Tíminn - 04.09.1957, Side 8
8
T ÍMIN N, miðvikudaginu 4. september 1957.
„Hvað gengur að fullorðna fólkinu“
í danska blaðinu Politiken er
kjallaragrein >þann 24. ágúst eftir
d'oktor í lögvísindum, forstöðu-
mann Kriminalistisk Institut, með
fyrirsögninni: „Hvað gengur að
fullorðna fólkinu?" Ritar hann
greinina sem andsvar við marg-
endurteknum fullyrðingum um, að
afbrot unglinga færist í vöxt, þrátt
fyrir það, að tölur 1 opinberum
skýrslum sanna það gagnstæða.
Hann segir, að sautján ára gam-
all piltur hafi spurt sig þeirrar
spurningar, alvarlegur í bragði,
hvað eiginlega gengi að fullorðna
fólkinu? Þess er skammt að minn
ast, að mikil blaðaskrif urðu vegna
unglinga, sem dönsuðu og ærsluð-
ust á Ráðhústorginu í Kaupmanna
höfn. Spyr greinarhöfundur hvort
sú mikla gagnrýni á æskulýðnum,
sem þá hafi komið opinberlega
fram, stafi ekki af því, að verið
sé að leiða athyglina frá tilfinn-
ingum, sem bærast í brjóstum
hinna eldri. Fyrir skemmstu, ekki
sízt á hernámsárunum, hafi æsk-
an verið lofsungin, verið kölluð
framtíð landsins. En þá hafi verið
tiitækur annar syndaselur, að
svala á reiði sinni — föðurlands-
svikarinn. Þannig hafi á ýmsum
tímum verið valinn einhver á-
kveðinn syndaselur, sem hægt hafi
verið að láta alla gremju bitna
ó, og nú spyr hann hvort ekki
sé verið að gera æskulýðinn að
slíkum syndasel.
Að vísu sé sannað mál, að marg-
ir unglingar eigi erfitt með að
samhæfast umhverfinu, en hvern-
ig gengur þeim eldri? Allir
verstu glæpirnir eru framdir af
fullorðnu fólki og ofdrykkja er
af eðlilegum ástæðum algengust
hjá fullorðnum. Auk þess er það
staðreynd, að það eru hinir full-
orðnu, sem ala upp æskuna, það
eru þeir sem skapa henni örðug-
leika vegna hjónaskilnaða og eyði-
lagðra heimila. Það eru þeir, sem
fundu vetnissprengjuna, stjórna
löndunum, hóta styrjöldum, ráða
fjármálum og vinnumarkaði.
Óttinn við atomsprengingar er
raunverulegur, varanlegur ótti,
sem getur orsakað svo sterka þrá
eftir öryggi, að menn kalli yfir
sig blekkingu styrkleikans, ein-
ræðisherrann, sem léttir af mönn-
um ábyrgðinni af eigin ákvörðun-
um. En óttinn getur líka brotist
út í árásarhneigð. Jafnvel frið-
sömustu dýr hefja árás, ef þau
verða nógu hrædd. f slíkum kring
umstæðum er mjög leitað að synda
sel til að láta bitna á árásarþörf-
ina, láta árásina deyfa óttann. —
Stundum eru negrar eða gyðingar
syndaselirnir o.s.frv. Vill greinar-
höfundur telja, að hin áköfu skrif
um spillingu æskunnar séu að
nokkru af þessum rótum runnar.
Fallegir heklaoir munir
Nýja vatnsþróin í Kiofningsdai i smíðum. Hún tekur 70—80 tonn af vatni,
(Ljósm.: Geir).
GuSmundur Jónsson
yfirsmiður við vatnsvirkjunina
VeriS er að byggja nýja vatnsveifu
á Flateyri við Önundarí jörð
Á Flateyri við Önundarfjörð er
nú verið að koma upp nýrri
vatnsveitu þar eð sú eldri var
orðin alls ófullnægjandi síðan
frystihúsið hóf starfrækslu og
togararnir tveir fóru að leggja
upp afla sinn þar.
Hin nýja vatnsveita er í Klofn-
ingsdal um 2 km frá Flateyri. Þar
var áður landleiðin milli Súganda-
fjarðar og Flateyrar og farin allt
fram undir 1S40.
Verið er nú að byggja vatnsþró
í Klofningsdal sem mun taka um
70 til 80 tonn af vatni. Þaðan er
vatnið leitt í 0 tommu rörum að
gömlu vatnsþrónni sem er rétt
fyrir ofan bæinn, en í hana var
safnað vatni úr smálækjum og læn
um og þótti ekki sérlega gott til
neyzlu. Þaðan fer svo vatnið inn í
kerfi gömlu vatnsveitunnar.
10—11 menn vinna við þetta
manfivirki en verkstjóri er Guð-
mundur Jónsson húsasmiður á
Flateyri.
Þess má að lokum geta að fall-
hæðin er um 140 m og þrýstingur
því meir en nógur.
G.
Gamla vatnsþróin er rétt ofan við bæinn og er ekki lengur fullnægjandi.
-M I í:%k>'>*.».. mS&l
MARGA fallega muni má hekla,
bæði úr heklugarni, bandi og lopa.
Mörgum hentar hekl betur sem
handavinna en saumar, það er
sjaldnast eins mikil augnaraun og
áhöld eru ekki margbrotin. Um
tíma virtist heklið vera að hverfa
en nú er það hafið til vegs og
virðingar á ný og hinir velmennt
uðu handavinnukennarar okkar
hljóta einnig þar að beina nem-
endum sínum inn á nýjar brautir,
finna ný munstur til viðbótar
þeim gömlu, munstur, sem eru
í meira samræmi við nútíma hús-
búnað og hafa kannski líka fjöl-
breyttara notagildi. Einn af fall-
egustu borðdúkum, sem ég hef
séð, var úr ferköntuðum, hekluð-
um stykkjum úr nokkuð grófu,
grábrúnu garni og jafnstórum
stykkjum úr samlitum hör, sem
voru hekluð saman á víxl og svo
voru hekluð allstór lauf utan um
allan dúkinn. Eg gæti vel trúað,
að viðlíka munstur og það, sem
er á meðfylgjandi mynd, færi vel
í slíkan dúk.
Hekluð milliverk í sængurfatn-
að eru bæði falleg og endingar-
góð.
Á víðavangi
(Framhald af 7. síðu).
„En það sem ég vildi lielzt
leggja áherzlu á er í fám orð-
um þetta: Nýjungar í stíl og
formi geta vissulega orðið til að
Iiressa upp á íslenzkar bókmennt
ir. En nýjungar eru ekki einhlít
ar, frumlegur og fágaður stíll er
ekkert takmark í sjálfu sér, form
ekki heldur. Við dæmum ekki ná
ungann eftir þeim fötum sem
hann kann að klæðast, heldur
þeirri persónu sem hann hefur
að geyma. Við eigum ekki held
ur að dæma bókmenntir eftir stíl
og formi eingöngu, heldur fyrst
og fremst eftir því Iífi sem í
þeim er að finna, eftir þeim
mannlega þroska sem í þeim er
fólginn. Og það er hlutverk ís-
lenzkra skálda og rithöfunda að
skapa íslenzkar bókmenntir, en
til að skapa íslenzkar bókmennt-
ir verða þeir að hafa til að bera
íslenzka reynslu, þekkja íslenzkt
líf eins og því er lifað í „þjóð-
ardjúpinu“ sem Kiljan kallaði
svo í nóbelsverðlaunaræðunni.
Það er kannski hægt að læra
vinnubrögð í París, læra að
verða stíl- og formsnillingur, en
slík snilld er íslenzku skáldi eða
rithöfundi einskisvirði nema
hann eigi hið innra með sér, í
huga sínum og þó umfram allt í
hjarta sínu þann mannlega
þroska og þau þjóðlegu verð-
Á Flórída
(Framhald af 5. slðu).
er brautskráður frá þessum stofn-
unum, að 2 góðir jafnaldrar, þar
til valdir, frá átthögum hans taka
strax á rnóti honum og bjóða hon-
um vináttu sína og íélagsskap.
Honum er einnig fenginn trúnað-
armaður, ef heimili hans gerir það
nauðsynlegt. Trúnaðarmanni er
metnaðarmál, að þessum unglingi
vegni vel, og hjálpar til að koma
honum í starf, þegar á þarf að
halda. Á þennan hátt finnur hinn
breyski, að hann er ekki lengur
yfirgefinn og utanveltu, en að það
eru einhverjir, sem láta sig velferð
hans einhverju skipta.
Löggjafarþingið setti t. d. lög,
er takmörkuðu vissar tegundir
skemmtanalífsins o. fl. í þessu sam
bandi. Eigendur skemmtistaða og
starfsmenn þeirra voru mjög and-
vígir þessu í fyrstu og töldu geng
ið á rétt sinn og gestanna, sem
kæmu til þeirra til að njóta lífs-
ins. Og að það myndi einnig draga
úr ferðamannastraumnum til lands
ins og tekjum almennings af ferða-
mönnum. En þeir urðu að beygja
mæti sem ein geta orðið efnivið-
ur sannra íslenzkra bókmennta.
Það væri eins og að eiga hefil
en enga spýtu.“
sig fyrir fjöldanum og löggjafa.
Reynslan leiddi hins vegar í ljós,
að tekjur af ferðamönnum minnk-
uðu ekki við þetta. Heldur þvert
á móti virtust gestir ánægðari og
ennþá fleiri en áður.
FRÁBÆR ÁRANGUR.
Árangur af öllum þessum at-
höfnum og umbótum hefir orðið
frábær, svo að þegnar Florída
telja, að hann nálgist kraftaverk.
Segja þeir, að ekki sé auðið í fáum
orðurn að segja, hvað hafi gerzt,
einfaldast væri, að nefna samá-
byrgð- eða samvinnu allra, sem
eitthvað snerti afskipti af börnum.
Það varð einskonar almenn vakn-
ing til að aðhafast eitthvað í stað-
þess, að standa með hendur í vös-
um og nöldra eða hrópa hástöfum
í heilagri vandlætingu um spill-
ingu æskunnar og aíbrotabörn. Og
án þess að láta.sér detta í hug, að
hinir fullorðnu kynnu að eiga ein-
hverja sök á framferðinu.
| Fjöldi afbrota meðal unglinga.á
Florída er nú aðeins brot af því,
sem var fvrir áratug. Fjórtán ríki
jí Bandaríkjunum hafa nú íek.ið
upp svipaða sarfsemi í þarfir ung-
linganna á þessu sviði. Þykir það
mikil umskipi frá því að Florída
var alræ>md fyrir fávita æsku. Nú
er það orðið fyrirmynd.
) Heimildarmaður fyrir því, sem
jihér hefir sagt verið, er Mr. LeRoy
I Collins, fylkisstjóri á Flórída. Frá-
j sögn miðuð við fyrri hluta árs
11956.