Tíminn - 27.02.1957, Qupperneq 2

Tíminn - 27.02.1957, Qupperneq 2
2 T í MIN N, miSvikudaginn 27. febrúar 195!. Ríkislánin, vegna harðinda og þurra- fúa, sem nú verða létt Eins og sagt var frá í blaðinu í gær, var mikilvæg breyting gerð á fjárlagafrumvarpinu, að miklar upphæðir ríkislána, veittra vegna harðinda, hallæris og óþurrka og þurrafúa í skip um, eru ýmist gefin eftir, eða innheimta þeirra ákveðin í mjög vægu formi. Stolið úlpu með átta armbandsúrum Núna á sunnudagskvöldið var stolið kuldaúlpu af manni hér í bænum. Hafði hann hengt úlpuna upp meðan hann fékk sér hress- iingu, en þegar til átti að taka var þún horfin og með henni átta ný armbandsúr, sem úlpueigandi hafði geymt í einum vasanum. Úlpan var tekin í anddyri Matstofunnar, Aðalstræti 12, og eru það vinsam- leg tilmæli rannsóknarlögreglunn- ar, að þeir, sem verði úranna var- ir, láti hana vita. Má búast við, að reynt verði að selja þau. Úrin voru í sellófan-umbúðum. Nefndarálit (Framhald af 12. slðu.) inni og kynnu að draga þær álykt- anir af orðum minnihlutans, að þar hafi að þessu sinni misrétti átt sér stað. 2. Þá segir minnihlutinn, að fjár málaráðherra hafi „ekki talið sig geta gefið fjárveitinganefnd nein- ar upplýsingar um afkomu ríkis- sjóðs á s. 1. ári.“ Þetta er rangt. Fjármálaráð- herra lét nefndinni í té glögga skýrslu um afkomu ríkissjóðs frá ársbyrjun til 1. des., svo sem venja hefir verið. Þegar fjárlög hafa verið af- greidd fyrir áramót, hefir ætíð orðið að nægja áætlun um síðasta mánuðinn, ef hafa hefir átt vio setningu fjárlaganna hliðsjón af heildartekjum ársins á undan, — og svo er eins, þótt komið sé dá- lítið framyfir áramótin. Áramóta- uppgjör ríkissjóðsins liggur ekki fyrir svo snemma árs. 3. í nefndaráliti minnihlutans .segir orðrétt: „Þá lögðum við t.il 'í nefndinni, að sjóðum Búnaðar- bankans yrðu veitt sem óáfturkræf framlög fleiri lán ríkissjóðs en lagt var til i frumvarpinu. Var sú tillaga samþykkt í nefndinni." Þetta er villandi frásögn og pöng. Þegar Sjálfstæðismenn hreyfðu tillögu sinni í nefndinni, var fyrir löngu búið af hálfu meirihlutans að ræða um það við fjármálaráðu aeytið að hækka þennan lið frá jþví, sem hann var í frumvarpinu, Og hafði ráðuneytið tekið að sér áthugun á því, hvaða upphæðir 'gætu komið til greina, og fjár- íoiólaráðherra lýst yfir því, að hann jmundi að athugun lokinni senda nefndinni tillögur um breytingar á frv. í þessu efni. Tillögur sínar ;sendi ráðherrann í bréfi 14. febr. Þær tillögur samþykkti fjárveit- iinganefndin óbreyttar, en ekki til- Ilögurnar, sem minnihlutinn hafði hreyft, enda voru þær ekki sam- Mjóða hinum og komu aldrei til atkvæða. Samtals eru lánin frá ríkissjóði iil Búnaðarbankans, sem samþykkt var að breyta í óafturkræf fram- íög, kr. 42.625.250,00. 4. Minnihlutinn lætur í það flkína, að hann hafi komið því til Jieiðar, að fjárveitinganefnd flutti við 2. umræðu tillögur um veru- jýga hækkun á framlögum til vega, örúa, hafna og skóla. Allar þessar hækkunartillögur Við frumvarpið voru gerðar — að javí er heildarupphæð hvers liðar snerti — með samkomulagi meiri Mutans við fjármálaráðherra. í övi sambandi höfðu yfirborðstillög «r minnihlutans vitanlega ekkert að segja. en verið hefur undanfarið. Ráðherrann sagði, að Bandaríkja stjórn hefði til skamms tíma haft hinar mestu áhyggjur af olíuskort inum. Ástandið hefði þó gjör- breytzt til batnaðar, þegar yfirvöld í Texas leyfðu aukningu á olíufram leiðslu, sem nemur 210 þús. tunn- á dag. Hin ástæðan til þess að Hækkun á oiíu og benzíni (Framh. af 1. síðu). á benzíni og olíu var óumflýjan- leg, en ríkisstjórnin hefir með verð stöðvun sinni og verðlagseftirliti dregið það marga mánuði, að verð hækkunin kæmi, og með því létt miklum útgjöldum af almenningi. Þegar verðhækkunin nú kemur, er hún ekki nándar nærri eins mikil og svarar til hækkunar á farm- gjaldi og verði erlendis. Álagning stórlækkuð. 1 í þessari nýju verðlagningu eru álagningarreglur þrengdar mjög frá því sem áður var, og álagning lækkuð verulega og olíu félögin þannig látin taka á sig verulegan hluta þeirrar hækkun- ar, sem orðið hefir. Hafa olíu- félögin fyllilega verið látin taka á sínar herðar það, sem þeim ber, af byrðum þeim, sem lagð- ar hafa verið á einstaklinga og félög til viðhalds frainleiðslunni. Á það er rétt að minna, að olíu- félögin fengu ekki nema hluta af þeirri hækkun, sem þau fóru fram á og töldu sig þurfa, og nemur sá munur um 30 milj. kr. af heild arinnflutningi eins árs. Það er í fyrsta sinn í sögu lands ins sem olíuverð hér hefir verið lægra en t.d. á Norðurlöndum síð ustu mánuðina. Þann mun voru olíufélögin látin taka á sig. Með því var bílstjórum og öðrum olíu- notendum sparað stórfé. Að sjálfsögðu verður verð á olíu til fiskiskipa og báta óbreytt sam- kvæmt lögunum um útflutnings- sjóð. Lækkar olían? Allir vona að sjálfsögðu, að farm gjald og olíuverð erlendis lækki, svo að olía geti aftur lækkað hér. Gilchrist, hinn opinberi saksókn ari, segir, að „einstaklingur“ sá, sem nefndur er í ákæruskjalinu á hendur þremenningunum, sé Morr- os. Þeir hafi afhent honum ýms skjöl og upplýsingar allt frá 1947 til 1956 og þá hitt hann í New York, París, Zurich og Vínarborg. Réttarhöld í máli þessu eiga að jhefjast 11. marz. horfurnar væru nú góðar, væri sú, að veður væri milt í Evrópu. Ráð- herrann sagði ennfremur, að ein af leiðing Súez-deilunnar myndi sú, að olíuframleiðsla heimsins myndi aldrei framar verða jafn háð sigl- ingum um skurðinn og hún hefði verið, þegar Nasser ákvað að þjóð nýta hann. Er svo að orði komizt varðandi þessar breytingartillögur í fjárlög- um þeim sem samþykkt voru í gær: Nýir liðir: a. Að afhenda með skilyrðum, sem ríkisstjórnin setur, Bjargráðasjóði íslands til eignar 10,5 milj. kr. skuldabréf dags. 31. ágúst 1956, vegna óþurrkalána á Suður- og Suðvesturlandi árið 1955 og ennfremur skuldabréf í vörzlu Búnaðarbanka íslands upp- haflega 3 millj. kr., útgefin 1950 og 1951 vegna harðinda og ó- þurrka 1949—50 á Austur- og Norð austurlandi. b. Að gefa eftir svokölluð hall- ærislán, veitt úr ríkissjóði til bænda 1952, að upphæð 5 milj. 320 þús. kr. c. Að taka að sér, eftir því sem rannsókn leiðir í ljós að þurfa þyki greiðslu á allt að 3,5 milj. kr. lánum, sem ríkissjóður er í á- byrgð fyrir vegna þurrafúa í fiski- skipum. Sú misritun varð í frásögn blaðs- ins af þessu í gær að í staðinn fyrir ríkislán, kom Bjargráðasjóð- ur. Bunaftarþing (Framnaid af 12. sil*" - ráðunautarnir og héraðsráðunaut- arnir annast um, eru nú 30—40 dreifðir um allt land. Hvoða til einangrunar. Loks ræddi Ásgeir L. Jónsson ráðunautur, um nýjung í einangr- un, hvoðu, sem farið er að nota hér á landi og ráðgert er að hefja framleiðslu á hér. Sýndi hann kvikmynd þessu til skýringar. Ef Súezdeilan leysist og eðlileg umferð kemst á um skurðinn með vorinu, er full ástæða til að vænta að farmgjöld stórlækki og olíuverð um leið. Úr því verður tíminn þó að skera. Morros er meðal annars heims- kunnur fyrir kvikmyndirnar „Tal- es of Manhattan“ og „Carnegie Hall“ svo og tónverk sitt „Parade of the Wooden Soldiers." Fréttir í fáum orðum: Erlendar í fáum orðum........... FUNDUR utánríkisráðherra í rikj- um V-Evrópubandalagsins er hald- inn í London þessa dagana. Er rætl áform Breta um að fækka í her sínum á meginlandinú úr 75 þús. í 50 þús. Sætir þessi ákvörð- un mótmælum Norstads yfirhers- höfðingja A-bandalagsins. UNGVERJAR, sem flúið hafa frá iandi sínu tii Austurríkis, eru nú 170.632. Af þeim hefir 115.605 ver- ið útvegaður dvalarstaður í öðrum löndum. EISENHOWER og Mollet hófu við- ræður sínar í Washington í gær. ENDANLEGA var samþykkt í gær tillaga Indlands á þingi S. Þ. um Kýpur. Er þar lagt til að deiluað- iiar semji beint um friðsamlega lausn deilunnar. PÓLSK verzlunarnefnd er komin til Washington til að semja um aukin viðskipti ríkjanna. Samningar eru fyrir luktum dyrum og munu standa 3 vikur tU mánuð. V-Evrópa mun í marz fá 90% af fwí olmmagni, sem ríkin þar þarfnast New Orleans, 26. febr. — Aðstoðar innanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði á fundi olíu- og námuverkfræðinga, að allar ho)-fur væru á því að ríki V-Evrópu, sem hafa búið við sáran olíuskort undanfarna mánuði, muni í marz geta fengið fullnægt 90% af raunverulegri þörf sinni. Er það miklu meira Heimskunnur tónlistarmaður og kvik- myndaframleiðandi uppvís að njósnum New York, 26. febr. — Heimskunnur kvikmyndaframleið- andi og tónskáld, Boris Morros, er einn aðalmaðurinn í nýju njósnamáli, sem leynilögregla Bandaríkjanna hefir flett ofan af. Þrír menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir njósnir í þágu Rússa, en lögreglan þykist hafa sannanir fyrir því, að upplýsingar þeirra hafi farið í gegnum hendur Morros. Hann er fæddur í Rússlandi, stundaði tónlistarnám undir hand- leiðslu Rimsky Korsakoff, flýði land eftir byltinguna, fékk bandarískan þegnrétt, en hefir undanfarin fimm ár dvalið ut- an Bandaríkjanna. D I Leynilögreglupresturinn Presturlnn og ekkjan. Bandarísk mynd frá Columbia. Aðalhlutverk: Alec Guinness, Peter Finic. SýningarstaSur: Stjörnubíó. Mikill refur er Flambeau og þótt séra Brown sé manna snjallastur að fást við þjófa, leikur Flambeau á liann hvað eftir annað; óbetran- legur krossþjófur unz hann kemst í kynni við Lady Warren, sem hef- ir syrgt mann sinn það lengi, að séra Brown hefir ama af. Flam- beau hressir ekkjuna með forláta gjöf, sem hann stelur af henni til að geta huggað hana enn meir með því að færa henni gjöfina aft- ur og enn stendur umboðsmaður guðs á jörðinni uppi ráðalaus, enda er þetta menntaður sportþjófur gjörólíkur atvinnumönnum úr East End, sem stela af nauðsyn og eru samúðarvekjandi. Séra Brown er kominn í hengjandi vandræði út af Flambeau og er hótað kirkjurétti og fangelsun á veraldlega vísu mest vegna þess, að hann vill frelsa sál mannsins og lætur sig minnu skipta að kirkjan heimtar kross, sem Flambeau stal. Það verður mikil frelsun í lok myndarinnar, krossinn kominn upp á vegg og þjófurinn undirbýr sig að hugga ekkjuna í þriðja og síð- asta sinn. Alec Guinnes leikur prestinn og er ekki að sökum að spyrja; grínið mikið og gott og dulið og liggur meir í heild mynd- arinnar og anda hennar en einstök- um atriðum. Myndin er byggð á« Sögum Brown prests eftir enska skáldið G. K. Chesterton. — I.G.Þ. * Fréttir frá landsbyggðinni „Brúíkaupsfer'S<< á Akureyri AKUREYRI í gær. — Útvarps- snillingar eru væntanlegir hingað á laugardag til að taka upp þátt- inn „Brúðkaupsferðin“ og fer sú athöfn fram í Nýja bíó á laugar- daginn. Verður tvísett í húsið og eiga alls fern brúðhjón að spreyta sig á spurningunum áður en yfir lýkur. Flugvélarnar eru líítaugin AKUREYRI: — Nú er dauft með samgöngur milli landshluta, heið- ar ófærar og skipagöngur engar að kalla má. En flugvélar Flug- félags íslands koma hér á degi hverjum, stundum tvisvar á dag, og flytja farþega, póst og varn- ing. Eru þær nú sem oftar líftaug byggðarinnar og eina samband við umheiminn . SkíÖakennsIa á Akureyri AKUREYRI í gær. —- Hér er kyrr viðrasamt þessa daga, en talsvert frost og er Pollinn að leggja. Geta menn því væntanlega hafið skauta íþrótt aftur af kappi, en þegar snjóinn setti niður, lögðust af skautaferðir en menn tóku upp skíðaferðir í staðinn og eru þær nú stundaðar af kappi, enda er aðstaða ágæt. Mikill snjór og jafn- fallinn og afbragðsskíðafæri um all an bæinn, svo að ekki sé talað um nágrennið. Enda er fjöldi á skíðum á degi hverjum. Knattspyrnufélag Akureyrar hefur skíðakennslu á tveimur stöðum í sjálfum bænum og eru brekkurnar upplýstar og jafnan þröng á þingi. Við Brekku- götu er kennt svig, en í brekkunni fyrir ofan Aðalstræti stökk. Varí bráðkvaddur úti á götu Vestmannaeyjum í gær. — S. 1. sunnudag bar svo við hér í Vest- mannaeyjum, að maður varð bráð- kvaddur á götu úti. Var þetta sjó- maður af vélbátnum Ársæli Sig- urðssyni. Maðurinn hét Halldór Gíslason, til heimilis í Hafnarfirði. Hann var á fertugsaldri. Egilsstöðum í gær. — Hér hefir verið bjartviðri síðustu daga og eru allar bílaslóðir opnar. Ferðir snjóbíla eru nú tíðar yfir Fagra- dal og Fjarðarheiði og einnig um héraðið. Ófært er öðrum bílum nema á kaflanum frá Egilsstöðum að Grímsárvirkjun, en hann hef- ir verið ruddur og er jeppafær. Verktakar við Grímsá ráðgera nú að sækja nauðsynlegt efni, sem þeir eiga á Reyðarfirði, þangað á sleðum, er snjóbíll dregur. Ráðgert er, að árshátíð Eiða- skóla verði um næstu helgi, en horfur á aðsókn eru illar vegna færisins. Snjóbílarnir anna litlum flutningum, og gangfæri jafnvel á skíðum er illt, því að snjórinn er enn svo laus. Flugvél kom hing að í dag, og fór margt farþega með henni. ES Fjölsótt Framsóknarvist á Akranesi Akranesi í gær. — Framsóknar- vist Framsóknarfélags Akraness í félagsheimili templara s. 1. sunnu dagskvöld var fjölsótt eins og áð- ur. Seldust allir aðgöngumiðar upp á hálftíma og urðu margir frá að hverfa. Samkoman var öll hin á- nægjulegasta. Fyrstu verðlaun kvenna í vistinni hlaut frú Kristín Guðnadóttir, Kirkjubraut 3, hafði 189 slagi, en fyrstu verðlaun karla hlaut Ingibergur Árnason, Akurgerði 21, fékk 168 slagi. Auka verðlaun fékk Sveinn Þórðarson, Jaðarsbraut 41, fékk 168 slagi. Eftir að stjórnandi vistarinnar, Guðmundur Björnsson, kennari, hafði úthlutað verðlaunum var dansað af fjöri til kl. 1. Næsta Framsóknarvist á Akranesi verð- ur sunnudagskvöldið 10. marz. Snjóbílar annast flutninga

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.