Tíminn - 29.09.1957, Qupperneq 6
T f MI N N, sunnudaginn 29. septeinber 1957,
Útgefandl: Framtóknarflokkwrlaa.
Bltatjðrar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarlasma (Sb>
Skrifstofur i Edduhúsinu við LindargðtB
Súnar: 18300, 18301, 18302, 18303, 1830«,
(ritstjóm og blaðamenn).
Auglýsingasími 19523, afgreiðslusLmi 12323.
Prentsmiðjan EDDA hf.
Þriðja leiðin og sagnfræðin
BREZKI sagnfræðingur
inn Arnold J. Toynbee er nú
horfinn heim aftur. Hann
fiutti hér tvo fyrirlestra.
Hinn fyrri var athyglisverð
hugleiðing um hlutverk sagn
fræðinnar. í hinum síðari
brá hann upp mynd af stöðu
norrænnar siðmenningar inn
an vébanda heimsmenning-
arinnar og ræddi sérstak-
lega um arfleið íslendinga.
Hann fékk okkur m.a. þá
spurningu að glíma við, hvers
vegna íslendingar hefðu
gerzt svo miklu athafnasam-
ari sagnaritarar til forna
én Danir og Svíar. Hann
ræddi líka um endalok heið-
ins siðar á Norðurlöndum og
upphaf kristni. Hann skýrði
ekki ástæðurnar til þeirra
miklu þáttaslcila, en benti á
ýmsar afleiðingar þeirra.
Þar fékk hann sagnfræðing
um líka gátu að glima við.
Hér er ekki um neina nýja
uppijóstrun að ræða. En það
er fróðlegt að heyra mann,
sem hefur variö mestum
hluta ævinnar til að kanna
sögu þjóða og menningar-
tímahila um víða veröld, fella
okkar norræna þátt inn i
heildarmyndina. Þótt skoð-
anir séu skiptar um ýmsar
kenningar dr. Toynbees, og
þess hafi greinilega orðið
vart eftir að hann kom hing
að, er það eflaust, að það er
gagnlegt fyrir söguþjóð eins
og íslendinga, að kynnast
kenningum hans og heyra
hvert réttlæti að okkar dómi
hann vill veita norrænum
mönnum, þegar meta skal
menningartímabil þjóðanna
og arfleið þá, sem varðveitzt
hefur til okkar daga.
SÖGUKÖNNUN manna
eins og Toynbees færir þeim
óhjákvæmilega þessa spurn-
ingu að glíma við: Hrapar
vestræn menning nú að
sömu örlögum og löngu horf
in tímabil, sem hafa vaxið,
blómgast, hnignað og hrun-
ið?
Hann svarar ekki þessari
spumingu frekar en spurn-
ingunni um ástæð-
urnar fyrir ritmennsku ís-
lendinga til forna, enda eru
sagnfræðingar ekki spá-
menn. En í einni ritgerð
hefur hann bent á, að von
lnannkynsins í dag, um hag-
sæld og hamingju, í stað
ótta og törtímingar, sé. bund
in við möguleikana á að út-
rýma fátækt og fáfræði með-
an enn ríkir friður. Tekst
áð framlengja friðartimabil-
ið meðan þjóðinar fullkomna
það efnahagslega endur-
reisnarstarf, sem yfir stend
ur og miðar að aukinni
menningu? Eða með öðrum
orðum: Tekst þjóðunum að
finna meðalveginn í milli
hins kapítalíska og sósíalíska
þjóðfélags nægilega snemma
til að fyrirbyggja mikil á-
tök? Raunhæfur samnings-
grundvöllur í milli hinna ó-
líku hagkerfa og kenninga,
sem sundurskipta heimin-
um, er líklegasti farkostur-
inn fyrir. þjóðirnar til að
komast á til . fyrirheitna
landsins. Það er sá grund-
völlur, sem upphefur örygg-
isleysi og ranglæti hins
kapítaliska þjóðfélags, og
leiðréttir mannfyrirlitningu
og ófrelsi hins sósíalíska
þjóðfélags, eins og það þekk
ist í dag.
í ÞESSUM kenningum
er gengið fram gegn þeim
boðskap, sem eru uppá-
hald sumra stjórnmála-
manna hér, að ekki sé um
annað að gera fyrir þá, er
áhuga hafa á þróun stjórn-
mála og þjóðfélagsmála, en
skipa sér í sveit með annarri
hvorri hinni aðgangshörðu
sveit samtímans; með aftur-
haldsliði kapítalismans, eða
ríkisbáknsdýrkendum sósíal-
ismans, og leggja þannig lóð
á vogarskálina áður en þess-
um sveitum lýstur saman til
úrslitaátaka. í þessari mynd
er ekkert rúm fyrir neinn
meðalveg, og þó er það ein-
mitt meðalvegurinn, sem er
að áliti þessa merka sagn-
fræðings líklegasta leiðin til
bjargar.
Þ J ÓÐFÉL AGSM YNDIN
er stundum ekki ólík heims-
myndinni. Reiðar fylkingar
og hagsmunahópar andspæn
is hvor annarri, ógnun um
átök og tortímingu sjálfstæð
is. Er þá ekki von þjóðarinn
ar bundin því, að svo lengi
takist að fyrirbyggja átök,
að þau verði að lokum úti-
lokuð, af því að meirihlut-
inn hefur þá séð, að þriðja
leiðin er miklu betri og rétt-
látari, — leið hins gullna
meðalhófs, leið samvinnu og
bræðralags og hins full-
komna réttlætis í efnahags-
legum greinum? Við þessa
leið hljóta hugsandi menn
að binda von sína, og vinna
að því að ryðja torfærum af
vegi. Þetta er leið sam-
vinnuhugsjónarinnar. Sam-
vinnustefnan upprætir ófrið
af því, að hún ber í sér fé-
lagslegt og efnahagslegt rétt
læti. Hún er því vonarljós
komandi kynslóða.
Skriíin um handritamálið
EINN helzti andófsmað-
urinn í handritamálinu af
hálfu Dana, er Viggo Starcke
yfirlæknir og núverandi ráð
herra án stjórnardeildar. —
I-Iann sat í handritamáls-
nefndinni, sem Danir skip-
uðu um árið, og var þar harð
astur allra í andstöðunni við
íslendinga. Það stóð þá held
ur ekki á honum að ráðast
fram á ritvöllinn nú í sumar,
eftir að málið kom aftur á
dagskrá. Eftir hann liggja
þegar nokkrar blaðagreinar,
og er þar allt á sömu bókina
lært; þröngt, danskt eigin-
hagsmunasjónarmið, stund-
Skýringin á nýjum tón í Rússlandi
fóigin í skapgerð Krústjovs
Hann er tækifærissinni meÖ skapferli
fjárhættuspilarans
Grein þessi eftir Stewart
Alsop birtist nýlega í The
New York Herald Tribune og
gefur Ijósa hugmynd um
astæðurnar fyrir hótunum
þeim, se:n Krústjov hefir
látið dynja á Vesturveldun-
um síðustu mánuði. Hann
skákar í því skjóli, að Ráð-
stjórnarríkin hafi yfir að
ráða öflugri vopnum en
nokkurt annað ríki í heimi.
Oft er lærdómsríkt a8 huga að
þvi, hvernig vonir fortíðarinnar
hafa ræzt í nútíðinni. New York
Times lýsti iþví, að andrúmsloftið
í Kremlin hefði verið þrungið kæti
og eftirvæntingu eftir hreinsanir
Krústjovs 4. júli s;l. Ástæðan til
þess að drunganum var svipt af
höfuðborginni Var sú, „að Krústjov
hefði unnið frægan sigur og komið
fram sinni nýju stjórnarstefnu og
hefði tekizt að slaka á öllum höft-
um heima og erlendis".
Þessi vonglaða túlkun á hreins-
unum í Kreml virtist studd sterk-j
um rökum. „Andstæðirigar flokks- j
ins“ voru helzt sakaðir um að
hafa snúist á móti stefnu Len- ast fjandsamlegur
ins um friðsamlega sainbúð and- um. Alls kyns ástæður
stæðra þjóðskipuiaga og unnið á fundnar í því skyni að
móti því, að dregið væri úr höft- þessa stefnubreytingu Krústjovs,
um og þenslu í aiþjóðaviðskiplum. allt frá hinu nýja og sterka áhrifa-
Sannarlega virtist það tákn um valdi Zúkovs marskálks til þeirrar
betri daga, þegar hinn svipþungi nauðsynjar Rússa að fjandskapast
Molotoff hvarf af sviðinu. En við Vesturveldin í því skyni, að
sýna þeim, að hreinsanir í Kreml
væru ekki tákn um hnignun né
vanmátt valdhafanna. En. Krúst-
jov er án alls efa, valdamesti ráðá-
maður í stjórnmálum i Sovétríkjun
um og því má telja, að skapgerð
hans sjálfs valdi miklu um stefn-
hvernig hafa málin þróast siðan?
Rússnesk herskip á
Miðjarðarhafi
Stefna Ráðstjórnarríkjanna í ut-j
anríkismálum hefir aldrci verið
jafn svæsin og ósveigjanleg, eins
og einmitt eftir dauða Stalins.
Skömmu oftir hreinsanir og stefnu
breytingu Krústsjovs lýstu Rússar
því ljóslega yfir, að þeim væri eng
inn hagur að því að semja um af-
vopnun.
Ráðstjórnarríkin hafa gengið
feti framar í hótunum en Molo-
tov gerði nokkurn tíma. Það er eng
in þörf að seilast langt eftir örfá-
um dæmum, svo tekin sé orðsend-
ing til Tyrkja, ennfremur ákæran
á hendur Bandaríkjamönnum og
loks má teija svæsnar ritstjórnar-
greinar í Pravda og hótanirnar
um langfleyg, fjarstýrð flugskeyti.
Þessi nýja sfefna hefir ekki lát-
ið sitja við orðin tóm. Ferðir
sovéskra herskipa og kafbáta til
Miðjarðarhafs voru farnar í því
skyni að leggja meiri áherzlu á
stóryrðin. Og síðustu vikur hefir
orðið vart við fleiri og fleiri rúss-
neska kafbáta á yfirráðasvæði
Bandaríkjanna.
sjónamaður, sanntrúaður á kenn-
ingar Marxismans og sr fullviss
um hina óumflýjanlegu endalok og
fall auðvaldsríkjanna.
Barnalegt grobb yfir
nýjum leikföngum
Einn af rikustu þáttum í per-
sónu hans er sjálfsánægja kotbónd
ans yfir tæknilegum framförum í
rússneskum vísindum. Árið 1955,
þegar Rússar sýndu nýja, hrað-
fieyga þrýstiloftsflugvél, tók ame-
rískur fulltrúi eftir því í sjónauka
sínum, að Krústjov hoppað: liátt í
loft upp af barnslegri kæti og
klappaði saman lófunum, sló á
breiðar 'herðar Bulganins hvað eft-
ir annað.
Síðan þetta gerðist, hefir Krúst-
jov hvað eftir annað sýnt þetta
barnalega grobb yfir nýjum glj-á-
andi leikföngum, sem vísindin
hafa fært Ráðstjórnarríkjunum.
Við heimsókn sína til Englands
1958, var hann sífellt að monta sig
af framfÖ2-um Rússa í flugmálum,
fjarstýrðum flugskeytu^n og ato^n-
oi'ku.
Lögð befir verið æ sterkari á-
her'zla á ógnarstyrk Rússa á sviði
flugvopna í harðorðum orðsend-
ingum til Bretlands, Frakklánds,
Vestui'-Þýzkalands, Tyrklands og
Noregs. Þessar orðsendingar voru
venjulega undirskrifaðar af Bulg-
anin, en á þvi er enginr* efi, að
þær eru runnar undan rifjum
Krústjovs.
Og hin fræga tilkynning Ráð-
stjórnarríkjanna um nákvæm, öi'-
ugg flugskeyti, sem senda <má 2nilli
meginlanda, sem Bandaríkjunu^n
var ógnað sem mest með> er senr.i
lega rituð af Krústjov, a. m. k. rit-
uð að undirlagi hans.
Rétttrúaður tækifærissSnmi
Gerum okkur grein fyrir hverníg
heimurinn lítur út frá sjónarhorni
una. Sérhver, sem kynnst hefir j þessa manns, einkum eftir að vís-
Krústjov er fullviss U2ii einn þátt j indin hafa fengið honuin í hendur
í fari hans, sein augljús er, hann hin langfleygu flugskeyti, dýrðleg
er tækifærissinni, sem jafnan er asta og óhugnanlegasta vopnið,
reiðubúinn að hætta miklu eftir , sem hann á yfir að ráða. Hami er
reglunni: vogun vinnur, vogun tapj viss um, að Vesturveldunum muni
ar. En hann er einnig sannur hug-l (Framhald á 11. síðu.)
„Hálfsmánaðarsókn“ í „að forða slysum”
Bjarna frá gleymsku
KP.USTJOV
skapgerS fiárhættuspilarans —
Vesturveldun-
eru til-
útskýra
Skapgerð Krústjovs
ræður miklu
Mér finnst sem sé augljós sjúk-
leikamerki á „litlu myndasög-
unni“ hans Bjarna í gær. Hann
Að öllu samanlögðu er á því eng Segir, að orðið hafi prentvilla um
mn vafi, að Krústsjov ætlaði sér viðskiptajöfnuðinn í ágúst, en
þegar eftir valdatöku sína að ger-
Mér er hcldur þungt í skapi í
dag, og hefi þungar áhyggjur
vegna Bjarna míns í Mogga. Eg
sé ekki betur cn pólitískt heilsu-
far hans sé að verða dálítið „krít-
ískt“, og er illt til þess að vita,
þár sem það hvílir nú helzt á
herðum hans að bjarga þjóðinni
úr ógöngum vinstri sljórnarinn-
ar.
um byggt á misskilningi eða
röngum upplýsingum. Bjarni
M. Gíslason rithöfundur hef
ur nýlega svarað Starcke í
mjög ítarlegri og vel rök-
studdri grein í danska blað-
inu „Dagens Nyheder". Þar
hrekur hann ýmsar firrur
ráðherrans, og rökstyður
handritakröfur íslendinga. í
leiðinni svarar Bjarni mönn
um eins og Warburg yfir-
réttarlögmanni, sem held-
ur því fram, að Danir skuldi
íslendingum ekki einu sinni
hlýlegt viðmót. Bjarni Glsla-
• son er ágætur fulltrúi íslend
inga á erlendri grund. Öll
íslenzka þjóðin stendur í
þakkarskuld við hann fyrir
rökfastan og drengilegan
málflutning.
samt kemur í ljós
að Bjarni
gleymdi að leið-
rétta hana þang-
að til daginn eft-
ir aS Tíminn
hafði bent á
hana.
Af þessu og fleiru virðist mér
ljóst, að hér sé ekki um að ræða
venjulega prentvillu, heldur sjúk-
leikaeinkenni þau, sem fram
koma, þegar menn ofþreytast í
miklum þrekraunum. Bjarni er nú
búinn að strita við það í heilt ár,
að troða því í fólkið, að allt sé
að fara í hundana hjá vinstri
stjórninni, en það er hið erfiðasta
verk að koma fólki í skilning um
það.
★
Sálfræðingarnir segja, að merki
ofþreytunnar séu einmitt þessi, að
haida alltaf áfram að gei'a það
sama, hvort sem það á við cða
ekki, jafnvel í svcfni. Þessvegna
hcfir villan í Morgunblaðinu orðið
til. Eg þekkti til dæmis einu sinni
vinnumann, sem vanur var að
hleypa kvíaám út klukkan fimm
á moi'gnanna allt sumarið, og svo
hélt hann því áfram fram eftir:
vetri líka, fór á fætur í svefni
klukkan fimm og opnaði kvíadyrn
ar, þótt ærnar væru löngu komn-
ar í hús. Svona fór fyrir Bjarna.
Hann hélt áfram að segja, að við-
skiptajöfnuðurinn væri óhagstæð-
ur í hverjum mánuði, af því að
hann var það alltaf, þegar hann
var í ríkisstjórn.
★
Jæja, þetta er nú orðin dálitið
löng grein hjá mér, en ég er hálf-
smeykur um að Bjarni minn nái
sér ekki alveg strax, einkum vegna
þess, að þeir eru ekki nærgætuir
hjúkrunarmenn hjá Mogga, og virð
ast hafa dálítið skrítinn skilning
á slysavörnum, eins og fram kem-
ur í aðalfyrirsögn á forslðu í gær.
Þar segir að nú eigi að hefja
„hálfsmánaðarsókn" til að „forða
slysum". Mér finnst nú, að nóg
hefði verið að hafa eina slíka
slysavarnaviku, og þá heldur næstu
viku til að koma í veg fyrir slys,
svo að elcki hallaðist á. Fyrsta fram
lagið til þessarar „slysaforðunai'-
viku“ Mogga er birting „litlu
myndasögunnar'* í gær, og má full
yrða, að tekizt hafi að forða slysinu
með viðskiptajöfnuðinn alveg frá
gleymsku.
En það er von, að Bjarna verði
hrösult, þegar allur söfnuðurinn á
Mogga leggst á eitt til „að forða
slysum“ hans og ætlar nú að hefja
„hálfsmánaðarsókn" á þeim vett-
vangi. — Krummi.