Tíminn - 11.04.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.04.1957, Blaðsíða 6
6 km Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn). Auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda hf. ,Fagna8arstundm og ,graíarþögnm ‘ ÓTTI þeirra, sem vita sig hafa unnið óhappaverk, birtist með ýmsum hætti. M. a. kemur hann stundum fram á þann hátt, að menn reyna að kenna öðrum um, — segja aðra hafa gert það. Þessi viðbrögð eru al- geng hjá þeim, sem eru þroskaminnstir og reyna því að réttlæta sig með blekking um í stað þess að iðrast. Þetta hendir nú oft rit- stjóra Mbl., þegar þeir eru að ræða öngþveiti efnahags málanna og ofþenslu fjár- festingarinnar. Seinast í gær reynir Mbl. að kenna Framsóknarflokknum um of þenslu bygginganna í höfuð staðnum. Einu sinni enn skal því saga þessara mála rifjuð upp. HIN STÓRIJ og örlaga- ríku spor, voru stigin við stjórnarmyndt(nina 1953, þegar Sjálfstæðismenn knúðu fram afnám Fjárhags ráðs og raunverulegt afnám fjárfestingarham'lanna. í ræðu, sem Ingólfur Jóns son flutti á Varðarfundi 25. nóv. 1953, tók hann það skýrt fram, að Sjálfstæðisflokkur- inn’hefði haft forustu um af nám fjárfestingarhamlanna. Hann sagði m. a.: „Það hefur verið að frum kVæSi Sjlálfstæðisijlokksins, er lýsti þvi yfir á lands- fundi sínum í vor, að hann vildi Fjárhagsráð afnumið, að inn í mátefnasamning ríkisstjórnarinnar hefur ver ið tekið, að ráðið skyldi fellt niðurý. Ólafur Thors sagði. á sama fundi samkvæmt frásögn Mbl.: „Áður fyrr þ'urfti þjóð- in aðeins að glíma við harða en gæðaríka náttúru lands- ins, sem hún byggir, en síð- ustu árin hefur hún auk þess orðið að glíma við ótal ráð og nefndir. Nú rennur upp sú fagnaðarstund, að við sjá- um til lykta þessarar glímu. Við skulum líta til þess, að það sem unnizt hefur, er fyr- ír forgöngu Sjálfstæðis- flokksins". FRAMsóknarmenn gengu nauðugir til þess leiks að af- nema fiárfestingarhömlurn- ar í jafn stórum stíl og gert var. Sfpfna þeirra hefur jafn an verið sú, að reynt yrði að tryggja sem mest athafna- frelsi, en þó innan þess ramma, sem fjárhagskerfi þjóðarinnar þyldi. Við það sjónarmið vildu forkólfar Sjálfstæðisflokksins ekki sætta sig, enda voru margir gæðingar þeirra í Reykja- vík orðnir langeygðir eftir því að geta byggt skrauthýsi og skrifstofuhallir. Stjórnar samvinnan hefði ekki tek- ist, ef ekki hefði verið látið undan þessari kröfu Sjálf- stæðisflokksins. Afstöðu Framsóknarmanna tii þessara mála má bezt marka af eftirfarahdi um- mælum í Mbl. 26.:inöv. 3956: „Á Alþingi veittu menn því athygli, að enginn Framsókn armaður tók til máls um þetta frumvarp (frv. um af- nám Fjárhagsráðs) og sjálf sagt hefur því verið veitt athygli, að blað Framsókn- arflokksins hefur verið þög- ult eins og gröfin um þess- ar löngu umræður". AFLEIÐINGARNAR eru svo kunnar. Með því að sniðganga það slitur af fjár festingareftirliti, sem eftir var, reistu gæðingar Sjálf- stæðisflokksins skrauthýsi, og stórhallir, eins og Morgunblaðs-höllin er gleggst merki um. Þetta hafði þau áhrif að ofþensla skapaðist á vinnumarkaðin um, en hún leiddi síðan af sér kauphækkanir og verð- hækkanir. Þessar hækkanir var reynt að bæta framleiðsl unni upp með uppbótum og niðurgreiðslum. Því er nú komið sem komið er. Það er vitanlega hreinn útúrsnúningur hjá Mbl. að telja það einhverja fylgis- yfirlýsingu við þessa stefnu, þegar Tíminn krafðist að byggingamálin yrðu tekin föstum tökum. Með því átti Tíminn einmitt við að horf ið yrði frá byggingu skraut- hýsanna og stórhallanna en meira yrði byggt af hóíieg um íbúðum. Aðrir og slíkir útúrsnún- ingar Mbl. eru þýðaingarlaus ir. Ummæli Ólafs Thors um „fagnaðarstundina", ummæli Ingólfs Jónssonar um „frumkvæði Sjálfstæðis flokksins“ og ummæli Mbl. um „grafarþögn Tímans“ taka af öll tvímæli um þessi efni. Málstaður Sjálf stæðisflokksins verður að- eins gerður verri með því að afneita nú því verki, sem hann hældist mest yfir áð- ur. TÍMINN, fimmtudaginn 11. apríl 1957. ERLENT YFIRLIT: Forsetakosningarnar í Áusiiuríki Veríur frægasti skurtilækiiir Austurríkis næsti forseti þess? HINN 5. maí næstkomandi fara fram forsetakosnmgar í Aust urríki, en forseti þar er þjó'ðkjör- inn. Kosningum þessum er veitt allmikil athygli, enda beinist at hygli manna nú mjög að Austur ríki. Ástæðan er m. a. nábýli þess við u’ngverjaland og h.nn mikli straumur ungverskra flótta- manna þangað um skeið. Líklegt þykir af þeim ástæðum, að Rúss ar sjái eítir því að hafa sleppt tangarhaldi sínu á Austurríki og kunni þess að sjást merki ; sam búð þeirra við Austurríkismenn áður en langt um líður. Enn hafa þó Rússar ekki látið bera á þessu. Forsetakosningar fóru seinast fram í Austurríki fyrir sex árum síðan og varð þá frambjóðamii jafnaðarmanna, Theodor Körner, fyrir valinu. Þá varð að tvíkjósa. í fyrra skiptið fékk frambjóðandi Þjóðflokksins flest atkv. en þó ekki tilskilin meirihluta. Var þá kosið í annað sinn og náði Körn er þá kosningu. Ástæðan var sú, að Sjálfstæðisflokkurinn, sem tal inn er hálffasistískur, dró frarn- vissi, að jafnaðarmönnum myndi I falla ilia að bíða ósigur fyrir ein | hverjum af foringjuin Þjóðflokks ins í forsetakjörinu. Hann tók það j því til ráðs að bjóða Sjálfstæðis' flokknum samvinnu um ópólitískt forsetaefni. Þetta samkomulag náð ist og maðurinn, sem varð fyrir . valinu, var frægasti læknir Aust- 1 urríkis, Wolfgang Denk. Fiest bendir nú til, að hann verði næsti forseti Austurríkis. WOLFGANG DENK er 76 ára að aldri. Hann ber aldurinn vel og er t. d. enn formaður austur ríska heilsuverndarráðsins og for | stöðumaður austurrísku krabba- meinsrannsóknanna. Það er ckki langt síðan að hann lót af kennslu við háskólann, en þar var hann prófessor um langt skeið, for stöðumaður sjúkradeildar og rekt or háskólans um skeið. Þau aust urrísku heiðursmerki eru fá, sem hann hefur ekki hlotið fyrir störf sín. Denk varð snemma mjög frægur fyrir magaskurði sína, en síðar gaf hann sig einkum að rannsókn um á lungnakrabba. Fyrir þann árangur, sem hann hefur náð á því sviði, er hann frægur meðal lækna um allan heim. Þegar hann lét af störfum við háskólann fyr ir tæpum þremur árum, hafði hann nýlokið 500. lungnaskurð- inum. Hann vildi þó ekki leggja árar í bát, heldur brá sér til Stokkhólms og fékk hinn þekkta hjartalækni, Crafoord, til þess að leiðbeina sér við hjartaskurði á hinum svonefndu „bláu börn- um“. Síðan hann kom til Austur ríkis aftur, er hann búinn að gera Gúmbjörgunarbátar SCHARF bjóðanda sinn til baka og fylkti sár um Kctrner. Frambjóðandi Þjóðflokksins hafði átt í brös- um við Sjálfstæðisflokkinn. FYLGI stjórnmálaflókkanna í Austurríki er nú þannig hátt- að, að aðalflokkarnir, Þjóðflokk- urinn og Jafnaðarmannaflokkur- inn eru nokkurn veginn jafnsterk ir. Ríkisstjórnin byggist á sam starfi þessara flokka og hefur verið svo um skeið. Þeir hafa þó ekki getað komið sér sainan um forsetaefnið og hafa því boð- ið fram sitt forsetaefnið hvor. Margt bendir til, að nú geti farið eins og síðast, að fylgismenn Sjálf stæðisflokksins verði ióðið á vog- arskálinni. Eftir að allmiklar umræður höfðu átt sér stað milli stjórnar- flokkanna um sameiginlegt for- setaefni, tilkynntu jafnaðarmenn forsetaefni sitt, Scharf varafor sætisráðherra. í samningaviðræð unum höfðu þeir lagt áherzlu á, að þeir ættu að halda forseta- embættinu áfram, en Raab for- sætisráðherra og forrnaður Þjóð- flokksins vildi ekki sætta sig við það. Jafnaðarmenn töldu sig geta haldið sínu máli bezt til streitu með því að tilkynna forsetaefni sitt, því að Raab gæti ekki með góðu móti boðið fram gegn vara- forsætisráðherranum. Raab er hinsvegar maður, sem ógjarnan lætur hlut sinn. Hann um 250 slíka skurði. KEPPINAUTUR dr. Denks, Adolf Scharf, er 67 ára gamall, lögfræðingur að menntun. Hann hefur lengi verið í fylkingarbrjósti austurrískra jafnaðarmanna. í tíð Dolfuss Schuschniggs og Hitlers sat hann löngum í fangabúðum. Hann hefur verið ráðherra sam- fleytt síðan 1945. Ilann þykir nokkuð kreddubundinn í skoðun um, en er persónulega vel látinn og mjög vinsæll í kunningjahópi. Slíkt hið sama gildir um Denk, svo að ekki verður gert upp á milli forsetaefnanna að því leyti. í ÁRÓÐRI sínum leggja jafn- aðarmenn mjög mikla áherzlu á það, að forsetinn þurfi að hafa góðan kunnugleika á stjórnmál- unum. Þar hafi Scharf mikla reynzlu að baki, en Denk enga. Einnig hampa þeir mjög and- D E N K stöðu Scharfs gegn fazistum og nazistum. Hinsvegar ympra þeir á því, en þó gætilega, að Denk hafi um skeið átt sæti í ríkisstjórn Dolfuss. Fylgismenn Denks benda hinsvegar á það, að hann hafi samt ekki veitt Dolfuss neinn beinan stuðning, heldur eingöngu tekið sæti í stjórninni sem ópóli tískur embættismaður. Þeir benda og á, að hann hafi aldrei verið bendlaður við neinn stjórnmála flokk. Kommúnistar hafa enn ekki lát ið neitt uppi um það, hvort for- setaefnið þeir ætla að styðja. Erfitt mun þó fyrir þá að styðja Scharf, sem jafnan hefur verið skeleggur andstæðingur þeirra. Eins og áður segir, þykir Denk nú líklegri til að bera sigur úr býtum. Sennilegt þykir, að sigur hans muni ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið, en hins- vegar myndi Schárf hafa fallið þungt, ef einhver pólitískur keppi nautur hans hefði sigrað hann. Ýmsir íslenzkir læknar rnunu þekkja dr. Denk og einn þeirra, Jónas Sveinsson, hefur verið nem andi hans. Álit Denks má mikið marka á því, að á alþjóðaþingi skurðlækna, sem haldið var í Kaupmannahöfn í fyrra, var hann kjörinn forseti næsta alþjóða- þingsins, sem haldið verður í Mexico City í sumar. Dr. Denk nýtur ekki síður hylli alþýðu manna vegna þess, að hann hefur að jafnaði unnið læknis- störf sín endurgjaldslaust, þegar efnaminna fólk hefur átt hlut að máli. Hann hefur gert sér mjög far um að hjálpa slíku fólki. í framgöngu er hann mjög látlaus og elskulegur. Fylgismenn hans segja líka, að hann sé sannur fulltrúi beztu eiginleika þjóðar sinnar. Þ.Þ VAÐSröFAA/ SNEMMA á yfirstand- andi þingi fluttu þeir Har- aldur Guðmundsson og Frið jón Skarphéðinsson frumv. um breytingu á lögunum um eftirlit með skipum þess efnis, að á hverju þilfars- skipi skuli vera gúmbjörgun arbátur, einn eða fleiri, og stærð þeirra miðuð við það, að þeir rúmi þá, sem á skip inu eru. Það hefur fengist vaxandi reynzla fyrir því á síðari ár- um, að gúmbjörgunarbátar geta oft komið að liði, þegar aðrir bátar gera það ekki. Margar siglingaþjóðir eru því að taka þá upp. Eins og vænta máttl, hef ur því frv. þeirra Haraldar og Friðjóns fengið góðar und irtektir á Alþingi. Þau á- kvæði munu því verða hér eftir í lögum, að gúmbjörg- unarbátar verði á öllum ísl. skipum. Með því verður ör- yggi sjómanna aukið og ber vissulega að fagna því eins og öðrum framförum á þessu sviði. ^ Kötturinn i fjörunni. KONA í vesturbænum skrifar: „Fyrir nokkrum dögum bar fyrir mig sjón, sem mér finnst ástæða til að vekja athygli á. Ég á heima í húsi vestur við sjó, rétt hjá Selsvörinni, og sést úr eldhús- glugganum niður í fjöru. Dag einn fyrir skömmu tók ég eftir því, að lögregluþjónar komu í fólksbíl, og staðnæmdist bíllinn á vegarkantinum þarna á sjávar- kambinum. Lögregluþjónn kom j út, gekk aftur fyrir bílinn, opn- aði farangursgeymsluna og tók í rófuna á dauðum ketti og senti honum af hendi fram í fjöruna, en mikið vantaði þó á, að hann kæmist í sjó fram. Að líkindum hefir kötturinn orðið undir bíl einhvers staðar og lögreglu- mennirnir verið að koma hræinu undan. Kötturinn lá nú þarna í fjör- unni, og að sjálfsögðu leið ekki á löngu þangað til krakkarnir í hverfinu uppgötvuðu þessa ný- lundu. Þyrptust þeir kringum köttinn, fóru að hafa hönd á hon- um og velta honum til. Þetta minnir mig á kýrskrokkinn, sem Pétur Hoffmann fann í fjörunni um daginn. Borgarlæknir lét þeg- ar urða kýrskrokkinn, er hann frétti um hann. Að vísu er katt- arskrokkur minni um si£, en eigi að síður á að urða hann eins og önnur hræ en ekki fleygja hon- um í fjöru, þar sem hann úldn- ar og krakkar handfjalla hann. Lögreglan átti auðvitað að urða köttinn“. Sami hlulinn seldur tvisvar. ÞÁ ER HÉR annað bréf frá við- skiptavini happdrættis Háskólans, og þykir bréfritara nokkur Ijóð- ur á þessari starfsemi hinnar ' æðstu menntastofnunar á landi hér: „Ég hefi átt tvo miða í happ- drætti Iláskóla íslands í umboði . hér í Reykjavík. Ég hefi jafnan endurnýjað þá reglulega, þótt smátt hafi verið um vinninga til þessa. Svo kom það fyrir núna í febrúar og marz, að vegna fjar- veru og annarra orsaka féll end- urnýjun niður í tveim flokkum. Þegar ég kom í þriðja sinn núna (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.