Tíminn - 04.09.1957, Síða 3
lÍMINN, miðvikudagmn 4. september 1957.
ftcekur oq höfunbar
Þeir sem guðirnir elska
Þeir sem guðirnir elska,
eftír Indriða G. Þorsteins-
son. — Bókaútgáfan Ið-
unn, Reykjavík.
Komin er út fyrir nokkru, þriðja
bók Indriða G. Þorsteinssonar, tíu
smásögur, sem lieita: Þeir sem
guðirnir elska.
Nokkrar sagnanna hafa birzt áð-
ur í tímaritum, og tvær verið flutt
ar í útvarp. Þessum áður birtu
sögum hefur höfundur breytt, eink
um stytt þær, og eina þeirra: Að
enduðum lönguiu degi, hefur
hann tvívegis stytt frá sinni upp-
haflegu gerð.
Það orkar ekki tvímælis að með
útkomu þessarar bókar mun Indr-
iði enn auka við höfundarfrægð
sína. .
í þessum sögum koma fram öll
hin sterku blæbrigðaríku einkenni
er gerðu Sjötíu og uíu af stöð-
inni, að mest lofuðu bók er lengi
hafði komið hér út — þrátt fyrir
að Indriði hafði áður ekki farið !
varhluta af aðkasti fyrir skáldskap
sinn. Hinn harði og afmarkaði
stíll samfara gjörþekkingu hans
á söguefninu, gerir þessar sögur
að eftirsóknarverðum skáldskap.
Hver saga er ávinningur mikillar
blóðtöku og langrar vinnu, þar
sem ekki er slakað til á þeim kröf
um, sem góð saga gerir til skapai'a
síns. Samt finnst einkum í sam-
tölum, að lengra megi ekki fara
í að þrengja að efninu með tak-
mörkun á orðum. Þá sparsemi,
sem oft verður að mikilli list, fær
lesandinn fullkomlega bætta upp
með því, sem höf. gefur í skyn á
milli línanna, og það sakar ekki
þó að stundum þurfi að lúta eftir
þeim glömpum.
Stundum minna sögur Indriða
á ljósmynd sem tekin er af fólki,
því óvitandi, við einiiverja athöfn,
-sem lifið krefur. Það hefir ekki
haft tima til að taka sig saman
í andlitinu heldur stendur trútt
og eðlilegt meðan ljósop sögunnar
opnast og lokast. Þar gerist ekki
alltaf eitthvað, sem veldur örlög-
um eða tímamótujm í lLfi fólks. En
sumum kann að finnast svoleiðis
skáldskapur án uppiiafs og endis,
hátíðalaus og engin meining í hon
um. Sé vel að gáð, er engin saga
minningarlaus, er lýsir umbúða-
laust hversdagsbúnu fólki í amstri
Hún er hinn eini sanni skáld-
skapur. Og sá skáldákapur mun
gefa höfundi meiri tiltrú fólks en
hann standi í sífellt ókTáruðum elt
ingaleik við einhverjar stefnur eða
isma, sem éta hvorir aðra upp á
víxl löngu áður en alimennur les
andi þekkir á þeim haus frá hala.
lndriði G. Þorsteinson stendur
víðs fjarri slíkri klafabindingu.
Hann kemur hreinskilinn og hug
aður með ferskan andblæ lífsins
og að því er virðist eigin fötum,
fram fyrir lesendur sína í hverri
nýrri bók.
í Þeir sem guðirnir elska, hefir
Indriða tekizt mjög vel að lýsa
Indriði G. Þorsteinsson
þeim umbreytingum, er átt hafa
sér stað hin síðari ár og talið er,
að eigi rætur í nálægð okkar við
síðasta heimsstríð. Og um það verð
ur tæpast deilt, að þau umbrot
heimsins hafa skilið hér eftir ýms
ar minjar og áhrif þeirra orðið víð-
tæk á menningar- og athafnalíf
okkar.
Og Indriði er að því leyti tíma
mótamaður í sagangerð, að hann
reyndist öðrum höf. fyrri til og
gáfaðri í fundvísi sinni á þann stíl
og þau fyrirbæri, sem þessar þjóð
félagshræringar verða þekktar af.
Þetta kemur fram í sögunum:
Eftir stríð,Á friðartímum.Þeir sem
guðirnir elska og í sögunni í fá-
sinninu, sem þjónai’ þó með mik-
illi prýði öðrum tilgangi. Þessar
sögur eru allar mjög góðar og
sannferðugt tímanna tákn
Annars má lengi um það deila,
hvort ein saga annarri fremur nái
þvi, að vera skrifuð undir stcmm-
ingu vissra atburða eða tíma og
finnst sitt hvorum um það eins og
gengur.
Hreppapólitík skeður úti í Nor-
egi. Blaðamönnu/m þar á meðal
íslenzkum, og einhverjum sem
kenndir eru við pólitískar skoðnn-
ir o. fl. er af þarlendum boðið til
næturdvalar i fjallakofa skammt
frá Hænufossi. Hópurinn er undir
„áhrifum" og lýsir sagan viðhorf-
um þessa fólks til skálda og lista-
manna á milli þess sem það drekk-
ur öl, horfir á landið: skóginn og
vatnið og sér vorhúmið færast yf-
ir.
Blæbrigðarík saga og hörkugóð,
þegar af henni er ekki krafist
meira en henni er ætlað að sýna.
í björtu veðri er all óvenjuleg
að efni en getur þó fullkomlega
staðizt.
Hún er vonum dapurleg með
hausti sinu og snemmkomnum
dauða. Sagan er’ekki öll þar sem
hún er séð, stendur vel fyrir máli
sinu og mun lifa marga söguna,
sem meira lætur yfir sér.
í sögunni Nor'ðanlands finnst
mér fulllangt gengið í að skrifa
vel um lítið efni. Höfuðkostur
hennar auk stílsins er, að hún er
stutt. Hún hefði alveg eins mátt
heita Sunnanlands.
Sagan Heiður landsins gerist á
vori. í sögunni leggur bifreiða-
stjóri sig til sunds að synda 200
m. kominn þreyttur úr löngum
akstri, eftir að ung stúlka hefur
beitt kvenlegum þokka sínum að
fá hann til að greiða skuld sína
við landið fremur en halda áfram
að sofa sér ferðlúinn á grænkandi
túni gistihússins Bröttuhlíðar. Yf
ir sögunni rís svo tær birta lík
þeirri birtu er sjá má yfir Skaga-
firði, þegar vel viðrar þar að
morgni dags.
Gömul saga, er að efni og stíl,
sérstæðasta saga bókarinnar, svo
átakanleg og íslenzk í senn, að
mann sker í hjartað.
Við þessu er samt ekkert að segja.
Þarna er farið með lesendur aftur
til þeirra tíma, er fimbulvetrar
gengu yi'ir landið og grönduðu
fólki. Sagan er þörf upprifjun á
þeim -fræðum, sem alsnægtir okk
ar tíma láta fólki gjarnan gleyma
Og tæplega verður öllu lengra
komizt í, að segja mikið í fáum
orðuim.
Að enduðum löngum degi er að
mínum dómi bezta saga bókarinn-
ar. Hún gerist hjá vegamönnum,
Frá ársþingi Sambands ísl. rafveitna:
Bæjar- og sveitarfélögum og einstök-
um orkuféiögum verði leyft að reisa
og reka rafveitur auk ríkisins
15. ársþing Sambands íslenzkra rafveitna var haldiö að
Eiðurn dagana 17.—20. ágúst. Þingið sóttu 53 þátttakendur
hvaðanæfa af landinu, fulltrúar rafveitna, aukameðlimir og
gestir.
Á þinginu voru, svo sem venja
er, fluttar skýrslur og álitsgerðir
varðandi ýms málefni rafveitn-
anna. Meðal þeirra var um mæla-
prófanir, reglugerðir, útvarps-
truflanir, raffræðinám, raffanga-
prófun, gjaldskrármál, samræm-
ingu bókhalds, súgþurrkun og rat
fræðisýningu.
Þá var skýrt frá starfi félaga,
sem sambandið er aðili að, svo
sem Alþjóðaorkumálaráðstefnunn-
það eftir eðli málsins fært. Það
þýðir samt engan veginn, að hann
loki augunum fyrir breyzkleika
mannsins. Indriði G. Þorsteinsson
hefir þegið miMar giáfur í vöggu-
gjöf og margt af lífinu öðlazt en
einnig gefið mikið í staðinn. Samt
á hann enn mikla skuld ógreidda
við listina og lífið. Því vita má
sem eru að leggja nýjan veg upp kann, þótt guðirnir elski hann um
bratta heiði. Og inn í hana fléttað fram aðra menn, þá ætlast þeir
persónusögu gamals bónda er enn úl mikilla afreka frá penna
strandar undir heiðinni á gömlum hans.
Guðmundur Halldórsson.
ar, Ljóstæknifélags íslands og
kjarnfræðinefndar íslands.
Erindi voru flutt um sæstrengi,
um ný raflagnarefni og um álags-
stýringu veitukerfa.
Þá var samþykkt svohljó'ðandi á-
iyktun varðandi framkvæmdir til
rafvæðingar landsins:
„í þeim tilgangi aS ná sem
beztum árangri um rafvæðingtt
landsins, telur fundurinn þá skip
an raforkumála æskilega, að
þeim aðilum, sem að þessum mál
um vilja starfa, verði leyfðar
raforkuvirkjanir og starfræksla
slíkra mannvirkja. Þannig verði
bæja- og svcitafélögum, svo og
sérstökum orkufélögum, auk rfk-
isins, heimilt að sinna þessum
málefnum, og að rikið jafnframt
örvi og styðji framtak nefndra
aðila til þátttöku í rafvæðingu
landsins. Þá hafi ríkið eftirlit
með samræmingu virkjananna, á
þann hátt, að þær geti fallið inn-
an þess ramma scm hagkvæmt
(Framhald á 4. síðu).
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiitiiiiiiiimiimiiiiiiumuii
'HeilNÆMUR
OSTUU • •
41BAUST
dÓZN
bíl. Þessi gamli bóndi gengur með
ólæknandi sjúkdóm og gerir sér
ljöst, að þetta er hans síðasta ferð.
Á meðan vegamennirnir ý-ta á eftir
bifreiðinni upp brattan og dxeypa
á koníakinu sem gamli bóndinn
gefur þeim í þakkarskyni, rifjast
upp fyrir unglingnum, einum vega
manninum, ættuðum úr sömu
sveit og gamli bóndinn, helztu af-
reksverk hans, sem voru mörg,
því að þetta hafði verið sérkenni-
legur maður og á undan samtíð
sinni í mörgu. Þessi saga er meist
araverk, sem dft mun eiga eftir að
birtast í úrvali smásagna á kom
andi tímum.
Eins og vænta mátti um höfund,
sem víða er búinn að fara og margt
búinn að sjá og reyna, er efni sagn
anna yfirgripsmikið og fjölbreytt.
Enda bera öll skrif Indriða þess
vott, að hann hefur aHsstaðar ver
ið virkur þátttakandi í lífinu, eins
og það birtist manni tilgerðartlaust
og ómengað.
Þessvegna verður Iíka skáldskap
ur hans laus við öll utanað iærð
faguryrði upplýsing úr orðabókum
og annað það af litlum uppruna
er gerir skáldskap leiðiniegan.
Hann skrifar af mikilli þekk-
ingu um bifreiðar og virðist næst-
um hafa komizt í snertingu við
sál þeirra og hinna gráu vega.
Hann skrifar faguriega um vin og
verður óft mikil drykkja í sögum
hans. Og um vorið, ástina og dauð
an held ég að fáir hafi skrifað
betur.
Samt er enn étalinn sá lcostur
Indriða sem ritihöfundar, er gefur
skáldskap hans mesta fyllingu, en
það er hin jákvæða afstaða hans
til mannsins. Sú að leitast jafnan
við að leiða hin betri öfl fram til
sigurs í sögupersónum sinum, séinniIllllliIlimilUllllllllUllllllllllllllllllllllllllllllllIllllllllllllllllllllliiiilitlllllllllllllllllliiililiiiiiiiiiiiiiiiHilllllia
GRÁÐAOSTUR
SMUROSTUR
GODOSTUR
RJÓMAOSTUR
MYSUOSTUR
MYSINGUR
ostur • 40% ostur • 30% ostur
'míiréasahin
V SÍMAR 7080 & 2678
^milIllflKII!!ll(!llll(!IIIJII]llfIimil!4ll!lliIlliiII!ITII!lIllll!llIllllllllll!lll!l!llllll!lilllllIIIIIllllllll|IIIIIIIIIIIIIIIIIllII!llllllllllllllllIlllllllillIil!inNll^lIllllllllUl!IliI!IIilIÍIIIIIII!IIYIiniiniII!!lIIJJlJIllllIIliIllI!ililillIIIIÍI!!llll!III!IIIIIIII!rtll!lll|!ii!II||||!!III!riIII(i|iniIilllIIIIIIlII(IJIIIiUiIilIllIllim =
I.S.I.
HEIMSMEISTARAKEPPNIN
LANDSLEIKURINN
K.S.Í.
í S L A N D
BELGÍA
fer fram í dag, miðvikudaginn 4. sept. kl. 6,30 e. h. í Laugardal. — Dómari: Mr. R. H. Davidson. Línuverðir: Mr.
Braid og Mr. Kyle frá Skotlandi. — Aðgöngumiðar seldir frá kl. 10 f. h. og verða seldir á íþróttavellinum við
Suðutgötu og við Útvegsbankann. — Verð aðgöngumi'öa: Stúkusæti: Kr. 50.00. Stæði: Kr. 25.00. Barnamiði: kr.
5.00. — Komið og sjáið belgiska knattspyrnumenn lei)<a í fyrsta sinn á íslenzkri grund. Leiknum verður ekki,
| útvarpað. — Lúðrasveit Reykjavíkur leikur frá kl. 6. Stöðugar ferðir í Laugardal frá Bifreiðastöð íslands frá
| kl. 5,30.
MÓTTÖKUNEFNDIN
^uiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiuiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiuiiiiiiiiiiiiiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiuiiiminiiiiniiiumiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiuiiiiiiiiiiiimiiiiii
iimiiimimiMiiiiuiimimmimn