Tíminn - 10.02.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.02.1957, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, sunnudagimi 10. febrúar 1957, Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (6b.). Skrifstofur 1 Edduhúsi vi5 Lindargötu. Bímar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Þessa leið verður að íara IIVER VAR kjarni þeirr- ar viðreisnarstefnu, sem um- bótaflokkarnir boðuðu á s. 1. vori? Hann var skýrt og greinilega dreginn fram í stefnuskrá er þeir birtu þjóð inni fyrir kosningar. í henni segir á þessa leið: „ . . . Kjarni þeirrar viö- reisnarstefnu, sem nú er nauðsynleg, hlýtur að vera þessi: Brjöta verður á bak aftur vald milliliða og gróða- stétta. Tryggja verður öllu vinn- andi fólki fullan afrakst ur þess, sem það skapar með vinnu sinni. Fá verður framleiðslustétt unum örugga aðstöðu til þess að ganga úr skugga um, að þœr fái sannvirðí þess, sem þœr afla.“ TIL ÞESS að hrinda þess ari viðreisnarstefnuskrá í framkvæmd, stofnuðu Pram sóknarmenn og Alþýðuflokks menn til kosningabandalags. Ætlun þess var, að koma á traustu samstarfi í milli ríkis stjórnar og samtaka verka- lýðs og launþega, bænda og annarra framleiðenda. Leysa vandamál framleiðslunnar í samráði við þessar stéttir, og með fulltingi þeirra. Flokk- arnir hétu því, ef þeim yrði 'falin völd, að láta taka upp eftirlit með verðlagi og fjár- íestingu, vinna að jafnvægi 1 efnahagsmálum í milli landshluta, láta endurskoða bankakerfið, tryggja halla- lausan ríkisbúskap, og gera ýmsar aðrar ráðstafanir til að koma fram vinstristefnu í landinu. UMBÓTAFLOKKUNUM tókst ekki að fá hreinan meiri hluta á Alþingi, en þeir lögðu ekki árar í bát. Fyrir atbeina þeirra tókst samstarf við Al- 'þýðubandalagið um að fram- kvæma ákveðna stefnuskrá í landsmálum, sem mjög er byggð á kosningayfirlýsing- um umbótaflokkanna, er hér er til vitnað. Sú staðreynd blasir við öllum, sem líta yfir stjórnmálasviðið, að það er bandalag umbótaflokkanna, sem úrslitum réði í því höf- uðmáli, að víkja sérhagsmuna öflunum úr ríkisstjórn. Með myndun ríkisstjórnarinnar var stærsta skrefið stigið til að efna fyrsta fyrirheitið: Brjóta á bak aftur vald milli liða og gróðastétta. Allt síðan stjórnin tók við og hóf rann- Eúramir í Kreml standa óbrotnir sóknina á ástandi efnahags- málanna, hefur verið stefnt að því að veita vinnandi fólki aðstöðu til að sannreyna, að hlutur þess er ekki fyrir borð borinn með ráðstöfunum stjórnarinnar. í þeirri að- stöðu, og á þeirri sannfær- ingu, að stefnt sé að því, að menn fái réttlátan afrakst- ur þess, sem vinnan skapar, hvílir það samstarf, sem tek- izt hefur í milli ríkisvalds- ins og stærstu stétta þjóð- félagsins. í framhaldi af þessu, er svo unnið að öðr- um aðgerðum til að tryggja framgang vinstristefnu í landinu. Eftirlit með verðlagi er hafið, við mikla andspyrnu milliliða Sjálfstæðisflokksins, endurskoðun bankalöggjafar innar stendur yfir, afskipti ríkisvaldsins hafa fyrirbyggt framleiðslustöðvun og at- vinnuleysi, og svo er séð fyrir tekjuöflun, að ríkisbúskapur inn geti orðið hallalaus, þrátt fyrir mikla erfiðleika. Hér er aðeins stiklað á nokkrum stórum atriðum. En fjölmörg önnur, sem grípa hér inn í, eru ýmist í framkvæmd eöa á undirbúningsstigi. Á EINUM 7 mánuðum hef ur ríkisstjórninni tekizt að koma stórum málum í höfn. Hún hefur þó átt við mikla örðugleika að etja, svo sem hörmulegan viðskilnað. Sj álf stæðisflokksins, illvíga stjórn arandstöðu, sem metur pólitískt stundargengi hærra en framtíðarheill, óhag- stæða verðlagsþróun erlend- is, og loks óvild nokkurra for- stokkaðra kreddumanna, sem telja gengi sinna sérsjónar- miða ekki hafa eflst af á- byrgri afstöðu Alþýðubanda- lagsins til störmála. En sam- starfið hefur staðið af sér öll veður, af þvi að mikill meirihluti landsmanna veit, að þessa leið verður að fara til farsældar, ella blasir við gamla upplausnin á ný. S J ÁLFSTÆÐISMENN dæma nú stjórnina eins og hún væri að enda kjörtíma- bil, en ekki hefja það. Þeir krefjast kraftaverka, eins og efnd allra ioforða á hálfu fyrsta stjórnarári. Slíkt er broslegt, eins og ljóst varð af útvarpsumræðunum. En hinn mikli meirihluti lands- manna, sem stjórnina styð- ur, mun telja, að vel hafi miðað, og mun veita henni brautargengi til meiri starfa að settu marki. Þa8 er kappsamlega múraí5 upp í glufurnar — Stefnan er: Engin miskunn, leppríkin skulu á- fram í spennitreyju kommúnismans, hvort sem þeim líkar betur et?a verr Annar Alsopbræðra, Joseph, hefir að undanförnu dvalið í Rússlandi og sent blaði sínu skemmtilegar greinar þaðan. Birti Tíminn eina slíka fyrir skömmu. Hér á eftir segir hann frá andrúmsloftinu í Moskvu og þeirri stefnu, sem orðin er ofan á. Greinin er rituð skömmu áður en hann lagði upp í ferðalag til Sibiríu. MOSKVU í janúarlok. — Eftir viku dvöl liér í þessari drunga- legu, ævintýralegu og sérstak- dega dularfullu borg, ver'ð ég a'ð ’ viðurkenna, að ég tel mig ekki Súkoff marskálkur Pólsk uppreisn hefðl verið baeld niður — Þegar sá fundur var að verða mann til að kveða upp neinn|til lykta leiddur, skaut upp í dóm um ástandið í Rússlandi. Eitt þykist ég þó geta sagt með fullri vissu: Múrarnir í Kreml eru ekki komnir að hruni. Það er nærri því hlægilegt að skrá- setja annan eins sannleika og þennan. En þau slys, sem ný- lega hafa lient bandalag vest- rænna þjóða, hafa hrundið af stað ákaflega einkennilegum hugsanaferli í Washington og fleiri vestrænum höfuðborgum. Þeir, sem sitja á hæstum valda- stóli þar, og þeir, sem segja frétt- irnar af þeim, þyrla hver upp eftir öðrum þessari formúlu, eins og til Moskvu skrítnum fugli með úfið stél. Þar var kominn Kadar frá Búdapest, sem hafði þá rétt áður setið á fundi með Krúsjeff og fleiri meirispámönnum heima hjá sér. Þar fékk Chou þeldur betur skýrslu um „gagnbyltingarstarf- semina" í Ungverjalandi, og með þá vitneskju í lcollinum fór hann til Varsjár og sagði Gómúlku að betra væri að gæta sín á vegi frelsisins; hann væri háll og ó- sléttur svo að mönnum hætti vi'ð að. misstíga sig. Chou hvatti Góm- úlku til að duga vel, ef þörf yrði á að kveða niður „gagnbyltingar- i --Tf • J““Á clí i starfsemi" hjá honum. Svo kom að hugga sjalfa sig: „O, þeir hafa - -n - i i J r Cnou við í Budapest, en staldraði síðan í Moskvu á heimleiðinni til líka sinn djöful að draga í Moskvu“, rétt eins og það sé ein hver afsökun fyrir þá. En það ástand, sem þessi hugg- unarorð eiga að lýsa, er stórkost- lega ýkt. ÍMYNDAÐIR OG RAUNVERU- LEGIR ERFIÐLEIKAR. Þótt það sé liarla nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, að þeir erfiðleikar, sem hrjá valdhaf ana í Moskvu þessa stundina, eru alls ólíklegir til að verða þeim að fótakefli, er jafnvíst, að þessir erfið leikar eru ekki ímyndun, heldur hafa verið og eru enn áþreifanleg- ir. Hæst ber þar vitaskuld vand- ræðin í Austur-Evrópu, sem enn virðast þokast að einhverri ákveð- inni úrlausn. Sú þróun hófst fyrir áhorfendur a.m.k. austur í Peking ,en ekki í Moskvu. Rétt um áramótin gaf kínverska stjórnin út mjög merki- lega tilkynningu sem fordæmdi Tító markskálk og smáþjóðaremb- ing hans mjög harðlega. En eink- um var þó lögð áherzla á að viður- kenna og lofa það, sem kallað var „forustuhlutverk Sovétríkjanna meðal friðelskandi þjóða“. Áður höfðu leiðtogarnir í Kreml gefið út hirðsbréf um „bróður- legt jafnrétti“ allra kommúnista- flokka. En nú var „jafnréttið" hjá Rússum miklu mest, samkvæmt þessari skýringu Kínverja. FERÐALAG CHOU. Þar næst fór Chou En-lai for- sætisráðherra dagfari og náttfari úr ferð um Asíulönd, til Moskvu. Krúsjeff og aðrir rússneskir stjórn arherrar sátu fund með leiðtogum úr leppríkjunum, þar sem athyglis verðast var, hverjir voru ekki mætt ir; nefnilega Júgóslavar og Pól- verjar. Og svo sat Chau lengi á tali við helztu ráðamenn stjórnar- að bera saman bælcurnar. KJARNI MÁLSINS. Þessi saga er rakin hér til þess að benda á, að þeir hafa ekki átt rólegar nætur, sem hafa sofið á púðurtunnunni í Austur-Evrópu En hún sýnir líka, hvernig brugð- izt er við. í því efni er tilkynning kínversku stjórnarnnar miklu lær- dómsríkari en nokkuð, sem prent- að hefur verið eða talað hér í Moskvu Kjarni málsins er, að enginn uppsteitur verður þolaður. Komm únistískum stjórnuin verður hald ið uppi í leppríkjunum, livað sem það kostar. MISKUNNARLAUS TRÚ. Fyrir þá hugsuðu á Vesturlönd- um, sem ekki iiafa kynnst andrúms- loftinu í Moskvu, er það hin mesta nauðsyn að skilja, að þetta misk- unnarlausa viðhorf veldur ekki neinum magakvillum eða andvöku nóttum hjá stjórnarherrunum hér. Til þess að skilja hugarfar þeirra, er gott að hverfa dálítinn spöl aftur í söguna í huganum, til þess tíma, er Viktoría Bretadrottning lagði ráðgjöfum sínum lífsreglurnar, hvernig þeir ættu að fást við ind- versku uppreisnna. Sú gamla drottning átti óbifanlegt traust á blessun brezkrar nýlendustjórnar á Indlandi, og hún óttaðist það helzt, að ráðherrar hennar yrðu o£ mjúkhentir á flönum þeim, sem uppsteitinn gerðu. Hún vildi um- fram allt, að þeim yrði kennd heilsusamleg lexía, auðvitað þeim sjálfum til góðs. Hvort sem það er til góðs eða ills, er það staðreynd, að vestræn ríki hafa fyrir löngu glatað þessu miskunnarlausa sjálfstrausti, sem einkenndi Viktoríu drottningu. En þeir eiga aftur á móti nóg af þvl hérna megin járntjaldsins. Undir- ritaður þorir að veðja álitlegri fúlgu um það, að Sovétleiðtogarn ir tala sín í milli um vandamál Aust ui’-Evrópu, og skilgreina þau innst í huga sínum, á því sama torskilda tungumáli stjórnvísindanna, sem getur að líta í ritstjórnargreinum í Pravda. HARKA RAUÐA HERSINS. Þessi harka opinberaðist fyrir augum útlendra sendimanna hér á orðum Súkoffs markskálks, rétt Um það bil, sem ókyrrðin í Póllandi stóð sem hæst, og Gómúlka flaut upp í valdasess. Menn minnast þess úr fréttum frá þeim tíma, að Rúss- ar fluttu þá til herstyrk. Súkoff sagði þá opinskátt, svo að sendi menn heyrðu, að ef eitthvað það hefði gerzt í Póllandi, sem mætti knlla gagnbyltingu, væri víst að hún mundi hafa verið kæfð í fæð ingunni. Til þess hefði bæði ver ið vilji og herstyrkur. Sú skoðun, sem bryddir á í Was- hington, að Rauði herinn sé frjáls lyndari en kommúnistarnir, að því er varðar „gagnbyltingu", er blá- ber vitleysa. Undir slíkri stefnu verður þján- ing Ungverjalands vitanlega lang vinn. Þjóðin lifir hana af, en fær víst ekkíi ráðrúm til að hrista hlekk ina að ráði aftur. Hættumeira héðan að sjá er á- standið í Póllandi. Þar gæti enn orðið sprenging. En mikið er bú- ið að vinna þar til að gera spreng- inguna óvirka. Og þær aðgerðir eru enn í fullum gangi. Pólverjar hafa lært sína lexíu. (NY Herald Tribune). Köld kveðja ÞEIR, sem í byggingum standa, skilja manna bezt, á- jhrif fjárfestingarkapphlaups ins. Það hefur orðið þeim dýrt. Hverjir hafa magnað það mest? Það blasir við þess um mönnum, sem berjast í bökkum. Á sama tíma og þeim var neitað um lán, teygði Mbl.höllin sig upp íyrir öll nálæg hús, og ýmis önnur mannvirki braskar- anna státuðu af peningum, vinnuafli og efni, sem með réttu lagi átti að ganga til að fullgera íbúðarhúsnæðið. Það er tilgangslaust fyrir Mbl., að reyna að aka ábyrgð inni af hóflausri fjárfestingu hér suðvestanlands yfir á þá, sem eru að byggja íbúðir. Þeim framkvæmdum væri miklu lengra komið, ef for- ingjar Sjálfstæðisflokksins hefðu ekki svikið fjárfesing areftirlitið og ausið milljóna tugum af lánsfé þjóðarinn- ar í Morgunblaðshöll og önn ur ámóta þarfafyrirtæki. Uppljómað Morgunblaðsskilti á síðkvöldum er sú kveðja, sem íhaldið sendir þeim, er standa uppi lánsfjárlausir með hálfgerðar býggingar. Það er köld kveðja, en þörf áminning. Á SKOTSPÓNUM Reykjavíkur-revýa mun vera í uppsiglingu. . . .Har- aldur Á. Sigurðsson leikari og félagar eru sagðir undir- búa sýningar. . . í revýunni mun kenna margra grasa sem jafnan áður. . . . íslendingum hefir verið boðiS að ser.da fulltrúa til að vera viðstaddur stofnun sjálfstæðs ríkis á Gullströndinni í Afríku. .. Hið nýja ríki á að heita Ghana. .. .verða fulltrúar margra þjóða viðstadd- ir hátíðahöldin . . Snjóplógar þeir, sem bezt dugðu við að ryðja vegina að undanförnu, voru upphaflega fluttir hingað af varnarliðinu. . . . Vigfús Guðmundsson gest- gjafi er nýlega farinn til Suður-Ameríku og mun ferð- ast þar allvíða. . . Gildandi samningar um rekstur sin- fóníuhljómsveitarinnar og fjárhagsstuðning til hennar falla úr gildi í næsta mánuði. . . .Er framtíð sveitarinnar í nokkurri óvissu. . . . Innan skamms mun von á frum- varpi um fyrirkomulag á úthlutun listamannalauna. . . . Hefir sérstök nefnd, er menntamálaráðherra skipaði, samið frumvarpið . . Munu nefndarmenn hafa orðið sammála um þá tilhögun, er frumvarpið gerir ráð fyrir .... Norskt dagblað hefir birt mynd af væntanlegum „sendiherra íslands í Osló“... Myndin er af Jónasi Guðmundssyni. . . .Um miðjan þennan mánuð munu kaupfélagsstjórar af öllu landinu koma saman til fundar hér í Revkjavík . . Menntamálaráðherra dr. Gyifi Þ. Gíslason áfti 40 ára afmæli í s. I. vilcu... Erlend blöð ræða fund Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu í París á næstunni og áætlanirnar um sameiginlegan markað Telja, að af OEEC löndum muni ísiand, Tyrkland, Portúga! og Grikkland helzt verða utan við þær áætl- anir. . .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.