Tíminn - 25.01.1957, Blaðsíða 8
8
T í M I N N, föstudaginn 25. janúar 1957,
Steingrímur Jénsson, sýslumaður
(Framhald af 7. síðu.)
ur gæ'ðingur, sem Neisti nefndist.
Steingrímur var mikill dáandi
„klassískrar menningar“, ágætur
sögumaður, einkum fornaldarsögu,
og hefir hann drukkið þau áhrif
í Lærðaskólanum í Reykjavík.
Hann er síðan við háskólann á
Brandesaröld Dana, og „Verð-
andi“-árum íslendinga.
* Einar Hjörleifsson, Hannes Haf
stein og Einar Benediktsson voru
sömu háskólakynslóðar, en nokkru
eldri, allir efnishyggjumenn á þeim
dögum, þó að annað yrði síðar.
Eftir háskólann tók við þriggja
ára þjónusta hjá Nellemann, rót-
grónasta íhaldi þeirra tíma, sem
skipti þjóðunum í fyrirmenn, er
skvldu ráða og undirmenn, sem
urðu að lúta.
Steingrímur bar glæsileg'an fyr-
irmennskusvip, er hann kom
„heim“ 1897. Marga háskólamenn
okkar henti það, er þeir fóru að
starfa hér heima, að skilja ekki
lýðræðislegar félagshreyfingar
fólksins, þótt frjálslyndir væru í
stjórnmálum. Benedikt Sveinsson
sýslumaður og Einar Benediktsson
voru t. d. alltaf andstæðingar Kaup
félags Þingeyinga, meðan þeir
dvöldu hér í sýslunni, Skúli Thor-
oddsen var undantekning, en þó
öllu framar Steingrímur Jónsson.
Það sást brátt, að arfur og uppeldi
frá Gautlöndum var sterkara en
öll broddborgaraleg menningará-
hrif.
Sýsluma'ður og
félagsfrömuSur
Ein af hinum gömlu hjáleigum
prestsetursins á Húsavík nefndist
Naust og stóð á víkurbakkanum
norðarlega. Þegar Kaupfélag Þing
eyinga var stofnað átti að bola því
frá allri aðstöðu í landi, en Nausta-
bóndinn bjargaði. Hús kaupfélags-
ins og athafnasvæði eru enn að
mestu um hið forna Naustatún.
Það var eigi tilviljun, að hinn ungi
sýslumaður fékk hússtæði í ná-
býli kaupfélagsins. Ilann var frá
æsku nátengdur þeirri stofnun.
Hús sitt byggði hann hjá hinum
gamla Naustabæ, mjög vandað
timburhús, sem nú er í eigu K.
Þ. og íbúðarhús kaupfélagsstjóra.
Pétur á Gautlöndum tók við for
mennsku K. Þ. af föður sínum
1889 og hélt henni í 30 ár. Á hcrð
um hans hvíldi öll reikningsfærsla
og var á hans ábyrgð. Fyrri árin
fór reikningsfærslan mest fram á
Gautlöndum. En æ meir kraföist
þó formennskan langdvalar á
Húsavík. Hann hafði þá jafnan að
setur í húsi Steingríms bróður
síns. Benedikt frá Auðnum var
sýsluritari og jafnframt í stjórn
K. Þ. Sýslumaður var einnig í fé-
lagsstjórninni frá aldamótum. —
Þarna var því löngum að finna
þrjá af fimm stjórnarnefndar-
mönnum. Hús sýslumannsins stóð
öllum opið, var eigi minni ös
manna vegna kaupfélagsins cn
sýsluskrifstofunnar og eigi minni
risna. Auk þess var sýslumaður
bæði frændsterkur og vinmargur
í héraði.
Steingrímur kvæntist við heim-
komu sína Guðnýju Jónsdóttur frá
Grænavatni, glæsilegri atgervis-
konu, er hélt uppi hinu stóra heim
ili af skörungsskap og með mikl-
um menningarbrag, þar sem sam-
an fór arfgeng risna bændakon-
unnar og mennin,garhættir, sem
þá þóttu henta fyrirmönnum.
Eigi verða rakin hér hin marg-
háttuðu störf Steingríms fyrir;
kaupfélagið, en vöxtur og við-
gangur samvinnustefnunnar var
efalaust hans heitasta áhugamál
frá æsku til ellidaga. Hann var
einn af stofnendum SÍS og for-
maður þess um skeið. Steingrím-
ur gaf sér litinn tíma til ritstarfa.
en allmargar greinar átti hann þó
um samvinnumál, bæði í Ófeigi og
tímariti samvinnumanna. Á fimrn-
tugsafmæli SÍS mætti hann sem
heiðursgestur og heiðursfélagi á
aðalfundi sambandsins, þá einn á
lífi stofnenda. En á fyrstu áratug-
um sambandsins var hann oftast
áhrifamikill fulltrúi og oft fundar-
stjóri.
Félagsstörf Steingríms Jónsson-
arar voru þó alls eigi bundin við
samvinnufélögin ein. Iíann var í
hvívetna ágætur félagsmaður.
Ræðumaður var hann skýr og ljós.
Mér fannst aldrei meira að lionum
sópa en í ræðustól. Þar skipti
miklu máli fjör hans og hvatleiki
og meðfædd glæsimennska.
Steingrímur gegndi fjölda fé-
lagslegra trúnaðarstarfa á Húsa-
vík og sér þar enn hans merki.
Hann var t. d. í sóknarnefnd í
rúm tuttugu ár. Það mun hafa ver-
ið mest af hans hvötum, að hin
veglega kirkja var þar reist 1907,
og er óhætt að fullyrða að hún er
veglegasta og stílhreinasta kirkj-
an, sem á landinu reis á fvrsta
fjórðungi aldarinnar. Hann var í
byggingarnefnd kirkjunnar og
lagði á ráðin hvernig hið fámenna
þorp gat risið undir þessu stór-
virki á örðugum tímum. Hann var
einnig í hreppsnefnd Húsavíkur
um langt skeið og réði mestu um
að þar reis einnig ágætt skólahús
á næstu árum eftir að kirkjan var
fullgerð, og var það hús einnig á
undan tímanum, og sýna þessar
framkvæmdir framsýni og stórhug.
Eigi kvað minna að sýslumannin-
um í frjálsum félagsskap. Eg vil
aðeins eitt nefna: Hann stofnaði
á Húsavík málfundafélag og var
lífið og sálin í þeim félagsskap um
langt árabil. Tilgangurinn var
ekki hagrænn. Félagsmenn komu
aðeins saman til þess að skiptast
á orðum og hugsunum, tengjast
andlegum samböndum og rökræða
mál.
Þess er getið áður, að Benedikt
frá Auðnum var sýsluritari lengst
af þeim tíma, sem Steingrímur
var sýslumaður á Húsavík. Þeir
voru andstæður að útliti og skap-
gerð, en þó var hið langa samstarf
þeirra farsæR. Benedikt er með
réttu eignuð forstaða hins ágæta
bókasafns, sem í raun og veru
varð að þjóðskóla Þingeyinga ára
tugina fyrir og eftir aldamótin.
En hinu má ekki gleyma, að Stein
grímur sýslumaður var þar einnig
mikilsverður, bæði í ráðum um
bókaval og um fjárhagsstuðning
við safnið, bæði frá sýslusjóði og
frá kaupfélaginu.
Steingrímur sýslumaður skrif-
aði mjög ólæsilega rithönd. Það
var eins og hin öra skapgerð —
hlypi með pennan í gönur. En
embættisbréf þeirra voru snilldar-
verk. Eg sá nokkrum sinnum
hvernig bréfin urðu til. Sýslumað
ur gekk um gólf, mjög hratt, horn
anna á milli, og snerist snöggt á
hæl um leið og hann las fyrir,
skýrt og glöggt, stutt og mótað
mál. Benedikt skrifaði með sinni
sérkennilegu, glöggu og fögru rit-
hönd. Þessi bréf gátu verið hrein-
asta listaverk, bæði að máli og
stíl sýslumanns og hinni óhvikulu,
listrænu smekkvísi ritarans.
Steingrímur Jónsson átti allang
an stjórnmálaferil og var mikill á-
hugamaður um landsmál. Hann
var ákveðinn og eindreginn heima
stjórnarmaður, vinur og samherji
Hannesar Hafstein. Ræður lians á
stjórnmálafundum hér í héraði
munu ennþá minnisstæðar hinum
eldri mönnum. Hann var konung
kjörinn þingmaður frá 1907—15.
Sátu þeir þá á þingi saman þrír
bræður Steingrimur, Kristján há-
yfirdómari og Pétur á Gautlönd-
um. Raunar var „konungskjör"
þingmanna þá stjórnarkjör og
réði Ilannes Hafstein hverjii
hlutu. Steingrímur var áhrifamik-
ill þingmaður. Hann átti sæti í
samninganefndinni við Dani 1908.
Árangur þeirra samninga var
„Uppkastið“ fræga, og urðu út af
því miklar æsingar, er enduðu
með- kosningaósigri heimastjórnar-
manna.
En þó vannst það, er síðar
skipti mestu máli: Danir viður-
kenndu íslendinga sem fullgilda
samningsaðila, og fullveldið, sem
fékkst tíu árum síðar, reis á þeim
grunni.
Bæjarfógeti á Akureyri
Steingrímur Jónsson varð bæj-
arfógeti á Akuteyri og sýslumað-'
ur í Eyjafjarðai sýslu vorið 1920.
Ennþá var hann í næsta nágrenni
okkar Þingeyinga. Hann hafði eigi
aðeins verið okkar yfirvald í 23
ár, heldur og néinn samverkamað-
ur í félagsmálum og kær vinur
fjölmargra manna. En nú verður
að geta atburða, sem köstuðu
nokkrum skugga á sambúðina
milli hans og sumra Þingeyinga.
Meiri ró og festa hafði verið í
stjórnmálaveðurfari Þingeyinga
en flestra annarra, og aldrei hiti
í kosningum. Jón Sigurðsson á
Gautlöndum var þeirra þingmað-
ur 1859—1886, en var þá kosinn
af Eyfirðingum, en sr. Benedikt í
Múla settist i sæti hans til 1891.
Þá tók þingsæti S-Þing. Pétur á
Gautlöndum og hélt þingsætim.i
nær gagnsóknarlaust í rúm þrjá-
tíu ár. Höfðu þá Gautlandabænd
ur, þeir feðgar Jón og Pétur ver-
ið til samans þingmenn í 63 ár
samfleytt, og jafnan þingmenn
Siður-Þingeyinga, nema eitt kjör-
tímabil.
Pétur á Gautlöndum varð bráð-
kvaddur 20. janúar 1922, þá ráð-
herra og búsettur í Reykjavík.
Á þessum árum var flokkaskip-
un að riðlast. Framsóknarflokkur
inn og Alþýðuflokkurinn voru vax
andi, en Heimastjórnar- og Sjálf-
stæðisflokkarnir á fallanda fæli,
og héldust meira saman af per-
sónusamböndum en málefnum. —
Framsóknarflokkurinn átti hvergi
traustari tök en hér. Hann bauð
hér fram nýliða. Hins vegar hafði
kjördæmið verið öruggasta vígi
heimastjórnarmanna og aldrei
haggazt, jafnvel ekki 1908, er þeim
var hlaðið I valkesti í öllum lands
hlutum.
Heimastjórnarmenn buðu fram
Steingrím bæjarfógeta. Kosning
fór fram á þorraþrælnum. Tíðar-
far var stillt þorra þennan, en
hjarn og gaddfæri um allar jarð-
ir. Þá voru stórviðri í stjórnmál-
unum, sem mönnum var hin mesta
nýlunda. Kosningabaráttan var af-
ar hörð og óvægin, en kosninga-
sigur framsóknar alveg ótvíræður.
Svo mun vera, að minning Stein-
gríms Jónssonar standi í augum
hinna yngri manna, í nokkrum
skugga þessara kosningahríðar —
þeirra, sem ekki muna hans fyrri
störf í þágu þessa héraðs.
Steingrímur hélt hinu nýja emb-
ætti frá 1920—1934, en hætti þá
sökum aldurs. Alls var hann
„valdsmaður" í 37 ár. Sýslumanns
embættin hafa á sér virðingar-
þunga sögunnar. Sýslumenn voru
nánustu arftakar goðanna, síðan
höfðu þeir hver í sínu liéraði sem
sýslunarmenn konungs, að flestu
óskorað eindæmi, jafnvei um líf
eða dauða.
Steingrímur bar uppi virðingu
embættisins framar öllum sýslu-
mönnum, sem ég hefi hitt. En sam
fara því átti hann innilega ljúf-
mennsku og frjálslyndi lýðræðis-
mannsins. Hann skildi hlutverk
sitt rétt. Hann tók valdsmanns-
stöðu frá einveldi og breytti
henni í þjónustu undir lýðræði.
Eigi er mér jafnvel kunnur
starfsferill Steingríms Jónssonar
eftir búferlaskiptin. En á marg-
háttuðum störfum, sem honum
voru falin, má glöggt sjá, að Ey-
firðingar hafa fljótt fundið eins
og Þingeyingar, hve hann var
ágætur starfsmaður í félagsmálum.
Sjaldgæft mun t. d. að bæjarfóget-
ar séu forsetar bæjarstjórnar. —
Af stórvægum framfaramálum,
sem hann veitti öflugan stuðning
má nefna Menntaskóla Norður-
lands. Hér var hann einnig í sókn
arnefnd og starfaði mjög að kirkju
byggingarmálum. Nafn hans mun
á báðum starfsstöðúm tengt skóla
og kirkju.
Steingrímur var lengst af próf-
dómari við menntaskólann. Þvi
hafa lýst stúdentar þaðan, live
hugþekkur þeirn öllum var próf-
dómarinn. Þeir fundu frá honum
velvild og hlýju, er óskaði öllum
góðs farnaðar, þótt ekki hvikaði
hann frá hlutlausu réttdæmi.
Þetta hugarfar, sem mótaði síðasta
trúnaðarstarf hans, var liið sama
og fylgdi honum í embættisferli.
Steingrímur dó síðastur hinna
kunnu Gautlandabræðra. Enn lif-
ir ein alsystir hans, Rebekka,
ekkja sr. Guðmundar frá Gufudal.
Hún dvelur nú hjá Haraldi syni
sínum, fyrrum ráðherra í Reykja-
vík, 92 ára. Ein hálfsystir Stein-
gríms, Sigríður Jónsdóttir, er bú-
sett í Winnipeg.
Minning: Brynjólfiir Jónsson
Þann 15. þ. m. andaðist að heim
ili sínu í’ Reykjavík Brynjólfur
Jónsson, trésmiður frá Akureyri,
rúmlega áttræður að aldri.
Hann var fæddur í Hrafnadal í
Hrútafirði 10. maí 1875, einn af
mörgum börnum hjónanna Sigríð
ar Bjarnadóttur og Jóns Lýðsson-
ar, er þar bjuggu lengi. Rúmlega
tvítugur að aldri fór hann til
smíðanáms hjá Snorra Jónssyni
trésmíðameistara og kaupmanni ái
Akureyri, og lauk þar námi í þeirri I
iðn. I
Brynjólfur kvæntist Ólafíu Ein
arsdóttur frá Tannstaðabakka 20.
maí 1902. Þau stofnuðu heimili
á Akureyri og áttu þar heima til
ársins 1939, að undanskildum
tveim árum, 1920 og 1921, er þau
voru búsett á Hvammstanga. Árið
1939 fluttust þau til Reykjavíkur
og hafa átt þar heimili síðan.
Þau hjón, Brynjólfur og Ólafía,
eignuðust sjö börn, sem öll kom-
ust til fullorðinsára. Tvær dætur
þeirra, Alda og Sigriður, eru látn
ar, en fimm systkinin, Ragnar, Ein
ar, Hanna, Elín og Bragi eru á
lífi, nú öll til heimilis í Reykja-
vík.
Brynjólfur Jónsson vandist mik
illi vinnu strax á upp'vaxtarárun-
um og var mjög starfshneigður og
góður verkmaður. Hann vann fyrst
og fremst að smíðum, einkum húsa
smíðum, en einnig öðrum störfum,
sem til féllu, og hlífði sér hvergi.
I öllum störfum kom fram sam-
vizkusemi hans og trúmennska,
og hann lét sér ætíð annt um að
þau verk, er hann vann, kæmu að
sem beztum notum. Hann gekk til
vinnu fram á elliár, meðan heilsa
og kraftar leyfðu, en síðustu árin
var þrekið á þrotum, og þegar
svo er komið er hvíldin góð verk
lúnum manni.
Brynjólfur var glaðlyndur að
eðlisfari og kunni vel að greina
bjartari hliðina á tilverunni. Við,
sem þekktum hann, geymum góðar
minningar um hann, og kveðjum
hann með kærri þökk fyrir margar
ánægjulegar samverustundir.
Sk. G.
Minning: Pálmi Jónsson, Geifaliergi
22. f. m. lézt af slysförum að
heimili sínu ungur maður, Pálmi
Jónsson, aðeins 24 ára gamall.
Hann var sonur hjónanna á
Geitabergi í Svínadal, Jóns hrepp-
stjóra Péturssonar og Steinunriar
Bjarnadóttur.
Það má ætla um svo shitta
starfsævi sem hans var, að hún
skilji ekki eftir mikil spor. En
allt að einu verður Pálmi lengi
hugstæður þeim fáu, er kvnntust
þessum góða dreng. Hann var
lengi veill á heilsu. En á síðustu
æviárum hans hafði orðið þar
mikil breyting á, og gekk hann
upp frá því að allri erfiðisvinnu
í föðurgarði af dugnaði, áhuga og
skyldurækni. Var hann heimilis-
rækinn með afbrigðum, enda
hvíldi búskapurinn verulega á
honum á heimili roskihna for-
eldra, þar sem hann var eini son-
anna heima. Húsdýrin hirti hann
af nærærni og ríkri umönnun og
hlúði að ræktun og gróðri jarðar,
enda var honum föðurtúnið kært,
og hafði átt þar heima óslitið,
nema þá vetrartíma, er hann
stundaði nám við gagnfræðaskóla
í Reykjavík.
Pálmi var mjög bókhneigður
piltur og gagnfræðingur að mennt
un. Gekk honum nárnið vel, og
lögðust góð greind og rík sam-
vizkusemi á eitt um árangur.
Eftir að hann kom heim frá
námi og vann að búinu eyddi hann
því nær öllum sínum tómstund-
um við lestur góðra bóka. Hélt
hann vel við tungumálanámi sínu
frá skólaárunum og las ekki að-
eins íslenzkar heldur og enskar og
danskar bækur. Var hann að upp
lagi iðjusamur jafnt við andlega
sem likamlega vinnu.
En eigi er það þó þetta í fari
hans, er geymir minninguna um
hann bezt, heldur hitt, hve góður
drengur hann var og vandaður.
Frú Guðný, koria Steingríms
Jónssonar, andaðist fyrir tveim
árum. Þeim varð fjögurra barna
auðið. Elzt var Þóra, gift Páli
Einarssyni fulltrúa bæjarfógetans
á Akureyri. Hjá henni átti Stein-
grímur athvarf í elli sinni. Tveir
synir hans, Jón og Kristján, urðu
sýslumenn. Önnur dóttir hans, Sól-
veig, veiktist af heilabólgu í
bernsku og lifði til fullorðinsára
sem hugljúft barn í sínum van-
þroska. Fósturdóttir þeirra var
Þórleif Pétursdóttir frá Gautlönd-
Hann bauð af sér óvenjugóðan
þokka, og svipur hans lvsti hrein-
um og göfugum hug. Aldrei mælti
hann misjafnt orð um nokkurn
mann, og hverjum manni fúsari
til fyrirgreiðslu og hjálpar við
hvern þann, er á vegi hans varð
og þurfti á slíku að halda.
Pálmi var fáskiptinn í gerðinni
og dulur í skapi. Var hann þó hýr
í bragði og átti hið hlýia bros, er
fór honum eingar vel. En hlédræg
ur var hann. Feimni sálarinnar
var honum meðsköpuð.
Hann tók þó virkan þált í störf-
um ungmennafélags sveitarinnar,
og var félagsdrengur góður, eins
og ætla má. Hafði hann m. a. yndi
af íþróttum og tók nokkurn þátt
í þeim sjálfur.
Hávaði og ýmiskonar ærsl, er
félagslífi fylgir, voru ekki Pálma
að skapi, að ég ekki tali um hrein
an gáska og hugsunariítið eða á-
byrgðarlaust hjal, til þess varhann
of mikill alvörumaður.
Hann hugsaði meira um torræð
rök en þorri manna á háns aldri,
og leyndi sér eklci, að oft var hug-
ur hans ofar heimi hversdagsleik-
ans, þó að ekki gleymdi hann
skyldunum við hann.
„Þeir, sem guðirnir elska, deyja
ungir“, sögðu Rómverjar hinir
fornu. Mér þótti sem þetta hefði
rætzt, er ég frétti lát þessa unga
manns, sem bjó yfir göfugum hug
og góðu hjarta.
(Framhald á 9. síðu.)
Erlent yfirlit
um.
Yztafelli í janúar 1957.
Jón Sigurðsson.
(Framhald af 7. síðu)
Morton tilheyra hinum frjálslynd
ari armi republikana,
AF NÝLIÐUNUM í fulltrúadeild-
inni er enginn verulega þekktur
nema Dalip Singh Saund frá Kali-
forníu. Frægð sína á hann því
fyrst og fremst að þakka, að hann
er borinn og barnfæddur í Ind-
landi, kominn af kunnum Sikhætt
um þar. Hann kom sem námsmað-
ur til Bandaríkjanna 1919 og sett-
ist síðan að þar. Þegnrétt þar fékk
hann þó ekki fyrr en 1949. Sein-
ustu árin hefur hann verið sátta-
semjari í allstóru umdæmi í Kali-
forníu. Ilann sigraði þekkta auð-
konu, sem hefur alllengi verið
fulltrúi umrædds kjördæmis fyrir
republikana. Eftir kosningasigur-
inn fór Saund til Indlands og tal-
aði máli Bandaríkjanna við landa
sína. Saund tilheyrir hinum frjála
lyndari armi demókrata. Þ.Þ.