Tíminn - 04.09.1957, Síða 2

Tíminn - 04.09.1957, Síða 2
Tveir Italir ætla héðan í dag á lit- fkgvél til Ámeríku Ern á ferðalagi til þess að skrifa um ítali i öðrum löndum og taka myndir í fyrrakvöld lenti lítil ítölsk flugvél á Keflavíkurflugvelli. Kom hún þanga'ð frá Stornoway á Suðureyjum og hafði flugið tekið fimm klukkustundir. eð flugvélinni komu tveir menn. ítalskur blaðamaður og flugmaður, sem eru í langferð og henni heldur óvenjulegri. Ræddu blaðamenn við ferðalang- ana heima hjá Kjartani Thors í gær. En Kjartan er ræðismað- ur ítala hér á landi og hjálpsamur í bezta lagi, eins og háttur er góðra ræðismanna. fíM Þeir ferðafélagarnir, kunnur ítalskur blaða- og kvikmyndatöku- maður, Lualdi, og flugmaðurinn, Éuccieri, eru á ferðalagi um byggð ir ítala erlendis og eru enn skammt á veg komnir í langferð- inni,.sem hófst í ágústbyrjun. Fóru þéir' fyrst til Frakklands og Portú- gals, én þar eru margir ítalir og sjálft konungsefni ítala, Umberto, éé í útlegð á Spáni. Frá París fóru j þeir til írlands og þaðan héldu | þeir hingað til lands með viðkomu á Suðureyjum. Skrifar greinar og tekur myndir. Méðan á ferðinni stendur skrif ar Lualdi greinar í blað það, sem hann vinnur við í Mílanó og heitir Corriere della Sera og vikublaðið Tempo. Jafnframt tek- ur hann kvikmynd af öllu ferða- laginu, meðal annars til að sýna í sjónvarpi. Þykir þessi ferð öll hin söguleg astai Er hún farin á sérlega byggðri ítalskri flugvél, sem Fíat- verksmiðjurnar smíðuðu, en þær verksmiðjur smíða allmikið af flug vélum, einkum hernaðarflugvélum. Lítil flugvél með einum hreyfli. Flugvél þeirra félaga er tvéggja sæta og aðeins með einum hreyfli, þannig að ekki er um annað að i efni. landi, en þó eru hér tveir feðgar, sem búnir eru að dvelja hér á landi í nær því áratug og eru sérfræðingar í Terrasso-lagning- um og mósaik. Önnur ítölsk fjölskylda býr í Kópavogi og ítalskur útvarpsvirki mun enn- fremur starfandi hér á landi. Peter Freuchen (Framhald af 1. síðu). Ameríku, allfc frá Alaska til Eld- landseyja, einnig fór hann um Lappland, og Síberíu. Árið 1940 seldi hann búgarðinn og tók að helga síg ritstörfum. Freuchen ritaði fjöldann allan af bókum, ferðasögum, skáldsögum, leikritum og ritgerðum um vís- indaleg efni. Hann var sérstak- lega vel þekktur á Norðurlöndum og í Ameríku. Fréttaritari Pólitiken í New York. Fyrir nokkru vann hann í frægri 64.000 dollara getraun í sjónvarpi í New York. Síðustu árin bjó hann í New York og gegndi fréttarit- arastörfum fyrir Kaupmannahafn arblaðið Politiken. Skrifaði hann í blaðið um hin margvíslegustu gera en lenda, hvort sem er yfir sjó eða landi, ef þessi eini hreyfill bilar. Flugvélin hefir benzín til fimmtán klukkustunda flugs. Flug vélin er með 560 hestafla vél og fer með 132 hnúta hraða á klukku stund, að öllu jöfnu. Fíatverk- smiðjurnar kosta þennan leiðang- ur að verulegu leyti, en þetta er ekki hiö fvrsta af sögulegum ferða lögum hins kunna ítalska blaða- manns. Hann er sjálfur flugmaður og árið 1950 fór hann á lítilli flug- vél yfir Atlantshaf sunnanvert frá Dakar til Buenos Aires og beið 200 þús. manns til að taka á móti honum, þegar til Suður- Ameríku kom. Svo óvenjulegt afrek þótti þessi flugferð þar. Að því sinni gekkst Lualdi fyrir fjár söfnun til munaðarlausra barna pg söfnuðust meira en heil mill- jón dollara í Suður-Ameríku. Ætla að fara héðan í dag tií Ameríku. Þeir félagar fara séðan í dag eff veður leyfir áleiðis til Gæsaflóa á Labrador og þaðan áfram til Kanada og síðan Bandaríkjanna. Áfanginn héðan til Gæsaflóa er langur, 10—12 stunda flug fyrir þé9sa litlu flugvél, en neyðarvöll- iúr er á Grænlandi, ef veður breyt- S|t á leiðinni. Frá Bandaríkjunum fl j úga þeir félagar til Suður- 'Ámeríku, alla leið til syðstu borg- fer í þeirri álfu. en þar búa margir ftalir í námunda við Suðurheim- fskautslöndin. ítalir eru mikil útflutningsþjóð, enda' oft þröngir kostir heimafyrir. Er talið að um 26 ,milljónir manna af ítölsku bergi séu búsettir í öðr- um löndum og þar af um 22 millj. f Suður- og Norður-Ameríku. M'argt af þessu fólki hefir mikið samband við heimalandið og reyn- ir að viðhalda gömlum kynnum og ■ættarböndum. Er skiljanlégt, að frásagnir frá byggðum ítala í öðrum löndum séu gott lestrarefni á Ítalíu, þar sem heimabjóðin er ekki nema tæplega helmingi mann fleiri en> hópurinn, sem numið hef- ir land í öðrum löndum. ítalir á fslandi. Fátt er ítalskra manna á ís- Peter Freuchen var norrænn í útliti og anda, víkingur í sjón og raum í sléðaferð á Grænlands- jökli kól han, svo að það varð að taka af honum vinstri fótinn. Freuchen þótti sérlega skemmti- legur ræðumaður og frásagnarlist hans var viðbrugðið. Síðastliðið vor fór hann í fyrirlestrarferð um ísland, Noreg og Danmörku og hlaut miklar vinsældir. í Bandaríkjunum gekk hann að eiga þekktan tízkuteiknara af dönsk- um ættum, Dagmar Cohn að nafni og lifir hún mann sinn. Samkomulag náðist (Framhald af 1. síðu). fimmtungs flutningsins frá upp- hafi, en Þróttur vildi ekki fallast á það. Fá 40% fyrst um sinn. Stjórn Landssambandsins lýsti yfir, að hún teldi úrskurð sinn eiga að gilda frá 30. júlí, en þann dag báru Mjölnismenn kröfur sín- ar um hiutdeild fram. Náðust um það samningar milli félaganna, og skyldi Mjölnir fyrst um sinn fá 40% flutninganna, unz hann hefði náð fimmtung sínum frá fyrrnefnd um degi. Kjarasamningar um leið. Þá samdi Mjölnir um leið við atvinnurekendur um kjörin við flutningana. Þróttur mun hafa ver- ið búinn að flytja austur 450—500 lestir af vörum, þegar flutninga- bamr Mjölnis var sett á. Fundur í Mjölni. Samninganefnd Mjölnis samdi að sjálfsögðu með þeim fyrirvara, að alinennur fílagsfundur sam- þykkti samkomulagið. Hafði Mjöln ir boðað til fundar í gærkveldi og var búizt við að félagið mundi samþykkja þetta fyrirkomulag þar. Múnu flutningar þá hefjast aftur með eðlilegum hætti í dag. Þá var og: um það samið, að niður skyldu falla allar kærur og kröf- ur um skaðabætur vegna aðgerða í déilunni. <Fi-amhald af 1. síðu). að orð fá bví ekki lýst. Störf lands liðsnefndar eru ekki þess virði, að | þaur séu gagnrýnd. I íslenzka liðið er þannig skipað i talið frá markmanni að vinstra út- | herja: Helgi Daníelsson, Árni Njálsson, Kristinn Gunnlaugsson, Reynir Karlsson, Halldór Halldórs- ’ son, Guðjón Fir.nbogason, Gunnar Gunnarsson, Ríkarður Jónsson, Þórður Þórðarson, Ragnar Sig- | tryggsson og Þórður Jónsson. Fyr- irliði liðsins, Ríkarður Jónsson leikur í kvöld sinn 20. landsleik, og þetta verður í 11. skipti, sem hann verður fyrirliði á leikvellin- um. Aðeins einn nýliði er í liðinu, Ragnar Sigtryggsson, og er fyrsti leikmaður Akureyringa, sem kemst í landslið. —hsím. Búfræðákandidatar (Framhald af 12. síðu). landbúnaðarins, og hvaða Ieiðir eru færastar til að aukinu út- flutningur búsafurða skerði ekki fjárhagsafkomu bænda, og livaða gildi hefir þessi útflutningur fyr- ir gjaldeyrisaðstöðu þjóðarinnar og þjóðarbúskapinn í heild? Leitað verði til Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda um fjárhagslega og fag- lega aðstoð í sambandi við rann sókn þessara mála.“ í nefndina voru kosnir eftirtald ir menn: Guðm. Jónsson skólastj. á Hvanneyri, Pálmi Einarsson land námsstjóri, Eyvindur Jónsson for- stöðumaður Búreikningaskrifstof- unnar, Bjarni Arason, ráðunautur og Stefán Aðalsteinsson, búfjár- fræðingur. Stjórn Félags ísl. búfræðikandi- data skipa nú Árni Jónsson til- raunastjóri formaður, Árni Péturs son kennari á Hólum og Egill Bjarnason ráðnautur. Félagið held ur 2—3 fundi á ári og ræðir ýmis helztu vandamál er við koma starfi ráðunauta og landbúnaðarins. Forseti íslands fluttur á sjúkrahús vegna smávegis meltingarkvilla Forseti íslands hefi í-legið veik- ur nokkra undanfarna dága. Sam- kvæmt upplýsingum frá Haraldi Kröyer, forsetaritara, lagðist for setinn á föstudaginn af melting arkvilla. Fékk hann þegar nokk- urn hita. Hann var fluttur í sjúkra hús um helgina til rannsóknar og hefir legið þar síðan. Hann er nú mjög á batavegi, var með öllu hitalaus í gær og fer sennilega á fætur síðar í vikunni. Erlendar frétíir í fáom orÖum TALIO ER, að meði öllu hafi slitnað upp úr samningum Rússa og V- Þjóðverja um aukin viðskipti land&nna svo og um heimsend- ingu þýzkra striðsfaiiga, sem enn er lialdið í Rússlandi. ARABABANOALAGIÐ liefir ákveðið að styðja' Hammarskjöld' til end- urkjörs, sem aðálframkvæmda- stjóra S> þ. Bandaiagið' ínun beita sér fyrir þvfc að' ílilltwii Panama hljóti sæti í öi'yggisráðinu. TÍMINN, miðvikudaginn 4. september 195% Dregi^ í happdrætti DAS: Vömlílstjóri í verkamannabústaS íékk hma glæsilegu 4. herlergja íháð í gær var dregið í 5. flokki happdrættis DAS um 10 glæsi- lega vinninga. 4 herbergja íbúðin kom á miða nr. 2957, seld- an í umboðinu Austurstræti 1, eigandi miðans var Karl Jónas- son. vörubílstjóri á Þrótti til heimilis í verkamannabústað í Meðalholti 2. 15588, seldur í umboðinu Ytri- Fíat-fólksbifreiðin kom upp á Njarðvík. Bifhjól kom upp á nr. miða nr. 19191, seldur í Hreyfils- 5073, eigandi er Eiríkur Jónsson, umboðinu: Moskvits-bifreiðin kom sjómaður, Kársnesbraut 31. Heim- á nr. 36532, seldur í Sjóbúðinni ilistæki að verðmæti 15 þús. kr. við Grandagarð. Eigandi miðans var Jósef- Björnssonj Baugsveg 31. komu á nr. 27913, seldur í Aust- urstræti 1, eigandi Björgvin Jóns- 25- þús. kr. húsgögn komu á miða ■ son, Kópavogsbraut 37 A. Húsgögn nr. 50967, seldur í umboðinu á | fyrir 15 þús. kr. komu á nr. 7537, Akranesi, en- þau hlaufc Aðalsteinn | seldur L Austurstræti 1, eigandí Jónsson, sundkennari, Vesturgötu er Ragnar Ó. Axelsson, Ásvallag. 42, Akranesi. 2 píanó komu á• 9. Síðasti vinningurinn, heimilis- miða 24061, seldur í AustUrstræti i tæki fyrir 15 þús. kr. komu upp á 1, eigandi Sfceinþór Ingvarsson,! nr. 56568, seldur í Austurstræti 1. skátaforingi, Nóatúni 30, og á nr. Miðinn var óendurnýjaður. Fyrstí fslendingtirinn til náras í Banda ríkjnnnm eftir Fullbright-saraningi Fyrsti Islendingurinn, sem stunda mun nám í Bandaríkjun- um> í samræmi við hinn nýundirritaða „Fulbright“-samning milli Bandaríkjanna og ísiands um menningarsamskipti þjóð- anna. fór til Bandaríkjanna hinn 4. september s. 1. Fræðslustofnun Bandaríkjanna (U.S. Edúcational Foundation) á íslándi mun borga ferðakostnað styrkþegans, Jóns G. Þórarinsson- ar, tónlistarkennara í Reykjavík. Einnig mun Jón fá luan frá Banda ríkjastjórn til þess að kynna sér tónlistarkennsluaðferðir víðs veg- ar í Bandaríkjunum, en þar mun hann dveljast í sex mánuði. Samningurinn um stofnun þessa var undirritaður af hálfu íslands og Bandaríkjanna hinn 23. febrúar 1957. Samkvæmt honum getur stofnunin greitt ferðákostnað ís- lendinga, sem fara til námsdvalar í Bandaríkjunum, og ferða- og dvalarkostnað Bandaríkjamanna, sem veljast kunna til þess að stunda nám, halda fyrirlestra eða vinna að rannsóknum á íslandi. Nokkrir aðrir íslenzkir kennarar munu feta í fótspor Jóns G. Þórar- inssonar til Bandáríkjanna þetta háskólaár og mun Fulbright-stofn- unin greiða ferðakostnað þeirra. Næsta háskólaár munu væntanlega verða gagnkvæm skipti á náms- mönnum og er búizt við, að nokkr ir Bandaríkjamenn komi til ís- lands í samræmi við ákvæði samn- ingsins. Styrkir þeir, sem stofnunin hef- ir yfir að ráða, eru heimilaðir í bandarískum lögum, sem kennd eru við höfund þeirra, öldunga- déildarþingmanninn J. W. Ful- bright. Þar er svo fyrir mælt, að fé bví, sem inn kemur vegna sölu á umframbirgðum úr stríðinu, skuli verja til alþjóðlegrar menn- ingarstarfsemi. í nefnd þeirri, sem komið hefir verið á fót samkvæmt 4. gr. samn- ingsins, eiga þessir menn sæti: John J. Mliccioj ambassador Banda i ríkjanna, heiðursformaður; Birgir | Thorlacius, ráðuneytisstjóri, for- j maður; Mr. D. Wilson, forstöðu- j maður Upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna; dr. Þorkell Jóhannesson, háskólarektor; frú Dóris Finnsson; dr. Halldór Halldórsson, prófessor og Mr. Edgar S. Borup, stárfsmað- ur í upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna. Bifreiðaslys á Vesturgötu Um klukkan sex í gær varð kona fyrir bifreið á mótum Garða strætis og Vesturgötu. Konan heit ir Guðrún Jónsdóttir, Öldugötu 10 og meiddíst hún það mikið, að flytja varð hana í slysavarðstóf- una. Ekki mun þó um alvarleg meiðsl að ræða. Hátt á f jórtánda hundrað laxar veidust í Laxá Akureyri 1 gær. — Laxveiðinni í j Laxá í Aðaldal lauk s. 1. laugar- dag og hefir svo verið jafnan síð an áin var leigð til stangarveiði, ; að veiði hefir lokið 31. ágúst. Veið ! in í sumar mun vera sú mesta, sem fengizt hefir á stöng í ánni. Búið er að bóka um 130 veidda laxa í sumar, en óbókaðir nokkrir tug ir, sem vitað er um, svo að ætla má, að heildarveiðin sé hátt á | fjórtánda hundrað laxar. Næst bezta veiðisumar í Laxá var 1952 en þá veiddust 1298 laxar. Sumar ið 1956 veiddust ekki nema 968 laxar í Laxá. — Frá fráttaritara Tímans í Siglúíirði. Síðasfca sunnudag var haldið upp á- aldarfjórðungsafmæli Siglufjai'ð arkirkju. Að lokinni hátíðamessu var haldínn héraðsfundúr presta og sóknarnefnda við> Eyjafjörðj en að honurn lóknum efntf til sam sætis til að minnasfc afmælis kirkj unnar. Stjóíi’naði afmældsháfinu Andrés Hafiiðason sóknarnefndar formaður í Siglufirði, en hann er óúinn að gegna því starfi í 18 ár. Flotaæfisigar NATO og Rússa fara f ram samtímis Washington—NTB 3. september: Rússar munu hefja miklar flota- æfingar í Barentshafi á sama tíma og flotaæfingar Atlantshafsbanda- lagsins fara fram á Norður-Atl- antshafi. Talsmaður bandaríska ut anríkisráðuneytisins lét svo um mæit í dhg, að engin ástæða væri til að lialda, að af því sköpuðust nokkur vandamál. Rússar hafa að- varað skip og flugvélar um að koma ekki nálægt æfingasvæði þeirra frá 10. september til 15. október. Fundur um skóla- mál aðBreiðabliki Hjarðarfelli 2. sept. — Fyrir skömmu var haldin fundur að Breiðabliki til þess að ræða um skólamál fjögurra hreppa hér í sýslu. Komu á fundinn hrepps nefndir og skólanefndir Kolbeins staðahrepps, Eyjahrepps, Breiðu víkurhrepps, Miklaholtshrepps og Staðarhrepps. Einnig fræðsluráð sýslunnar, fræðslumálastjóri og námsstjóri vestan lands. Raddir hafa verið uppi um að byggja sameiginlegan barnaskóla fyrir alla þessa hreppa en skipt ar skoðanir eru um málið og kom það fram á fundinum. Vilja sum ir að skólarnir séu tveir. Á fundin um var samþykkt tillaga um að mæla með byggingu eins skólá og óska að hrepparnir tilnefni sinn manninn hver í nefnd til þess að undirbúa mál þetta nánar. GG.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.