Tíminn - 07.11.1957, Qupperneq 12

Tíminn - 07.11.1957, Qupperneq 12
YeBrfí: Hægviðri og léttskýjað — þykn- ar upp með vaxandi suðaustan átt í daff. Hitinn kl. 18: Reykjavík 1 st,, Akurejri 1 st., Kaupmannah. 8 sÞ, Osló 7 st., París 7 st. London 4 st NY 10 st. Fimmtudagur 7. nóv. 1957. Nýkjörið studentaráð Háskóla íslands Híð nýkiörna stúdentaráð Háskóla íslands talið frá vin;tri: Magnús Þórðarson, stud.jur.; Hörður Sævaldsson, stud. odont.; Ólafur G. Einarsson, stud. jur.; Bogi Melstad, stud. med. (gjaldkeri); Birgir ísl. Gunnarsson, stud. |ur. (formaður); Leifur Jónsson, stud. med. (ritari); Em'l Hjartarson, stud. med.; Guðmundur Guðmundsson.. stud. med.; Ólafur Pálmason, stud. mag. (Liósm.: Filman). Hríðarbylur um norðan- og austan- vert landið í fyrrinótt, krapahríð í gær Hið versta hríðarveður gekk yfir Norður- og Norðaustur- land í fyrrinótt og stóð fram eftir degi í gær, en þá hlýn- aði heidur og gerði víða krapahríð. Búizt er við hlýnandi veðri á þessum slóðum og suðaustlægri átt. I fyrrinótt hlóð víða niður all- miklum snjó og þá var einnig mjög hvasst af norðaustri á Norðaustur landi og mátti heita blindbylur sums staðar. í Skagafirði var ill- fært víða um vegi í gær, heiðar .ófærar og í Eyjafirði var þung- fært á vegum. Vaðlaheiði var gersamlega ófær og heiðar í Þing eyjasýslu einnig, nema trukkbíl- um. Fnjóskdælingar flytja mjólk til Húsavíkur og fara út Kinn. Þegar leið á daginn í gær batn aði veður töluvert á Norðurlandi. Framhaldsskólum á Akureyri lokað AKUREYRI í gær: — Framhalds- skólum hefir verið lokað um sinn hér í bænum vegna inflúenzunn- ar. I dag vantaði allmargt nem- enda og kennara. Barnaskólinn starfar þó enn um sinn, því að for föll eru þar minni. Skólahaldi enn frest- að í Reykjavík Fræðslustjórinn í Reykjavík hélt fund með skólastjórum í bær.um í gær til þess að ráðgast um, hvort unnt mundi að hefja kennslu að nýju í dag, eins og ráð hafði verið fyrir gert. Kom í ljós, að enn liggja svo margir nemendur og kennarar, að ekki er líklegt að sókn verði betri en rétt áður en skólum var lokað, og var því á- kveðið að Wefja ekki kennslu fj’rst um sinn í barna- og ung- lingaskólum. Kennsla hefst þó aft ur í Kennaraskólanum í dag, og kennsla heldur enn áfram í nokki’- um framhaldsskólum. Snjóalög hefta sam- Fangar spýttu á fanga- verði og spörkuðu í þá Ölæ tin hófust {jegar komií var me$ Jóhacn Víglundsson í hlað á Litla-Hrauni í fyrrakvöld og gærmorgun gerðu fangar á Litla-Hranni ’ippsteit. Börðu þeir á klefahurðir sínar fram eftir nóttu )g gerðu allan þann hávaða sem þeir gátu. Ólætin h.ófust svo aftur í morgun og var þá kallað á lögreglu úr Réykja- vík til aðstoðar fang2vörðunum. Svo má heita að kyrrt hafi verið á vinnuhælinu í dag, en tveir lögregluþjónar eru nú á vöktum með fangavörðunum. Þá er yfirfangavörðurinn kominn austur, en hann hefir legið veikur í Reykjavík. Þá gerðist það kl. 10 í morgun, að einn fanganna varð bráðkvadd ur við klefadyr sínar. Hafði hann verið á göngunum ásamt öðrum föngum og kenndi sér einskis meins fyrr en hann hné niður. Búizt er við að hjartaslag hafi orðið honum að aldurtila. Ólætin hefjast. Eins og kunnugt er af fréttum, þá struku þrír fangar frá Litla- Hrauni og tókst að handsama þá eftir nokkurt þóf. Einn þessara fanga slapp aftur, þegar komið var heim að Litla-Hrauni. Var það Jóhann Víglundsson. Fannst hann í fyrrakvöld á Eyrarbakka og hafði falið sig i geymslu á olíuflutningabíl og ætlaði að kom- ast þannig til Réykjávíkur. Fanga ' vörður frá Litla-Hrauni fór og sótti Jóhann. Var hann þá villtur og illviðráðanlegur og ekki um annað að gera en setja hann í handjárn. Þegar fangavörðurinn steig svo út úr bifreið þeirri, sem flutti þá að Litla-Hrauni ásamt Jóhanni og fangarnir sáu að Jó- hann var í jámum, hófust ólætin með hrópum og köllum. Hræktu og spörkuðu. Eins og kunnugt er, þá eru að- eins tveir fangaverðir að störfum í einu. Fengu þeir eðlilega við lítið ráðið. Réðust þeir þó til inn- göngu með Jóhann, en voru óðar umkringdir af æpandi föngum, sem hræktu á þá og spörkuðu í þá. Fangarnir reyndu þó; ekkf að hindra, að verðirnir settu Jóhann i einangrunarklefa i k.iallara búss- ins. Þessir atburðir gerðust á • nilli klukkan fimm og sex í fyjra- kvöld, en reg-lur mæla svo . fýrir að fangar skulu ekki lokaðir in.ni fyrr en klukkan níu. Voru . fár.g- arnir á göngunum og voru tilhúnir í allt. (Framhald á 2. síðu). Bristol Britannia- vél fórst með 15 manns LONDON, 6. nóv.: — 15 manns fórust í dag, er geysistór farþega- flugvél af gerðinni Bristol Britan- nia fórst í lendingu skanimt frá Bristol, er hún var að k«ma úr tilraunaflugi með tæknifræðinga um borð. Var vélin sú stærsta, cr smíðuð Iiefir verið af þessari teg- und og var ætinnin að nota hana á flugleiðinni yfir Atlantshafið. Eru nú 20 slíkar vélar í notkun, flestar þeirra í eigu brezka flug. félagsins BOAC. Er þetta í fyrsta skipti, sem svo alvarlegt slys kem ur fyrir Bristol Britannia-vél. Vélin hrapaði til jarðar í skóg- lendi og kom þcgar upp eldur í hcnni. Nokkrar skemindir urðu á húsum í nágrenninu. Á Austurlandi var og allmikil snjókoma og krapahríð í gær og talið að snjó kingdi þá niður á fjöll og heiðar. Illfært mun yíir Fagradal og ófært um Oddskarð og Fjarðarheiði. Þar varð snjóbíll að snúa við í fyrrakvöld. Innanlandsflug til Norður- og Austurlandsins mun hafa legið niðri í gær vegna dimmviðris. Smíðaðar verða 90 þús. tunnur í Sigluf. Frá fréttaritara Tímans í Siglufirði. Tunnuverksmiðja ríkisins í Siglu firði er nú í þann veginn að taka til starfa og er komið til Siglu- íjarðar allt tunnuefni, nema það, sém væntanlegt er frá Noregi. Ráðgert er að smíðaðar verði um 90 þúsund síldartunnur í Siglu firði í vetur, eða svipað magn og smíðað var þar á síðasta vetri. Vinna væntanlega við tunnusmíði 35—40 manns og verður unnið í tvískiplum vöktum. Gekk fyrir forseta PóIIands Hinn 31. okt. s.l. afhenti Harald- ur Guðmundsson forseta Póllands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Póllandi með búsetu í Oslój — (Frá utanríkisráðuneyt- inu). Bókmenntakynning um Jónas Halí- grímsson Stúdentaráð Háskóia íslands hefir ákveðið að efna til bók- menntakynningar um Jónas Hall- grimsson 16. nóvember n.k. á 150 ára afmæli Jónasar. — Hefir dr. Einar Ól. Sveinsson prófessor tek- ið að sér að sjá um bókmennta- kynningu þessa, en hún verður með svipuðu sniði og fyrri bók- menntakynningar stúdentaráðs. — Verður nánar skýrt frá henni síð- ar. — göngur við Fljótin HAGANESVÍK i gær: — Hér í Fljótum hefir verið mikil ótíð síð- an 20. október. Nú er orðið gjör- samlega jarðlaust og búið að taka fé á hús, nema niður við sjóinn. Samgönguvandræði af völdum snjóa hafa vaidið því, að enginn varningur hefir komizt til Haga- nesvíkur úr Skjaldbreið eða póst Gaillard fer til London tilviðræðna við Macmillan um Parísarfundinn París, 6. nóvember. — Yngsti foi-sætisráðherrann í sögu fjórða franska lýðveldisins, sósíalradikalinn Felix Gaillard, tók við stöðu sinni i dag. Stjórnarkreppan, sem varað hafði í 37 daga, var leyst aðfaranótt miðvikudagsins. Ríkisstjórn bátnum nú upp á síðkastið, nema j Gaillards er hin 24. eftir síðasta stríð. Þingið veitti henni traust sitt með 337 atkv. 173 greiddu atkvæði á móti. einu sinni úr póstbálnum frá því hann hóf áætlunarferðir sínar í j haust. Fljótin eru nú einangruðl eins og endranær nema frá sjó. Er j það gömul saga bér, en í ár hefir snjórinn komið óvenju snemma. í fj'rra var bílfært í Fljótin fram í febrúar. — S. E. Síðdegis í dag kom stjórnin saman í fyrsta sinn, og skyldi hún þá ræða um framlengingu á hinu sérstaka alræðisvaldi, sem hún hefir í Alsírmálinu. Einnig skyldi rætt um nauðsynlegar ráðstafan- íslenzku kristnlboðarnir í Konzo gera að sárum þeirra sem Ifónin bíta í fregnum, sem borizt hafa hingað til lands frá íslenzku kristniboðsstöðinni í Konsó í Afríku, hafa ljón gerzt hættuleg íbúum þeirra héraða, scm næst iiggja kristniboðsstöðinni og hef ir hjúkrunarlið kristniboðsstöðv- arinnar gert að sárum manns, sem bitinn var af ijóni. Segir frá þessu í bréfi frá Felix Ólafssyni kristniboða. Þeg ar komið var með mann einn á sjúkraskýlið, göptu stór tannaför á handlegg hans. Næstu daga voru nær eingöngu börn og ungl- ingar og gamalmenni í þorpinu. Aliir vopnfærir karlmcnn fóru á ljónaveiðar. Aðsókn að skóla kristniboðs- ins er ínikil, en þegar kornið er þroskað og sá tími kemur, að fuglarnir fara að kroppa það, hverfa strákarnir úr skóianum, því allir verða þeir að gæta r.kra (eðra sinna. Ilópur góðra og efni legra drengja tóku próf frá ís- lenzka kristniboðsskólanum á síðasta sumri. Sjúkraskýli kristniboðsins er mikið sótt og streymir fólk þang að, einkum á markaðsdögum. íslenzku kristniboðunum vcrð- ur mikið ágengt í starfi sínu og snúa mörgum til kristinnar tvú- ar. f sumar snerist háttsettur liöfðingi í þorpi skammt frá kristniboðsstöðinni til kristinn- ar trúar, en lengi eru nienn að vinna bug á hjátrú og hindur- vitnum, enda er djöflaótti fólks- ins rótgróinn. Sýnt er, að íslenzku kristni- boðarnir í Konsó vinna mikið starf í mannúðarmálum með rekstri sjúkraskýlisins og upp- fræðsla þeirra og skóli er kær- komið starf inni á hinu mikla meginlandi, þar sem allt slíkt er enn mjög af skorrtum skammti. ir lil þess að útvega ríkissjóði Frakka lán úr frar.ska þjóðhank- anum. Fyrsta stórverkefni stjórnarinn ar verður að koma Alsírmálunum á fastan grundvöil. Einnig vill Gaillard, sem var fjármálaráð- herra í fj'rri stjórn, leggja hina mestu áherzlu á að bæta efnahag Frakklands. Hann mun m.a. reyna að koma í veg fyrir, að fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 1958 komi fyrir þingið fyrr en í janúa_r. — Nú þegar ætlar hann að reyna að fá stórfellt lán erlendis, tii þess að koma í veg fyrir, að franskur iðnaður lendi í hárefnaþroti. Það voru einkurn kommúnistar og poujadistar. sem greiddu at- kvæði á móti Gaillard í þinginu. 11 af 39 fulltrúum sósíalradikala sátu hjá við atkvæðagreiðsiuna, þar á meðal Mendes France, en hann er á móti stefnu Gaillards í málefnum Aistr. Gaillard muu fara til Lotuion í næstu viku til viðræðna við Macmillan um fitnd þjóðanna í Atlantshafsbamlalaginu, sem haldinn verðux i París í næsta mánuði.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.