast hjá því“. Bertrand Russell bendir á það einhvers staðar í rit um sínum, að ein alvarlegasta veiki, sem menn gangi með, sé þess eðlis, að þeir álíti sig ómiss- andi. Og það hvarflar ekki að Pe- rón, að svo kunni að ekki borgi sig fyrir neinn aðila, að hann stígi í valdastólinn að nýju yfir milljón lík, jafnvel þótt hægt væri að lofa honum að Argentína, þjóð og land, hyrfi ekki af landa- bréfinu, þótt hann sæti kyrr í Pa- nama. Hvað ætli hann haldi að verði um þjóðina, þegar hann fell- ur frá og hvernig færi ef hann fengi nú hjartaslag, áður en hann lætur drepa milljónina? Skyldi Argentínubúum bregða mikið, ef „frelsari“ þeirra félli í valinn á þessari örlagastundu. Þess ber að gæta, að hann var rómaður leið- togi þjóðar sinnar, þar til kaþólsk ir sneru baki við honum. Þeir eru skráðir. Þá hefir Perón gefið upp Tiverj- ir það eru sérstaklega, sem hann hefir í hyggju að drepa. Tilkynnti hann þetta í blaðaviðtali við New York Herald Tribune ásamt fram- angreindum yfirlýsingum varðandi innrásina. Höfuð eftirtalinna manna skulu fjúka: Liðsforingjar í flugher og flota Argentínu; stór- iðjuhöldar svo sem stærsti bjór- framleiðandinn og stærsti vefnað- arframleiðandinn; Alberto Gainza Paz, útgefandi La Prenza; stjórn- endur Uruguay, þar sem útlagar Peróns skipulögðu uppreisnina og að lokum klerkar kaþólsku kirkj- unnar. Hann lét prestana hafa dá- lítið til viðbótar fyrirhuguðum dauðadómi og tók þá setningu úr handriti nýritaðarar bókar, sem hann nefnir: Valdið er réttlæti villidýrsins. Segir þar að Eva heit- in kona hans hafi: „innt af hönd- um meiri góðverk á éinum degi en allir prestar lands míns um ævina.“ Gagnsókn nýju stjórnarinnar. Hinir nýju stjórnendur Argen- tínu með Aramburu forseta í broddi fylkingar, notuðu tækifær ið, eftir að Perón hafði gefið fyrr greindar yfirlýsingar. til að skerpa enn línurnar milli þeirra stjórn- arhátta, sem nú ríkja í Argentínu og þeiri'a, sem voru við lýði í tíð Peróns. Enn eru í Argentínu mill jónir fylgismanna Peróns, sem eiga bágt með að sættá sig við orð inn hlut. Stjórnin lét fara fram opinbera rannsókn á fjárreiðum þingmanna Peróns og kom í ljós, að eignir þeirra höfðu aukizt úr rúmlega sex og hálfri milljón pe- sos í 206 milljónir í tólf ára stjórn artíð foringjans. Forsetinn flutti ræðu, þar sem hann varpaði sök- inni af hinum almenna fylgis- manni Peróns yfir á þá, sem fóru með umboð kjósendanna. Og í þriðja lagi hafði stjórnin orðið sér úti um ritara Peróns í Panama, Radeglia nokkurn, sem var síðast í ritaraembættinu í nóvember síð- astliðnum. Kom hann fram á blaða mannafundi, sem fangi stjórnar- innar, og sagðist álíta að Perón væri truflaður á geðsmunum. Hann ber það einnig, að Perón vildi fá Nelly Rivas, sextán ára gamla hjákonu sína til Panama, en henni var snúið við fyrir nokkru, er hún reyndi að flýja í gegnum Paraguay. Radeglia kvaðst hafa misst trúna á Perón og sagðist nú vera að rita bók um hann, en tit- ill á handrili væri: Villidýrið sem hafði vald. Ólíklegt er að Perón komizt aftur til valda. Og ekkert hefir sannast í því að betra hafi tekið við. En fari sem horfir eru litlar líkur til að Perónistar í Ar- gentínu haldi núverandi höfðatölu til lengdar. Bindindissýningin til Aknreyrar Akureyri í gær. — Bindindissýn- ingin, sem haldin hefir verið í Reykjavík að undanförnu, er nú komin hingað til Akureyrar og verður opnuð hér n. k. sunnudag, í húsi Kr. Kristjánssonar við Geislagötu. SKT (jömfu danóarnir í G. T.-húsinu í kvöld klukkan 9.: Hljómsveit: Carl Billich Söngvari: Sigurður Ólafsson. Ath.! Þrír gestir fá góð verðlaun eins og síðast, sem dregið verður um á dansieiknum. Aðgöngumiðar frá kl. 8 ÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS3 tssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssscsaa Atvinna Óskum eftir stúlku til afgreiðslustarfa frá og með 1. maí n. k. eða síðar. Umsóknir sendist til kaupfé- lagsstjórans fyrir 1. apríl n. k. Kaupfélag Rangæinga. •SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSI AKRANES Til sölu tveggja hæða steinhús á mjög góðum stað í bænum. — Nánari upplýsingar veitir Valgarður Krist- jánsson, lögfræðingur, sími 398, Akranesi. íSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSa Sýning í Listamannaskálanum: Kjarnorka í þjónustu mannkynsins Sýningin verður opnuð í dag 4. febrúar kl. 5,30 e. h. Framvegis opin daglega kl. 14—22. Aðgangur ókeypis. *SSSSSSSSSSSS3SSSSS;SSSM»SSSS&S3SSSSSSSSSSS3SSSSSSSS$SSS333SSSSSSIC«S« »5SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSS5SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS®a Starfsstúlka óskast í eldhús Kópavogshælis vantar frá 1. marz starfs- stúlku, sem jafnframt getur aðstoðað ráðskonuna á frídögum hennar. Upplýsingar í síma 3098 hjá ráðs- konunni. Skrifstofa ríkisspítalanna_ •sssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss^ssssísssssssa Bróðir minn. iiHí'/í Magnús Arnbjarnarson lögfræðingur. andaðisf að heimili mínu, Seifossi, 2. febrúar. F. h. vandamanna, Sigurgeir Arnbjarnarson. wmsaneimem

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.