Tíminn - 29.09.1957, Blaðsíða 5
llllllllllll!lll!lllllllllllllllllllllllllllll!lllillllllllllllllllllllllllllllllll!ll!l!lllll!!llllllllllllllllllllllllllll!illllll!lllilllHIIIIIIIIIIIIIIillllllilllllllllllllll!l!lllilllllllll!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUtllllll!IIIIIIIIIIM
TÍMINN, sunnudaginn 29. september 1957,
&
Margt býr í sjónum: - Lindýr
MARGIR menn eru haldnir
þeirri ástríðu að safna að sér
einhverjum hlutum eða gripum
án þess að þeir komi að öðr-
um notum en að vera hreint og
klárt augnayndi. Sumir safna
frímerkjum eða myndum, aðrir
eldspýtustokkum eða fallegum
steinum og enn aðrir fiðrildum
gömlum bókum eða einhverju
öðru, sem andinn innblæs
mannkindinni. Oft er söfnun
því til skapandi starfa. Hér á
landi hefir þessum þætti upp-
eldisins verið allbof lítill gaum
ur gefinn.
Mín eigin reynzla hefir sann
að, hve fljótlegt það er að
vekja áhuga barna á þessum
hlutum. Fyrir 35 árum kenndi
ég við barnaskóla, þar sem svo
hagaði til, að skólahúsið stóð
á mölinni rétt við sjóinn. Úr
skólastofunni blöstu við róðr-
Þangdoppa og Klettadoppa.
þessi svo umfangsmikil og
kostnaðarsöm, að menn fórna í
hana hverjum eyri, er þeir geta
við sig losað. Hérlendis eru all-
margir af þessu tagi, en enginn
mun þó Sá vera, sem safnar að
sér lindýrum víðsvegar að úr
heiminum. A hinn bóginn eru
allmargir skeljasafnarar í öðr
um löndum, t. d. í Ameíku,
enda um auðugan garð að
gresja við strendur suðurríkj-
anna og Mið-Ameríku. Því nær
sem dregur miðbaug, því auð
ugra verður skeldýralífið og
og skeljarnar litfegurri. Full-
kominn safnari merkir venju-
lega hverja tegund með nafni
og bókfærir heimkynni hennar.
Oft hafna þessi skeldýrasöfn að
lokum í vísindastofnunum og
geta orðið vísindamönnum mik
arbátar á malarkambinum, því
að daglega var róið til fiskjar,
ef veður gaf. Aflinn var mest-
megnis smá ýsa, sem ekki var
slægð fyrr en í landi. Þegar
skóla var lokið á daginn, tók
ég mig til og skyggndist eftir,
iivaða skeldýrafjársjóði ýsumag
arnir hefðu'að geyma. En ýsan
étur mikið af alls konar skel-
dýrum, einkum að vetrarlagi,
og er býsna lunkin að ná í fá-
gætar tegundir.
FYRST í stað létu börnin sér
fátt um finnast, en brátt var
forvitni þeirra vakin og æ
fleiri og fleiri tóku sér stöðu
við fiskiköstina. Og ekki leið
á löngu áður en hafinn var þátt
urinn „spurningar og svör“. Á
fáum dögum lærðu börnin að
Hér sjá!S þiS dóttir amerisks flotaforingja. Hún á geysilega stórt
skeldýrasafn og sýnist vera mjög ánægS í návist þess.
ils virði. Það er því síður en
svo, að safnendur vinni hér fyr
ir gýg.
EN ÞAÐ er önnur hlið á
þessu máli. Sums staðar erlend
is er söfnun náttúrugripa not-
uð sem þáttur í uppeldi barna
og unglinga og til þess eru skel-
dýrin tilvalin tæki Börnin eru
hvött til að safna og þeim leið
beint í byrjun með niðurröð-
un, merkingar, ákvarðanir og
fleira. Síðan eru þau látin
vinna sem mest upp á eigin
spýtur. Telja uppeldisfræðing-
ar, að þetta skerpi athyglisgáfu
barnanna og kenni þeim betur
en nokkuð annað að nema kerf
isbundið. Margbr.eytni skelj-
anna og kuðunganna í lit og
gerð hefir líka óhjákvæmilega
áhrif til góðs á iistasmekk
barnsins og vekur löngun hjá
þekkja allar helztu skeldýrateg
undirnar, sem ýsan hafði lagt
sér til munns, en þær voru svo
tugum skipti. Börnin fóru einn
ig sjálf að skyggnast í ýsumag-
ana, og keppni hófst um það,
hvert þeirra yrði nú fengsælast.
Þetta leiddi til þess, að börnin
byrjuðu að safna upp á eigin
spýtur. Þau notuðu tíma'hlé sín
til þess að fara á göngu eftir
fjörunni og atliuga þar dýralíf
ið. Nú var mölin, sandurinn og
klappirnar fram með sjónum
ekki lengur „bara fjara“ í aug-
um barnanna, heldur heill dýra
garður — fjöldi tegunda, hver
með sína siðu og háttu. Þarna
lá haugur af lirossaþara, og
inn á milli heftiróta hans höfðu
ýmis smá skeldýr tekið sér ból-
festu. Þar var t. d. örmull af
gluggaskel, þessari skrítnu sam
IIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIllllllllillllllllllllllllllllllllllilllllllllHIIJi
Mál og Menning
aaaasa Rlfiti. dr. Halldér Halldórsson. hhh
loku, sem kemur fyrir í óíal út |
gáfum. Hún hefir aðeins eina j|
dráttartaug, er liggur niður ura |
gat á hægri skelinni (sem er |
himnukennd) og festir sig mcð |
tauginni á þara eða stein í |
sjávarbotninum. Krakkarnir |
héldu fyrst, að tegund þessi f
væri bara einskelja.
Þá er ratskelin einnig al- |
gengur heimagangur á heftirót =
um þarans. Hún er lítil eins og =
gluggaskelin, og eru skeljarnar |
með óreglulegum langfelling- |
um og oft meira og minna |
beyglaðar, er sumpart stafar ,af |
því, að þær vantar nægilegt I
svigrúm á uppvaxtarárunum. |
ÞEGAR háfjara er, gefur á |
að líta, þvi að þá eru sjávar- 1
klappirnar alþakktar í hálf- |
hnöbtóttum kuðungum sem bíða |
í þúsundatali eftir flóðinu. Ef f
þeir eru alveg á þurru, liggja f
þeir hreyfingarlausir og setja 1
lokið vel fyrir munnann. Stund- 1
um bakast þeir svo lengi í sól- |
skininu, að ætla mætti, að þeir |
væru að gerast landkrabbar. f
Og hver veit, hvað einhvern- f
tíma getur orðið, ef hin ytri |
lifsskilyrði tækju snöggum §
breytingum. Þessir kuðungar f
eru fjörudoppurnar — kletta- =
doppan og þangdoppan. Kletta- i
doppan er mjög algeng norðan |
lands og austan og víða annars f
staðar. Yfirborð hennar er oft- f
ast hrjúft eða grófmynztrað og =
hyrnan ydd. Liturinn. er marg- i
víslegur, en oftast er hann þó i
svipaður umhverfinu, samt er i
ekki óalgengt, að skelin sé hvít i
röndótt eða hvít með grárri f
liyrnu. Eru slíkir litir eftirsótt f
ir meðal safnenda. En það er f
meira til tilbreytni í lit, sem f
kuðungur þessi getur státaö af. i
Hann fæðir sem sé'lifandi unga i
en það er mjög fátítt á meðal i
skeldýra. Þangdoppan verður i
aftur á móti að gera sér það að f
góðu að fæða egg. Hún hefir al f
veg snubbótta hyrnu og er með f
fáguðu og sléttu yfirborði. — I
Finnst mikið af henni í fjörum i
vestan og suðvestanlands. Síð- i
ustu áratugina hefir hún vegna i
aukins sjávarhita þokað sér i
norður fyrir land líkt óg fleiri |
hlýsjávartegundir hér við land i
hafa gert. i
A litinn er þangdoppan græn i
móleit, rauðbrún eða gul, alltaf f
einlit. Þær gulu þykja sér í i
lagi fallegar. Báðar tegundirn- i
ar'eru allmikið notaðar erlendis i
til að skreyta með ýmsa muni |
t. d. saumakassa. Gætum við i
íslendingar auðveldlega hag- i
nýtt okkúr þær á líkan hátt. f
Það er áuðvelt að afla sér i
þeirra, því að engir fjörukuð- f
ungar finnast í jafn ríkum f
mæli hér við land og þeir.
Næst fáið þið að heyra um i
fisaskelina, sein getur drékkt i
mönnum. i
íngimar Óskarsson. =
= llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllilllilllllili
Alllengi hefir legið hjá mér fyr-
irspurn frá Lárusi Rist, gömlum
og góðum kennara mínum. Aðal-
inntakið í fyrirspurn Lárusar var
um merkingu orðsins íþrótt að
fornu og nýju. Mér skildist á Lár-
usi, að hugleiðingar hans um þetta
efni væru í tengslum við skoðanir
lians á ýmiss konar líkamsiðkunum,
.sem nú nefnast einu nafni íþróttir.
En slíkt sjónarmið er mér fjarri.
Eg mun aðeins leitast við að rekja
aðalatriðin úr þeim fróðleik, sem
mér hefir tekizt að viða að mér um
merkingu þessa orðs.
Orðið íþrótt heyrir vafalaust íil
upprunalegum orðaforða málsins.
Sumar þeirra heimilda, sem ég
greini hér á eftir eru að minnsta
kosti frá svipuðum tíma og elzta
byggð á íslandi og önnur frá tím-
um þeirrar kynslóðar, er fyrst
fæddist á íslandi. Sum dæmanna
eru norsk og eitt er orkneyskt, en
þetta skiptir ekki máli, því að þá
gekk „dönsk tunga“ um öll þessi
lönd.
Svo virðist sem orðið íþrótt hafi
haft mjög víðtæka merkingu í forn-
máli. Mun ég nú, áður en ég greini
einstök dæmi úr fornkvæðum og
fornsögum, skýra frá því, hvernig
helztu orðabækur fornmáls þýða
orðið.
í Lexicon poeticum cftir Finn
Jónsson segir svo:
idræt, færdighed (af hvilken-
somhelst art).
Orðabók Fritzners þýðir orðið á
þessa lund:
Dygtighed, Færdighed i en eller
anden bestemt Retning hvori
man er oplært, Kunst eller
Gjerning hvortil saadan ud-
kræves, Idræt.
Og loks segir svo í orðabók Guð-
brands Vigfússonar:
accomplishment, art, skill, in
olden times esp. of athletic
exercises, but also of literary
skill.
Þótt þýðingar þessar séu ekki
samhljóða, ber þeim þó saman í
hinum veigamestu atriðum, þ. e.
að orðið hafi verið notað bæði um
likamlega og andlega færni. Ég
hygg Guðbrand Vigfússon gera of
lítið úr síðara atriðinu, því að
sanna má með dæmum, að orðið
var notað um fleiri tegundir and-
iegrar færni en færni í bókmennt-
um („literary skill“). Kemur það
I í Ijós af dæmunum, sem rakin
| verða hér á eftir. Ég er einnig á
því, að þýðing orðabókanna sé að
cðru leyti of þröng. Orðið íþrótt
táknaði ekki aðeins ,,færni“, held-
ur leikina sjálfa, sem færnina
! þurfti til að fremja. Virðist mér
bara meira á þeirri merkingu orðs-
ins í heimildunum.
ÉG MUN nú rekja allmörg dæmi
um orðið, svo að menn geti sjálfir
skapað sér skoðun um þetta. Ég
býrja á frægri vísu eftir Rögnvald
kala Orkneyjajarl. Hann var uppi
á 12. öld (d. 1158). Vísan er á
þessa leið:
týnik trauðla rúnum,
tíð er bók ok smíðir,
skríða kannk á skíöum,
skj’t's ok ræk svát r.ýtir,
hvá.vtt\ eggja kanr.k hyggja:
liarpslált ok bragþát'u.
Rögnvaldur segist kunna níu í-
þróttir, og þær eru þessar: 1. tafl,
2. rúnir (að rista rúnir), 3. bók-
vísi, 4. smíðar, 5. að fara á skíð-
um, 6. skotfimi, 7. róður, 8. hörpu-
sláttur, 9. að yrkja: Mér telst svo
til, að 5 þessara íþrótta teljist
andlegar (nr. 1, 2, 3, 8 og 9), en
fjórar líkamlegar (nr. 4, 5, 6 og
7). Jafnar var vart hægt að skipta,
úr því að íþróttirnar voru 9 alls.
Þá er til svipuð vísa, eignuð
Haraldi harðráða Noregskonungi
(1046—66), talin ort um 1040.
Endir hennar er hinn sami og
á vísu Rögnvalds, og birti ég því
aðeins fyrri hlutann. Hann er
svo:
fþróttir kannk átta:
Yggs fetk líð at smíða,
færr emk hvasst á hesti,
hefk sund numit stundum.
Hér eru taldar þrjár íþróttir.
Þær eru: 1. að yrkja („Yggs fetk
líð að smíða“), 2. reiðmennska, 3.
sund.
í báðum þessum dæmum er
skáldskapurinn talinn íþrótt, og
ekki má gleyma því, að Egill
Skallagrímsson kallar hann
vammi firrða íþrótt í Sonatorreki.
En hernaður var einnig talinn til
íþrótta. Það gerir Þorbjörn horn-
klofi í kvæði, sem liann orti um
Harald hárfagra (Haraldskvæði
eða Hrafnsmálum), og hermenn
Haralds kallar hann iþróttarmenn
í sama kvæði:
Hversu fégjafall,
þeim es fold verja,
ítr ógnflýtir
við íþróttarmenn sína?
Þá þykir mér rétt að benda á,
I að rökfræði var talin til íþrótta.
J Svo segir í Alexanderssögu:
Nú bar svá til, at Aristotiles
meistari hans ok fóstrfaðir hafði
gengit út af herbergi sínu, þar
er hann hafði gjört eina bók -af
íþrótt þeirri,' er dialectica heitir
á látínu, en þrætubók er kölluð
á norrænu. Alex. 3.
ÓLAFUR konungur Tryggva-
{son var talinn mesti íþróttamað-
ur í Noregi á sínum tíma. Við
J skulum nú athuga, á hverjar í-
' þróttir liann lagði stund. Svo segir
í Færeyingaþætti í Flateyjarbók:
Óláfr konungr var mestr í-
þróttamaðr í Nóregi • þeira
manna, er menn hafa heyrt frá
sagt um alla hluti. Hverjum
inanni var hann sterkari ok fim-
ári, ok eru þar margar frásagnir
ritaðar um þat; ein sú, er hann
gekk á árum útbyrðis, þá er
menn hans reru á langskipi ok
lék á 3 handsöxum í senn, svá
at jafnan var eitt á lofti ok hendi
öll at oddinum; hann vó jafnt
i báðum höndum ok skaut 2 spjót-
um senn; manna fimastr við alls
konar bogaskot ok syndr hverj-
um manni betr; hann var allra
manna skyggnastr, brattgengri í
björg en hverr maðr annar. Flat.
1,368.
íþróttir Ólafs, þær er honum eru
liér til gildis taldar, eru yfirleitt
líkamlegar.
ÉG HEFI NÚ rakið þau dæmi
úr fornritum, er mér virðast skýra
einna bezt merkingu orðsins
íþrótt. En hvað er þá um merlc-
ingu orðsins á seinni öldum. Ég
hefi einnig athugað það atriði.
Einkum hefi ég stuðzt við orða-
skrá Orðabókar Háskólans. Ég
hirði ekki að rékja einstök dæmi,
en mér virðist hin forna merk-
ing hafa haldizt fram á 20. öld.
Nú er hins vegar að minnsta
j kosti fátítt, að orðið sé notað um
! andlega færni eða andlega leiki,
en þó má finna dæmi þess. Margir
j munu t. d. tala um taflíþvóttina
eða skákíþróttina.
Hvort þessi þróun er æskileg
eða ekki, læt ég öðrum eftir að
dæma.
|RAFMYNDIR hf. Lindarg. 9A Sími 10295
ÍMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIiilllllllllllllllllllMIIIIIIIIIÍMIMIIIMllllllllllMIMIMIIIIIIimillMIMIiltlllllMIIIMl
|| Góðtemplaraliúsið í Reykjavík |
||; 70 cít’ci
|| Næstkomandi miðvikudagskvöld (2. október) verður |
|| þessa merkisviðburðar minnzt með samsæti og fjöl- |
1| breyttum skemmtiatriðum í liúsinu sjálfu kl. 9.
|1 Aðgöngumiðar fást í Góðtemplarahúsinu á morgun |
|| (mánudag) og á þriðjudaginn kl. 4—6 s. d. |
|| Allir templarar velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Íl Stórstúkan, Þingstúkan, Ve/ðandi, Einingin. Húsráðið. I
|llllllllllllllllllllllllll!llllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIMIIIIIIIIIII!IIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIMIlTl
iVinnið ötnlleofa að útbreiðslu Tímans
ii77i ~
Tafl emk örr at efla,
íþróttir kannk níu.
H.H.