Tíminn - 28.11.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.11.1957, Blaðsíða 6
6 T I HII N N, finuntudaginn 28. nóvember 1951 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu. Simar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323 Prentsmiðjan Edda hf. AS loknum fundi útvegsmanna I QREINARGERÐ frá aðalfundi Landsambands ís- Ien2íkra útvegsmanna, sem hér er nýlega lokið, er að- staða vélbáta og togara á næsta ári metin út frá sjónarmiði meðalafla s.l. 3—5 ár. Þetta hefir þau á- hrif, að' meðaltalan lækkar frá því sem hefir verið, því að aflaleysisárið 1957 er nú meðtalið. Þar að auki munu útvegsmenn telja, að einhver breyting til hækkunar hafi orðið á útgerðarkostnaði. •—■ Heildarútkoman er þvi sú, að' útvegsmannasamtökin telja fram háar upphæðir, sem þau segja samsvara tapi á meöalbát óg meðaltogara. Eru þessar tölur 140 þús. kr. á bát miöaö við 5 ára með'al afla, en rösklega 1 millj. kr. á togara, miðað viö meðal- afla 3 ára. Þessir útreikn- ingar kollvarpa þegar í einu vetfangi fullyrðingum póli- tiskra áróðursmanna, sem vilja kenna ríkisstjórninni um erfiðleika útvegsins. Það er auövitað léleg sárabót að sjá þá standa ósanninda- menn frammi fyrir dómstóli almenningsálitsins, enda gerist það nú ærið hversdags legt. Hitt gnæfir upp úr, þegar þessi Skýrsla er athug- uð — livort sem einstök at- riði kunna að standast að öllu leyti nánari rannsókn eð'a ekki — að aðstaða út- vegsins, útflutningsverzlunar innar og þjóðarbúsins í heild. Er erfiöara nú en vænta mátti um s.l. áramót, að rétta við hag útgerðar- innar; hún var komin í full- komin þrot um stjórnar- skiptin, flaut á loforðum og víxlum, sem gefin voru af fyrrverandi ríkisstjórn, en án baktrygginga. Nokkur fjörkippur færðist í fram- leiöslustarfið að þessum að- gerðum loknum; fleiri skip voru á miðunum, fleiri ís- lendingar en fyrr að fram- leiðslustörfunum. En heildar kostnaður þjóöarbúsins þá um leið meiri en áður. Lækk andi meðalafli á bát og tog- ara færir svo þennan kostn að að dyrum hvers útgerð- armanns og sjómanns, en þeir aftur að fótum þjóðar- innar í heild. ÞESSI tíð'indi nú sýna, að þegar er veruleiki, það, sem vakið var athygli á hér í blaðinu fyrir nokkru: Horfur i fiskveiðamálum okk ar eru þannig, að við verð- um að búast til að mæta þeim vanda, að láta útgerðina bera sig með minni afla á skip en verið hefir um langt skeið. Hvernig á að snúast við þessu? Eins og nú horfir virðist líklegt, að tekið verði til við að reikna á hné sér, hversu miklu skuli nema við bótíarmilliifærslan frá þjóð félaginu í heild til þessarar framleiðslu. Vafalaust er hægt að reikna þetta dæmi enn, og leysa það á svipað- an hátt og gert hefir verið. En varla getur nokkrum manni blandast hugur um, að slíkt uppgjör um hver áramót að kalla, er ekki framtíöarlausn þessa máls. Eðlilegur rekstur útgerðar hér á landi, á grundvelli er- lends markaðsverðs annars vegar, en grunni vöruvönd- unar, hagsýni, dugnaðar og harðfengi islenzkra sjó- manna hins vegar, er það sem koma skal. Ekkert ann- að leysir dæmið til frambúð ar. Að þessu marki veröur að sækja, þótt torsótt muni reynast og e.t.v. nokkuð lang sótt. Undanfarin misseri hef- ir miðaö í þessa átt, m. a. með því að skilningur manna á þessu vandamáli hefir aukist. Á því bryddi verulega fyrir stjórnarskipt- in, að menn teldu „allt í lagi“ á þessum vettvangi, og létu blekkjast af loforðum og víxlum, sem enga bak- tryggingu höfðu. Enda á blekkingunni alið af áhrifa- miklum aðilum. Nú birtir sumu fólki fyrir augum. Hið raunverulega vandamál efna hags- og framleiðslulífsins verður skýrara. UM LEIÐ og menn átta sig á þessu, er nauðsyn að örva umræður um rekstrar- fyrirkomulag útvegsins og nauðsyn þess, að gera þar þá breytingu á, aö meðalhóf samvinnurekstrar fái meiri fótfestu. En sú breyting mið- ar líka um leið að því að örva beina þátttöku manna í útgerð og sjósókn, og snertir því beinlínis hið mikla vandamál, hvernig eigi a'ð manna skipin. En auk hinna beinu fjárhagsmála útvegsins, er manneklan og tengslin við útlent vinnuafl það vandamálð sem mest kallar að. SKÝRSLA útvegsmanna ætti að skýra aðstöðu út- vegsins fyrir þjóðinni. En heildarmynd þjóðarbúskap- arins í ljósi þessara viðhorfa, verða stjórnmálaflokkarnir, sem marka stefnuna í lands- málum, að draga upp. Samkeppnin lifi! SJÁLFstæðisflokkurinn talar um .frjálsa samkeppni' og heiðarlegt framtak á há- tíðum og tyllidögum; í hvers dagslegum framkvæmdum er hann mesti haftaflokkurinn. Hann vill aðeins fá að beita höftum og rangsleitni sér í hag. Þetta hefir sannast á hverju því ári, sem flokkur inn hefir átt aðild að rí-kis- stjórn. Og það sannast í hverjum mánuði í stjórn Reykjavíkurbæjar. Lýsandi dæmi er smíði biðskýla fyr ir Strætisvagna Reykjavík- ur. Það er nú upplýst, að þar var engri samkeppni ERLENT YFIRLIT. Falla niöur viðræöur um afvopnun? Ymislegt bendir til, acS Rússar vilji ekki slíkar viíræíur a<S sinni New York, 27. nóv. Allsherjarþing S.Þ. hefir nú lokið afgreiðslu sinni á afvopnun- armálunum að þessu sinni. Eftir þá afgreðislu, horfir helzt svo, að engar viðræður verði milli stór- veldanna um afvopnunarmálin í náinni framtúð. Það er nýr vottur þess, að kalda stríðið er að harðna, a. m. k. í toráð, á þessu sviði al- þjóðamálanna, eins og flestum öðrum. í orði kveðnu verður það ágrein- ingur um skipun afvopnunarnefnd- ar S. Þ., sem mun valda því, ef ekkert verður úr viðræðum um af- vopnunarmálin í náinni framtíð. Raunverulega er það þó annað og meira, sem mun valda þessu eða sú afstaða forráðamanna Sovétríkj- anna, að þeir virðaet ekki hafa á- huga fyrir slíkum umræðum að sinni. Ágreiningurinn um skipun afvopnunarnefndarinnar virðist að- eins notaður sem afsökun fyrir þeirri afstöðu. Áður en nánara er vikið að á-1 greiningi þeim, sem orðið hefir um skipun afvopnunarnefndarinnar, þykir rétt að rekja í höfuðatriðum meðferð afvopnunarmálanna á þingi S.Þ. að þessu sinni. ÞEGAR ÞINGIÐ kom saman 17. sept. síðastl. lágu fyrir þegar greinargerðir frá afvopnunarnefnd S.Þ. og undirbúningsnefnd henn- ar, er toáru það með sér, að við- ræðurnar í þessum iiefndum höfðu engan beinan árangur boðir, þótt þokazt hefði í samkomulagsátt um viss atriði, — aðallega þau, er snertu afvopnun á síðari stigum hennar. Algert ósamkomulag var hins vegar enn sem fyrr um sjálf byrjunarskrefin, en að sjálfsögðu hafa þau mést að segja. Ágrein- ingurinn stendur þar einkum um það, hve víðtæ’kt. eftírlit skulí hafa með því samkomulagi, sem verður um afvopnun. Vesturveldin vilja hafa það strangt, en Rússar vilja hafa það laust í reipunum. AÐ VANDA vísaði allsherjar- þingið þessum málum til stjórn- málanefndar sinnar og urðu þar um þau langar og miklar umræð- ur, þótt fátt nýtt kæmi fram. Meginstefnuna í þessum málum má nokkuð marka af þeim tillögum, sem komu fram í nefndinni, en þær voru einkum þessar: Af hálfu vesturveldanna kom fram tillaga, þar sem lagt var til, að unnið skyldi að samkomulagi um afvopnunarmálin á þessum grundvelli: í fyrsta lagi, að hætt yrði tilraunum með kjarnorku- vopn, í öðru lagi, að hætt yrði að framleiða kjarnakleif efni til vopnagerðar, í þriðja lagi, að minnkaðar yrðu birgðir kjarnorku- vopna, í íjórða lagi, að dregið yrði úr venjulegum vigbúnaði, í fimmta lagi, að komið yrði á eftirliti til að hindra skyndiárás, í sjötta lagi, að komið yrði á eftirliti með gerfi- tunglum, og í sjöunda lagi, að fjár- magn, sem sparaðist vegna víg- búnaðar, yrði varið að einhverju leyti til viðreisnar þjóðum, sem væru verst staddar efnalega. Gert var ráð fyrir nægilegu eftirliti með öllum þessum atriðum, og var m. a. bætt við breytingu frá Noregi og Pákistan þess efnis, að ■sérfræðingum yrði falið að undir- búa tillögur um einstaka þætti slíks eftirlits. Frá Rússum kornu þrjár tillögur. Ein fjaliaði um útfærslu afvopn unarnefndarinnar og verður síðar sagt frá henni. Önnur fjallaði um að hætt yrði tilraunum rriéð kjarn- orkuvopn, en þá tillögu drógu Rúss ar síðar til baka og kusu heldur að láta indverska tillögu um þetta efni koma til atkvæða. Þriðja til- laga Rússa fjallaði svo um það, að ríki, sem hefðu kjarnorkuvopn, lýstu yfir því, að þau myndu ekki nota þau fimm næstu árin, en inn- an þess tíma yrði þetta mál tekið til meðferðai á þingi S.Þ. Af hálfu Indverja koni frárri til- laga unr að skorað yrði á viðkom- andi riki að hætta tilraunum með kjarnorkuvopn, og af hálfu Jap ans kom fram tillaga um, að slík- um tilraunum yrði hætt fram til næsta þings iS.Þ-, sem myndi ræða þetta mál að nýju. Aðrar tillögur, ■sem komu fram af hálfu Indverja og Júgóslava og munu hafa verið ætlaðar til málamiðlunar milli vest urveldanna og Rússa, voru dregn- ar til baka. Ástæðan mun sú, að hvorugur þessara aðila mun hafa getað fallizt á þær. ATKVÆÐI UM framangreind- ar tillögur féllu á þá leið, að til- laga vesturveldanna var samþykkt í stjórnmálanefndinni með 57 atkv. og hlaut hún einnig sömu atkvæði, ■er atkvæði voru greidd um hana á þinginu. Kommúnistarikin ein, að Júgóslavíu lindanskilinni, ■greiddu atkv. á móti. Önnur ríki sátu hjá, þar á meðal Indland og Júgóslavía. Öll Norðurlöndin greiddu atkvæði með tillögunni, nema Finnland, er sat hjá. Aus’tur- riki og írland greiddu atkv með íillögunni. Tillaga Rússa um að stórveldin skuldbindu sig til að nota ekki kjarnorkuvopn, félck aðeins stuðn- ing kommúnistaríkjanna, og var því íelld. Einnig voru felldar tillögur Ind- verja og Japana um að hætt yrði tilraunum með kjarnorkin'opn. At- hygli vakti, að bæði Sovétríkin og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn japönsku tillögunni. Allmikið var um það rætt, hvort rétt væri að gera einhliða samning um að hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. Þeir, sem voru því andvígir, bentu á, að það drægi ékki neift úr sjálfu víg- búnaðarkapphlaupinu, þvi að hægt væri að framleiða kjarnorkuvopn •eftir sem áður. Aðalatriðið væri að stöðva vígbúnaðarkapp’hlaupið og feyna því að ná því marki í einum áfanga að stöðva bæði til- raunir með kjarnorkuvopn og framleiðslu þeirra. Meðai’ vísinda- manna er mjög deilt um hættu þá, ■sem fylgir tilraunum með kjarn- orkuvopn, og vakti það sérstaka athygli, að rússneSkir vísindamenn hafa sama og ekkert látið til sín heyra um þessi efni. Annars starf- ■ar nú sérstök nefnd að því á veg- um S.Þ. að afla upplýsinga um áhrif geislaverkunar, sem hlýzt af tilraunum með kjarnorkuvopn, og var samþykkt að hún skvldi leggja fram álit fyrir næsta allsherjar- þing S.Þ. og mál þetta ræðast þar sérstaklega. Ýmsir þeirra, sem greiddu atkvæði gegn tillögu Ind- verja, munu hafa talið rétt að bíða eftir áliti nefndarinnar. En með tilliti til þess, átti tillaga Japana mikinn rétt á sér. EINS og áður segir, fíuttu Rússar tillögu um breytingu á af- vopnur.arnefnd S.Þ. Þeir lögðu til, að eftirleiðis skyldu fulltrúar frá öllum þátttökuríkjum S.Þ. eiga sæti í nefndinni eða 82 fulltrúar. Að undanförnu hefir nefndin verið skipuð fulltrúum þein-a ellefu ríkja, sem skipa Öryggisráðið hverju sinni, að Kanada viðbættu. Þar sem Kanada fær sæti í Örygg- isráðinu um næstu áramót, hefðu ekki nema ellefu ríki átt sæti í nefndinni eftir áramótin að henni óbreyttri eða þessi ríki: Banda- (Framhald á 8. síðu.) hleypt aö, heilbrigt framtak kom bæjaryfirvöldunum ekk ert vi'ö'. Einu fyrirtæki var falin framkvæmd verks á vegum bæjarins, án útboös og án utanaökomandi sam- keppni. Þannig er reynslan af íhaldinu í framkvæmda- málunum en visast er aö á næsta verzlunarmannafrí- degi eöa á öörum tyllidegi, veröi haldnar innfjálgar um ræður um frjálst framtak- og heiöarlega samkeppni, og flokknum vottaö traust fyr ir einlæga baráttu á því sviði. Hræsnin á sér stund- um lítil takmörk. Sanntrúaður á villigötum. SELFYSSINGUR leggur or í belg um Moskvumótið, enda einn af þátttakendum. Hann segir: „Ekki alls fyrir löngu birtust í Þjóðviljanum greinar- eftir Hafstein Sigurðsson, nokk- ■urskonar svargreinar við skrif- um Magnúsar Þórðarsonar um Moskvumótið. Verið getur að hinir sanntrúuðu komi auga á sannleikskorn í ritverki Haf- steins, en ég sá sorglega lítið af slíku, hann fullyrðir aðeins að greinar Magnúsar, sem voru ágætar, séu ýygar ög uppspuni frá rótum. í augum Hafsteins er allt fyrir austan tjald, heil- agt og gott, t. d. hafi hann nær aldrei séð drukkinn mann, en eftir því að dæma hefir hann anzi lítið horft í kringum sig, Eg man ekki betur en að ís- lendingar hafi einmitt furðað sig á því hve oft þeir sáu drukkna menn. Og ég man einn ig eftir því að þegar við kom- um út í bílinn eftir að hafa skoðað byltingarsafnið. þá var þar fyrir einn af drvkkjumönn- um borgarinnar og svaf vært, en ökuþórinri afgreiddi hann út um dyrnar. Þetta er áðeins eitt lítið dæmi uiri kjaftæði bað er gripur hina sanntrúuðu, þegar þeir heyra eitthvað sem mælir á móti sannfæringu þeirra um dýrðina í Rússlandi. Eg skora á háttvirta lesendur að láta þá ekki blekkja sig með málskrúði og fagurgala.'* Þegar mcnn missa vindinn. ÞARNA er sem sagt einn ferðalangur, sem ekki lét sann- færast. Og undarlegt er það, að maður man varla eftir að hafa heyrt um mann, sem hefir orð- ið kommúnisti á því að fara til Rússlands. Hitt er algengara að þeir, sem eru uppbólgnir af for múlufræðum, er þeir leggja af stað, missa úr sér vindinn og verða hógværir og spakir á eftir og sjá, að ekki er ailt. sem sýn- ist á prenti eða heyrist í ræðu. Slík hafa orðið örlög margra austangöngumanna. Fyrir þá, sem austan fara með óbrjálaða sjón, eins og bréfritarann, er ferðalagið áreiðanlega lærdóms ríkt. Þess vegna. er misskilning ur að vera að amast við bví þótt skynsamt fólk skreppi austur fyrir. Það verður þvi oft til gagns og bólusetur það við for- múlusjúkdómnum til frambúð- ar. —Kaldbakur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.