Tíminn - 29.05.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.05.1957, Blaðsíða 4
4 » I | jf' á; h Uppreisnartilraun á Kúba — Barizt í forsetahöllinni — Einræðisherrann • • komst undan — 011 þjóðin gegn hon- um — Andstaða þrátt fyrir velmegun — Skæruliðar og herforingjar Á Kúbu rsaSur ríkjum ein- ræðisherrann Fulgencio Bat- ista. í marzmánuði síðastliðn-! um riðaði veldi hans til falls’ sem snöggvast. Þrjátíu ung- ir menn réðust til inngöngu í höll einræðisherrans, brut- ust framhjá iífverði hans og stefndu inn í höllina þar sem Batista leyndist. Ætlunin var að ráða hann af dögum. Til- raunin var djarfleg, en hún var dæmd til að misheppn- ast. Uppreisnarmennirnir börðust hraustlega, en þeir híutu að bíða ósigur. Bardaginn hófst þegar uppreisn- ar nenn, sem flestir voru stúdent- er, ruddust framhjá lífverði Bat- WÍsta og inn í garð forsetahallar- -dnnar. Þeir brutust inn í höllina og stefndu upp á aðra hæð henn- ar þar sem skrifstofur forsetans cru. En Batista var ekki þar, hann •fcyndist uppi á þriðju hæð hall- artnnar vopnaður skammbyssu. f.ifverðinum tókst að veita upp- ^reisnarmönnum mótstöðu þar til "^þerlið og skriðdrekar voru komnir «á vettvang. Bardaginn stóð í tvo fí ia. og uppreisnarmenn voru atráfelldir. Arndstæðingar kúgaðir Meðan bardaginn stóð í forseta- hóilinni réðist hópur stúdenta itin í útvarpsstöðina í Havana og höfðu tiana á valdi sínu í einar tuttugu ír.ín.útur. Þeir útvörpuðu tilkynn- -s^fngu þess efnis að Batista væri dauður og hershöfðingi hans hefðj verið tekinn höndum. Tilætlunin -JiVar að skapa ringulreið og greiða fi nnig götuna fyrir allsherjarupp -cesn. En þeir voru drepnir strax og beir komu út úr byggingurni ©g herinn tilkynn.ti fljótlega hvers ■■•fcyns var. Eftir að uppreisnin hafði verið t> nld niður tók stjórnin íil sinna cíða. Andstæðingar Batista voru •#i ndteknir hundruðum saman, og cinn fyrrverandi þingmaður sem •■fiafði gagnrýnt stjórnina harðlega ysr myrtur. Einræðisherrann hafði •'•ffomizt undan að sinni og reyndi -«*u’ eftir mætti að festa sig í sessi j á nýjan leik. En það er heitt í j eyjarskeggjum, og fljótlega getur! soðVö upp úr á nýjan leik. Þetta | #c>' a glögglega í Ijós við jarðarför j u; i.meisnarmannánna þrjátíu, en! þ' fóru kúbanskar konur mikla ífv'pgöngu íil mótmæla við stjórn- 4' þar á meðal mæður sumra iiinna drepnu. Batista ávarpar aimenning í skjóli hermanna sinna eftir að uppreisnar- tilraunin hafði verið bæld niður. Einn gegn öllum Batista var áður fyrr liðþjálfi x kúbanska hernum, en sextán síð- astliðin ár hefir hann verið hinn sterki maður þar í landi. 1952 var Carlos Prío Socarrás kosinn for- seti, og Batista beið ósigur. En hann var ekki af baki dottinn. Hann þröngvaði Prío til að ílýja land og hefir síðan haldið völdun- um í skjóli hers síns, en jafnan Skæruliðaforinginn Fidel Castro, sem leynist uppi í fjöilum og safnar þar að sér liði. hefir verið grunnt á andstöðunni við hann og iðulega legið við að syði upp úr. Batista reyndi að kenna Prío um uppreisnartilraun- ina og kvað hann hafa útvegað upp reisnarmönnum vopnin. Prío neit- ar þessu staðfastlega. „Ég þarf ekki að koma til skjalanna“, segir hann. „öll kúbanska þjóðin stend- ur sem einn maður gegn Batista.“ Eitt sinn skal hver deyja Andstaðan gegn Batista sem er mjög almenn og öílug stafar fyrst og fremst af hinu stranga einræði sem hann heldur uppi. í janúar síðastliðnum nam hann þannig úr gildi ýmis sjálfsögðustu mannrétt- indi svo sem prentfrelsi og sam- komufrelsi. Hagur landsins hefir verið allgóður, en engu að síður hafa háskólastúdentar blásið að glóðum óánægju að stáðaldri. Auk þess hefir skæruliðaforinginn Fid- e! Castro haldið uppi sterkum á- róðri gegn stjórninni, en hann stýrir allmiklú liði skæruliða í fjöllunum 500 mílur austur af Hav- ana. Orð fer af Castro sem ein- hvers konar Hróa Hetti á Kúbu, og Batista hefir aldrei tekizt að hafa hendur í hári hans. En mesta hætta sem steðjar að veldi Batista stafar samt af hans eigin her. Hann hefir látið hand- taka ýmsa herforingja fyrir að gera samsæri gegn sér, en honum hefir samt ekki tekizt að vinna bug á öllum andstæðingum sínum inn- an hersins. Árið 1958 rennur út kjörtímabil hans sem forseta, og ekki er gott að segja hvernig þá fer. En Batista hefir alltaf látið sem hann óttist ekki andstöðu né óeirðir. „Allir þjóðhöfðingjar eru í hættu“, sagði hann eitt sinn eftir að gerð hafði verið tilraun til að myrða hann. „Og ég veit vel að eitt sinn skal hver deyja.“ Handavinnusýnihg Foreldramót og opnun handa- vinnusýningar verður í Gagnfræða skóla Austurbæjar í kvöld (mið- vikudag) og hefst kl. 8,30. Nem- endur skólans og foreldrar þeirra eru velkomnir. Handavinnusýning- in verður opin á morgun (fimmtu- dag) kl. 1—11 sd. Skólanum verð- ur slitið n. k. laugardag, 1. júní, kl. 2 e. h. Kúbanskar konur ganga hópgöngu til útfararinnar og syngja: Það er heiður að deyja fyrir föðurlandið. T í M I N N, miðvikudaginn 29. maí 1957, Fram Reykjavíkurmeistari í knatt- spyrnu — sigraSi Val meS 2-0 þý^insfarmikil spurning: Hver fer í mark, ef Helgi Ðaníeiss. meiíist í leikjunum vií Belgi og Frakka? Úrslitaleikurinn í Reykjavíkurmótinu var háður í fyrra* kvöld og áttust við Fram og Valur. Fram vann verðskuld* aðan sigur, sigraði með tveimur mörkum gegn engu, og voru hæði mörkin skoruð í síðari hálfleik, hið fyrra úr víta- spvrnu. Þetta er í 9. sinn, sem Fram verður Reykjavíkur- meistari í knattspyrnu, síðast vann Fram þetta mót 1950. Úrslitaleikurinn var allskemmti legur á köflum og bæði liðin sýr.du góða knattspyrnu. í fyrri hálíleik lék Fram undan góðri golu, en samt var það svo, að Val- ur hafði heldur yfirtökin, og rétt- lát úrslit fyrri hálfleiks hefði ver- ið eins marks munur fyrir Val. Fá góð tækifæri buðust, mest vegna góðs varnarleiks beggja liða. Þó fékk Hörður Felixson gullið tækifæri um miðjaiK hálf- leik, sem hann misnotaði illa. Það mun hafa verið almennt álit áhorfenda á vellinum í hléinu, að Valur myndi bera sigur úr být- um í þessum leik, einkum þar sem Valur hafði heldur yfirburði í fyi'ri hálfleik, en lék þó gegn golunni. jafnbezta knattspyrnu í mótinu, og hið unga lið félagsins er lík- legt til meiri afreka í framtíðinni, iþegar leikmennirnir hafa öðlazt meiri reynslu. Að vísu vantar til- finnanlega „eina kanónu“ í fram- línuna, til að reka endahnútinn i hin oft á tíðum skemmtilegu upp- hlaup. Aðalkostur liðsins er hve það er jafnt, enginn einn leik- maður skarar sérstaklega fram ör hinum. f þessum leik var vörnin traust, með Guðmund Guðmunds- son sem bezta mann. Reynir Karls son byggði ágætlega upp eins og áður og er aðalstoð liðsins. í fram línunni er Skúli skemmtilegastur, leikinn og fljótur, og þessi korn- ungi leikmaður er líklegur til a3 Reykjavíkurmeistarar Fram 1957. Fremrl rö3 taliS frá vinstri: Gunnar Leósson, Reynir Karlsson, Geir Kristjánsson, Guðmundur Guðmundsson, Karl Bergmann. Aftari röð: Guðmundur Óskarsson, Björgvin Árnason, Dagbjartur Grímsson, Hinrik Lárusson, Skúli Nielsen, Halldór Lúðviksson, En hinir ungu leikmenn Fram voru ekki á því, að láta þetta við- horf hins almenna áhorfanda ræt- ast. Fyrst í síðari hálfleiknum sóttu Valsmenn nokkuð stöðugt að marki Fram, en án þess, að veru- leg hætta skapaðist. Leikmenn Fram fóru hins vegar að sækja í sig veðrið er áleið, og upphlaup þeirra vonx þetur skipulögð og því hættulegri. Ekki var þó mark skor að fyrr en um hálftími var af leik. Skúli Nielsen, hinn leikni vinstri kantmaður Fram, bi’auzt þá í gegn, og var kominn 1 gott skotfæri, þegar hægri bakvörður Vals greip í hann. Skúli gaf þá fyrir markið, og mark var skor- að, en dómarinn hafði flautað áð- ur og dæmdi vítaspyrnu á Val. Skúli framkvæmdi spyrnuna og skoraði örugglega. Heldur dró úr Val eftir þetta mark og á það bættist, að Éirxar Halldórsson var nú orðinn haltur og gat því ekki beitt sér sem skyldi, en hann hafði verið kleít- ur í vörn Vals. Lék Einar í fram- línunni það sem eftir var án ár- angurs. Stuttu síðar skoraði Fram annað mark, og gerði Karl Berg- mann það, en markmaður Vals verður að taka það mark á sig, því staðsetning hans í því tilfelli var mjög slæm. Liðin. Eins og áður segir vann Fram verðskuldaðan sigur í þessum leik, sem jafnframt tryggði lið- inu sigur í mótinu. Ekki fer á milli mála, að Fram hefir sýnt komast mjög langt ef hann æfir vel og reglulega. Hinir í framlín- unni eru mjög svipaðir, Dagbjarí* ur Grímsson ef til vill ekki eina hættulegur og í fyrri leikjum mótá ins, enda skiljanlegt, þar sem mik ið var í húfi fyrir hann, að meið- ast ekki í leiknum. í liði Vals lék Einar Halldórs- son mjög vel meðan hann gekfe heill til skógar, og erfitt er að benda á betri varnarleikmann hér en Einar. Hins vegar er ekki á það hættandi, að velja Einar f landsliðið meðan hann er þetta slæmur í fætinum að hann kemst sjaldan gegnum leik án þess, að vera orðinn draghaltur. í heims- meistarakeppninni má sem kunn- ugt er ekki skipta um leikmánn, þótt einhver meiðist í leiknum. f því sambandi má gjarnan geta þess, að ég hringdi í Gunnlaug Lárusson, formann landsliðsnefnd- ar, og spurðist fyrir um það hver myndi fara í markið, ef svo óheppt lega vildi til, að Helgi Daníelsson myndi meiðast í öðrum hvorum leiknum við Belgi eða Frakka. Ekki kvað Gunnlaugur um þetta hafa verið rætt enn hjá landsliS- inu, en það hins vegar í undirbún- ingi. T. d. minnti Gunnlaug, að Halldór Halldórsson hefði ein- hvern tíma leikið í marki með góðum árangri, en hins vegar get ég ekki séð hvernig liðið getur án , Halldórs verið í vörninni, og verð- 1 ur bví að finna aðra lausn á þessu Ivandamáli. Mér finnst að lands- liðsnefnd hafi ekki sýnt næga fyr- irhyggju í þessu máli, og þess má (Framhald á 8. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.