Tíminn - 16.06.1957, Side 7
T í M I N N, sunnudaginn 16. júní 1957.
7
Merkilegt menRÍngarfyrirtæki er 88 ára í dag:
lsafoldarpreiitsmiðja hefur gefið út urn 2500 bæk-
ur, og auk þess prentað fjölda bóka fyrir aðra
í dag eru liðin 80 ár síðan
ísafoldarprentsmiðja tók til
starfa, en hún mun vera ann
að elzta fyrirtæki landsins,
næst á eftir Reykjavíkurapó-
teki. Með stofnun prent-
smiðjunnar og bókaútgáfu
þeirri, sem henni fylgdi, var
stigið merkilegt spor s sjálf-
stæðis- og menningarbaráttu
þjóðarinnar, enda var stofn-
andinn enginn annar en
Björn Jónsson, síðar ráð-
herra. A/iá óhætt fu'iyrða, að
Isafoldarprentsmiðja hefir
gegnt vel mjög merku iilut-
verki á því tímabili, sem er
liðið frá stofnun hennar.
BJÖRN JÓNSSON
stofnandi ísafoldar og stjórnandi um
meira en 30 ára skeið.
Þjóðhátíðarsumarið 1874 kom
heim írá námi við Kaupmanna-
hafnarháskóia Björn Jónsson cand.
phil., síðar ritstjóri og ráðherra.
A námsárum sínum við Hafnarhá-
skóla, varð hann mjög handgeng-
inn Jóni Sigurðssyni forseta, og
fyrir áeggjan hans, lagði hann útá
blaðamanna- og stjórnmálabraut
sína, sem varð eins og kunnugt er
heilladrjúg fyrir land og þjóð.
Við heimkomuna, 1874, stofn-
aði Björn ritstjóri til blaðaútgáfu,
og kom 1. tölublað af ísafold út
19. sept. 1874 og var prentað í
Landsprentsmiðjunni í Reykjavík.
Um áramótin 1876—77 urðu eig-
endaskipti á Landsprentsmiðjunni,
og strax í ársbyrjun lagði Björn
drög að því að kaupa sjálfur prent
smiðju til landsins, fyrst og fremst
til þess að verða sjálfum sér nóg-
ur og óhóður öðrum um blaðaút-
gáfu, en þá strax var ísafold orðið
forustublað í sjálfstæðisbaráltu
okkar Islendinga. Þann 16. júní
1877 kom svo fyrsta tölublaðið út
af ísafold prentað í ísafoldarprent-
smiðju og við þanti dag er miðað,
þegar talað er um að ísafoldar-
prentsmiðja sé 80 ára þessa dag-
ana.
Merkur áfangi í sögu ísl.
prentlistar
Með stofnun ísafoldarprent-
smiðju er brotið blað í sögu prent
listarinnar á íslandi. Mest vegna
þess að þá fyrst kemst prentiðnin
imdan stöðnunartilhneygingum
stiftyfirvalda og landsst.iórnar, scm
um aldir höfðu haft allan veg og
yanda af rekstri prentverks hór á
fslandi. Við taka ungir bjartsýnis-
menn, sem hafa hugann opinn fyr-
ir nýjungum á þessu sviði sem
öðrum, enda verður hröð þróun í
prentiðn næstu áratugi hér á
landi. Björn Jónsson átti drjúgan
þátt í þessari þróun, Qg minnast
menn fyrstu hraðpressunnar, sem
til landsins kom, og gat prentað
600 arkir á klukkustund, með að-
stoð tveggja manna, sem ýmist
handsneru éða fótstigu þessa á-
gætu „hraðpressu“. Nokkrum ár-
um síðar flutti Björn til landsins
hraðpressu sem knúin var o!íu-
mótor, og þótti eitt af undrum ver-
aldar í þá tíð. Björn keypti Lands-
prentsmiðjuna 1886 af Einari Þórð
arsyni og komu þá í ísafoldarprent
smiðju ýmsir gamlir munir frá
Hrappseyjar- og Hólaprentverkum.
svo sem leturkassar o. f 1., en þessi
tvö elztu prentverk landsins sam-
einuðust síðan í prentverkið að
Leirárgörðum, var flutt þaðan í
Viðey og var nefnt Landsprent-
smiðjan upp frá því, þar til Ein-
ar Þórðarson keypti og átti um
nokkur ár. Þannig er ísafoldar-
prentsmiðja nátengd þessum elztu
prentsmiðjum iandsins og eigin-
lega arftaki þeirra. Árni Ola hefir
fært rök að því að nokkrir bóka-
hnútar, sem til voru í ísafoldar-
prentsmiðju um 1920 hafi komið
þangað frá Hólum og mjög trúlega
skornir af sjálfum Guðbrandi
biskupi.
Fyrstu ár prentsmiðjunnar voru
afköst hennar um 13 arkir, (um
200 bls..) prentaðar á mánuði.
Ekki mun fjarri sanni að sömu af-
köst sé hægt að inna af hendi í
prentsmiðjunni nú, áttatíu árum
seinna, á hverjum degi eða um
skemmri tíma. Eins og áður segir
fékk prentsmiðjan, þegar hún var
orðin tuttugu ára, hraðpressu og
þótti þá (árið 1897) miklum tíð-
indum sæta, að hraðpressunni
fylgdi mótor „sem hafði 10 íil 12
manna af]“. Mótorinn var eitt hest
afl, knúinn steinolíu, og „eyddi
ekki nema einum potti á klukku-
slund“. Nú eru í prentsmiðjunni
átta setningarvélar, margar ný-
tízku pressur auk annarra véla.
Allfaf verið eign Björns
Jónssonar og niðja hans
Saga ísafoldarprentsmiðju er
mest tengd Birni Jónssyni og niðj-
um hans. Ólafur sonur Björns,
eignaðist prentsmiðjuna árið
1909, en þá hafði Björn átt hana
og rekið í meira en 30 ár eða frá
1S77 til 1909, er hann varð ráð-
herra. Ólafur stjórnaði prentsmiðj
unni til dauðadags, en hann and-
aðist árið 1919, aðeins 35 ára að
Nuverandi stjorn ísafaldarprentsmiðju skipa (talið frá vinstri). Björn Ólafsson, Pétur Ólafsson, sem jatnframt
er forstjóri prentsmiðjunnar, og Henrik Sv. Björnsson.
aldri. Eftir lát Ólafs var ísafoldar-
prentsmiðja gerð að hlutafélagi.
Stofnendur hlutafélagsins voru ætt
ingjar og vinir Ólafs, en stærsti
hluthafinn hefir ávallt verið frú
Borghildur Björnsson, ekkja Ólafs.
Fyrsti formaður hlutafélagsins var
Sveinn Björnsson, síðar forseti ís-
lands, en aðrir formenn hiutafé-
lagsins hafa verið hver á eftir öðr-
um Ágúst Flygenring, útgerðarm.,
Ólafur Johnson stórkaupm., Jón
Hermannsson, fyrrv. tollstjóri og
Pétur Ólafsson. hagfræðingur.
Framkvæmdastjórar hafa verlð
hver á eftir öðrum, Herbert Sig-
mundsson, Gunnar Einarsson og
Pétur Ólafsson. Núverandi stjórn
prentsmiðjunnar skipa Pétur Ól-
afsson, formaður; Henrik Sv.
Björnsson og Björn Ólafsson, allir
sonarsynir Björns Jónssonar.
Fyrstu 10 árin var prentsmiðj-
an í svokölluðu „Dokt.orshúsi“
(Aðalstræti 9), en árið 1886 hafði
Björn Jónsson lokið við að reisa
iiúsið, sem nú er við Austurstræti
|8 og þar var prentsmiðjan þar til
i árið 1943. er hún var flutt í nú-
| verandi húsakynni við Þingholts-
istræti 5. Húsið við Austurstræti
; 8 varð 70 ára gamalt í júlí síðast
liðið ár.
Heppin með sfarfsfólk
ísafoldarprentsmiðja hefir frá
upphafi verið lánsöm með starfs-
fólk. Á næsta ári, árið 1958, mun
Gisli Guðmundsson, sem öllum
Reykvíkingum og raunar öllum
landsmönnum er kunnur m. a.
fyrir söng í kirkju og þjóðkór, gcta
haldið upp á 70 ára starfsaímæli í
ísafoid. í april síðastliðnum hélt
prentsmiðjan upp á 60 ára starfs-
afraæli Þórðar bókbandsmeistara
Magnússonar. Einfríður Guðjóns-
dóttir hefir starfað í ísafold í meir
en 50 ár og meirihluti starfsmanna
■ hafa verið í ísafeld um eða yfir
20 ár. Verkstjórar í prentsmiðj-
unni á þessum tímamótum eru allt
i ungir menn. en hafa þó staríað þar
! í tvo áratugi, þeir Árni Valdimars
i son, Guðgeir Ólafsson og Guðmund
i ur Gíslason. Auk þeirra starfa
með framkvæmdastjóra Viggó H.
|V. Jónsson, Sigurpáll Jónsson og
Björn Jónsson.
| Upphaflega var prentsmiðjan
| stofnuð fyrst og fremst til þess að
prenta blaðið ísafold. Blaðið ÍÓsa-
fold var í áratugi, fyrir og eftir
: aldamót, áhrifamesta blaðið á ís-
landi. Blaðið var stofnað þjóðhá-
tíðarsumarið 1874 og annaðist
Björn ritstjórn þess þar til 1909,
I en síðar Ólafur sonur hans, þar til
11919. Síðar varð ísafold gefin út
" sem hluti af Morgunblaðinu, en
Ólafur Björnsson stofnaði Morg-
unblaðið (árið 1913), ásamt Vil-
hjálmi Finsen, síðar sendiherra.
Miki! og fjöiþætt
bókaútgáfa
Strax á fyrsta ári ísafoldarprent
smiðju fyrir áttatíu árum hóf
Björn Jónsson bókaútgáfu. Fyrsta
bókin, sem ísafold gaf út var Dýra
fræði eftir Benedikt Gröndal,
„með 88 myndum“, tæpar 200 blað
síður, verð 2,25. í þann tíð kostaði
10 arka (160 bls.) bók kr. 1,50
óbundin, en í bandi kr. 1,75 —•
tuttugu og fimm aura fyrir bandið.
Dýrafræðin kom út 1878, en næsta
hók var Steinafræði eftir Bene-
dikt Gröndal. Þessi stai'fsemi
prentsmiðjunnar jókst og áratug
síðar voru komnar út 106 bækur
á forlagi ísafoldar. Það mun láta
nærri að ísafoldarprentsmiðja
hafi gefið út alls um 2500 bækur
og rit. Á.rið 1927 var hafin undir-
búningur að heildarútgáfu rita
Jónasar Hallgrímssonar, má telja
að sú útgáí'a marki tímahvörf í
bókaútgáfu hér á landi. Síðan hef-
ur ísafoldarprentsmiðja gefið út
heildarútgáfur fléstra eldri höf.,
svo sem Bólu Hjálmars, Sig. Breið
fjörðs, Ben. Gröndals, Kristínar
Sigfúsdóttur, Einars Benediktsson
ar, Jóns Magnússonar, Jóns Sveins
sonar (Nonna), Guðmundar skóla
skálds Guðmundssonar, Mattíasar
af ísl. úrvalsljóðum, 4 bindi af
Joehumssonar. Auk þess 12 bindi
Sögum ísafoldar, Þjóðsagnasöfn
Guðna Jónssonar, Rauðskinna Jóns
Thorarensens og Frá yztú nesjum
Gils Guðmundssonar. Þá er og í
undirbúningi heildarútgáfa af
verkum Þorsteins Erlingssonar og
fleiri.
Margar nýjar bækur
væntanlegar
Rekstur prentsmiðjunnar í dag
byggist fyi'st og fremst á prentun
fyrir ýmsa aðila á bókum, blöðum
og timaritum, skýrslum og skýrslu
formum, auglýsingamiðum og
j vörumiðum, í raun og veru öllu
(því, sem einstaklingar og fyrir-
j tæki þurfa að láta prenta. En ailk
j þess rekur prentsmiðjan uinfangs
J mikla bókaútgáfu, eins og áður er
* ix i-v £ • • , ., _• : vikið að. Á þessu ári jnunu koma
ar eSa (talið fra vinstri) Gisli ,. , , , ., •
í ut margar nyjar bækur hja Isa-
GuSmundsson i 70 ar, EinfriSur Guðionsdottir i 50 a/, og Þórður Magr.ússon i 50 ar. (Framhald á 8 síðu)
Þrir elrtu starfsmenn IsafoldarprenísmiSju hafa starfal bar samaniagt
180