Tíminn - 08.03.1956, Qupperneq 12
Veðurútlit í dag:
Allhvass suðaustan og rigning.
Gengur í suðvestan stinningskalda
með skúrum undir kvöldið.
40. árg.
fimmtudagur 8. marz
Hitastig kl. 20 í gærkveldi. 1
Reykjavík 3 stig, Akureyri 6 stig,
Vestmannaeyjar 5 stig, Sauðár-
krókur 8 stig, London 7 stig, Par-
ís 6 stig, Stokkhólmur 8 stig,
Vinsæll Menntaskólaleikur á Akureyri
Menntaskólanemendur á Akureyri sýna um þessar m mdir „Æðikollinn" eftir Ilolberg í leikhúsinu á
Akureyri, við mikla aðsókn. Þegar hafa verið 8 sý.iingar á leiknum og um helgina næstu verða tvær
sýningar. Síðan er ætlunin að sýna a. m. k. einu sinni í Húsavík. — Jónas Jónasson er leikstjóri. —
Finnska ríkisstjómin
stöðvaði benzínafgr.
Helsingfors, 7. marz. — Fullyrt er
að málamiðlunarnefndin í finnsku
vinnudeilunni leggi til að verkalýðs-
samtökin aflýsi verkfallinu gegn því
að þeim verði heitið 47 aura kaup-
hækkun á klst., en krafa verkfalls-
manna er um 82 aura hækkun. Bú-
sér til Björns Guðmundssonar, skrifstofustjóra Grænmetis- ist er við, að ríkisstjórnin hóti laga
ver?lunar ríkisins í gær og spurði hann, hvenær vænta
mætti,' áð kartöflur kæmu á markaðinn hér aftur. Kvað
hann næstu sendingu vera væntanlega fyrrihluta næstu
viku.
Frosthörkurnar á meginlandimi tepplu
ksrtðfluinnflutning hingað til landsins
Kartöílui* á þrotum í verzlunum, en tvær
sendingar væntanlegar í næstu viku
i
Þessa dagana eru kartöflur þrotnar eða á þrotum í yms-
um verzlunum hér í bænum og nágrenni, og sneri blaðið
— Því miður verður lítið um
kartöflur í verzlunum í þessari
viku, sagði Björn. Ástæðan er sú
að vegna hinna miklu frosta á
meginlandi Evrópu um nokkurra
vikna skeið, hefir innflutningur
þeirra teppzt síðan um miðjan
janúar. Stafar þetta af ísalögum
Bulganín ánægður
með bréf
Eisenhowers
Moskvu og London, 7. marz. —
Búiganín marskálkur sagði við
fréftamenn í Moskvu í dag, að
bréf; Eisenhowers forseia væri
mjög athyglisvert og hann
myndi svara því hið fyrsta. í
London var frumkvæði forsetans
fagnað og bréfinu lýst sem „að
dáanlegu“. Pineau utanríkisráð-
herra Frakka sagði í Karachi, að
hann væri mjög ánægður með
bréfið. Það myndi gefa Frökk-
nýjar tillögur á fundi afvopnun
arnefndar S. þ., sem kemur sam
an í London á inúnudag.
á flutningaleiðum erlendis og
einnig að ekki er gott að flytja
kartöflur á venjulegan hátt í slík-
um frostum.
Um niiðjan janúar voru liér all-
miklar birgðir, en sala hefir
reynzt meiri en dæmi eru til áður
á sama tíma, og nú er birgðirnar
að þrjóta.
Með Tungufossí,
Næsta kartöflusending hingað
(Framhaid á 2. síöuj
Fakistan óþolin-
niótt yfir Kasmír
Karachí, 7. marz. — Fundur SA-
Asíu-bandalagsins hélt áfram í Kar-
achi í dag fyrir luktum dyrum. Vit
að er að Pakistan vakti aftur máls
á deilu sinni við Indland út af Kas-
mír. Sagði utanríkisráðherra þeirra,
að ríkisstjórn sín væri mjög vonsvik
in vegna áhugaleysis ráðherranna
um það mál. Vildi hann, að þeir
lýstu yfir eindregnum stuðningi við
þjóðaratkvæði í Kasmír hið fyrsta.
Selwin Lloyd utanríkisráðherra
Breta hefir lýst yfir að hann telji
deiluna utan verkahrings bandalags-
ins.
setningu til að binda endi á verk-
fallið, ef ekki næst samkomulag á
grundvelli þessarar tillögu. Allt var
kyrrt í Finnlandi í dag, eftir að ríkis
stjórnin fyrirskipaði að hætt skyldi
benzinafgreiðslu. Stjórn Alþýðusam-
bandsins finnska hefir vítt útvarpið
finnska fyrir hlutleysi. Hafi það dreg
ið taum atvinnurekenda.
Fulltrúi kommúnista gefur skýrslu um Moskvuför:
Bjó á Hótel Sovétskaja og fór í leikhús á
hverju kvöldi - hélt aðeins 2ja mín. ræðu
Það er nú upplýst, að fulltrúar þeir, sem íslenzkir komm-
únistar sendu á flokksþingið í Moskvu, tóku þann einan
beinan þátt í þingstörfum, að Eggert Þorbjarnarson flutti
tveggja mínútna ávarp á íslenzku, og var það síðan birt í
Pravda. Frá þessu skýrir Eggert sjálfur í Þjóðviljanum í gær.
Hefur Kristinn E. Andrésson því
ekki tekið til máls, og hefur látið
ósvarað ásökunum í garð Stalíns
enda þótt ræður manna eins og
Mikojans og Molotovs um hinr.
látna leiðtoga hafi í öllu verið á
öðrum nótum en minningarræða
sú, sem Kristinn flutti hér í Reykja
vík árið 1953 og í fullri andstöðu
við skoðun kommúnista hér allt
fram á síðustu tíma.
Gisti á Sovét':kaja — fór í leikhús.
Eggert upp-
lýsir, að þeir
félagar hafi bú-
ið á Hótel Sov-
étskaja, sem er
dýrt og fíni, og
hafi flest kvóld
farið í leikhús.
Hefur því ekki
farið illa um þá
í Moskvu ,og læt
ur Eggert ákaf-
lega vel af förinni.
Eggert segir að mesta athygli
í Moskvu hafi vakið „hin djarfa
og hreinskilnislega afstaða allra
ræðumanna á flokksþinginu . . .“
(Áttu þeir ekki hreinskilni að
venjast frá fyrri tíð?)
En segir Eggert að þær orða-
ræður,, sem urðu um persónudýrk
un manna á fyrri tíð, „hafi ekki
komið neinum þingfuHtrúum úr
jafnvægi. Þvert á móti virtist svo
Eggert
Esja í dráitarferaut til skoðniiar og
viðgerðar eftir siglkgar í 15 ár
Um þessat- mundir er strandferðaskipið Ssja appi í drátt-
arbraut í Revkjavík, þar sem unnið er að skoðun skipsíns
og viðgerðum. Er hér um að ræða svokaRaða tiokkunarvið-
gerð, sem framkvæmd er með vissu millibili, í samræmi
við reglur tryggingafélaga.
Þjóðernisvakning í Arabaríkj
um gerir Bretum örðugt fyrir
segir Nutting. StjórnmálaástandiS þar eystra
veldur vesturveldunum æ meiri áhyggjum
London, 7. marz. — Brezka stjórnin ráðfærir sig nú við
bandamenn sína um brottrekstur Glubbs hershöfðingja, sem
var yfirmaður herforingjaráðs Jórdaníu. Frá þessu skýrði
aðstoðarutanríkisráðherrann, Nutting, í dag, er hann hóf
umræður af hálfu stjórnarinnar um málefni hinna nálæg-
ari Austurlanda. Hann kvað Breta hafa veitt Jórdaníu að-
stoð á síðustu 9 árum, sem næmi samtals 60 milj. punda.
Þeir hefðu staðið við sínar skuldbindingar, en það væri því
miður meira en hægt væri að segja með sanni um ríkis-
stjórn Jórdaníu, eftir að hún rak Glubb og aðra brezka
liðsforingja.
sem hér væri um mál að ræða, sem
ekki aðeins kommúnistaflokkurinn
heldur og alþýða manna (en það
virðast vera tveir og ólíkir aðilar
skv. þessu) yfirleitt væri búin að
sætta sig við . . .“
(Framhald á 2. síðu.)
Hansen og Bomholt
fengu sinn bílinn
hvor
Kaupmannahöfn, 7. marz. Dönsku
blöðunum verður í dag tíðrætt
um þau stórauknu viðskipti Dana
og Rússa, sem samið var um í
Moskvu. Þá vekja heldur ékki
litla eftirtekt þær frábæru við-
tökur, sem Hanscn forsætis- og
utanríkisráðherra og fylgdarlið
lians fékk hjá rússnesku leiðtog
unum. Bulganin bað þá Hansen
forsætisráðherra og Bomholt
menntamálaráðherra að þiggja
sinn rússneska bílinn livorn að
gjöf, en frúr þeirra svo og allir
aðrir í dönsku sendinefndinni,
fengu dýrindis loðfelldi, málverk
eða íburðarmikil og verðmæt
teppi. f lokaveizlunni, sem hald-
in var í Kreinl í gærkvöldi eftir
undirskrift sameiginlegrar yfir-
lýsingar um samningaviðræðurn-
ar, bauð danski forsætisráðherr-
ann rússnesku leiðtogunum að
koma í opinbera heimsókn til
Danmerkur. Hansen og fylgdar-
lið hans er nú á ferðalagi um
Rússland og lýkur því 14. marz
n. k.
Esja er nú orðin 16 ára og hefir
þetta snyrtilega, vel byggða og
llraðskreiða skip orðið þjóðinni til
ómetanlegs gagns, ekki sízt á stríðs
árunum, þegar siglingar þess voru
einu samgöngurnar að kalla við
heil byggðarlög víðs vegar á land
inu. Var það mikíð happ, að Esja
var kominn hingað til lands, áður
en styrjöldin lokaði öllum leiðum.
Stærsta skip I slipp hér.
Esja mun vera eitt stærsta skip
sem tekið hefur verið í slipp hér
á landi en skipið er 1347 lestir.
Skoðun sú og viðgerð, sem fram-
j kvæir.d er á fjigurra ára fresti er
í all umfangsm:kil cg er ráðger.t að
verkinu verðt að þe?:u sinni lokið
á rösklega fjóriurn v'kuni. Verður
skipið því tilb'úið, áður en vor-
siglingarnar hefjast.
íslenzku strandferðaskipin eru
öll tryggð samkvæmt fyrstu kröfu
flokki tryggingarflokkunar. Iðgjöld
eru þar lægst, en mestar kröfur
gerðar um eftirlit og viðhald. Er
-því viðgerð sú sem framkvæmd
er á skipunum á fjögurra ára fresti
ail umfangsmikil.
Um ástandið í löndunum þar
eystra yfirleitt sagði Nutting, að nú
gengi yfir örðugt tímabil í sam-
búð Breta við Arabaþjóðirnar sök
um þjóðernisvakningar, sem færi
um þessi lönd.
Þolinmæði en festa.
Bezta stefna Breta við þessar
aðstæður væri að sýna þolinmæði,
en þó mikla festu. Auka samvinnu
á þeim sviðum, er máli skiptu,
landvarnir og öryggi ásamt eflingu
atvinnulifs og fjármála í þessum
löndum. Breta kvað hann standa
óhaggánlega varðandi Bagdad-
bandalagið, enda hefði það sannað
tilverurétt sinn.
Ekki ábyrgjast landamæri.
Hann kvað Breta fúsa til að taka
ábyrgð á samkomulagi, sem ísrael
og Arabaríkin kynnu að gera sín
á milli. Hið sama vildu Bandarík-
in gera. Hins vegar kæmi ekki til
mála að ábyrgjast einhliða landa-
mæri ísraels eins og þau
nú væru. Það myndi mesta óþurft
arverk, sem unnt væri að vinna
þar eystra eins og stæði.
(Framhald á 2. síðu.)
Maður útbyrðis
og drukknaði
Aðfaranótt mánudags vildi það
slys til á vélbátnum Völustein
frá Bolungarvík að stýrimaður-
inn Oddur Sigurgeirsson frá
Seyðisfirði féll útbyrðis og
drukknaði.
Vélbáturinn Völusteinn var í
róðri og var að leggja línuna og
mun straumhnútur hafa riðið
undir bátinn. Myrkur var eu
skipverjar köstuðu út ljósbauju
og leituðu lengi en án árangurs.
Eysteinn og Ásgeir náðu góðum
árangri á Holmenkollenmótinu
Tveir íslendingar, þeir Eysteinn Þórðarson og Ásgeir*
; Eyjólfsson, sem kepptu á Holmenkollen-skíðamótinu í Nor-
i egi um síðustu helgi, náðu allgóðum árangri. Eysteinn varð
'11. í stórsvigi og 12. í svigi, en Ásgeir varð 16. 1 stórsvigi
og 32. í svigi.
i Þrír aðrir íslendingar, Guðni
I Sigfússon, Þórarinn Gunnarsson
og Grímur Sveinsson, tóku einnig
þátt í mótinu, en ekki er skýrt
frá árangri þeirra í norska íþrótta
blaðinu.
Sigurvegari í sviginu varð Norð-
maðurinn Sjaastad á 2:12,5 mín.,
annar varð landi hans Oppdal á
2:14,9.Bandaríkjamaðurinn Miller
varð þriðji á 2:15,6 mín. Bezti
Svíinn, Strandberg var 11. á
2:20,9 mín., einu broti úr sek.
á undan Eysteini, sem varð 12.
Ásgeir fékk tímann 2:26,2 og varð
16., en bezti Finninn varð í 28.
sæti.
I stórsviginu sigraði einnig Nor5
maðurinn Thorsteinsen, á 1:29,7
mín. Landi hans, Berge, varð ann-
ar á 1:31,4 og Miller þriðji á
1:31,5 mín. Eysteinn náði ágæt-
um árangri, varð 11. á 1:35,7 nlín.,
og var því aðeins sex sek. mun-
ur á honum og fyrsta manni. Ás-
geir fékk 1:45,8 mín. o'g varð í
32. sæti. Bezti Finni var í 18. sæti
og bezti Svíi í 20. sæti.
Meðal keppenda á mótinu voru
fjórir Grænlendingar og urðu
þeir mjög vinsælir, þótt geta
þeirra væri ekki mikil. Þeir féllu
hvað eftir annað, en létu það lítið
á sig fá.