Tíminn - 16.06.1957, Síða 8
8
k blaíamannafundi
(Framhald af 6. síðu).
leyfi til að bera fram spurningar. (
Við þetta tækifæri voru á annað
hundrað spurningar á takteinum;
forsetanum gafst aðeins tom til að
svara í milli 40 og 50 spurningum.
Það er dálítið spennandi keppni,
sem fer fram á þessum fundum.
Blaðamennirnir spretta upp úr
sæti sínu eins og undir væri fjöð-
ur og segja: Mr. President: —
Horfa síðan vonaraugum á hann,
og reyna að leiða athygli hans að
sér. En e. t. v. eru það 10—-20
menn, sem kalla í einu: Mr. Presi-
dent. Forsetinn lítur yfir hópinn
pg velur einhvern úr, og sá fær
orðið. Hinir setjast, vonsviknir.
En þeir fá brátt tækifæri aftur.
Sumar spurningar fjalla um flókin
alþjóðamál. Svarið er þá allýtarleg
ræða, t. d. um afvopnunarmálin.
Að þessu sinni voru þau merk-
asta efnið sem um var rætt. Eis-
enhower sagði tilheyrendum sín-
um, að sér væri nú sagt, að full-
trúar í afvopnunarnefndinni í
London, virtust eiga x alvarlegri
og eftirtektarverðri samræðum nú
en nokkru sinni fyrr. Hann fór
ekki dult með, að hann fagnaði
því, ef um væri að ræða skref í
átt til afvopnunar og friðar. En
hann minnti á, að saga vonbrigð-
anna væri löng. Hann fullvissaði
tilheyrendur um, að allar skynsam
legar tillögur, öll heiðarleg við-
leitni, mundi hljóta hinar beztu
undirtektir Bandaríkjastjórnar.
Öllum spurningum svarað, flest-
um ýtarlega. Aðeins þegar blaða-
menn reyna að leiða forsetann út
á hálar brautir flokkabaráttunnar
heima fyrir, hvort hann ætli að
.styðja tiltekinn íhaldsþingmann í
ínæstu kosningum, er spurning af-
Tgreidd með fáum orðum, sem í
rauninni merkja ekkert.
Fréttir — ekki stórfréttir
Að samanlögðu engar stórfréttir,
heldur stutt yfirlit um viðhorf til
nokkurra stórmála, endurtekning
fyrri yfirlýsinga, róleg útlistun á
stefnu Bandaríkjanna, fumlaus og
ákveðin ræða, ekki „brilliant",
samt einlæg að því manni virðist.
Þessi fundur stendur aðeins á-
kveðinn tíma. Þegar stundin er
komin, sprettur aldursforseti við-
staddra blaðamanna upp úr sæti
sínu og segir: Thank you, Mr.
President.
Sveitadrengjum verður
bylt við
Þá hrökkva saklausir sveita-
drengir á svölunum í kút. Það er
eins og hleypt sé úr startbyssu
á hlaupabraut. Blaðamenn og út-1
varpsmenn — sem hafa verið iðn-
ir með hljóðnema og sjónvarps-
vélar — spretta upp úr sætunum
og hlaupa til dyranna, hver sem
betur getur. Úti fyrir eru síma-
klefar. í þessu landi veltur á miklu
að vera einni mínútu fyrr en ná-
unginn með íréttirnar.
Salurinn er allt í einu tómur,
en forsetinn hefir horfið hljóð-
lega út um hliðardyr meðan blaða-
menn þreyttu hlaup og stökk við
aðaldyrnar. Gestir sitja brátt einir
á svölum, Japani, Kínverjar,
Burmamenn, Þjóðverjar og ís-
lendingur horfa undrandi á dyrn--
ar þar sem þyrpingin ryðst um,
unz allir eru horfnir og tímabært
er að halda af stað, þótt hægar
verði farið.
Að loknum fundi
Innan fárra mínútna er komið
út á götuna. Hitinn er víst orðinn
85 stig. íkornarnir hoppa enn á
grundinni. Margar radíóstöðvar í
Washington senda þegar út frétt-
irnar um allt, sem gerðist á blaða-
mannafundinum. Innan fárra mín-
útna taka fréttamóttökuvélar í
öllum fylkjum Bandaríkjanna að
tifa og segja allt, sem gerðist á
þessum fundi; litlu síðar fréttastof
ur í flestum löndum heims. Áður
en klukkustund er liðin, eru
Landbúnaðarmál
(Framhald af 4. síðu).
meiru á því að verkið tekur þeim
mun lengri tíma, sumpart vegna
þess að verkinu seinkar og sum-
part vegna meiri útgjalda til draga
stjórans.
Sé ekið með verkfæri í togi, sem
er knúið beint frá aflflutningsás
dragans og ef dráttarvélin hefir
ekki sjálfstæðan aflflutning (inde-
pendent power-take off), verður
auðvitað ’ að halda hraða hreyfils-
ins þannig, að aflflutningsásinn
fái eðlilegan snúningshraða.
Á dráttarvélum sem hafa tvö afl
flutningsstig, geta menn, þegar að-
stæður leyfa, notað hærra stigið og
látið þannig dragahreyfilinn ganga
með minni snúningshraða og fá
þá hæfilegan hraða á vinnuvélina.
T f M I N N, sunnudaginn 16. júní 1957.
ViV.'.WAV.VAV.'AV.V.V.V'.VAV.AV.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.VA
Isafold
(Framhald af 7. síðu).
fold. Má þar nefna m.a.: síðasta
bindið af ljóðmælum Matthíasar
(væntanlegt í haust) og þriðja og
síðasta bindið af sögum herlæknis-
ins. Fyrr á árinu kom út íslenzk-
dönsk orðabók eftir Ágúst Sigurðs
son magister, og í haust er væntan
leg dönsk-íslnezk orðabók, mikil
bók um 1200 bls. Er það endur-
skoðuð og að nokkru leyti endur-
samin útgáfa af orðabók Freysteins
skólastjóra Gunnarssonar, og hefir
Ágúst magister annast útgáfuna
ásamt þeim Freysteini og Ola
Widding prófessor. í haust eru
einnig væntanleg tvö hefti af Rauð
skinnu Jóns Thorarensen, og eru
það lokabindin af þessum vinsæla
sagnaflokki. Þá eru einnig væntan
leg lokabindin í heildarútgáfunni
af ritverkum Jóns Sveinssonar
(Nonna), en í nóvember n.k. eru
hundrað ár liðin frá fæðingu
Nonna.
í haust koma út nokkrar bækur
eftir íslenzka höfunda í sérstökum
bókaflokki og má þar nefna skáld
sögur eftir Guðmund L. Friðfinns
son, Guðmund Daníelsson og
Sigurð Hplgason. Einnig eru vænt
anleg síðar tvær eða þrjár Ijóða-
bækur.
Hér hefir ekki verið getið um
skólabókaútgáfu ísafoldar, en á
vegum prentsmiðjunnar er mesta
skólabókaútgáfa á landinu. Einnig
eru ótaldar margar barna- og
unglingabækur.
Loks er svo að nefna bækurn-
ar, sem koma út í tilefni af af-
mælinu, er þeirra getið á öðrum
stað.
fyrstu útgáfur blaðanna til sölu á
götunum.
Menn ræða það, sem gerzt hefir.
Ýmsum líkar vel, öðrum miður,
margir segja: Hann sagði ekkert
nýtt. En allt, sem hann sagði er
þó komið á prent áður en 12 stund
ir eru liðnar.
Misjafnt mat
Svona er misjafnt matið á frétt-
unum.
Eftir viku hefst annar blaða-
mannafundur á sama stað. Um
hann les maður samdægurs suður
í Knoxville.
_______________H. Sn.
TRICHLORHREINSUN
(ÞURRHREINSUNX
BJ0RG
SDLVALLAGDTU 7Á • SÍMI 32»37
DAP.fíA!! LÍQ G ’
Vaníi yður prenÍuríV
}>á iimnið
PRENTST OFAN LETUR
Þökkum sýnda samúð við andlát og jarðarför
Mörtu Guömundsdóttur,
Lækjarbakka, Skagaströnd.
Pétur Stefánsson,
börn og tengdabörn.
DAGSK
hátíðahaldanna 17. júní 1957
I. SKRÚÐGÖNGUR:
Kl.
13.15 Skrúðgöngur að Austurvelli hefjast frá þrem stöðurn í bænum.
Frá Melaskólanum, SkólavörSutorgi og Hlemmi.
Lúðrasveitir og fánaberar ganga inn á Austurvöll kl. 13,50.
13.55
14.00
14.30
14.40
14.55
15.00
II. HÁTÍÐAHÖLD VIÐ AUSTURVÖiL:
Hátíðin sett af formanni Þjóðhátiðarnefndar, Þór Sandholt.
Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Prédikun: Séra Jón Þorvarðarson.
Einsöngur: Guðmundur Jónsson, óperusöngvari. Organleikari: Dr.
Páll ísólfsson, tónskáld. Dómkirkjukórinn syngur.
Forseti íslands, herra Ásgeir Asgeirsson, leggur blómsveig frá ís-
lenzku þjóðinni að minnisvarða -Jóns Sigurðssonar.
Forsætisráðherra, Hermann Jónasson, flytur ræðu af svölum Al-
þingishússins. —
Ávarp fjallkonunnar af svölum Alþingishússins.
Lagt af stað frá Alþingishúsinu suður á íþróttavöll. Staðnæmzt við
leiði Jóns Sigurðssonar. Forseti bæjarstjórnar, frú Auður Auðuns,
leggur blómsveig frá Reykvíkingum. Karlakór Reykjavíkur og
Karlakórinn Fóstbræður svngja.
III. Á ÍÞRÓTTAVELLINUM:
1530 Ávarp: Gísli Haildórsson, formaður Í.B.R. — Skrúðganga íþrótta-
manna. — StúJkur úr Ármanhi sýna fimleika með gjörðum. Stjórn-
andi: Frú Guðrún Nielsen. Undirleikari: Carl Billieh. — Sýningar-
og bændaglíma. Glímumenn úr Ármanni og U.M.F.R. Stjórnandi:
Guðmundur Ágústsson. — Fimleikasýning. Kvennaflokkur úr Í.R.
undir stjórn frú Sigríðar Valgeirsdóttur. — Frjálsar íþróttir. —
Keppt verður um bikar þann, sem forseti íslands gaf 17. júní 1954.
— Keppni og sýningar fara fram sambtímis. Leikstjóri: Jens Guð-
biörnsson.
IV. BÁRNASKEMMTUN Á ARNARHÓLI:
Stiórnandi og kynnir: Ævar Kvaran.
16.00 Lúðrasveitir barnaskólanna leika. Stjórnendur: Karl O. Runólfsson
og Paul Pampiebler. — Ávarp: Séra Bragi Friðriksson. — Ballett
úr óperettunni „Sumar í Týról“. Anna Guðný Brandsdóttir og Helgi
Tómasson. Undirleikari: Ragnar Björnsson. — Skemmtiþáttur: Árni
Tryggvason, Bessi Bjarnason og Helgi Skúlason. Fimleikar. Telp--
ur úr Ármanni sýna undír stjórn frú Guðrúnar Nielsen. Undir-
leikari: Carl Bilneh. — „Leikur dýranna“. Nemendur úr leiklistar-
skóla Ævars Kvarans.
V. TÖNIEIKAR VIÐ AUSTURVÖLL:
17.00 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur. Stjórnandi: Páll ísólfsson. Ein-
söngvarar: Kristinn Hallsson og Þorsteinn Hannesson. — Karlakór-
inn Fóstbræður syngur. Stjórnandi: Ragnar Björnsson.
VI. í TÍVÓLÍ*
15.00 Skemmtigarðurinn opnaður. — Aðgangur ókeypis. — Lúðrasveit
Barnaskóla Austurbæjar. Stjórn.: Kari O. Runólfsson. — Skemmti-
þáttur: Árni Tryggvason og Bessi Bjarnason.
VII. KÖLBVAKA Á ARNARHÓLI:
20.00 Lúðrasveit Reykjavíkur. Stjórnandi Paul Pampichler.
20.20 Kvöldvakan sett: Ólafur Jónsson^ritari Þjóðhátíðarnefndar. —
Lúðrasveitin leikur: „Hvað er svo glatt“.
20.25 Karlakór Reykjavíkur. Stjórnandp^Dr. Páll ísólfsson.
20.40 Borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen, flytur ræðu. —
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur Reykjavíkurmarz eftir Karl O. Run-
ólfsson. Höfundurinn stjórnar. ~~
21.00 Áhaldaleikfimi: Piltar úr fimleikaöokki K.R.
21.15 Einsöngur- og tvísöngur: Evy Tibell og Guðmundur Jónsson. Undir-
leikari: F. Weisshappel.
21.30 Gamanþáttur: HeJgi Skúlason. ■—
21.40 Þjóðkórinn syngur. Stjórnandi: Dr: Páll ísólfsson.
VIII. DANS TíL KL. ^EFTIR MIÐNÆTTI:
Erlendur Ó. Pétursson stjórnar cpmsinum.
Að kvöldvökunm lokinni verður ,4.ansað á eftirtöldum stöðum:
Á Lækjartorgi: Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar.
í ASalstræti: Hljómsveit Björns R. Einarssonar.
í Lækfargötu: Hljómsveit Óskará7 Cortes. Hljómsveit Aage Lorange
leikur til skiptis á öllum dansstöðunum.
02.00 Dagskrárlok. Hátíðahöldunum slitið frá Lækjartorgi.
.■.v.i
titStVl; i