Tíminn - 11.05.1957, Qupperneq 6

Tíminn - 11.05.1957, Qupperneq 6
B TÍMINN, laugardaginn 11. maí 1957, Otgefandl: FramtóknarfloklcwrtBM Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinssen (áfc). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn). Auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda hf. ' Jafnlaunasáttmálinn og íhaldið MORGUNblaðið hefur fengið skritna flugu í höfuðið vegna þeirrar samþykktar Alþingis, að ísland gerist að- ili að alþjóðlega sáttmálan- um um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Það reynir að túlka þessa ályktun Alþingis sem sönnun þess, að ríkisstjórnin sé horfin frá þeirri stefnu sinni að vinna gegn verð- bólgu og skapa jafnvægi í efnahagsmálunum. Ekki að eins forustugrein Mbl. í gær er helguð þessum áróðri, heldur birtir Mbl. aðra enn lengri grein undir stórum fyr irsögnum, þar sem hampað er þessu sama. Ályktun Mbl. er svo sú, að þar sem ríkisstjórnin hafi með þessari samþykkt Al- þingis lýst sig fylgjandi vissri leiðréttingu á kaupgreiðslu til kvenna, þá hljóti aðrir að mega að koma á eftir og heimta einnig kauphækkun. Annað sé ekki réttlátt. ÞESSI málflutningur Mbl. er vitanlega fjarri öllu lagi. Með aðild íslands að jafnlaunasamþykktinni, lof- ar ríkisstjórnin að vinna að því að konur fái greidd sömu laun og karlar fyrir jafn verð mæta vinnu. Þetta er þegar lögfest hér á landi, hvað snertir öll opinber störf. Einnig er þetta komið vel á veg hjá ýmsum atvinnu- greinum. Hjá öðrum er það komið skemmra á veg, enda víða talsvert álitamál, hvaö telja skuli jafn verðmæta vinnu. í jafnlaunasamþykkt- lnni er gert ráð fyrir, þar sem kaupsamningar byggj- ast á frjálsu samkomulagi atvinnurekenda og laun- þega eins og hér, að afskipti rikisins séu aðallega þau, að hvetja samningsaðila til að koma sér saman um jafn launagrundvöllinn og láta fara fram sérstakt mat á því, ef um ágreining er að ræða, hvað telja beri jafnverðmæt störf. Þetta hefur ríkisvald- ið þegar gert óbeint, með því að ganga á undan og viðurkenna jafnlaunagrund- völlinn í löggjöfinni um opin bera starfsmenn. ÞAÐ GETUR hver og einn séð, sem íhugar það hlutlaust og sanngjarnlega, að það á ekkert skylt við al- mennar kauphækkanir, þótt unnið sé að leiðréttingu á launum þeirra kvenna, sem vinna nú jafn verðmæt störf og karlar, en hljóta þó minni greiðslu fyrir. Slík leiðrétt- ing skapar engan grundvöll fyrir aðra til þess að fara að heimta kauphækkanir sér til handa. Slíkar leý5rétt- ingar ættu líka að geta átt sér stað, án þess að til nokk- urra samningsuppsagna þyrfti að koma, enda þurfa þær í sumum tilfellum tals- verðan undirbúning, t. d. þar sem mat þarf að fara fram á verðmæti vinnunnar. MÁLFLUTNINGUR Mbl. í þessu sambandi er því meira en lítið kynlegur. Ekki er undarlegt þó menn spyrji hver sé tilgangurinn með honum. Er hann sá, að spilla því að konur fái umrædda réttarbót með því að halda því fram, að hana sé ekki hægt að veita nema almenn- ar kauphækkanir eigi sér stað? Eða er Mbl. hér enn á þeim refilsstigum að reyna að nota hin óskyldustu til- efni til að ýta undir upp- sögn kaupsamninga og kaup hækkunarbáráttu? Eða blandast þetta hvorttveggja saman? Umrædd ályktun Alþing- is haggar ekkert við þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að vinna gegn verðbólgu og al- mennum kauphækkunum. Þar er aðeins stefnt að því að veita konum réttarbót, sem engin almenn kaup- gjaldsbarátta þarf að vera samfara. Með því að telja umrædda réttarbót til handa konum réttlæta allsherjar- kauphækkun, vinnur Mbl. beint gegn þessu réttlætis- máli, enda er það ekki í fyrsta sinn, sem íhaldið hef- ur verið konum Þrándur í Götu, þótt það tali á aðra leið. Með því er Mbl. jafn- framt að reyna að ýta undir uppsagnir kaupsamninga og almenna kaupgjaldsbaráttu að tilefnislausu. Það sýnir bezt, hve langt forkólfar Sjálfstæðisfl. ganga nú í því að nota allar hugsan- legar leiðir til að reyna að koma atvinnuvegunum á kné. Skyldusparnaðurinn í FORUSTUGREIN Al-* þýðublaðsins 9. þ.m. er rætt um skyldusparnað þann, sem er ráðgerður í hinu nýja stjórnarfrumvarpi um bygg- ingarmálin. í greininni segir m.a. á þessa leið: „Þessum skyldusparnaði fylgja þau réttindi, að þegar sparifjáreigendur, sem ætla að stofna heimili, þ. e. hjón eða hjónaefni, hafa eignast innstæðu, sem nemur 25 þús. kr., hafa þau forgangsrétt á lóni úr Byggingarsjóði, og má lánið nema allt að % af kostnaðarverði þeirrar íbúð- ar, sem þau hafa hug á að eignast. Rétt er að líta örlítið nán ar á það, hvernig þessi skyldu sparnaður verkar. — Tökum til dæmis ungmenni, sem vinnur sér inn að jafnaði 30 þús. kr. árlega á aldrinum 16 til 20 ára, eða um 5 ára skeið. En 30 þús. kr. eru lá- markslaun til að vera skyld- ur að spara, en auðvitað er það öllum frjálst. — Á þess- ERLENT YFIRLIT: Fólksflutningar til Bandaríkjanna A biílistum eru nú um miHjón manna sem vilja komast þangað. MEÐAL þeirra stjórnarfrum- varpa, sem nú liggja fyrir þingi Bandaríkjanna, er frumvarp um innflytjendur, .sem megi setjast þar að. Frumv. þetta gerir ráð fyrir að leyfa mun fleiri innflytjendur frá Evrópu, Asíu og Afríku en nú- gildandi lög gera ráð fyrir. Jafn- framt breyta þau reglu núgildandi laga um það, hvað margir innflytj endur megi koma frá hverju einstöku landi. Frumvarp þetta, sem er líklegt til að valda miklum deilum í þing inu, rekur rætur sínar til þess, að stjórnin vill leyfa fleiri innflytj- endum að koma til Bandaríkjanna en nú er hægt lögum samkvæmt. í mörgum löndum eru þúsundir manna á biðlista yfir þá, sem hafa sótt um að gerast innflytjendur í Bandaríkjunum. Rétt þykir að verða við þessum óskum að nokkru leyti. Þá þykir einnig rétt að skipta innflytjendaleyfum öðru vísi milli landa en nú er gert. í þeim löndum, sem hafa nú flest innflytjendaleyfi, hafa þau ekki verið notuð til fulls að undan- förnu. Þetta gildir einkum Bret- land- og írland. Þótt margir út flytjendur fari þaðan árlega, leita þeir ekki til Bandaríkjanna, held ur til brezku samveldislandanna. LÖG um innflytjendur, sem nú gilda í Bandaríkjunum, rekja í meginatriðum rætur til laga-! setningar frá 1924, er ekki kom þó til framkvæmda fyrr en fimm árum síðar. Þessi lög voru endur- skoðuð og breytt nokkuð 1952, og eru síðan oftast nefnd McCarran- lög. Þau draga nafnið af þeim öld- ungadeildarmanni, sem mestu réði við setningu þeirra. í þess um lögum er að mestu haldið hin- um gamla grundvelli varðandi það, hvaðan innflytjendur mættu koma. Sá grundvöllur tryggir Bretum, Þjáðverjum, írum og Skandinövum mikinn forgangsrétt en setur miklar hömlur á innflutn ing frá Austur-Evrópu og Suður- Evrópu, Asíu og Afríku. Lögin voru sett á sínum tíma ekki sízt til þess að takmarka tölu innflytj enda frá þessum löndum. Engar hömlur eru settar gegn því að menn frá Kanada, Mexico og Suð- ur-Ameríku setjist að í Bandaríkj unum. SAMKVÆMT núgildandi lög um geta árlega komið frá Evrópu, Afríku og Asíu 154.657 innflytj- endur. Auk þess hafa svo öðru hvoru verið sett lög, sem hafa heimilað innflutning flóttmanna umfram þetta. Ameríska vikuritið „U. S. News & World Report“ birti nýlega skýrslu um tölu þeirra sem hefðu Mið-Ameríka Suður-Ameríka 24,837 6,846 fengið innflytjendaleyfi til Banda ríkjanna á árinu, sem lauk 30. júní í fyrra. Þessi skýrsla fer hér á eftir og er hún í þremur liðum, fyrst er greind tala þeirra innflytj enda, sem lögum samkvæmt mega koma árlega til Bandaríkjanna frá viðkomandi löndum, næst er tala þeirra, sem fengu leyfi, og síðan kemur svo tala þeirra, sem voru á biðlista: England 65,361 21,582 Þýzkaland 25,814 30,390 41,494 írland 17,756 6,483 Pólland 6,488 8,453 79,079 Ítalía 5,645 39,789 131,150 Svíþjóð 3,295 1,906 Holland 3,136 5,134 27,048 Frakkland 3,069 4,308 20,518 Tékkóslóv. 2,859 2,612 24,555 Sovétríkin 2,697 3,864 36,106 Noregur 2,364 2,548 3,927 Svissland 1,698 1848 5,103 Austurríki 1,405 4,326 15163 Belgía 1,297 1,370 Danmörk 1,175 1,413 3,516 Júgóslóvakía 933 8,723 140,909 Ungverjaland 865 2,261 19,313 Finnland 566 677 3,170 Portugal 438 1,396 25,516 Lithauen 384 908 9,991 Grikkland 308 10,531 104,195 Rúmenía 289 2,328 27,769 Spánn 250 964 12,161 Lettland 235 856 8,143 Önnur lönd Evrópu, Asíu og Afríku 6,330 22,692 169,049 Kanda 29,533 Mexico 65,047 Samtals 154,657 321,625 907,875 HÉR eru ekki taldir innflytj- endur frá Puerto Rico, sem stund um hafa verið allt að 200 þús. árlega. Stafar það af því, að þeir hafa bandarískan borgararétt. Töl ur þær, sem eru nefndar í sam bandi við kommúnistalöndin, ná nær eingöngu til fióttamanna. Fólksstraumurinn frá Ungverjal. á síðastliðnu hausti gaf til kynna að biðlistinn í kommúnistalöndun um myndi verða langur, ef fólk gæti skrifað sig á þá þar. Skýring þess, að fleiri inn- flytjendur hafa fengið að koma frá sumum löndum en lögin gera ráð fyrir, er sú, að leyfin hafa verið hækkuð með sérstökum bráðabirgðalögum. Þannig giltu aukalög á árinu 1954—56, sem heimiluðu 190 þús. innflytjendum að koma frá Evrópu umfram það, sem aðallögin heimiluðu. Miklu fleiri eru nú á biðlistum yfir þá, sem vilja komast til Banda ríkjanna, en í fyrra. Það stafar m. a. af stórfelldri fjölgun ung- verskra flóttamanna. SAMKVÆMT frumvarpi Eis- enhowers verður 220 þús. innflytj endum leyft að koma frá Evrópu, Asíu og Afríku árlega, fyrst og fremst þó frá Evrópu. Ef viðkom- andi land notar ekki það hámark, sem því er ætlað, má færa afgang- inn yfir á önnur lönd, en það er ekki leyfilegt nú. Auk þessa verð ur svo veitt heimild til að leyfa innflutning 75 þús. flóttamaiina árlega. Þannig verður um 300 þús manns leyft að koma til Bandaríkj anna árlega frá áðurnefndum þremur heimsálfum. Engar höml ur verða á fólksflutningum frá Kanada, Mexico og Suður-Ameríku fremur en áður, en 160 þús. inn flytjendur koma þaðan á síðastl. ári. Samkvæmt hinu nýja frum- varpi mun því mega gera ráð fyrir að allt að 500 þús. innflytjendur muni setjast að árlega í Bandaríkj unum næstu árin, auk þeirra 150— 200 þús., sem reiknað er með að haldi áfram að koma frá Puerto Rico. Víst er talið, að umrætt frum- varp Eisenhowers sæti allharðri andspyrnu, því að í mörgum ríkj um Bandarríkjanna er enn ein- dregin vilji fyrir því að binda innflytjendaleyfin fyrst og fremst við Vestur-Evrópu. Samt er þó tal ið sennilegra, að frumvarp Eisen howers nái að ganga fram án stór feldra breytinga. Þ. Þ. Skemmtigarðurinn Tívolí verður opnaður á sunnudaginn kemur Tívolí, hinn vinsæli skemmtigarður Reykvíkinga, verður opnaður sunnudaginn 12. þ. m. Þessi skemmtigarður, sem um mörg undanfarin sumur hefir verið ríkur þáttur í lífi bæjarbúa, heilsar nú sumri í nýjum búningi. Hefir að undan- förnu verið unnið að breytingum og snyrtingu á garðinum, allt hefir þar verið málað í hólf og gólf, skemmtitæki endur- nýjuð og unnið að margháttuðum undirbúningi sumarstarf- seminnar. um 5 árum hefur þetta ung- menni lagt árlega til hliðar um 1800 kr. eða 9000 kr. á öllu tímabilinu. Má því gera ráð fyrir, að eftir 5 ár eigi þetta ungmenni inni í Bygg ingasjóði ekki minna en 12 þús. kr., er vextir hafa lagzt við. Stofni nú ungmennið ekki heimili við tvítugsald- ur eða ákveði að spara áfram til 25 ára aldurs, verður upp hæðin orðin yfir 25 þús. kr., þótt aldrei sé reiknað með meira en 30 þús. kr. lágmarks tekjum ,sem að sjálfsögðu er of lágt reiknað, ef um er að ræða fullvinnandi mann, sem kominn er yfir tvítugt“. FLEIRI slík dæmi mætti nefna. Ungt fólk ætti vissu- lega að íhuga þessi mál ræki lega og vera á varðbergi fyr- ir þeim, sem eru að reyna að vekja óánægju í sambandi við það. Meðal nýjunga í garðinum má nefna dýrasýningu, fjölbreyttari en þá, sem gerð var tilraun með í fyrra, en hún náði miklum vin- sældum eins og menn muna. Af dýrum að þessu sinni má nefna ljón, krókódíla, slöngur, apa, íkorna, fugla ýmiskonar, þar á meðal uglur, fiska og margt fleira. Komið hefir verið upp litlu kvik- myndahúsi, en þar verða sýndar ýmsar frétta, teikni-, skop- og fræðslukvikmyndir. Sýningum verður hagað með svipuðu sniði og tíðkast í erlendum skemmti- görðum. Flughringekja verður í garðinum, en það er eitt vinsæl- asta tæki erlendra skemmtigerða. Þá er það og nýmæli, að dansað verður í garðinum á nýjum palli alla þá daga, sem garðurinn verð- ur opinn, og mun þar öðru hverju verða efnt til danskeppni, meðal annars í hinum vinsæla rokkdansi, svo og gömlu dönsunum, og er þar með tryggt að þarna verði eitthvað fyrir alla. Eldri tæki hafa öll verið tekin til gagngerrar lagfæringar. Miðasala verður nú höfð við öll tæki til þess að koma í veg fyrir hvimleiðar biðraðir. (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.