Tíminn - 01.03.1956, Qupperneq 8

Tíminn - 01.03.1956, Qupperneq 8
8 íslendinga^ættlr Sjötugur: Þórhallur Helgason Sjötugur er í dag Þórhallur Helgason bóndi og trésmiður á Ormsstöðum í Eiðaþinghá. Þórhallur er fæddur í Skógar- gerði í Fellum, sonur hjónanna Helga Indriðasonar og Ólöfu Helga i dóttur er bjuggu þar lengi fyrir og um síðustu aldamót, af alkunn- j um ættum urn Hérað og Austfirði.! Segir Benedikt frændi frá Hofteigi liana svo sem hér fer á eftir: Helgi í Skógargerði var sonur Indriða bónda í Seljateigi í Reyð- arfirði, Ásmundssonar á Borg í Skriðdal, Indriðasonar þar, Ás- mundssonar úr Eyjafirði Helgason- ar. Var Indriði á Borg bróðir Hall- gríms í Stóra Sandfelli í Skriðdal, en Ásmundur á Borg var hálf- bróðir séra Ólaís Indriðasonar á Kolfreyjustað föður skáldanna Páls og Jóns. Kona Indriða í Selja- teigi og móðir Helga í Skógargerði var Guðlaug Gísladóttir bónda í Bakkagerði í Keyðarfirði Hinriks- sonar í Finnstaðaseli í Eyðaþinghá, Árnasonar á Ketilsstöðum á Völl- um, Bjarnasonar, Hinrikssonar, Bjarnasonar prests í Þingmúla og skálds, Gissurarsonar. En Bjarni prestur var sonur Guðrúnar dóttur séra Einars í Eydölum, skálds. Kona Gísla Hinrikssonar var Jó- hanna, dóttir Péturs Malmqvist, beykis, sem var sænskur að ætt- erni f. í Málmey, en kona hans var nursk. Kona Helga í Skógargerði, Ólöf, var dóttir Helga bónda á Geirólfsstöðum, Hallgrímssonar í Stóra-Sandfelli og voru þau því að öðrum og þriðja að frændsemi, Skógargerðishjón. Móðir Ólafar var Margrét hin fróða á Geirólfs- stöðum, Sigurðardóttir bónda á Mýrum í Skriðdal, sem var einn merkasti bóndi á Héraði á fyrri- hluta 19. aldar, Eiríkssonar á Stóra Steinsvaði, Hallssonar í Njarðvík, Einarssonar. Hallur I Njarðvík átti Vilborgu dóttur Eiríks prests í Þingmúla, Sölvasonar bónda í Hjarðarhaga, Gunnlaugssonar prests í Möðrudal Sölvasonar, en móðir Gunnlaugs prests var Snjó- fríður Þorláksdóttir, prests í Ey- dölum ívarssonar, en móðir hans var Guðný Hallgrímsdóttir frá Eg- ilsstöðum, Þorsteinssonar. Sölvi í Hjarðarhaga átti Helgu dóttur séra Sigfúsar prests Tómassonar í Hof- teigi, hins kynsæla. Margrét á Geirólfsstöðum átti og móðurætt . að rekja til séra Sigfúsar og var móðurmóðir hennar Margrét á Kollsstöðum, hálfsystir Hermanns í Firði, en þau voru börn Jóns pamfíls f. um 1715, en frá honum er kominn fjöldi manna, og margt af því hið gáfaðasta fólk. Að Þór- halli standa því gamalgrónar Aust- fjarðaættir, og má' auðveldlega rekja til Iíofverja hinna fornu. Þórhallur ólst upp í foreldra- húsum með systkinum sínum, unz hann ungur að árum, réðist í að hefja trésmíðanám. í því augna- miði sigldi hann til Kaupmanna- hafnar, og kom sér fyrir á smíða- verkslæði þar, og kynnti sér jafn- framt húsagerð eftir föngum. Varð hann að sjálfsögðu að stunda iðn- skólanám eftir því sem tími vannst til frá smíðavinnunni sem var víst æðiströng, miðað við það sem nú gerist Þegar náminu lauk kom Þórhallur heim, og stundaði smíð- ar um nokkur ár. Þá voru að hefj- ast tímamót í húsagerð hér á I-Iér- aðinu og víðar, steinsteypuhús að ryðja sér til rúms í stað torfbæj- anna sem þóttu endingarlitlir. Voru þessi steinsteypuhús með tróði milli þils og veggja og tré- skilrúmum. Þótti Þórhallur vel út- sjónarsamur og liðtækur við smíði þessara húsa, sem standa enn, með sömu ummerkjurn. Svo sem kunnugt er, varð breyting á þess- ari húsagerð síðar, sem miðaði einkum að því að minnka elds- hættu innan frá í íbúðarhúsum. Á árunum 1913 eða 14, sigldi Þórhallur til Björgvinjar og kynnti sér hljóðfærasmíði og orgelvið- gerðir í tæpt ár. Áður var hann búinn að læra orgelspil af bókum einum, án tilsagnar. Um skeið var Þórhallur smíða- kennari á Eiðum á síðustu árum búnaðarskólans, og löngu síðar við alþýðuskólann. Bústjóri skólabús- ins fyrir og eft'r að alþýðuskólinn byrjaði. Á þeini árum kvæntist hann Sigrúnu Guðlaugsdóttur frá Fremsta Felli í Köldukinn. Rekur Indriði Indriðason frá Fjalli ætt hennar her á eftir lítil- lega. Guðlaugur var fæddur á SJOTUGUR: Helgi E. Thorlacius Það mun fremur fátítt að gerðar séu athugasemdir eða reknir fleyg ar í afmælisgreinar og eftirmæli. Undirritaður verður að gera slíkt að' litlu leytí eftir lestur greinar um þetta efni í Tímanum sl. þriðju dag, undirrituð Sk. G., því að hér er rætt um góðan skólabróður og mikilhæfan þjóðfélagsþegn. Við Helgi útskrifuðumst frá Flensborgarskóla vorið 1903 eftir tveggja vetra nám, ásamt fleiru góðu námsfólki. Þessi hópur varð svo sá fyrsti, sem heimsótti skól- ann eftir 50 ár. Þetta hálfrar aldar afmæli var vorið 1953 og færðum við þá skólanum peningagjöf til þess að gerð væri mynd af Jó- hannesi Sigfússyni, kennara, sem var Eyfirðingur eins og Helgi. í ávarpi til skólans, sem fylgdi gjöfinni þökkum við stofnuninni fyrir lagðan grundvöll að lífsham- ingju. — Þannig orðaði Helgi það. Skólasystkin hans geta ekki látið slá striki yfir að hann er Flens- borgari, hvar sem hann fer og hvar sem hans er minnzt — um leið og við teljum hann einn af allra beztu sonum ættjarðarinnar. Hann lengi lifi! Sigurður Jónsson, Stafafelli. T f MIN N, fimmtudaginn 1. marz 1958 Útgáfa goSra - en lítt seljanlegra - bókmennta studd af ríkisfé Norska ríkicJ leggur fram 25.000 kr. í ár Kaupmannahöfn: Framlag norska ríkisins til útgáfu á góðum, en lítt seljanlegum bókmenntum, vekur athygli 1 Danmörku. Hér er um að ræða 25000 krónu styrk. Dánarminning: Gunnar ingi Sölvason "Fæddur 9. 9. 1946. Dáinn 23. 2. 1956. Ógnar harmur yfir dynur, ' enginn skilur lífsins dóm. - Þú ert horfinn, hjartans vinur, ' horfinn eins og íagurt blóm. Þegar hjörtun þjást af liarmi, Þegar augun blinda tár, minninganna morgunbjarmi mildar okkar djúpu sár. Sólargeisli sannur varstu, ‘ svipmót þitt var bjart og hlýtt, æskufjör og ylinn barstu, eins og fylgdi sólskin blítt. Þú ert laus við lífsins þrautir, leið til þroskans byrjar hér. Inn á himins bjartar brautir, bænir okkar fylgja þér. Þar sem englar ávallt skarta um þig náðin heldur vörð. Fyrir lífs þíns fegurð bjarta flytjum drottni þakkargjörö. 'Kveðjum við þig klökk í sinhij kæri, góði drengurinn. Endurfundi í cilífðinni okkur veiti frelsarinn. Ó. S. Frændfólkið. Heiðarseli á Bárðardalsheiði 1858. Bjó hann í Haganesi í Mývatns- sveit og síðar á Fremsta Felli í Köldukinn. Kona hans og móðir Sigrúnar var Anna Sigríður Sig- urðardóttir b. á Bjarnastöðum í Mývatnssveit, Erlendssonar bónda þar 1821—52, Sturlusonar á Fljóts bakka, Jónssonar bónda á Stóru- völlum í Bárðardal 1762, Sturlu- sonar. Guðlaugur var Ásmunds- son Jónssonar. Bjó Ásmundur í Heiðarseli fyrst en fluttist að Ó- feigsstöðum í Köldukinn 1861 og dó þar árið eftir. Kona Ásmúndar var Guðlaug Guðlaugsdóttir frá Álftagerði í Mývatnssveit Kolbeins sonar b. þar, Guðmundssonar b. á Geirastöðum í sömu sveit Kol- beinssonar b. þar Guðmundssonar á Arnarvatni Kolbeinssonar. Jón, faðir Ásmundar f. 1782, bjó á Hofsstöðum í Mývatnssveit, kvæntur Sigríði Þorsteinsdóttur. og var hdn fyrri kona hans og móð- ir Ásmundar. Jón var Eiríksson b. á Geirastöðum Andréssonar bónda á Ytra Fjalli, Eiríkssonar á Ytra Fjalli Ilelgasonar bónda þar Illugasonar prests á Stað í Kinn Helgasonar. Bróðir Jóns Ei- ríkssonar afa Guðlaugs, var Benedikt í Ási í Kelduhverfi, faðir Kristjáns rithöfundar og fræðimanns og Sigtryggs á Grund- arhóli á Fjöllum. Þórhallur og Sigrún fluttust til Seyðisfjarðar og stundaði Þórhall- ur þar trésmíðar nokkurt árabil. Ekki festu hjónin yndi þar. Þau þráðu sveitakyrrð og næði. Svo fátítt sem það er „að snúa aftur“ úr kaupstað og í sveit, þá létu hjónin það eftir sér og fluttu með börn sín á litla húsalausa jörð, Ormsstaði í Eiðaþinghá, er liggur snertispöl frá Eiöum upp með Gilsánni. Bráðabirgðaskýli varð að reisa er sest var þarna að. Landnámsstarf var hafið og trú- lega unnið. Allt tók stakkaskiftum, íbúðarhús bj'ggt, peningshús og hlöður, allt steinsteypt, túnið slétt að, og nú síðast raflýst með Gils- ánni. Á Ormsstöðum er fallegt og snyrtilegt heimili. Börn þeirra Þórhalls og Sigrún- ar eru uppkomin, öll skólagengin og vel vinnandi: Ólöf, vefnaðar- kennari, Guðlaugur, trésmiður, Anna ráðskona í Reykjavík. Ilelga heima og Ásmundur við búfræði- nám á Hóluin. Þórhallur hefir verið orgelleik- ari í Eiðaþinghá yfir 30 ár, átt sæti í hreppsnefnd síðan 1931. Auk þess unnið önnur trúnaðarstörf fyrir sveitarfélagið. Einn meðnefndarmaður Þór- halls hefir nýlega látið þessi orð falla við þann sem þessar línur ritar: „Þórhallur Helgason er traustur maður, prúður og orðvar. Telur hverskonar málefnum bezt borgið með samstarfi og sam- vinnu“. Undir þetta munu sveitungar hans taka og senda honum, konu hans og börnum árnaðaróskir á þessum tímamótum í æfi hans. Þ. J. Brv. Nokkur orð um vatnsdýrið frá Holtastöðum f 42. tbl. Tírnans, þ. á., þar sem Kristján Eldjárn þjóðminjavörður hefur greinaflokk sinn „Munir og minjar“, segir liann frá „Vatns- dýrinu frá Holtastöðum“ og birtir mynd af því. í greininni segir: „Sú munnmæla ( sögn fylgir vatnsdýrinu, að það , hafi verið grafið upp úr svoköll- uðum Gautshaug í Laxárdal.“ Við þessa umsögn vildi ég mega gera stutta athugasemd: Á uppvaxtar- árum mínum í Hvammi í Langa- dal (en Hvammur er næsti bær við Holtastaði), heyrði ég oft munn mælasöguna um uppruna ljónsins í Holtastaðakirkju, en svo var kanna þessi jafnan nefnd í Langa- dal. Eftir sögninni átti ljónið að hafa fundizt í svokölluðum Strjúgs haugi í Strjúgsskarði, en það skarð liggur upp frá bænum á Strjúgs- stöðum gegnum fjallgarðinn milli Langadals og Laxárdals. í haug þessum á Þorbjörn strjúgur að vera heygður. Sjálfur hef ég oft komið að liaug þessum og skoð- að hann allnákvæmlega. Sjást þess glögg merki enn í dag, að grafið hefur verið í hauginn áður fyrr, þótt nú sé gröfin löngu gróin inn- an. Munnmælasagan kveður svo á að hver sem reyni að grafa í hauginn verði frá að hverfa, því „eldur fari ofan skarð, en sjór að neðan“. Og svo átti einnig að hafa farið, er ljónið fannst. Voru grafarmenn komnir niður á lok kistu nokkurrar úr járni, er sjón- hverfingarnar hófust. Á loki kist- unnar átti ljónið að hafa verið og höfðu þeir það á brott með sér. Lenti það síðan í Iíoltastaða kirkju og átti að hafa verið notað þar sem skírnarkanna eða þ. 1., en sem er frekar ólíklegt. Ljönið var gefið Forngripasafninu 1880 og var þar lengi nr. 1854. — í bernsku heyrði ég, að sá síðasti, sem gert hefði tilraun til að rjúfa hauginn, hefði verið Árni nokkur hvítkoll- ur á Móbergi í Langadal, maður Ketilríðar Ketilsdóttur (systur Natans). Átti hann að hafa orðið fyrir sömu gjörningum og aðrir haugrofar á undan honum. Ekki minnist ég þess, að hafa nokkru sinni heyrt getið um Gauts haug og furðar mig á því, ef hann er einhver til, því vafalaust er hann þá í landareign Gautsdals í Laxárdal. Þetta misræmi í sögn- um um uppruna „Vatnsdýrsins úr Holtastaðakirkju“ skiptir sennilega ekki miklu máli, því vafalaust eru báðar uppspuni. En þjóðsögn er þjóðsögn, og skemmtilegra er að hafa þá, sem „sannari reynist"! Að síðustu vil ég þakka Tíman- um fyrir margar skemmtilegar nýjungar, þar á meðal þátt þjóð- minjavarðár. Vafalaust munu marg ir fagna þeim þætti, eins og öðru, sem kemur frá þeim mæta manni. Guðmundur Frímann. Eru þær reglur um veitingu fjárins, að það skuli ganga til höf- unda, er hafa lagt fram mikla vinnu og unnið merkilegt starf, en hafa ekki tækifæri til að fá hæfi- lege laun greidd með útgáfu. Út- hlutunin á að fara fram undir um- sjá kirkju- og menntamálaráðu- neytisins, í samráði við bókmennta ráð norskra rithöfundafélagsins. Formaður norska rithöfunda- sambandsins, Hans Heiberg, hefir sagt, að hér sé vissulega ekki um neitt náðarbrauð að ræða, heldur launauppbót. Menn, sem skrifi fyr- ir fámennan lesendahóp, geti eigi að síður lagt fram merkilegan skerf til bókmenntanna og á það beri heildinni að líta. ATHUGASEMD Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að þegar ég talaði við Ragn- ar Jóhannesson um breytingu á nafni leikrits þess, sem Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir um þessar mundir, hafði hann ekkert við þá nafnbreytingu aðathuga, fremur en aðrar breytingar, sem gerðar hafa verið á þýðingu hans. Reykjavík, 27. febr. 1955, Karl Guðmundsson! Skipadeild SIS (Framhald af 7. síðu.) Fáskrúðsfjörður .*. 28 Stöðvarfjörður . .. 11 Breiðdalsvík . .. 11 Djúpivogur . . . 20 Hornafjörður . . . 23 Vestmannaeyjar . . . 22 Þorlákshöfn . . . 23 Keflavík ... 118 Hafnarfjörður . . . 24 Reykjavík ... 122 Gufunes 4 Hvalfjörður ... 65 Samtals: 66 hafnir, 1178 viðkom- ur. Erlent yfirlit (Framhald af 6. síðu.) erholm nú að stjórnarmyndun og bendir margt til þess að Fager- holm verði forsætisráðherra Finn- lands næstu misserin. Þ. Þ. Frægar konur (Framhald af 4. síðu.í unnu fyrir hrauði sínu á þennan hátt í lok 19. aldar. Seraphine rétt dró fram lífið. Dag nokkurn tók i hún að mála. Höndin, sem til j þessa hafði aðeins stjórnað gólf- sópum, stýrði nú penslinum hik- | laust. Hún málaði blóm og ávexti ó algerlega óvenjulegan hátt. Liti sína jilandaði hún eftir einhverri leyniforskrift, sem hún aldrei lét af hendi, en sem gaf litum hennar dýpt og glóð, er enn vekur aðdáun þeirra, sem heimsækja listasöfn þau, er nú eiga verk hennar. Nágrannar liennar, saniþjónar og húsbændur hæddu haná, veittu Iienni jafnvel áverka, en hún læsti sig inni í herbergi sínu og málaði. Sá dagur kom, að hún gat ekki gert annað en mála, hvað sem á gekk. Þýzkur listdómari, Wilhelm Uhde, upp- götvaði hana, veitti henni smá- vegis aðstoð og gaf henni mynd- ir. Þessi bljúga, gamla kona — hún var þá orðin aldurhnigin — reyndi af ofsafengnu kappi að yfirstíga fáfræðina, er háði Iista- þroska hennar, en svo fór, að andlegt þrek liennar þvarr og hún varð geðsjúk. Þá var henni konúð á hæli og þar dó hún árið 1934, blásnauð og gleymd. f dag eru listasöfn heimsins stolt, er þau ná í málverk með höfundar- nafninu „Seraphine de Senlis“. Hjartkær eiginmaður minn, J. Bjarni Pétursson, andaðist 28. þ. m. að heimili sínu, Vesturgötu 46 A. Ingibjörg Steingrímsdóttir. rt'3 ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.