Tíminn - 29.05.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.05.1957, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, miðvikudaginn 29. maí 1957. Orðií er frjálst (Framhald af 5. síðu). Sauðárkróki meiri mátt vera. Hins vegar tekur presturinn munninn of fullan þarna, sem oftar stundum. Óræk sönnun þess, er sú staðrevnd að fáir verkamenn á Sauðárkrólri fara brott þaðan í atvinnuleit gagn stætt því, sem gerist í nálægum þorpum og kaupstöðum. Enda þótt sr. Lárus sé manna líklegastur til að taka upp á margvíslegum „kún- stum“ í málflutningi, þá er næsta ósennilegt að hann vilji halda því fram, að Sauðárkróksbúar séu þeir amlóðar, að heldur kjósi þeir að deyja drottni sínum úr sulti og seyru heima þar, en leita sér at- vinnu annars staðar, meðan nóg er um hana í landinu. Sannleikurinn er líka sá, að miklar framkvæmdir hafa verið á Sauðárkróki á undan- förnum árum, bæði á vegum kaup- félags, bæjaiifélags og einstakra manna. Hafa því atvinnuskilyrði mátt heita mjög sæmileg. Má í því sambandi benda á, að síðustu 5 ár- in hefir Kaupfélag Skagfirðinga, en þar er ég hnútum kunnugastur, greitt í starfsmanna- og verkalaun 4 milljónir króna að meðaltali á ári. Munar um minna í rösklega 1000 manna bæ, þótt prestinurn á Miklabæ kunni að þykja skömm til koma, og fyrstu 4 mánuði þessa árs nema launagreiðslur K. S. lið- lega einni og hálfri milljón króna. VI. Af orðum Miklabæjarprests má ráða, að Sig. Sigf. hafi ekki aðeins reynzt Sauðkræklingum sem engill af himni sendur, er hóf þá upp úr vesöld og volæði -— sveitabændur hafi „ekki síður litið hýru auga til starfsemi hans á vettvangi atvinnu- lífs þeirra. Sauðfjártaka hans og hrossaslátrun hefir verið til mik- ils hagræðis fyrir þá, ekki sízt hrossaslátrunin, en þar hefir Sig- urður með sinni miklu söiumanns- hæfni leyst erfiðan hnút.“ Rétt segir þú hinn frómi. Sig. Sigf. hefir um fárra ára skeið haft nokkra fjártöku. Þó hefir það verið í smáum stíl, nema helzt tvö haust 1954 og 1955. Ilið fyrra haustið mun hann hafa feng ið röskar 5 þúsund kindur og hið síðara milli 6 og 7 þúsund fjár, þar af ekki yfir 2000 kindur af fé- lagssvæði K. S. Opinbert leyndar- mál er það, að Sig. Sigf. keypti allmargt fé á fæti, þótt ekki væri alltaf krókalaust, enda ekki í sem beztu samræmi við gildandi regl- ur um sláturleyfi. Þessi ár var lógað á sláturhúsi K.S. liðlega 18 þúsund fjár árið 1954 og liðlega 27 þúsund fjár 1955. Haustið 1958 var lógað 33.400 fjár hjá K.S., en um 1200 hjá Sig. Sigf. Má virðast sem þá hafi verið farin að dofna xiokkuð svo „híran“ í framhjátöku- auga sr. Lárusar og annarra fjár- eigenda. Þá eru það hrossin. Prestur seg- ir, að með hrossakaupum sínum hafi Sig. Sigf. „leyst erfiðan hnút“. Svo er nú það. Nú veit ég ekki betur en að K.S. hafi á hverju hausti tekið fjölda hrossa til slátr unar, t. d. s.l. haust um 1600 hross og engar hömlur á móttöku. Er því næsta torvelt að sjá með hverj um hætti sérstaklega Sig. Sigfús- son hefir leyst þennan „erfiða hnút“. Mundi hitt sönnu nær, að þrátt fyrir þessa miklu hrossa- förgun sé hnúturinn óleystur enn, þ. e. nauðsynleg íækkun hrossa, þar sem flest eru, og þá ekki hvað sízt í heimasveit sr. Lárusar á Miklabæ. Má marka bað á því meðal annars, að á aðalfundi Bún- aðarsambands Skagfirðinga 1956 var lagt fram erindi, þar sem ósk- að var fulltingis B. S. til athugun- ar og úrræða þeim vanda, hversu fækka mætti hrossum með hgg- kvæmilegum hætti. Og þetta er- indi var runnið undan rifjum eins næsta nágranna sr. Lárusar, manns, er seldi Sig. Sigfússyni bæði fé og hross meðan hann bjóst við að hafa af því einhvern stund- arhagnað, sem þó reyndist minni en enginn þegar íil uppgjörs kom. VII. Þá er komið að því atriði í grein sr. Lárusar, er úr skar um það, að ég þóttist ekki mega þegja við. Sr. Lárus segir orðrétt: „Þeir eru til, sem vilja gera Sig. Sigf. gjaldþrota, með því að halda fyrir honum því lánsfé, sem hann fyrir margháttað framtak sitt og dugnað á óskoraðan rétt á að fá og láta svo Kaupfélag Skagfirðinga á Sauð árkróki (K. S.) fá reyturnar með kostakjörum". Og litlu seinna: „Ég segist álíta að innan héraðs sé sá hópur ekki stór, sem vill láta leika þann gráa leik að koma Sig. Sigf. á kné til óverðugs ágóða fyr- ir K. S._ Ég álít til dæmis að fjarri fari að þeirri stefnu standi nema sáralítill hluti sjálfs starfs- liðs kaupfélagsins, enda er þar stór hópur mjög mætra manna. Máske eru þetta ekki nema þrír eða fjór- ir menn.“ i Eins og orðum er þarna hagað, getur ekki hjá því farið, að þeir, sem einhvern trúnað kunna að leggja á það, sem sr. Lárus segir, hljóti að álykta, að það sé stjórn og framkvæmdastjóri K. S., eða einhverjir þeirra, sem stjórnina skipa, sem vilja „láta leika þann gráa leik, að koma Sig. Sigf. á kné til óverðugs ágóða fyrir K. S.“ svo að félagið fái „reyturnar með kostakjörum". Eigi veit ég hvort þessi er ætlan sr. Lárusar í raun og veru. En sé svo, gat presturinn gengið úr skugga um sannleikann, ef kosið hefði heldur að íara með rétt mál, en róg og dylgjur. Eklci þurfti hann annað en spyrjast fyr- ir um þetta hjá íramkvæmdastjóra eða einhverjum stjórnarnefndar- manni K. S. Ég fullyrði, að hver okkar, sem var, hefði goldið hon- um greið svör. Og svo vel þekkir hann okkur alla, að ég ætla hon- um ekki að efast um, að hann fengi rétt svör. Sannleikurinn er sá, að á því hefir aldrei verið ymprað á fund- um kaupfélagsstjórnar, að K. S. keypti eignir Sig. Sigf. eða fyrir- tækja hans, þótt falar kynnu að verða með einhverjum hætti. Og ég þori að staðhæfa, að enginn samstarfsmanna minna í kaupfé- lagsstórn, né heldur framkvæmda- stjóri, hafa látið falla orð, er skilja mætti á þá lund, að K. S. hefði áhuga á að kaupa téðar eign- ir. Allt hjal sr. Lárusar um þetta er því fleipur eitt. Hluturinn er einfaldlega sá, að annað stendur K. S. nær, en að festa sitt takmark aða fjármagn í fyrirtækium, sem sum að minnsta kosti eru, að áliti kaupfélagsstjórnar, næsta vafa- söm. Má á það benda í því sam- bandi, að til þess að stækka og fullkomna sitt eigið hraðfrystiliús, svo að taka mætti heila togara- farma, svo og til að koma upp ís- framleiðslu og ísgeymslu, mundi ekki þurfa nema um eina og hálfa milljón króna samkvæmt áætlun, er fyrir liggur. Mundi þá frystihús K. S. hafa jafnmikla afkastagetu og bæði frystihúsin (K. S. og Hrað frystistöðin h.f.) hafa nú. VIII. Séra Lárus mælir heldur kulda- lega í garð ríkis og banka vegna tregðu þessara aðilja á því, að mér skilst, að veita Sig. Sigf. óskoraða fjárhagsaðstoð vegna fyrirtækja hans. Eigi veit ég hvort ákúrur prestsins og svigurmæli eru á rök- um reist. Hitt er víst, að þá mundu fleiri mega bera sig báglega, ef Sig. Sigf. verður með sanngirni talinn afskiptur með lánsfé. Til þess að ganga úr skugga um það, þarf ekki annað en að fletta upp í veðmálabókum, er sýna, að þing- lýst veðlán Sig. Sigf. nema um síðastliðin áramót um kr. 5,5 millj ónum króna, þar af þinglýst lán á árinu 1956 rétt um 3 milljónir króna. Eigi er mér kunnugt um kostnaðarverð eða raunverulegt verðmæti þeirra eigna, er undir standa þessum lánum, enda eru lánsupphæðir þessar tilfærðar hér fyrir þá sök eina, að sr. Lárus gaf til þess ærið tilefni. Til samanburðar má svo geta þess, að Kaupfélag Skagfirðinga hefir á síðastliðnum 7 árum reist, vegna félagsmanna sinna, bygging- ar, er með vélum og öðrum bún- aði hafa kostað um 14 milljónir króna. Félagið hefir búið við skort á rekstrarfé, svo sem kunnugir mega skilja, og því ekki getað sér að meinalausu tekið stórar fúlgur út úr rekstrinum til fjárfestingar, enda þótt hjá slíku hafi eigi orð- ið komizt. Því hefir verið leitazt fyrir um lán og lögð á allmikil á- herzla. Árangur er sá, að vegna þessara framkvæmda hefir K. S. fengið veðlán, sem nema alls 3,3 milljónum króna, og voru að eftir- stöðvum um s. 1. áramót liðlega 2,5 milljónir króna. Þetta sýnir, að kaupfélagið þyrfti ekki að telja sig afskipt um lánsfé, ef fengið hefði út á sínar framkvæmdir hlut- fallslega jafn mikið og Sig. Sigf. og fyrirtæki hans. IX. Sem vænta mátti, getur sr. Lár- us ekki skrifað langa grein án þess að hlaða lofi á sjálfan sig fyrir yfirburði á einhverju sviöi. í þetta sinn er það samvinnumað- urinn, sem ber af. Og það er svo sem ekkert hálfverk á sjálfshól- inu: ,,....og starfsemi mín innan K. S. meðan ég starfaði þar, sem deildarstjóri stærstu sveitadeild- arinnar og fulltrúi á aðalfundum, hefir sýnt hug minn til þess félags skapar. Og það mun þá ekki leika vafi á að þann tíma hafi enginn einn maður lífs eða liðinn borið fram fleiri tillögur til hagsbóta og sæmdar fyrir það félag en einmitt ég. Þori ég í því efni að vitna íil aðalfundargerðanna frá þeim ár- um.“ Ekki er nú yfirlætinu fyrir að fara. Jú, — ég minnist þess að ekki skorti tillögur frá prestinum. En misjafnar voru þær nokkuð. Sum- ar voru góðar, margar meinlausar og gagnslausar, ófáar til ills eins, ef samþykktar hefðu verið. Ég þykist þekkja samvinnuferil sr. Lárusar til nokkurrar hlítar. Ef til vill má segja, að hann sé tækifær- issinnaður samvinnumaður. Og þó er það raunar hálfgildings öfug- mæli, því að sannur og eindreg- inn samvinnumaður er aldrei og getur aldrei verið tækifærissinn- aður. Réttara mundi að orða það svo, að hann sé samvinnumaður „með fyrirvara". Sá fyrirvari felst í því, að sr. Lárus er einn þeirra ófáu tækifærissinnuðu hálfvelg- inga, sem hika ekki við að haía fx-amhjá sínum eigin hagsmunasam tökum, ef þeir búast við að hafa sjálfir hagnað af í svip, — og fýsa jafnvel aðra til hins sama óþurftar verknaðar. Að öllum jafnaði reyn ist „hagurinn“ ímyndun ein, ef skyggnzt er fram, en ekki einblínt ofan á eigin tær. Þetta er þeirra samvinnumennska — og ástæða til að hæla sér af. Þetta er nú orðið lengra mál en ætlað var í upphafi, enda skal stað ar numið. Ég endurtek það að lokum, að enda þótt sum fyrirtæki Sig. Sig- fússonar á Sauðárkróki og rekstur þeirra sé engan veginn einkamál hans, þá var mér næsta ógeðfellt að gera þau mál að umtalsefni. En þegar Miklabæjarprestur hefir upp sína kennimannlegu raust í Morg- unblaðinu, hleður honum hóflaust lof og sér engin missmíð á, en fer jafnframt með gróusögur og stað- laust fleipur um aðra, og kjamsar svo á öllu saman, iðandi af á- nægju með sjálfan sig, — þá þótti mér sem naumast væri rétt að þegja við. Sigurður Sigfússon er athafna- maður. En hann sést ekki fyrir, ætlar sér ekki af. Slíkt getur ein- att léitt til margvíslegra árekstra og jafnvel kæruleysis. Afsakanir er oft hægt að finna, sé eftir leit- að af góðfýsi og skilningi. En máls vörn þvílík og sú, er sr. Lárus setur fram í Morgunblaðinu 16. þ. m., hlýtur að missa marks. 23.5. 1957 Viðbót af gefnu tilefni Eftir að ég hafði lokið við að skrifa þessa grein, sá ég af tilvilj- un Alþýðublaðið frá 24. maí, með grein eftir Konráð Þorsteinsson, kaUpmann á Sauðárkrókf Höfund- ur hefir sýnilega haft ritsmíð sr. Lárusar fyrir framan sig, er hann settist niður, og dregur hann dyggi lega dám af henni, enda mennirn- ir ekki næsta ólíkir um sumt. Þó er greinin Konráðs þeim mun ó- geðslegri, sem hann virði’st taka sr. Lárusi fram í hræsninni. Er þar skemmst af að segja, að grein þessa fallna engils er svo fleytifull áf staðleyisum, rógi og rætni, að hún er langt fyrir neðan það að vera svaraverð. En ritstjórn Alþýðpblaðsins, sem birtir grein Konráðs athugasemda- laust, mætti spyrja í fullri ein- lægni, hvort hún telji enga ástæðu Auglýsingar sem eiga að birtast í sunnudagsblöðum í sumar þurfa að hafa borizt blaðinu fyrir kl. 5 e. h. á föstudögum. MHMæninaniimimiiiimmiiiiuiiiuiiiiiimiiiniuiimmmiiiininmmiiiiimmnmiiimiiniHiiiiMH Auglýsingasími Tímans er 82523 — imiBniiuiiiiiimiiiimiimiiimiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiimiiiimiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiimiiiniuíiiiimminaH VAVVVAV.V.V.V.V.'.V.V.V.V/.V.V.V.VV.’.V.V.V.V.VJ Hjartanlega þakka ég öllum þeim mörgu, sem sýndu V ;!l mér vinarhug á sjötugsafmæli mínu 9. maí s. 1. með ;I ;I heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum. Guð blessi •I vkkur öll. ■!! =: í ;■ Viiborg Jónsdóttir, .■ í Langholtsveg 27. ;■ '■ ■■■■■■■' v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v. ;■ Iljartanlega þakka ég ykkur öllum, kæru vinir mínir, ;■ ;I sern heiðruðu mig á fimmtugasta afmælisdaginn með ;" ;! heimsóknum, stórgjöfum og heillaskeytum. ;!! ;| Friður og blessun Guðs fylgi ykkur allar stundir. ;I *> Sigurþór Gíslason, ;I Skála. ■: ■ ■ ■ ■ I .v. !■■■■■■■■ Utför mannsins míns, GuSmundar Jónssonar á Hvífárbakka, fer fram laugardaginn 1. júní. Athöfnin hefst kl. 2 e. h. frá Bæjar- kirkju. Ragnheiður Magnúsdóttir. fþróttir (Framhald af 4. síðu). geta, að nýlega léku Norðmenn við Búlgara í heimsmeistarakeppninni (Bulgarar unnu 2—1) og löngu fyrir þann leik voru norsku leik- mennirnir æfðir í marki til þess að fá úr því skorið hver þeirra væri líklegastur til að fara í mark, ef svo illa tækist til að markmað- ur slasaðist. Til þess kom þó ekki, en allur er varinn góður. En snúum okkur að leiknum aftur. Af öðrum leikmönnum Vals sem stóð sig vel í þessum leik, auk Einars, má nefna Magnús Snæbjörnsson, sem enn sannaði hve ágætur bakvörður hann er orðinn — þótt landsliðsnefnd hafi ekki komið auga á það — og í þessum leik hélt hann hinum hættulega Dagbjarti alveg í skefj- um. Halldór Halldórsson var jafn bezti maður liðsins og virðist í óvenjugóðri æfingu. í framlínunni bar mest á Gunnari Gunnarssyni, sem greinilega er betri en undan farin sumur, enda mun hann nú orðinn heill í fæti. Hörður Felix- son gerði margt laglegt, en fékk þó ekki nóg út úr leik sínum, og sama er að segja um Björgvin. Dómari í leiknum var Guðbjörn Jónsson, KR, og virtist hann helzt til óákveðinn í dómum sínum. Hann naut aðstoðar ágætra línu- varða, Hauks Óskarssonar og Magnúsar Péturssonar, þannig að segja má að leikurinn hafi í heild verið sæmilega dæmdur. Á sunnudagskvöld léku Þróttur og Víkingur i Reykjavíkurmótinu og fóru leikar svo, að Þróttur sigraði með 3—0. Gefur sú marka tala Iitla hugmynd um gang leiks- ins. Víkingur fékk mun fleiri og betri tækifæri til að skora, en leikmenn félagsins voru ekki á skotskóm i þessum leik. Þróttur barðist hins vegar að dugnaði, og nýtti vel þau fáu tækifæri sem komu, og má því segja, að félagið hafi verið allvel að sigrinum kom ið. I liði Víkings léku sjö drengir úr 2. flokki, en þess má geta, að í þeim flokki sigraði Víkingur Val nýlega með 2—0. hsím. Lokastaðan í mótinu varð þannig: Fram 4 3 1 0 21-3 7 KR 4 2 11 15-6 5 Valur 4 2 0 2 9-5 4 Þróttur 4 1 0 3 6-13 2 Víkingur 4 1 0 3 3-27 2 Tízkusýning (Framhald af 5. síðu). til þess að grennslast eftir áliti gamals og reynds samherja og trún aðar- og baráttumanns Alþýðu- flokksins um langa hríð, Magnúsar Bjafnasonar, bæjarfulltrúa, — á- liti hans á þeim málum, er grein Konfáðs fjallar um, og jafnvel áliti hans á Konráði kaupmanni sjálf- um. Miá geta þess, að Magnús Bjarnason mun hafa borið fram til lögu í bæjarstjórn, er Konráð sér ekki ástæðu til að getæum, enda muri hún ekki hafa verið samin eft- ir forskrift Konráðs eða ihaldsins í bæjarstjórn Sauðárkróks. 25. maí 1957, Gísli Magnússon. Þá varð sólhlíf, sem sýnd var með samkvæmiskjól. Var hún bundin úr baunablómum og silkiböndum og síðast skal nefna brúðarvönd- inn, sem bundinn var í blævængs lag úr rauðbleikum baunablómum, fjólubláum gladiolus og hvitum blúndum. Kynnir var Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur, og um hljómlist sáu C. Billich og J. Felzman. Allt hjálpaðist að til að gera þetta skemmtilega stund og áhorfendur eru áreiðanlega þakklátir þeim', er að sýningunni stóðu, bæði frú Báru og frú Guðrúnu, sem og sýningarstúlkunum sem leystu verk sitt vel af hendi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.