Tíminn - 04.09.1957, Síða 5

Tíminn - 04.09.1957, Síða 5
SÍMI N N, miðvikudaginn 4. september 1957. 5 Á Flórída tóksí yfirvö hemja hina afbrotahne 14 ríki í Bandaríkjimum hafa lekiS upp aðíerS Fiórídarikis i Grein eftir Jón Kristgeirsson kennara Á styrjaldartímanum var mikil herstöð á Florída í Bandaríkjunum. Fjöldi manna kynntist þannig hag- sæld þess héraðs, og ákvað því að setjast þar að, er stríði lauk. Það varð ein á- stæðan til hinnar stórkost-< legu mannf jölgunar þar um það leyti, er vart þekkjast dæmi til annars staðar. Auk þess flykktust þangað inn- flytjendur hvaðanæva að. Þar á meðal þreyttir peninga furstar og stríðsgróðamenn, sem nú hugsuðu sér að njóta ávaxtanna, og varpa af sér fargi stríðsáranna. Að ógleymdum öllum hinum ó- tölulega grúa ferðamanna, er ikoma þangað til lengri eða skemmri dvalar, til að lauga sig í paradísarheimi Florídaskagans.! Það var ekki horft í skildinginn Og lifað var hátt. Léttúðin var. með í bland. Ætla mætti, að ekki hafi þró- j azt hollt andrúmsloft til vaxtar j heilbrigðrar æsku í hringiðu mann hafsins mikla. Árið 1946 vöknuðu þegnar Flór-; ída við vondan draum. Afbrot ung linga og barna voru komin upp úr öllu valdi, svo að tæplega þekkt- ust áður dæmi um slíkt. Það virt-1 ist gagnslítið, að fjölga lögreglu, fangelsum eða betrunarheimilum. Brotum fjölgaði að sama skapi. Auk þess gerðist þarna sama sag- an og annars staðar, að margir þeir, sem lögreglan hafði einu sinni skipt sér af, héldu áfram að veita henni viðfangsefni, og voru settir inn æ ofan í æ. Og eftir fyrri reynslu að dæma, mátti reikna með að leið .margra brotlegu ung- linganna lægi á sínum tíma úr unglingafangelsunum til ríkisfang- elsa, og þaðan á fátækraframfæri eða á vit líknarstofnana eða hins miskunnsama Samverja. Það virt- ist svo sem boð og bann megnaði lítils. Hinir beztu menn sáu, að hér var í óefni komið. Hér þurfti að spyrna við fótum. ALLSHERJARNEFND SKIPUÐ. Fylkisstjórinn skipaði 15 manna allsherjarnefnd til að athuga mál- ið, finna hvað var að og marka stefnuna til úrbóta. Þetta olli tímamótum. Hið einkennilega gerð ist, sem raunar er sjaldgæft með nefndir, að þessi nefnd tók ætlun- arverk sitt alvarlega. Vann að því óslitið í 2 ár, og að þeim tíma loknum gaf hún út 500 blaðsíðna skýrslu um málið. Starfssvæðið var allt Flórídaríki. Þá voru skóla nemendur þar allt fram á 18 ára aldur 647.000 að tölu. Þessi nefnd liafði ekkert laga- legt vald á bak við sig, þannig að hún gæti skipað fyrir. En í fram- kvæmd varð hún alveg einráð á þessu sviði. Allir töldu sér skylt, að fara að ráðum hennar, félög einstaklingar og yfirvöld, Þar á; meðal löggjafar- og fjárveitingar- j vald fjdkisþingsins. Nefndin byrjaði á að afla sér umboðsmanna í öllum skólahverf-. um. Þar komust á undirnefndir, i er ráku erindi hennar, og hún hafði sambönd við alla, er á ein-j hvern hátt fjölluðu um málefni barna. Urðu þannig hundruð VSEja Reykvíkingar þetta? Farvegir almannafjárins í Eeykjavík Mr. Zollis Maynard fulltrúi í menntamálaráðuneytinu. LeRoy Collins, fylkisstjóri á Florída, er aS búast til feröar frá heimili sínu. Æskan á Florídaströnd manna starfandi að einu marki. Safnað var skýrslum og gögnum um líklega sem ólíklega hluti, er talið var, ao á einhvern hátt kynnu að skipta máli. Auðvitað varð að gera sér grein fyrir ástand inu og orsiik áður en reynt var að íinna !ausn. TVÆR SERENGINGAR. Tvær spurningar mörkuðu meg- in stefnu frá upphafi: Hvers njóta þau börn, er aldrei verða brotleg, fram yfir hin? Og hvað hafa synda selirnir farið á mis við, er veldur breyskleika þeirra? Jafnframt var byggt á þeim þrem sannindum, að öll börn í ríkinu eiga skilyrðislaust jafnan rétt til góðs uppeldis og menntun- ar án tillits til kringumstæðna þeirra. Að vanræktu barni er hætt við að verða vandræðabarn. Og, að það sem reynzt hefir hollt fyrir „góðu“ börnin, myndi einnig bjarga þeim brothættu. Tilætlunin var að finna svar við þessum spurningum, svo að hægt væri að freista þess, að bæta þeim börnum upp, er skorti það nauð- synlega, og þannig að lækna vand ann. Það kom í Ijós, að skólar voru yfirfullir og vanbúnir að tækjum og gögnum. Á stríðstíma hafði við Iiald og aukning skóla tregðazt, og ekki hafði nægjanlega verið haf- izt handa á því sviði eftir stríð. Enda þurfti mikils með til að veita móttöku fádæma fjölgun nemenda. Eftir ósk nefndarinnar voru íjórveitingar til byggingar skólahúsa og búnaðar þeirra marg- faldaðar. Og byrjað var bar á fram kvæmdum, er þörfin var mest. Kennaraliðið hafði einnig gengið úr sér í styrjöldinni. Margir, og þá þeir tápmcstu, höfðu horfið frá störfum. — Skóli er eins góöur og kennarar hans, en ekki betri. — KENNSLA'N AUKIN. Allt að helmingur kennara voru aðeins gagnfræðingar að mennt- un um þetta leyti. Snúið var sér að því að auka og bæta kennslu- krafta. Starfandi kennarar voru hvattir til að afla sér framhald's- menntunar undir kjörorðinu: „Lærðu meira, þá færðu hærra kaup“. Ríkið veitti þeim einnig fjárhagslegan stuðning til námsins. Laun hækkuðu við hvert stig, er kennarar juku við menntun sína. Ein af hinum mörgu stofnun- um og fyrirtækjum Reykjavíkur- bæjar heitir Innkaupastoínun Reykjavíkurbæjar. Hún var sett á laggir fyrir allmörgum árum af mikilli nauðsyn, að því að talið er, enda virðist svo í fljót-u bragði, að ærin þörf ætti að vera fyrir hana. Reykjavíkurbær þarf margvislegra innkaupa við til fjölþættrar starfsemi sinnar, framkvæmda og umsýslu. Ekkert virðist sjálfsagðara en að ein stofnun annist að mestu leyti þau innkaup fyrir bæjarstofnanir, leiti hagkvæmustu viðskipta og geti í krafti þeirrar stórverzlun- ar, sem innkaupastofnun gæti verið, gert hin beztu kaup og þannig sparað bænum stórfelld útgjöld. Nú er að líta á árangurinn af þessari starfsemi. í reikningum fyrirtækisins má sjá þá kynlegu staðreynd, að velta þess hefir farið hlutfallslega minnkandi hin síðustu ár og rekstur þess virð- ist síður en svo hagkvæmur. Það sést einnig af starfsskýrslum ann- arra bæjarfyrirtækja, að þau skipta mjög lítið við Innkaupa- stofnunina. Þegar litið er á rekstur inn- kaupastofnunarinnar sjálfrar virðist þó nærtæk skýring á því, hvers vegna svo lítil eru viðskipt in. Forstjóri Innkaupastofnunar- innar er einnig heildsali fyrir eig in reikning. Hann hefir skrif- stofur Innkaupastofnunarinnar í eigin húsakynnum og leigir ein tvö herbergi til þess með aðgangi að stiga, stigagangi og salerni á kr. 3 þús. á mánuði. Símastúlka er sameiginleg fyrir heildsöluna og Innkaupastofnunina, en laun hennar eru færð að fullu á reikn ing Innkaupastofnunarinnar. Sama er að segja um viðhald og ræstingu húsnæðisins. Starfs- fólkið var forstjóri, skrifstofu- stjóri, gjaldkeri, skrifstofumaður og EÍmastúlka. Útboð munu sjaldan eða ekki send út þegar um stór innkaup er að ræða, nema til um 8 aðila, heildsala, og er fátítt að leitað sé til annarra. Þessir aðilar eru jafnan þeir sömu og viðskiptun- um skipt bróðurlega á milli þeirra. Jafnframt má minnast þess, að heildsalinn, sem er for- stjóri Innkaupastofnunarinnar, hefir töluvert vöruval sjálfur, og þarf vart að spyrja að markaði fyrir þær vörur. Reksturinn er því í stórum dráttum þessi: Innkaup fyrir- tækja bæjarins hjá Innkaupa- stofnuninni er ekki nema lítið brot áf því, sem eðlilegt er að þau væru. Þessi fyrirtæki, t. d. Áhaldahúsið, hafa keypt mikið af vörum sínum í verzlunum í smá- sölu. Viðskipti Innkaupastofnun- arinnar eru takmörkuð við þröng an hring heildsala, og forstjór- inn blandar eigin heildsölustarfi óviðurkvæmilega í rekstur stofn unarinnar. Ekkert eftirlit virðist með þessu af hálfu bæjaryfir- valda. Innkaupastofnunin er því óþarft fyrirtæki og byrði á bæn um eins og hún hefir verið rekin. Skýringin á þessu ófremdará- standi er raunar augljós. íhaldið, sem ræður Reykjavíkurbæ, vill láta beztu gæðinga sína, heild- sala og kaupmenn, græða sem bezt á rekstri bæjarins. Engu máli skiptir, hvort hagkvæm inn- kaup eru gérð fyrir almannafé það, sem bæjarfyrirtæki hafa undir höndum. Er þetta rekstur, sem Reykvík- ingar óska eftir? — na Enda breyttist ástandið bráðlega ’ í kennaraliópnum. Svo að nú hafa um 97% starfandi kennara í rík- inu lokið B.A.prófi og þriðjungur einnig • meistaraprófi (Masters De- gree) í kennsluvísindum. Það virtist sameiginlegt hinum brotlegu börnum, að þau voru lítið heima. Þau voru ekki heimakær. Eftir skólavist á daginn ráfuðu þau um í smáhópum í leit að ævin- týrum. Að lokinni máltíð um sex- íeytið fóru þau einnig út í sömu erindum og komu oft seint heim á kvöldin. Heimili þessara barna voru eins og við þekkjum ein- hvernveginn sjálfum sér ónóg, þegar svona var ástatt. Það er sama sagan alls staðar. RÉÐU EKKI VIÐ BÖRNIN. Þegar talað var um þetta við for eldrana, var svarið oft á þessa leið: „Við viljum gjarnan hafa börnin okkar meira heima, en við ráðum bara ekki við þau. Það er svo margt, sem togar þau burtu. Við getum ekki staðið vörð yfir þeim allan sólarhi’inginn, né hlekkjað þau inni.“ En hér voru hvorki hlekkir né bönn nein úrræði. Því að ofmikið aðhald er jafn gagnslaust sem of mikiö frjálsræði. Það sem börnin skorti, var fyrst og fremst holl við fangsefni, störf, og leiðsögn til að hagnýta sér þau. Menn komu auga á, að í þá 3 mánuði ársins meðan skólarnir eru lokaðir í sumarleyfinu, voru mestu vandræðin með unglingana. Hvers vegna ekki að nota skólana einnig þann tíma fvrir börnin? Gefa þeim kost á að taka þátt í frjálsu, lif- andi starfi að eigin vali, og kenna | þeim eitthvað nýtt og gagnlegt til | að halda áhuga þeirra vakandi. ' Gagnslaust væri að hafa eintómar skcmmtanir. Börn myndu fljótt verða leið á þeim. Þetta vakti mildar umræður manna á meðal af öllum stéttum þjóðfélagsins. | Margir voru á báðum áttum. Hæt(: i við, að unglingunum myndi þykja I nóg, að vera í skóla' venjulegan tíma ársins. Niðurstaðan varð samt sú, að samin var sumarstarfs skrá skólanna, en hún átti eftir að verða áhrifarík. Árið 1948 byrjaði framkvæmd ! hennar undir yfirstjórn mr. Zollie .Maynards fulltrúa í menntamála- ’ráðuneyti Florída. SNOGG BREYTING. Nemendur voru á báðum áttum og reiknuðu með, að lítið væri að sækja þangað. í fyrstu var þátt- talca frekar dauf. En það snar- breyttist bráðlega. Meirihluti allra nemenda sækir nú sumarskólana að staðaldri. Þátttaka er alveg frjáls, en þó er sérstaklega hyllzt til að laða þangað þá, sem eru í lausum tengslum við heimili sitt. Viðfangsefni í skólanum eru meðal annars alls konar störf, kennsla í handavinnu, matreiðslu, teikningu, fólagsfræði, íþróttum, leikjum, söng, hljómlist, félags- legri starfsemi, ferðalögum, úti- legu, athugun og rannsókn á nátt- úru landsins, jurtum, dýralífi, jarðmyndun, auðæfum náttúru hér aðsins sögu þess o. fl. Sérhæfðir kennarar annast alla kennslu. LÖGREGLA MEÐ í LEIK, Lögreglulið leggur einnig fram krafta sína í þarfir sumarskólans, 1 og fræðir ungli’ngana um algeng- ! ustu' lög og reglur snertandi um- ferð og daglegt líf. Það tekur þátt í störfum unglinga og leikjum. Svo að þeir sjá, að löggan er meira en ! grýla og refsivöndur, heldur bezti vinur og bjargvættur. Margir for- • eldrar og aðrir aðstandendur barn 1 anna eru einnig með, ýmist sem j beinir þátttakendur eða áhorfend- ur. Það hefir orðið til þess að færa aðstandendur og börnin nær hvort öðru. Börnin hafa áhuga á að taka foreldrana með. Foreldr- ar hafa orð á, að þeir hafi ekki fyrr en þá gert sér grein fyrir, hvsrsu vel þeir gætu átt samleið með börnunum, og hve mikið þeir ættu sameiginlegt með þeim. Starfsemi sumarskólanna leiddi og af sér, að æfð voru og fundin upp mai’gs konar tómstundastarf- semi og viðfangsefni, sem koma í góðar þarfir hvenær sem er. Meö brotlegu börnin, sem dvalið liöfðu í betrunarhúsum, hafði oft verið venjan sú, að mörg þeirra kviðu fyrir að hverfa heim aftur •og höfðu að litlu þar að hverfa, enda urðu þau oft bitbein félag- anna þar í heimkynnunum. Leiddi þetta því oft af sér ný vandræði og afbrot. FÁ TRÚNAÐARMANN. Nú er siðurinn, þegar einhver (Framhald á 8. síðuj

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.