Tíminn - 10.02.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.02.1957, Blaðsíða 4
4 Arth-jr Miller er ennþá sár viS Isnda sína fyrir hvernig þeir tóku síðasta leikriti hans, sem hann nefndi „A view from the bridge". Það náði ekki hylli amerískra leikhús- gesta, og gagnrýnendur fóru heldur ómildum orðum um það. En það eru miklar sárabætur, að það féll þeim mun betur í geð leikhúsgestum í London. Þar varð það mjög fjölsótt og þótti miklu betra verk í brezk um blöðum en bandarískum. Með það vegarnesti hélt Arthur Mil- ler heim til Bandaríkjanna frá Bretlandi fyr- ir nokkru. Og ekki einsamall. Miller Með honum var auðvitað konan hans, Marilyn Monroe. BLAÐAMENN höfðu það upp úr Miller, um það leyti, sem hann kvaddi Evrópu, að hann væri með nýtt leikrit í smíðum. Sú saga bef'r sensið. að Miller hefði í huga að semja leikrit þar sem höfuðpersónan væri eins og gerð fyrir Marilyn, en hann brást hinn versti við, er blaðamaður gat þess til, að þann- ig myndi í pott- ipn búið í nýju leikriti. Kvaðst aldrei skrifa leik- rit, sem væru að nokkru leyti miðuð við ákveðinn Jeikara eða honum til geðs á nokk- urn hátt. Væri Marilyn þar engin undantekning. Marilyn á enn eftir að ljúka samningum um leik í kvikmynd, en að þvi búnu er helzt ætlað að liún snúi sér að leiksviðinu sjálfu, ef hún þá kemst til þess fyrir hús- móðurannríki af ýmsu tagi. Marilyn Það er víst einsdæmi, að ríki gefi út frímerki til heið- urs manni, sem vinveitt banda lagsríki heldur í fangeisi og Árthor Milíer er að semja nýtt leikrit en ekki fyrir Marilyn - Grikkir grafa epp gamla ræðn eftir Churchill og I gefa át frímerki - Anua Borg fær | mikiS lof fyrir leikstjórn kallar hættulegan. En þetta hefir samt gerzt í sambúð At- | lantshafsbandalagsríkjanna Bretlands og Grikklands. Grikkir hafa gefið út heila röð af frímerkjum til heiðurs Makarí- osi erkibiskupi á Kýpur, sem Bret- ; ar geyma í haldi á Seychelleseyj- um í Indlandshafi, enda segia þeir að Makaríos sé hættulegur maður, sem beri ábyrgð á morðum og i hryðjuverkum EOKA-félagsskapar- ins á Kýpur, er berst fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti þjóðarinnar. 1FRÍMERKJAÚTGÁFAN er til að storka. Um það vitnar þetta mcrki því að á það er prentaöur enskur texti, sem er líklegur til að fara í taugarnar á Bretum. Neðan við mynd biskupsins er prentaður ræðukafli eftir Winston Churchill, sem Grikkir hafa graíið upp úr gleymskunni en ræðan var flutt ár- ið 1907. Þá sagði Churchill: — „Ég tel það aðeins eðlilegt, að Kýpur- búar, sem eru af grískum upp- runa, geti horft fram til samein- ingar við það land, er þeir kalla Makarios sitt móðuriand, sem til hugsjónar, er þeir geti barist fyrir af aivörö og einlægni .. “ Grikkir telja heppilegt að rifja þessi orð upp nú, og kjósa að gera það á þennan hátt. Frítnerkin ber- ast um ailar jarðir á bréfum og minna á örlög erkibiskupsins og baráttu Kýpurbúa. Dönsku blöðin eru sammála um að sýningin á óperunni Grímuballið eftir Verdi hafi ver- ið sigur fyrir óperuna, og þakka það ekki sízt ágætri leikstjórn Anna Borg frú Önnu Borg Reumert, sem debuteraði sem leikstjóri við óperu. Hér í blaðinu eru áður rakin utnmæli danska blaðsins „Dagens Nyheder,, utn fraininistöðu Önnu. í „Land og Folk“ segir svo frá uppsetningu óperunnar m. a.: “ ... Hin nýja uppsetning kon- unglcgu óperunnar á tónaharm- leik Verdis er fyrst og fremst sigur fyrir Ieikstjórann, frú Önnu Borg. Það er lireinn unaður að sjá persónur vera teins og lifandi manneskjur í óperu. f*að hendir ekki oft hér í landi. Óperan leið fagurlega yfir sviðið,' þar var engin stöðnun, jafnvel ekki þar sem mest reyndi á í söngvunum, og hér voru engar óþarfar til- færingar...“ Aukafundur SÍF vegna fisksöíu- frumvarpsins Út af framkomnu frumvarpi til laga um sölu og útflutning sjávar- afurða o. fl. hefir stjórn Sölusam- bands íslenzkra fiskframleiðenda ákveðið að kalla saman aukafund svo skjótt sem unnt er. Fundardag ur verður endanlega ákveðinn næstu daga, og tilkynning um hann birt í blöðum og útvarpi. Bannað að segja upp MOSKVA-NTB, 8. febrúar. Stjórn rússneska verkalýðssambandsins sendi í dag út tilskipun til vcrka- lýðsfélaga landsins um að láta draga alla þá verkamenn til á- byrgðar, sem segðu upp starfi sínu á „ólöglegan hátt“. Frétt þessi var höfð eílir Tass- Hei<Si<$ hátt Bandarísk mynd. Aðalhlutverk: John Wayne, Robert Stack, Clarie Trevor, Robert Newton, Jan Sterling. Myndin er byggð á samnefndri sögu eftir Ernest K. Gsnn, sem komið hefir í ís- lenzkri þýðingu sem framhalds- ^ saga í Þjóðviljanum. Myndin hefst í flugsföð í Honolulu. Farþegarnir koma einn eftir annan að afgreiðsluborðinu og bíða síðan eftir brottfararkalli vélarinnar. Ailt gengur samkvæmt áætlun; farþegárnir stíga inn og vélin hef- ur sig til flugs út yfir blátt Kyrra hafið. Strax við afgreiðsluborðið fær áhorfandinn nokkur kynni af farþegunum, sem síðar verka sem ágæt undirstrikun á ýms viðbrögð þeirra. Þar sem um kvikmynd er að ræða, þykir að sjálfsögðu ekki hlýða að sýna hin raunverulegu leiðindi langflugsins; endalausar drunur hreyflanna og syfjuleg og svip- brigðalaus andlit farþeganna, sem hafa ekkert fyrir stafni annað en bíða lendingar. Aftur á móti gerist strax í upphafi ýmislegt, sem held ur athygli áhorfandans vakandi, þótt það fari ekki heim við raun- verulegt eðli langflugsins. Fólk leysir frá skjóðunni, segir sínar farir ekki sléttar; gleðst og hrygg- ist, en fljótlega kemur annað og meira til sögunnar. Áhorfandinn finnur að geigur er með í ferðum og veit ekki hvernig tekst fyrr en í lokin. Myndin er sem sagt spenn- andi. Eftir að dimmt er orðið og einn far- þeganna vill reyna að hefna sín á friðli konu sinnar, dettur skrúfa af einum mótornum. Það kviknar í móto*-num um leið, en eldurinn er fljótlega slökktur. Þetta er ekki í rauninni ýkja hættulegt, en enn- að hefir gerzt, sem gerir málið flóknara. Þegar skrúfan fauk, reif hún gat á benzíngeymi og þess vegna eru líkur til að benzínforði verði ekki nægur til a.ð ná San Francisco. Þetta gerist í þann mund að vélin er að íljúga yfir það, sem kaljað er point of no re- turn, og þýðir í rauninni þann stað vegalengdarinnar, sem veidur „vatnaskilum“. Á þessum stað er jöfn lengd til tveggja næstu flug- vaila og þegar er komið yfir liann skal haldið áfram, en annars snúið við. Nú hefst mikið taugastríð og far- þegar taka hættunni misjafnlega, en jafnframt er allt undirbúið til lendingar í hafi. Það, sem fax-þeg- arnir vita þó ekki, er sú stað- reynd, að vont er í sjóinn og óvíst hve giftusamlega tekst með björg- unina. Strandgæzluliðið og björg- unarvélar eru kvaddar á vettvang, en jafnframt eykst spenna mynd- arinnar stöðugt, því sýnilegt vei'ð- ur bráðlega, að það munar ekki nema nokkrum mínútum, hvort benzín endist alla leið til San Francisco flugvallar eða ekki. Mynd þessi er mjög vel gerð og hvergi klaufaleg; jafnvel hin sjáif- skipuðu ástarallot hverrar kvik- myndar verða þarna viðkunnan- leg og ekki ofgerð. Ekki veit ég hvernig er litið á svona mvnd af forustumönnum flugmála. Varla breytir hún nokkru um skoðanir fólks á flugferðum. Sumir fara aldrei í flugvél eins og kunnugt er, en aðrir fljúga og segja eins og flugstjórinn í þessari mynd, að þeim sé ekki hættara í flugvél en í bifreið eða á skipi. Jafnvel gang- andi menn og ríðandi hafa viljað týnast á ferðalögum; öðrum hefir orðið eitthvað að aldurtila í bað- herbergjum að maður tali nú ekki um þann sæg, sem deyr í rúmum sínum. Og hvað lok þessarar mynd ar snertir er sýnilegt, að framleið- endur hennar ætla farþegum sín- um annað banadægur, en þessa nótt yfir Kyrrahafi. I. G. Þ. TÍIVÍÍNN, sunnudaginn 10. febrúar 1957. Þáttur kirkjunnar: Goástrú og vísindi 4* NÚ ER SÁ aldarháttur ríkjandi að telja vísindi og vís- ■í indamenn hina helztu leiðar- ;; stjörnu og einu öruggu vegvísa á þróunarbraut mannkynsins. 1 Það er því ekki úr vegi, að 1 athuga hvað vísindamenn sjálf- 1 ir segja unx það, sem venju- lega er talið tilheyra trú og kráftaverkum, eð'a þeim svæð- !! um tilverunnar, sem ekki verða ! könnuð nxeð rökum. | Eðiisfræðingur að nafni John ! | R. Brobeck, pi’ófessor við há- ! | skólann í Pennsylvaníu vakti ! mikla athygli á ársmóti brezkra og kanadískra lækna í fyrra og ! ræða hans var talin eftirtekt- ! ai’verðasta ei'indi mótsins. Hann ! segir þar meðal annars: SÉ VÍSINDAMAÐUR fylli lega heiðarlegur, getur hann ekki framar sagt, að nokkuð sé órnögulegt. Hins vegar get- ur hann fullyrt að ýmislegt sé óskýranlegt á grundvelli nú- verandi þekkingarstigs mann- kynsins. Vísindamaður getur ekki fullyrt, að allir eiginleik- ar efnanna og allar tegundir orku, séu nú þegar þekktir. Hvað verður að heimfæra, svo unnt verði að útskýra p kraftaverkin? Ekkert er til sem gjörir kraftavei'k sennilegan at- | burð, hins vegar er hugsanlegt, að eitthvað bætist við, sem ji g.iörir kraftaverkið ský'ranlegt. 1 Hlutur, sem verður að reikna með, er að til sé einhver orku- gjafi, eða kraftauppspretta, sem er óþekkt í vísindum líf- fræðinnar og eðlisfræðinnar. í 1 biblíunni er þessi orkulind I nefnd gxxðskraftur. Kidstinn maður telur ki-afta- verk ósennileg. Hið sama gjör- ® ir nútímamaðurinn. Báðir eru sammála um, að kraftaverk scu óskýranleg á grundvelli núver- ;!i andi þekkingarstigs mannkyns. ;N Þetta þýðir samt ekki það, að jj kraftaverk séu óhugsanlegur 3; möguleiki, og hinn kristni með jj tekur þau í trú. AFSTAÐA ÞESS vísinda- manns, sem ekki er kristinn, j ;j nálgast óðum afstöðu hins jg kristna vísindamanns gagnvart | kraftaverkum. Flestir vísinda- | menn viðurkenna ekki krafta- jjji verk, af því að þeir eru kristn- ;jj ir. (Hugsandi vísindamaður jg segir ekki framar, að krafta- | verk séu fjarstæða, heldur að- jjl eins að þau séu ósennileg.) Flestir vísindamenn eru ekki j| kristnir, en það er ekki af því j j að þeir eru vísindamenn. Flesí j ir blaðamenn og verzlunar- ij menn eru heldur ekki kristnir. 1 í raun og veru er flest fólk s ekki kristið. 'jj Eitt hið helz.ta grundvallar- | atriði vísindanna er sú fullyrð- ]j ing, að allt, sem hefir skeð geti ;jj skeð aftur. Geti ég ekki end- jjl urtekið hin 2000 ára gömlu jj kraftaverk sem vísindamaður get ég ekki álitið þau annað jj en fjarstæðu. En sé ég kristinn, g þá hefir kraftaverk orðið á.mér j og því hlýt ég að viðurkenna j þau kraftaverk, sem hver ein- asti kristinn maður hefir lifaðlj sjálfur. ÞAÐ ER ÞESSI kraftur Guðs, sem framkvæmir þá-l breytingu, sem ein út af fyrir | sig er kraftaverk. Hún getur ekki orðið samkvæmt neinum j!! lögmáltim líffræðinnar né sál- fræðinnar. Hún skapar í oss jj viljann til trúar. Breytingin er jj sálfræðileg, en hún byggist á | orku, sem vísindin viðurkenna | ekki enn.“ Áreiíus Níelsson I ilPrnsPj g-uaiigip § : =■' w 1= J I;-’ •4* Kaupmannahöfn 5. febrúar. SKRIFSTOFA Flugfélags ís- Iands í Kaupmannahöfn eru við Vesterbrogade 6c, andspænis aðal- járnbrautarstöðinni, og fárra mín- útna gang frá Ráðhústorginu. — Þessa dagana stanza vegfarendur oft þarna og virða fyrir sér stóra auglýsingu í dyrunum að tómum salarkynnum. Þetta reyndist vera tilkynning frá Fiugfélagi ísiands, á dönsku, svohljóðandi: Á næstunni fiytjixm við skrifstofuna af fyrstu hæð og hingað . . . Þetta þykir okkur gott því að það táknar betri og rýmri salarkynni, betri skilyrði fyrir viðskiptavinina og þannig ennþá betri þjónustu fyrir YÐUR. ICELANDAIR (Fiugíélag íslands h.f.). VETURINN hefur verið óvenju lega mildur í Danmöi-ku. Eftir almanakinu að dæma er nú hávet- ur, en engu að síður eru fyrstu yoi'boðarnir teknir að koma í ljós. í gær sagði útvarpið frá því að bóndi nokkur hefði þegar hleypt kúm sínum á beit, enda er gras alls staðar grænt og ósölnað. Þessi sami bóndi kveðst ætla að fara að sá á næstunni. Flngféíag fsiands flytur í nýtt tós- 11 Möfn - Danir muna ekki miíciari vetur en þennan í DAG ER 6 stiga hiti í Kaup- mannahöfn og víðs vegar á land- inu er allt að 9 st. hiti. Sama dag í fyrra var hér 3 st. frost. Veðrið virðist munu verða jafn milt fram vegis. Veðurfræðingar segja að það verði milt og rakt næstu dag- ana. Svo virðist sem engin hætta sé á því að nokkrar vetrarhörkur verð nú. Til þessa bendir það ekki sízt að hitinn í dönsku sundunum hefur undanfarinn mánuð stigið úr 2,5 í 3,5 stig. Fólk er þegar byrjað að taka sér sólböð við Bellevue- strönd, þótt flestir séu svo skyn- sanxir að vera alklæddir. Sagt er að elstu menn muni ekki mildari vetur en þennan. — Aðils. Sjö ára skólabörn fá öryggisbönd Vátryggingarfélagið h.f. hefir sent umferðanefnd Reykjavíkur ör yggisbönd úr endurskinsefni til notkunar fyrir börn í myrkri, er öryggisbandið sett á upphandlegg Umferðanefndin afhenti Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur þessi öryggisbönd til úthlutunar og hafa þau verið afhent skóla- stjórum barnaskólanna í Reykja- vík til notkunar fyrir alla nemend- ur í 7 ára deildum skólanna. Blaðið hefir verið beðið að þakka gefendum þessa nytsömu gjöf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.