Tíminn - 27.02.1957, Page 6
TÍMINN, miðvikudaginn 27. febrúar 1957,
®Sm»
ERLENT YFIRLIT:
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Ritstjórar: Haukur Snorrason,
Þórarinn Þórarinsson (áb.).
Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu.
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn),
auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda h. f.
Aukin framlög til ræktunar
I FYRRADAG var lagt
ífram á Alþingi frumvarp til
laga um landnám, ræktun og
byggingar í sveitum. Frum-
varp þetta er að miklu leyti
byggt á eldri lögum um þessi
efni, en felur þó í sér miklar
endurbætur á ýmsum svið-
um. Það er undirbúið af
fimm manna nefnd, seni var
falið það verkefni sam-
kvæmt þingsályktunartil-
lögu, sem Framsóknarmenn
fengu samþyktta á seinasta
Þingi.
Samkvæmt frumvarpinu
jmunu árleg framlög ríkisins
til umræddra framkvæmda
aukast árlega um 8—9 millj.
króna miðað við síðastl. ár.
Hér á eftir verður gerð nán-
ari grein fyrir því, hvernig
Þessu fjármagni verður skipt.
MESTA nýmæli frv. er
Það, að 4 millj. kr. skuli var-
ið á þessu ári og síðan 5
millj. kr. árlega næstu fimm
árin til ræktunarfram-
icvæmda á jörðum, sem
'hafa nú oflitla ræktun. Það
fé, sem er þannig veitt, skal
veitt sem óafturkræft fram-
lag, en eigi má það þó nema
aneiru en 50% af ræktunar-
og girðingarkostnaði, ásamt
jarðræktarstyrk. Landnáms-
stjóri skal hafa umsjón með
'þessum fjárveitingum.
Á undanförnum árum hef
wr löggjafinn stutt að þvi á
ýmsan hátt að greiða fyrir
xæktun litlu býlanna. Það
iiefur þó ekki reynst full-
nægjandi. Á flokksþingi
IFramsóknarmanna í fyrra
var ákveðið, að flokkurinn
Ibeitti sér fyrir nýju átaki
á þessu sviði. Það hefur nú
fengist fram.
ANNAÐ nýmæli frv. er
'það, að árlegt framlag ríkis
fns til ræktunarframkvæmda
í byggðahverfum og nýbýlum
skuli hækkað úr 2Vz millj.
kr. upp í 5 millj. kr. og sé
greitt fram til ársins 1981 i
stað 1967, eins og ákveðið er
í núgildandi lögum. Fram-
íagið er hækkað vegna þess,
að verðlag hefur breyzt og
að gert er ráð fyrir aukinni
væktun.
Á seinasta flokksþingi
Framsóknarmanna var á-
ifcveðið að beita sér fyrir aukn
'Um framlögum til þessara
framkvæmda.
ÞRIÐJA nýmæli frv. er
Tpað, að nýbýlastjórninni er
þeimilað að veita nýbýla-
mönnum allt að 25 þús. kr.
framlag til íbúðabyggingá.
Reynzlan sýnir, að flestir ný
býlamenn skulda mikið fyr-
ir utan föstu .lánin, og hindra
þessar lausaskuldir þá í því
að koma sér upp bústofni.
Það er því nauðsynlegt að
frumbýlingum sé veittur auk
inn styrkur og hefur nefnd-
in, sem samdi frv., talið bezt
að hafa hann í þessu formi.
Gert er ráð fyrir, að ríkið
leggi árlega fram \xk millj.
kr. í þessu skyni, í fyrsta
sinn 1957.
Seinasta flokksþing Fram-
sóknarmanna samþykkti, að
flokkurinn beitti sér fyrir
aukinni aðstoð við frumbýl-
inga.
AF ÝMSUM öðrum ný-
mælum frv. má nefna þessi
m. a.:
Landnámsstjóri skal vinna
að því að gera uppdrætti að
byggð landsins og á grund-
velli þeirra, í samráði við
stjórnir sveitarfélaga og hér
aða, áætlanir um framtiðar-
skipun byggðarinnar.
Hækkað sé skilyrði varð-
andi stærð nýbýla, sem eiga
rétt til aðstoðar. Ræktanlegt
land nýbýlis skal vera
minnst 25 ha. í stað 12 ha.
samkv. núgildandi lögum.
Einnig eru gerðar meiri kröf
ur til stærðar beitilands.
Felld eru niður núgildandi
.lagaákvæði um byggðafélag,
en í þess stað heimilað að
veita félagsbúum tveggja eða
fleiri bænda sömu aðstoð og
nýbýlamönnum.
Heimiiað er að veita garð-
yrkjubýlum, er hafa minnst
2 ha. af landi og 1 sek. lítra
af 85 ° C heitu vatni, sömu að
stoð og venjulegum nýbýl-
um. Sama ákvæði er tekið
upp um handverksmenn, ef
þeir ráða yfir 6 ha. af rækt
anlegu landi og tilsvarandi
beitilandi. Er þetta gert til
þess að greiða fyrir því, að
slíkir menn setjist að í sveit
unum.
! &
EINS og yfirlit þetta ber
með sér, felur hið nýja frv. í
sér mörg merk ákvæði til
hagsbóta fyrir sveitirnar.
Mikilvægast er samt að fram
lög skuli aukin til ræktunar
og byggingar í sveitum og þá
ekki sízt til litlu býlanna.
Með því er stigið nýtt óg
merkilegt spor til að koma
landbúnaðinum sem mest í
nýtízkuhorf.
Nýtt stjórnarform í Indónesíu
Breytingin rökstudd meÖ því, aí vestrænt lýÖræíi henti þar ekki
„Hlutleysr Tímans
ÞJÓÐVILJINN varpar í
ígær nokkrum hnútum að
Tímanum fyrir að hafa ver-
íið hlutlaus í Iðjukosningun-
um. Af hálfu sumra Alþýðu
flokksmanna hefur Tíman-
um einnig verið álasað fyrir
'ipetta, en af öðrum ástæð-
;um.
Að dómi Tímans er það
mjög óheppilegt, að verka-
lýðsfl. svonefndu haldi
áfram deilum í verkalýðs-
hreyfingunni, líkt og átti sér
stað á seinasta Alþýðusam-
bandsþingi og í IÖjukosning
unum nú. Þar eiga báðir
flokkarnir sína sök og hefur
Tíminn enga löngun til að
blanda sér í deilur um það.
. SÍÐASTLIÐINN fimmtudag
birti Soekarno, forseti Indónesíu,
þjóð sinni opinberan boðskap, sem
fól í sér gerbreytingu á stjórnar-
háttum landsins. Soekarno íil-
kynnti, að hann myndi setja á fót
svokallað þjóðráð, sem myndi móta
stefnu og athafnir ríkisins í öllum
meginatriðum. Hlutverk ríkis-
stjórnarinnar yrði hér eftir að
fylgja fram ákvörðunum þjóðráðs-
ins og hlutverk þingsins að gagn-
rýna störf þess og stefnu.
Með þessum boðskap Soekarno
er lýðræðisskipulag það, sem
stjórnarskrá landsins mælir fyrir
um, raunverulega úr gildi numið.
Samkvæmt stjórnarskránni er
stjórnarskipunin mjög sniðin eftir
vestrænum fyrirmyndum. Sérstakt
þing skal annast löggjafarstarfið
og jafnframt ráða skipun ríkis-
stjórnarinnar. Þetta fyrirkomulag
hefir gefizt Indónesíu illa. Þing
Indónesíu skipa 260 þingmenn, en
þingflokkar eru ekki færri en 29.
Þessi flokkasundrung hefir valdið
því, að myndun starfhæfrar stjórn-
ar hefir mátt heita útilokuð. Hver
stjórnarkreppan hefir rekið aðra
og engri stjórn hefir því gefizt
kostur að snúa sér að hinum marg-
háttuðu verkefnum, er bíða hins
nýstofnaða ríkis. Stjórnarhættir
allir hafa því farið mjög í handa-
skolum, en margs konar spilling
þróazt í ríkum mæli. Á síðastliðnu
hausti var svo komið, að fyllstu
horfur voru á því, að ríkið myndi
brátt liðast sundur. Einstakir lands
hlutar, einkum þó Sumatra, heimt-
uðu mjög víðtæka sérstjórn.
RÁÐANDI mönnum Indónesíu
hefir Iengi verið Ijóst, að ríkjandi
stjórnarskipun bæri dauðann í sér.
Hatta, varaforseti, sem var annar
aðalleiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar,
ásamt Soekarno, lagði niður emb-
ætti sitt síðastliðið haust í mót-
mælaskyni. Soekarno lét líka
meira og meira í það skína, að rót-
tækra breytinga væri þörf. Eink-
um gerði hann þetta eftir heim-
komu sína frá Kína, en hann
dvaldi þar um nokkurt skeið s. 1.
haust. Hann taldi það fyrirkomu-
lag Kínverja að ýmsu leyti til fyr-
irmyndar að láta einn sterkan að-
ila hafa forustuna meðan unnið
væri að viðreisn landsins.
I boðskap þeim, sem Soekarno
birti á fimmtudaginn, gerði hann
allítarlega grein fyrir þeirri ákvörð
un sinni að fyrirskipa breytta
stjórnarhætti. Reynslan hefir sann-
að okkur, sagði hann, að vestrænt
lýðræði hentar ekki því þróunar-
stigi, sem við erum á. Við höfum
verið sjálfstæðir í ellefu ár, en
sjálfstæðið hefir ekki fært okkur
eins mikinn ávinning og við gerð-
um okkur von um. Það hefir vant-
að allt jafnvægi í stjórnarfar okk-
ar. Ein ríkisstjórn hefir hrökklazt
frá af annarri, án þess að geta gert
verkefnunum nokkur skil. Þeir,
sem hafa lent í stjórnarandstöðu
hverju sinni, hafa hagað sér af
fullkomnu ábyrgðarleysi. Þeir hafa
aðeins hugsað um að steypa stjórn-
inni og ota fram sínum tota, en
ekki skeytt um þjóðarhagsmuni.
Þjóð, sem þarfnast uppbyggingar
á öllum sviðum, þolir ekki slíkt
stjórnarkerfi.
Hér eftir verðum við að byggja
upp lýðræðiskerfi, sem hentar
þeim aðstæðum, er við búum við,
SASTROAMIDJOJO,
sem verið hefir forscetisráðherra
undanfarið og er Soekarno mjög
handgenginn.
en forðast erlenda eftiröpun, sem
samrýmist ekki þeim kringumstæð
um, sem hér eru fyrir hendi.
HIÐ NÝJA þjóðráð, sem Soe-
karno hyggst að skapa, verður
skipað fulltrúum allra helztu
flokka landsins og stéttarsamtaka,
fulltrúum allra atvinnugreina, íull-
trúum frá hernum, fulltrúum frá
æskulýðs- og kvennasamtökum,
fulltrúum frá trúarflokkum og loks
fulltrúum frá ríkisstjórninni, en
þeir fá ekki atkvæðisrétt. Ekki er
fullljóst, hvernig kjöri þessara full-
trúa verður háttað, en sennilega
mun forsetinn ráða sjálfur mestu
um val þeirra. Hann verður svo
sjálfur formaður þjóðráðsins. Svo
er látið heita, að þjóðráðið hafi
ekki nema ráðgefandi vald, en ber-
sýnilega verður það meira í
reynd. Það sést á því, að löggjafar-
valdið er tekið af þinginu og ríkis-
stjórnin er að mestu gerð valda-
laus eða vinnur eftir „línunni"
frá þjóðráðinu. Starfsemi stjórn-
málaflokka verður leyfð áfram, en
innan þröngra takmarka. Þeir fá
aðstöðu til að gagnrýna, en ekki
til að ráða á annan hátt.
Margir kunnugir menn telja, að
raunverulega hafi það hér gerzt,
að Soekarno hafi tekið sér einræð-
isvald, en setji þjóðráðið upp sem
skálkaskjól til að leyna því. Það
muni afnumið síðar, ef það reyn-
ist forsetanum óþægt í taumi.
SÁ FLOKKURINN, sem hefir
orðið einna fyrstur til að lýsa
blessun sinni yfir hinni nýju skip-
an, er kommúnistaflokkurinn.
Hann hefir að undanförnu verið
utan ríkisstjórnarinnar. Ýmsir
telja þetta merki þess, að Soekarno
muni sveigja stjórnarfarið í átt til
kommúnismans. Til andmæla
þessu er hins vegar bent á, að her-
inn fær fulltrúa í þjóðráðinu, en
hann er mjög andstæður kommún-
istum. Einnig er talið, að Soekarno
hafi tryggt sér fullan stuðning
Hatta, sem er mikill andstæðingur
kommúnista. Hann hefir lengi ver-
ið þess fýsandi, að vald forsetans
væri aukið. Til samkomulags við
Hatta, mun Soekarno hafa fallizt
á að veita einstökum Iandshlutum
aukna sjálfstjórn. Hatta hefir lengi
verið talsmaður slíkrar breytingar.
Margt bendir til þess, að hin
nýja skipan muni í framtíðinni
verða til þess að styrkja verulega
aðstöðu hersins, því að þegar fram
líði stundir verði Soekarno að
j byggja mjög völd sín á honum.
Eins og sakir standa, eru persónu-
legar vinsældir þeirra Soekarno og
Hatta svo miklar, að meðan þeir
standa saman, hafa þeir meirihiuta
þjóðarinnar að baki sér. Það get-
ur hins vegar breytzt, ef hið nýja
stjórnarkerfi gefst ekki vel.
ÞÖTT ráðstöfun Soekarno sé
spor aftur á bak frá sjónarhæð
vestræns lýðræðis, er erfitt að hall-
mæla henni, þegar litið er á all-
ar málsástæður. Þótt lýðræðis-
skipulag gefist vel, þar sem það
er búið að þróast lengi, eins og í
Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum,
er ekki þar með sagt, að það henti
jfrumstæðum þjóðum, sem aldrei
(hafa vanizt því. Þær þurfa fyrst að
; öðlast meiri almenna menntun og
! félagsþroska. Fyrir Soekarno hefir
ifarið líkt og Kemal Ataturk, sem
hugðist að taka upp vestrænt lýð-
ræðisskipulag, en sveigði brátt frá
þeirri stefnu, þegar honum varð
ljóst, að hún hentaði ekki Tyrkj-
um að óbreyttum ástæðum.
Fyrir fylgismenn lýðræðisins er
ekki rétt að krefjast þess, að lýð-
ræðisskipulag sé tekið upp af
þjóðum, sem ekki hafa vanizt því,
fyrr en þær hafa náð vissu þroska-
stigi. Lýðræðinu er það ekki á-
vinningur, að það sé tekið upp, þar
sem það á ekki við, og verður þvf
aðeins viðkomandi þjóðum til von-
brigða.
Mikil spurning er, hvort vestræn
ir stjórnmálaleiðtogar hafi gert
sér þetta nægilega ljóst í sambýli
við þjóðir, sem aldrei hafa vanizt
lýðræði. Þetta gildir t. d. um Rússa
og margar Asíu- og Afríkuþjóðir.
Þ.Þ.
"SAÐSrorAAt
Aöalatriðið er, að reynt sé
að vinna að sáttum og sam-
komulagi í verkalýðshreyf-
ingunni og hún verði gerð
starfshæfari og ábyrgari á
þann hátt. Beztu menn
beggja ættu að vinna að
því. Ný viðhorf og breytt-
ar aðstæður skapa fyrir því
aukna möguleika. Annars
heldur sú ömurlega þróun á-
fram, að biðlað sé til íhalds
ins á víxl og yfirboð og sundr
ung lami bæði verkalýðs-
hreyfinguna og þjóðfélagið.
. Ferskeytlan lifir.
UMRÆÉURNAR hér í baðstof
unni um húsganginn, sem Lúð-
vík Kemp taldi rangt með farinn
í útvarpi, sýna m. a. að víða er
lifandi áhugi fyrir ferskeytlunni.
Hún er enn á vörum alþýðunnar.
Furðulega margir láta í Ijós álit
sitt á mönnum og málefnum með
því að varpa fram stöku. Hér í
baðstofunni hefir Refur bóndi
verið einna iðnastur við það og
voru enn eftir hann nokkrar
stökur, er hann lauk máli sínu
sér um daginn, og fara þær hér
á eftir. Þessi vísa er kveðiií í
haust:
Djúp að hylja hjartasár,
harmakyljum eyðir.
öll skal dylja angurstár
eins þótt skiljist leiðir.
Ennfremur eftirfarandi stökur:
Öfund fæðist af því nóg,
einn að gæða njóti.
Á því græðir enginn þó
annar mæðu hljóti.
Krókaleiðum kröppum á
komast menn í vanda.
Villugjörnum vegum hjá
vörður þurfa að standa.
I
Svo er hér ein nýleg.
Mörgum þykir mesta hnoss,
mælsku hinna snjöllu.
Þögnin stundum þreytir oss
þó er hún bezt af öllu.
Hlýtt á útvarp.
í ÚTVARPSþættinum „Um
helgina" hlýddi ég á hinn 100 ára
gamla öldung Jón Þórðarson, en
það var á þrettándakvöld. Þá
kvað ég:
Góður finnst mér söngur sætur
sjálfur þó ég hljóðin spari.
Hlýjaöi mér um hjartarætur
hundrað ára forsöngvari.
Bið ég honum allrar blessunar.
Þá er hér ein vísa kveðin til
stúlku.
Undir þínum verndarvæng,
vænstu naut ég gæða.
Ei var þó um eina sæng
okkur hjá að ræða. 1
Sjálfsmynd.
EG KVEÐ svo um sjálfan mlg
(Framhald á 8. síSu.)