Tíminn - 22.02.1956, Blaðsíða 5
ÍÍMINN, miðvikudaginn 22. febrúar 1956.
5
Vigfús Guðmundsson:
Orðið er frjálst
Einhliða bændaflokku
Frá því að Framsóknarflokkur-
inn varð til fyrir tæpum 40 árum
hafa öðru hvoru komið fram radd
ir innan hans um að gera hann
að einhliða bændaflokki. Við, sem
á annarri skoðun höfum verið og
viljaý að hann væri alhliða um-
bótaflokkur — og þar á meðal
hefir jafnan verið fjöldi ágætra
bænda -— höfum venjulega sigrað.
En stundum hefir þetta kostað
klofning í flokknum, og margir
þröngsýnir eiginhagsmunamenn í
bændastétt hafa öðru hvoru yfir-
gefið flokkinn, vegna þessa.
Að flokkurinn hefir látið sig
varða landbúnaðarmál allra mála
mest, er af því að við flokksmenn
hans almennt, teljum jafnan rækt
un og bygging landsins og uppeldi
æskunnar í sveitum mjög áríðandi
stórmál. Auk þessa hefir lang-
mest fylgi flokksins verið í sveit-
unum frá því fyrsta og meðal
manna búsettra við sjávarsíðuna,
sem hafa haft skilning og áhuga
fyrir eflingu sveitanna, alþjóð til
heilla.
En þröngsýnir menn, bæði til
sjávar og sveita, hafa mjög oft al-
ið á tortryggni og ríg milli þeirra,
sem búa í kaupstöðum og sveitum.
Og er slíktvmeð leiðinlegri fyrir-
brigðum í þjóðlífinu. — Venju-
lega eru hagsmunir þessara aðila
fléttaðir. svo: saman, að varla er
hægt að gréina 'þá í sundur. Vegni
almenningi vel í kaupstöðunum
getur hann keypt meira en ella af
landbúnaðarvörum og með hærra
verði. Sé velmegun í sveitunum,
þá ræktar og byggir fólkið, sem
þar býr, meira, og gerir landið
okkar þar méð verðmætara. Og
það framleiðir meira af hollri
neyzluvöru fyrir almenning. Séu
þroskaskilyrðin notuð sem bezt, er
sveitalífið hefir fram yfir kaup-
staðalífið fyrir börn og unglinga,
þá er það mikill fengur fyrir þjóð
ina í heild -— alist þar upp þrosk-
aðri og dugmeiri einstaklingar.
Gegnir það svipuðu máli, hvort
fólkið, býr síðar í sveitum eða
kaupstöðum.
Eitt einnliða stéttarmál er mik-
ið rætt þessa dagana. Og er það
vegria íagafrumvarps, er liggur fyr
• ir Aiþingi um að afnema Græn-
metisverzlun ríkisins og koma á
í þess staö einhvers konar einka-
réttarstofnun bændasamtakanna,
sem nokkuð er þó óljóst hvernig
eigi að verða, vegna þess hve
• þokukennt lagafrumvarpið er, varð
: andi þetta mál. En helzt er að
skilja að veita eigi framleiðslu-
, ráði stéttarfélaga bænda einokun-
araðstöðu með alla verzlun á inn-
lendu grænmeti og kartöflum. En
landbúnaðarráðuneytinu einveldi
um innflutning og verzlun sams
konar vara erlendis frá.
Nú er talið að fólk, sem býr í
kauptúnum og kaupstöðum, rækti
h. u. b. heiming af þessum vörum,
sem ræktaðar eru til sölu innan-
lánds, og vitað er að kaupstaða-
fólkið þarf að kaupa mikinn meiri
hluta af þessum vörum, sem inn
eru fluttar. Og fari það hlutfalls-
magn, sem ræktað er innanlands
og keypt utanlands frá af kaup-
staðabúúm, vaxandi með ári
hverjú. |
En nú virðist ætlunin að koma
öllum þessum vörum undir yfirráð
stéttarfélaga þænda, með hjálp
löggjafarvaldsins, án þess að kaup
staðabúar eigi nokkurn fulltrúa í
framieiðsluráðinu, sem á að hafa
á ýmsan hátt einveldisaðstöðu í
þessum málum.
Þarna virðist sá selshaus eigin-
hagsmuna og yfirgpngs vera að
reka upp kollinn, sem öðru hvoru
hefir sézt áður undanfarin tæp 40
ár, en sem venjulegastu hefir ver-
ið sleginn í kaf í röSum Fram-
sóknarmanna. En ekki er því að
neita að ýmsir góðir flokksmenn
eru komnir svo langt í þessu nú,
að þeim er erfitt um að snúa til
baka, Og ýmsir telja sér líka trú
um að hér sé mikið hagsmunamál
bænda á ferðinni. Auðvitað væru
allir þændavinir á sama máli að
sjálÍEsþgt.þætti að hjálpa bændum
að korna betra .skjpbfagi f raftktun
og verzlun garðávaxta, er þeir
sjálfir rækta, ef um slíkt væri hér
að ræða. En svo sýnist mörgum
að ekki sé og þar á meðal er fjöldi
kaupfélagsstjóranna í landinu,
sem eru allra manna kunnugastir
verzlunarmálum bænda.
Nei, VEI þeim óréttlátu sigrum,
sem unnir eru með löggjafarvald-
inu á fólki því, sem í kaupstöðum
og kauptúnum býr —- fólkinu, sem
ræktar þar garðávexti, og öllum
þeim fjölda þar, sem þarf að
kaupa kartöflur og grænmeti utan
lands frá.
Neytendasamtökin hafa nú sent
Alþingi mótmæli gegn þessu um-
rædda lagafrumvarpi.
Fulltrúaráð allra Framsóknarfé-
laganna í Reykjavík hefir einróma
samþykkt mótmæli á sameiginleg-
um fundi sínum og skorað á Fram
sóknarmenn á Alþingi að vinna á
móti frumvarpinu þar.
Og áreiðanlega er víða á land-
inu mikil andúð á móti frumvarp-
inu og þar á meðal hjá fjölda
frjálslyndra bænda. Það er þeim
kunnugt, sem þetta ritar.
MIG LANGAÐI aðeins með þess
um fáu línum að minnast einu
sinni enn á að Framsóknarflokk-
urinn var í fyrstu stofnaður til
þess að vera alhliða umbótaflokk-
ur og að í honum gætu átt heima
frjálslyndir og víðsýnir menn úr
ýmsum stéttum, sem ekki létu sál
sína í pyngjuna við flest tækifæri.
Þó að flokkurinn hafi jafnan
verið mjög vinveittur bændastétt-
inrii og eigi að vera það framveg-
is, þá vona ég að það lifi a. m. k.
þangað til að við fyrstu flokks-
mennirnir erum úr sögunni, að
hann verði einhliða bændaflokk-
ur, þar sem þröngsýnir og ímynd-
aðir stéttarhagsmunir ráði alger-
lega ríkjum.
Athugasemd
í TILEFNI af grein Vigfúsar
Guðmundssonar liér að ofan,
þykir blaðinu rétt að benda á
eftirfarandi atriði:
Moskvugrein
(Framhald af 6. síðu.)
tækni. Ég hefi lesið í blöðum
hér um miklar framfarir í tækni
og vísindum. Hvernig á ég nú
að skýra Iesendum mínum frá
því, að þrátt fyrir allt þetta sé
alls ekki hægt að kaupa hér svo
lítinn hlut sem rafmagnskló?“
Klóin kom eftir fimm daga. En
spurningu minni var ekki þar með
svarað.
Stríðsástand efnahagsmála.
Því að svarið er, að hér eru tvö
og mjög ólík Sovétríki. Fyrst er
Sovétríki forgangsréttarins fyrir
kjarnorkustöðvar, vetnissprengjur
og hraðfleygar þrýstiloftsflugvél-
ar. Þetta ríki fær alla beztu verk-
fræðingana og tæknisérfræðing-
ana, duglegustu og beztu starfs-
mennina. Stríðsástand ríkir enn í
dag í efnahagsmálunum að því
leyti, að
mun hærri hluti af þjóðartekjun-
um fer til að framleiða hergögn
og þungavörur, svo sem stál, kol
og járn — nauðsynjar vígbúnað-
ar— en nokkurs staðar annars-
staðar á hnettinum. Og þetta
mikla átak er að verulegu leyti
gert á kostnað fjöldans, sem á
heima í Sovétríkjum almennings,
sem ekki nýtur neins forgangs-
réttar.
Þessi Sovétríki er að sjá í fá-
tæklegum þorpum og illa klæddu
fólki á götum í næsta nágrenni
við skínandi kjarnorkustöð.
Og ástæðan til þess, hve rugl-
ingslegar hugmyndir manna er-
lendis eru um Rússland er meðal
annars sú, að mönnum hættir til
að vanmeta Sovétríki forgangsrétt
arins vegna þess, að Sovétríki al-
mennings eru í tötrum.
Útlendingum í Moskvu er þó oft
ast hlíft við að búa við lífskjör al-
mennings. En þeim má m. a. kynn
ast ef mann vanhagar um iítinn
búshlut, ekki merkilegri en raf-
magnskló. — (Einkar. NY Herald
Trib.).
Tímaritið „The Banker“ ræðir við-
skipti Islendinga og íleiri vesturj) jóða
við austurveldin
í grein í tímaritinu The Banker er nú í þessum mánuði
rætt um viðskipti ýmissa vesturþjóða við austurveldin, eink-
um Sovétríkin, og m. a. drepið á við skipti íslendinga og
austurveldanna, og þau sett
togaraeigenda í Bretlandi.
Pólitísk sókn á sviði
efnahagsmála.
Austurveldin eru nú orðin, seg-
ir blaðið, næst stærsti kaupandi
óseijanlegra birgða á heimsmark-
aðnum, næst á eftir landbúnaðar-
ráðuneyti Bandaríkjamanna, sem
kaupir ýmsar afurðir amerískra
bænda svo þúsundum smálesta
skiptir og varðveitir í birgða-
skemmum sínum. Munurinn er þó
einkum sá, að austurveldin kaupa
vörurnar án tillits til þess, hver
er framleiðandinn. Bandaríkja-
menn kaupa af sínu heimafólki.
En þetta er ekki eini munurinn.
Innkaup kommúnistaríkjanna eru
aðeins fyrsti hlekkur í keðju, segir
The Banker, sem leiðir til fjötra
fremur en farsældar. Innkaup
þessara landa eru liður í sókn á
vettvangi viðskiptamála og efna-
hagsmála, sem þó er í rauninni
pólitískt. Blaðið telur síðan upp
kaup á fiski frá Noregi, landbún-
aðarvörum af Dönum, víni frá
Frökkum og ítölum, tóbaki og
hveiti frá Tyrklandi, gúmmí frá
Ceylon, kjöti frá Uruguay og Arg-
entínu, sykur frá Kúbu og Brasilíu
og hveiti og smjöri frá Kanada.
Lítil utanríkisverzlun.
Þessi vörukaup duga aðeins til
að fullnægja litlu broti af þor-
finni. Þess vegna er það, segir
tímaritið, sem þessi lönd geta,
hvenær sem er, og án verulegra
óþæginda fyrir sig, gersamlega
hætt að kaupa þessar vörur, og
þarf þá ekki að lýsa afleiðingun-
um fyrir land, sem er orðið mjög
háð þessum viðskiptum.
Verzlunaraðferðina segir tíma-
ritið minna mjög á aðferð dr.
ÞAÐ ER alger misskilningur,
að frumvarpi því um kartöfluverzl
un, sem greinarhöfundur ræðir
um, sé beint gegn bæjarmönnum.
Með frumvarpinu er aðeins stefnt
að því, að kartöfluframleiðendur
fái í sínar hendur sölu þeirra kar-
taflna, sem framleiddar eru inn-
anlands.
í þeim efnum er ekki gengið
fram hjá þeim kartöfluframleið-
endum bæjanna, sem framleiða
kartöflur til sölu því að þeir munu
flestir meðlimir í búnaðarfélagi
viðkomandi kaupstaðar eða kaup-
túns, og þá jafnframt meðlimir
Stéttarsambands bænda. Þeim er
hvorki að þessu leyti eða öðru ætl
aður minni réttur en kartöflufram
leiðendum í sveitum.
Það fyrirkomulag, að framleið-
endur annist sjálfir sölu afurða
sinna hefir gefizt vel hér á landi,
jafnt þeim sem neytendum. Eng-
in ástæða er þess vegna til að
halda þvi fram, að slíku fyrir-
komulagi sé stefnt gegn neytend-
um, enda er það augljóst mál, að
það er engurn hagkvæmara en
framleiðendum að framleiðslan
seljist vel og líki vel.
Verzlun með innfluttar kartöfl-
ur verður áfram undir yfirumsjón
landbúnaðarráðuneytisins eins og
Grænmetisverzlunin er nú, og er
þar því ekki um neiná meiriháttar
breytingu að ræða.
Vafalaust má finna ýmsa agnúa
á umræddu frumvarpi, eins og
flestum málum öðrum. Því verður
hins vegar ekki haldið fram með
réttum rökum að því sé stefnt
gegn bæjarbúum að einu eða öðru
leyti. Með slíkum fullyrðingum er
aðeins verið að gefa þeim hugs-
unarhætti byr í seglin, að bændur
séu andstæðingar bæjarfólksins
og reyni að féfletta það við hvert
tækifæri. Slíkur áróður er góður
fyrir þá, sem vilja hindra samstarf
bænda og verkamanna, en um leið
báðumiþeim stéttuni .skáðlegur. -£•
i-ú ii ’-A-'-tís-.trSiV
.u.ö<)i) 4'iþn :vj .-o.ai rngiU.x;,
• ai*! n > ilóit fPirtöö i ildva íiauí' i
Kærulausir ökumenn.
Á BÍLLINN, sem öslar um göt-
una án tillits til gangandi fólks
allan réttinn, eða er ökumaöur
bara tiliitslaus? Um þetta fjallar
bréf frá „vegfaranda“ sem bað-
stofunni hefir borist, og segir þar
m. a. á þessa leið:
„.... Árla morguns síðastlið-
inn sunnudag gekk ég út mér til
hressingar, og fór ég frekar fá-
farna götu. Hún var mjög blaut
og víða stærðar pollar. Nokkrum
bílum mætti ég þó, og gætti ég
þess að vera réttu megin á göt-
unni. Allir ökumennirnir hægðu
á sér er þeir fóru framhjá, nema
einn. Það virtist helzt, sem skratt-
inn sjálfur væri á hælum hans.
Ég hörfaði í skyndi út á tæpa
vegbrúnina, en það dugði ekki til.
Yfir mig rigndu pollarnir, og var
því líkast sem mér hefði verið
dýft ofan íleðjupytt. Margra
klukkutíma erfiði við að hreinsa
frakkann sem ég var í, báru lít-
inn árangur. Nú verð ég að láta
flíkina í hreinsun, svo að þessi
gönguferð í góða veðrinu mun
kosta mig um 40 krónur fyrir eitt
saman kæruleysi ökumanns.
Ég hefi oft heyrt fólk kvarta
yfir ónærgætni ýmsra bílstjóra
við gangandi fólk, og áreiðanlega
skipta þeir hundruðum eða þús-
undum sem fengið hafa óþrifa-
bað úr götupollum höfuðborgar-
innar, fyrir tilverknað kærulausra
ökumanna.
Mér er ekki kunnugt um, hvort
lög ná yfir þessa fataskemmdar-
varga. Sjálfsagt þykir, ef strákur
brýtur rúðu, að hann, eða for-
eldrar hans, greiði skaðann. Einn
frakki er verðmæti upp á mörg
hundruð krónur. Hlýtur því sú
sjálfsagða krafa að koma frá
borgurunum, að hægt sé að sækja
til sakar þá bílstjóra, sem gefa
friðsömu fólki óþrifabað á veg-
um úti, sem valda miklum
skemmdum á fatnaði þess.“
TjóniS á aS fást bætt.
VITASKULD BER ökumönnum
að taka tillit tii þess, hvernig veg-
úrinn iserA þfeír áka & er -útlit*
• iu ú—.. i .hliu.j i i ; u ;'>ii
andi, hvort hann er alsettur poll-
um eða þurr og þrifalegur og
haga akstri sínum í samræmi við
það, og með tilliti til annarra um-
ferðar. Bifreiðatryggingar ábyrgj-
ast tjón, sem bifreið veldur öðr-
um, ef tryggðum ökumanni má
um kenna, og af því hlýtur að
leiða að vegfarandi, sem verður
fyrir aurslettum svo að.hann hef-
ir ekki aðeins óþægindi heldur og
kostnað af, á að fá tjón sitt bætt
frá tryggingafélaginu. Annars er
ég ekki lögfróður og væri þörf á
fræðilegri skýringu á þessu efni.
Eiga sjúklingar aS bera uppi
lífeyrissjóS lyfjafræðinga?
MÖRG ERU GJÖLDIN orðin og
hér er bréf frá sjúklingi um einn
skatt, sem ég hefi ekki heyrt get-
ið um fyrr: Þar segir svo:
„.. .. Blöskrar nú engum nema
mér? — varð mér nýlega að orði.
Ég þurfti sem sé að leita á náðir
iyfjabúðar seint að kveldi, til þess
að fá afgreiddan lyfseðih Og heim
kom lyfið samkv. seðlinum. En
það fylgdi því miði, sem sýndi að
ég hefði, auk meðalsins, einnig
verið látinn greiða 4 kr. í lífeyris-
sjóð lyfjafræðingal
—- Skiist mér að þessi skattur
sé og eigi að vera lagður á alla,
sem eru svo óheppnir að þurfa
að leita læknis og lyfja að kvöldi
eða nóttu. Og það virðist enginn
smáræðis skattur, að tarna. —
Kunningi minn áætlar hann
nokkrar tugþúsundir á ári, svona
allt í allt.
Og nú vil ég leyfa mér að
spyrja: — Er þetta leyfilegt?
Og hver leggur þennan skatt á
sjúklingana?
Spyr sá er ekki veit.“
í samband við löndunarbann
Schachts í Þýzkalandi fyrir stríS-
ið. Seljandinn losnar við umfram-
vörur og getur flutt inn vörur án
þess að eyða hörðum gjaldeyri.
En þar sem austurveldin búa að
öllu leyti miklu betur en Þýzka-
landi Hitlers gerði, og eru því í
sterkari samningaaðstöðu, munu
þau lönd, sem verða háð þessum
viðskiptum, uppgötva, að netið,
sem út er lagt, er miklu sterkara
og veiðnara en nokkurt það veið-
arfæri, sem dr. Schacht hafði yfir
að ráða. Með austurveldunum,
sem búa við risavaxið og mjög
flókið efnahagskerfi, er utanríkis-
verzlun lítilvægt brot, en fyrir við
skiptalöndin í vestri er málið ann-
ars eðlis. Þau þurfa e.t.v. að end-
urskipuleggja utanríkisverzlun
sína með tilliti ,til þessara við-
skipta, og verða þannig verulega
háð harðasta samningsaðilanum,
sem um getur á heimsmarkaðin-
um, segir The Banker.
Nefnir Finnland og ísland.
Tímaritið nefnir Finnland sem
dæmi, sem vegna stríðsskaðabót-
anna varð efnahagslega mjög háð
Rússum. Árið 1954 fór 27% af
útflutningsverðmæti Finna til
Rússlands, en innflutningurinn
var enn meiri. Eftir að stríðsskaða
bótunum lauk hefur orðið erfitt
fyrir Finna að tryggja efnahags-
legt sjálfstæði sitt og á við gjald-
eyrisskort að stríða, sem háir við-
skiptum við önnur lönd. Austur-
ríki er sagt vera í svipaðri aðstöðu.
Og loks nefnir tímaritið. ís-
land, sem það segir að hafi selt
Sovétblökkinni 25% af útflutn-
ingsverðmætinu árið 1954 og sé
þannig orðið háð henni efna-
hagslega.
í framhaldi af þessu drepur
blaðið á löndunarbann brezkra tog
araeigenda, og telur, að kaup
Rússa á fiski hafi verið pólitískt
svar og nefnir hliðstæð dæmi .frá
öðrum löndum, t.d. frá íram og
Egyptalandi. Austurveldin keyptu
mikið af baðmull af Egyptum, er
hún varð lítt seljanleg á frjálsum
markaði og létu vörur í staðinn.
Ábyrgð Breta.
Með þessari röksemdafærzlu
kennir blaðið brezkum togaraeig
endum — og þeirri ríkisstjprn,
sem hefur látið þeim haldast uppi
að reka hefndarráðstafanir gegn
vinveittri þjóð — um þau efna-
hagslegu samskipti, sem orðin eru
í milli íslendinga og aust'xrveld-
anna, og hana eins og stendui', orð
ið hagkvæm fyrir ísland. Það er
til lítils að vara þjóðir hættuleg-
um tengslum í gegnum viðskipt-
in, en ástunda jafnframt að hrinda
þeim á ný á þá braut, þrátt fyrir
viðskiptasamninga og vinmæli,
eins og Bretar hafa gert.
íþróttir
(Framhald af 4. síðu..
50 m. skriðsund drengja.
1. Guðmundur Gíslason, ÍR 30,7
2. Jón Benediktsson ,SH 32,3
3. Halldór Garðarsson, Á 34,0
400 m. skriðsund karla.
1. Helgi Sigurðsson, Æ 5:10,5
2. Pétur Hansson, UMFK 5:33,9
Væntanlega leyfilegur.
LEYFILEGUR HLÝTUR skatt-
urinn að vera og er vafalaust
til einhver reglugerðar-paragraf,
sem heimilar hann. En er hann
réttlátur? Það er vafasamara. —
. Skattur þessi mun eiga sér skýr-
. ingu, sem aðrir skattar, og væri ■
nógu Iróðlegt áð fá að heyra eitt-
hvað um hana. > — Frosti.
ui.xiæ'iiMifYj' "H 'gjhAiS' nuxbíi.'i j • ‘
r-■’ " ■'■ „joáóí Í3JÍ19
4x50 m. bringusund kvenna.
1. Ármann 3:03.6 mín.
2. KR 3:07,8 mín.
3. Ægir 3:18,2 mín.
4x50 m fjórsund karla.
Armann
2. Ægir
3. 'Akranes
4. KR
usínfl
2:10,5 mín.
2:14,3 mín.
2:15,3 mín.
2:19,2 mío.
. . n iJ.
i a .5 ■•.« ií‘ æ á i*' V'