Tíminn - 27.06.1957, Síða 4
4
TÍMINN, fimmtudaginn 27. júni 1957.
Útgefandi: FramtikaarflekksrfaHi
Ritstjórar: Haukur Snorrasen,
Þórarinn Þórartuaca (áfc),
Skrifstofur í Edduhúsinu viö LlndarfCtc
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. o* blaSuMma).
Auglýsingar 82523, afgreiBda 89.
PrentsmiSjan Edda hf.
Verkefni næstu ára
UM HELGINA sem leið,
var haldinn hér í bænum,
aðalfundur stjórnar sam-
toands ungra Framsóknar-
manna, en hana skipa full-
trúar úr öllum kjördæmum
landsins. Fundurinn var vel
sóttur og bar vott um mikla
eindrægni og áhuga fyrir
eflingu Framsóknarflokksins.
Einkum var hann þó glöggt
vitni þess, að mikil gróska
er nú í félagsstarfi ungra
Framsóknarmanna undir for
ystu hins ötula formanns
S.U.F., Kristjáns Benedikts-
sonar kennara. Tímaritið
Dagskrá, sem S.U.F. gaf út
fyrir nokkrum árum, er nú
1 þann veginn að hefja
göngu sína og nýju í breytt-
um og vönduðum búningi,
og erindrekar frá S.U.F.
munu ferðast um flest héruð
landsins á þessu sumri, heim
sækja félögin þar og stofna
ný félög, þar sem ekki hefur
verið skipulögð félagsstarf-
semi áður. Þá er verið að
hleyna af stokkunum happ-
drætti til fjáröflunar fyrir
samtökin.
Á AÐALFUNDINUM var
rætt ítarlega um þjóðmálin
að vanda. Mikil ánægja
ríkti yfir því, að vinstri
stjórn var mynduð á síðast-
liðnu sumri, og vfir því, sem
henni hefir tekist að koma
fram til umbóta. Hin ábvrgð
arlausa og óbióðholla stjórn
arandstaða Siálfstæðisflokks
ins var hinsvegar harðlega
gagnrýnd.
Að hætti þeirra, sem vilja
halda framsókn og viðreisn
áfram, létu hinir ungu menn
sér hinsvegar ekki nægia
það, sem áunnist hafði. Þeir
vildu setja markið enn hærra
og fá meiru framgegnt. —
Um það segir svo í ávarpi
því, sem fundurinn sam-
þykkti:
„En þrátt fyrir það, sem
þegar hefir áunnizt, eru
mörg aðkallandi mál, sem
úrlausnar bíða. Vill fundur-
inn sérstaklega benda á eftir
farandl:
1. Treysta þarf f járhags-
grundvöll atvinnuveg-
anna og koma rekstri
þeirra í það horf, að
þeir berl sig.
2. Skapa verður traust á
gjaldmiðll þjóðarinnar
og auka skilning al-
mennings á nauðsyn
þess, að gæta hófsemi
og sparnaðar í meðferð
fjármuna, svo að spari-
fé myndist í landinu til
nauðsynlegra og brýnna
framkvæmda.
3. Komið verði upp stór-
iðnaði með orku frá
hverum og fallvötnum
landsins og fjölbreytni
atvinnuveganna þann-
ig aukin, og meira ör-
yggi skapað í atvinnu-
málum þjóðarinnar og
útflutningsverzlun.
4. Vinnulöggjöfin verði
endurskoðuð m. a. með
tilliti til þess, að kjara-
samningar allra stéttar
félaga taki gildi og séu
uppsegjanlegir á sama
tíma.“
HÉR ER vissulega bent
á stór verkefni. Sá styrkja-
rekstur atvinnuveganna sem
nú viðgengst, getur ekki og
má ekki haldast til langrar
framtiðar. Það getur að vísu
verið nauðsynlegt að veita
einstökum atvinnuþáttum
vissa tímabundna aðstoð og
stuðla þannig að jafnvægi í
atvinnulífinu, en slíkt á hins
vegar ekkert skylt við það,
að hafa svo að segja alla
undirstöðuatvinnuvegina á
opinberu framfæri. Þetta
verkefni verður hinsvegar
aldrei sæmilega af hendi
leyst, nema jafnframt tak-
ist að treysta gjaldmiðilinn
og því helst það í hendur við
annað höfuðverkefnið, sem
nefnt er í ályktun ungra
Framsóknarmanna, að auka
trú á gjaldmiðilinn og gætni
og sparnað í meðferð fjár-
muna. En þrátt fyrir þetta
hvorttveggja, verður afkoma
þjóðarinnar þó ekki örugg,
nema það takist að auka
fjölbreytni atvinnuýeganna
og koma upp stóriðnaði, sem
byggist á hagnýtingu vatns-
orkunnar. Þess vegna leggja
ungir Framsóknarmenn á-
herzlu á, að því verkefni
verði kappsamlega sinnt.
Síðast en ekki sízt, er svo
að treysta vinnufriðinn í
landinu, m.a. með því að
koma í veg fyrir skæruverk-
föll.
Ungir Framsóknarmenn
hafa hér vissulega bent á
þau verkefni, sem nú skipta
mestu fyrir framtíð þjóðar-
innar. Sjálfstæði hennar og
afkoma mun á komandi tím
um velta á því, að þessi verk
efni verði vel af hendi leyst.
Ungverjaland og íhaldsblöðin
MBL. og VÍSIR eru mjög
hneyksluð yfir því, að Tím-
lnn hefir gert skýrslu Ung-
verjalandsnefndar S. þ. betri
skil en nokkurt annað ís-
lenzkt blað. Þessi hneykslun
er skiljanleg, þegar þess er
gætt, að Mbl. og Vísir þögðu
vandlega um verstu hryðju-
verk Stalíns, er Sjálfstæðis-
flokkurinn stóð að stjórn
með kommúnistum. Mbl. og
Vísir myndu því ekki vera
margorð um Ungverjaland
nú, ef tekist hefði sú trú-
lofun, sem Ólafur og Bjarni
þráðu heitast um Jónsmessu
leytið á síðastliðnu sumri.
ERLENT YFIRLIT:
Vegur Japana fer vaxandi að nýju
Sarakomulag Eisenhowers og Kishis mun styrkja a«Jstö<Ju Japana
UM ÞESSAR mundir dvelst í
Bandaríkjunum forsætisráðherra
Japans, Nobusuke Kishi. Aðaler-
indi hans þangað var að ræða við
Eisenhower forseta og er þeim við-
ræðum nú lokið. Tilkynningar þær,
sem hafa verið birtar um viðræð-
urnar, gefa það til kynna, að Kishi
hefir ekki farið neina erindisleysu
á fund forsetans. Af þessum til-
kynningum virðist þetta m. a. ráð-
ið:
Bandaríkjastjórn mun á næst-
unni flytja landher sinn og flug-
her að mestu frá Japan, en liafa
þar þó áfram nokkrar bækistöðv-
ar fyrir flota og flugvélar. Stjórn
Japans mun hins vegar halda á-
fram að efla varnir landsins og
mun Bandaríkjaher hverfa alveg
á brott, þegar eigin varnir Jap-
ana eru taldar orðnar hæfilega
traustar.
Bandaríkjastjórn mun íhuga að
veita Japönum í einu eða öðru
formi efnalega aðstoð, sem nemi
allt að 500 millj. dollara. Hún mun
einnig reyna að forðast óeðlilegar
hömlur á innflutningi japanskra
vara til Bandaríkjanna. Hún mun
og sætta sig við, að Japanir hefji
brátt svipuð verzlunarviðskipti við
Kína og Bretar ráðgera; þ. e. að
selja Kínverjum allar vörur, sem
ekki geta talizt beint í þágu vig-
búnaðarins.
Þá viðurkennir Bandaríkjastjórn
framtíðaryfirráð Japana yfir Ryu-
kyu- og Bonineyjum (Okinawa er
þeirra mest), en telur hins vegar,
að Bandaríkin geti ekki látið þær
af hendi að óbreyttu ástandi í al-
þjóðamálum.
MJÖG þykir líklegt, að sá ár-
angur, sem Kishi hefir náð í Wash
ington, muni styrkja vináttutengsl
in milli Japans og Bandaríkjanna.
Meðal frjálslyndra stjórnmála-
manna er einkum tekið vel þeim
niðurstöðum, sem orðið hafa á við-
ræðum þeirra Kishis og Eisenhow-
ers. Þessir menn telja, að .Eisen-
hower komi hér til móts við vax-
andi sjálfstæðisstefnu Asíuþjóða á
hyggilegan hátt.
Það er hins vegar mjög líklegt,
að ekki hefði þessi niðurstaða orð-
ið af för Kishis, ef Japanir hefðu
ekki rétt við eins fljótt eftir ósig-
urinn í styrjöldinni og raun ber
vitni um. Svo ör hefir viðreisnin
verið, að jafnvel Vestur-Þjóðverj-
ar standast ekki samkeppnina. Á
síðastl. ári nam vísitala iðnaðar-
framleiðslu Japana 256 stigum,
miðað við framleiðsluna 1936 sem
100 stig. Japanir byggja nú meira
af skipum en nokkur önnur þjóð,
framleiða meira af silki en nokk-
ur önnur þjóð, framleiða fleiri
kvikmyndir en nokkur önnur þjóð
og þannig mætti lengi telja. Þá
eru þeir sem fyrr mesta fiskveiði-
þjóð heimsins. Hin ódýra iðnaðar-
framleiðsla þeirra ógnar nú mjög
iðnaði hinna vestrænu landa.
Þennan árangur má fyrst og
fremst þakka dugnaði og framtaki
Japana. Mikil efnahagsleg aðstoð
Bandaríkjanna á og sinn þátt í
henni.
NOKKRU áður en Kishi fór
til Washington, heimsótti hann öll
lönd Suðaustur-Asíu, m. a. Ind-
land og Pakistan. Tilgangur ferð-
arinnar var að vinna að auknum
viðskiptum Japana við þessi lönd.
Ef efling japanska iðnaðarins á að
haldast áfram, þurfa Japanir
mikla nýja markaði. Ætlun þeirra
er vafalaust sú að ná undir sig á
undan öðrum mörkuðum í Suðaust
ur-Asíu, sem eru líklegir til að
aukast mikið í framtíðinni. Þess
vegna leitast þeir nú við að bjóða
þjóðunum þar ýmisleg viðskipta-
leg hlunnindi og tæknilega aðstoð.
Kínverjar og Indverjar hugsa sér
einnig mjög til hreyfings á þess-
um slóðum, en Japanir hafa öll
skilyrði til að verða á undan þeim.
Þeir eru nú eina Asíuþjóðin sem
er iðnaðarþjóð á heimsmælikvarða.
Þá hugsa Japanir vafalaust mjög
til þess að ná auknum viðskiptum
KISHI
forsætisráðherra Japans
við Kína. Einnig munu þeir leggja
mikla áherzlu á innflutning til
Bandaríkjanna, en þar er við
ramman reip að draga, því að am-
erískir iðnrekendur heimta toll-
vernd gegn hinum ódýru japönsku
iðnvörum. Vafasamt er og, að
Kínverjar hafi mikinn ábuga fyrir
miklum viðskiptum við Japani, því
að þeir óttast samkeppnina við þá
í framtíðinni og vilja ekki gera
þá of volduga á viðskiptasviðinu.
Líklegt er því, að Japanir telji
mestu skipta að efla viðskiptin við
lönd Suðaustur-Asíu, því að þau
verði traustust til frambúðar.
ÞÓTT JAPANIR snúi sér nú
fyrst og fremst að viðskiptamál-
unum, vakir það vafalaust eigi að
síður fyrir þeim að ná einnig for-
ustu á hinu pólitíska sviði. Til
þess hafa þeir á margan hátt góða
aðstöðu. Þeir eru upphafsmenn
þjóðernisstefnunnar í Suðaustur-
Asíu og eiga því frá liðnum tíma
'sterk ítök meðal þjóðanna þar.
P’orusta þeirra á iðnaðarsviðinu
styrkir og aðstöðu þeirra. Lífskjör
|í Japan eru betri en annarsstaðar í
jAsíu og þar eru nú lýðræðislegri
’ stjórnarhættir en í nokkru öðru
landi Asíu, nema Indlandi. Ef
^ Japönum tekst að halda þessari af-
stöðu framvegis, hafa þeir vissu-
lega mikla möguleika til pólitískr-
ar forustu meðal Asíuþjóða.
Að undanförnu hafa Japanir
ekki látið mikið á því bera, að
þeir hefðu tilhneigingar í þessa
átt. Sennilega stafar það þó mest
af því, að þeir telja rétt að gera
þetta ekki of áberandi að sinni.
Hingað til hafa þeir aðallega látið
til sín taka bann við tilraunum
með kjarnorkuvopn. Það mál er
vinsælt í Asíu, svo vafasamt er, að
þeir hafi getað valið sér mál til
að berjast fyrir, sem var líklegra
til vinsælda þar.
Margt bendir til, að Japanir ætli
ekki sízt að láta til sín taka á vett-
vangi S. Þ. í framtíðinni. Þeir
fengu inngöngu í S. Þ. á síðastl.
vetri og hafa síðan haft sig mjög
í frammi þar. Sennilegt þykir, að
þeir muni leita eftir nánu sam-
starfi við Indverja í S. Þ.
KISHI forsætisráðherra, scm
kom til valda á síðastliðnum vetri,
þykir líklegur til að vinna að aukn
um áhrifum Japana á sviði alþjóð-
legra mála. Hann er sextugur að
aldri og er lögfræðingur að mennt-
un. Á árunum fyrir síðari styrjöJd-
ina, átti hann mikinn þátt í að
skipuleggja efnahagslega viðreisn
Mansjuríu og vann sér svo mikið
álit, að hann var gerður verzlunar-
málaráðherra á stríðsárunum. Árið
1944 sagði hann af sér, því að hann
vildi þá semja frið Við Bandarík-
in. Bandaríkjamenn höfðu hann í
haldi fyrstu þrjú árin eftir styrj-
öldina. Eftir að honum var sleppt
lausum, vann hann að því að skipu-
leggja ýms ný atvinnufyrirtæki og
tók jafnframt mikinn þátt í stjórn-
málum, aðallega bak við tjöldin.
Hann er talinn hafa átt meginþátt
í því, að Frjálslyndi flokkurinn og
íhaldsflokkurinn voru sameinaðir.
Hann varð utanríkisráðherra, er
Ishibashi myndaði stjórn sína á
síðastliðnu hausti, en rétt áður
höfðu þeir keppt um formennsk-
una í hinum sameinaða flokki
frjálslyndra og íhaldsmanna. Hann
tók svo bæði við formennsku
flokksins og stjórnarforustunni, er
Ishibashi dró sig í hlé fyrir fjór-
um mánuðum vegna veikinda.
Kishi hefir jafnan verið talinn
hliðhollur Bandaríkjunum. Hann
hefir mjög látið á sér bera síðan
hann varð forsætisráðherra og
bendir margt til, að áhrif Japana
muni fara vaxandi undir forustu
hans. Þ. Þ.
VAÐSTOFAN
' Útlenzku hjólin snúast. Vestur-þýzkt
vöruflutningaskip liggur við hafn
arbakkann í Reykjavík. Vindur
skipsins hamast í sífellu. Vóru-
staflar eru dregnir upp úr lest-
unura og settir á bíla. Innan tíð-
ar heldur skipið úr höfn. Ör-
skammt frá liggja mörg íslenzk
kaupskip. Um borð í ílestum
þeirra er kyrrð. Engin hjól snú-
ast þar. Skipin eru að mestu
yfirgefin. Lestarnar eru fullar af
vörum. En það er breitt yfir lest
aropin. Þó er unnið við að losa
„Goðafoss" og notaðir til þess
stórir kranar, sem standa ' á
bryggjunni. Þar miðar, en hægt.
Við hliðina á „Goðafossi" ligg-
ur Lagarfoss, drekkhlaðinn. Þil-
farið er fullt af nauðsynlegum
landbúnaðarvélum og skammt frá
liggur Tröllafoss, einnig drekk-
hlaðinn. Þar er kyrrt og rólegt
um borð. Úti um land liggja svo
önnur skip. Norður á Akureyri
er „Helgafell" bundið við
bryggju, autt og yfirgefið. í
Vestmannaeyjum er annað „fell“.
Og þannig mætti lengi telja. Út-
lendu hjólin snúast. En íslenzku
hjólin standa kyrr.
Úrelt fyrirkomulag. Hagsmunahóp-
ar þjóðfélagsins hafa komið ár
sinni svo fyrir borð, að þeir hafa
í hendi sinni að stöðva hjólin í
vélinni, hvenær sem þeim þykir
henta. Og hagsmunakröfur fá-
menns hóps geta truflað líf og
afkomu þúsunda manna. Það
rennur nú upp fyrir æ fleiri
landsmönnum að verkföll með
þessu sniði eru úrelt fyrirkomu-
lag. Engin deilumál verða leyst
til frambúðar með stríði. Og verk
föll fámennra starfshópa í lyk-
ilstöðum er ekkert nema stríð
gegn þjóðfélaginu. Það þarf að
koma samningum um kjör og
kaup á annan grundvöll. Setja
málin í ýtarlega athugun, áður
en verkfall skeilur á. Fyrirbyggja
að skæruhernaður gegn atvinnu-
lífi og þjóðfélagi sé rekinn alla
mánuði ársins. Það væri engin
fórn fyrir neinn hagsmunahóp
að samþykkja, að lagfæringar á
kjarasamningum yrðu allar gerð
ar á sama tíma. Ljósasta dæmið
um ógöngurnar og öfgarnar er
sú staðreynd, að á kaupskipun-
um eru 7 fagfélög, sem hvert um
sig getur stöðvað skipin.
Nýtt viShorf. Síldin veður fyrir
norðan og bændur þurrka heyin
eftir hendinni hér syðra. Landið
er gott og sjórinn gjöfull. Þjóð-
inni getur vegnað vel í landi
sínu. Erfiðleikarnir nú hina
seinni áratugi eru fremur af
sjálfra okkar völdum ei^. náttúr-
unnar. Lækningin jjerí^ur að
byrja heima, í hvers manns
barmi. Ný viðhorf í: káúp- og
kjaradeilum er orðið e’ítt hinna
stóru mála þjóðfélágsíhs.:
■Frostl.