Tíminn - 28.11.1957, Blaðsíða 7
T í MI N N, fimnitudaginn 28. nóveniber 1957,
7
Norskir fiskimenn héldu opinni
leið frá Noregi á stríðsárunum
BækistöS þessara hugprúíu sjómanna var á
Shetlandseyjum. Kvikmynd sýnd hér af þessum
víkingum nútímans. Rætt vio NjörÖ Snæhólm,
er var þeim samtíÖa á Shetlandseyjum
Fyrir skömmu stóðu yfir sýningar í Bæjarbíói í Hafnar-
firði á kvikmyndinni Norskar hetjur og fjailaði hún um þann
þátt í norskri baráttu á stríðsárunum, sem fiskimenn á smá-
bátum áttu í því að koma fólki undan frá Noregi og afla
jafnframt vitneskju um athafnir Þjóðverja í landinu. Menn
þessir fóru á bátum sínum yfir opið og úfið haf til bækistöðva
sinna á Shetlandseyjum. Kvikmyndin er samin eftir tveimur
bókum, The Shetland Bus eftir David Howard og Shettands-
Larsen eftir Frithof Sælen. Mvnd þessi er ekki raunveruleg
stríðsmynd með tilheyrandi ástarævintýri og uppdiktuðum
hetjuskap, heldur nálgast hún að vera heimildarmynd, ámóta
og kvikmyndin Björgunin við Látrabjarg. Mun það kannski
hafa valdið mestu um það, að myndin fékk litla aðsókn. Mynd
þessi var frumsýnd með mikilli viðhöfn í Osló. Við það tæki-
færi flutti fyrrverandi yfirmaður andspyrnuhreyfingarinnar
norsku ávarp, þar sem hann skýrði frá því, að myndin væri
einkum gerð til heiðurs þeim sextíu manna hópi, sem kom
við sögu siglinga fiskibátanna, en jafnframt væri hún tákn-
ræn fyrir þann hetjuanda og fórnfýsi, sem hefði einkennt
baráttu Norðmanna á stríðsárunum og eru þessi orð manns-
ins sannmæli.
lengur að lóna upp við ströndina
undir þvi yfirskyni að verið væri
að draga þorsk, varð vogskorin
strcndin enn meiri griðastaður en
áður og gerði öðru fremur mögu-
lega áframhaldandi mannfiutn-
inga og njósnir. Verður ljóst af
myndinni, að Norðmönnum var
sæmilega opin leið yfir hafið til
Shetlandseyja, án þess að um meiri
hættu væri að ræða, en- gekk og
gerðist. Þrátt fyrir þessa opnu
leið skyldi engin ætla að ferðirnar
íafi verið lystireysur fyrir ævin-
.ýragjarna menn og segir Larsen
vól;. frá þessu í lok myndarinnar.
Hann segir: „Mörgum er stríð
vama og ævintýri. En stríð er
hryllileg, sár og eyðileggjandi
5nn. Við börðumst fyrir það, sem
við trúð.um á, og það gaf barátt-
unni gildi. Að launum fengum
við hjálp og stuðning frá löndum
okkar heima, þakklæti frá þeim,
sem við 'fluttum til frelsisins og
gleðina yfir að vita að við héldum
opinni leið yfir hafið frá hernumd
um Noregi til bandamanna vorra“
Frá Nauthólsvík
til Shetlandseyja
Þegar tíðintlamaður blaðsinS|
hafði séð myndina, minntist hann
þess, að Njörður Snaehólm hafði
ritað bók, sem kom út 1949 og
nefnist: Á kafbátaveiðum. —
Njörður var í norska flugliðinu á
stríðsárunum, en þótt hann hefði
flugpróf, öxluðust málin þannig,
að hann annaðist löggæziu, fyrst
hér við Nauthólsvíkina og endaði
sem lögregiustjóri, bæði við flug
völlinn hjá Stavangri, Sola og
Fornebu við Osló. í bókinni skýrir
Njörður frá veru sinni á Shetlands
eyjum frá árinu 1943 og til stríðs
loka. Þess vegna þótti tilhlýðilegt
að ganga á fund Njarðar, nú þegar
þessi anynd er sýnd hér, og spyi'ja
Sá, er einna mest kemur við sögu
í myndinni og átti jafnframt einna
stærsta sögu í veruleikanum, er
Leif Lansen, sem fékk viðurnefnið
Shetlands-Larsen á stríðsárunum.
Hann fór, eins og fleiri landar
hans, marga frægðarför til Noregs
í stríðinu, en til marks um það,
í hvaða hættu var sótt, er sú stað-
reynd, að fjörutíu og fjórir af
hann um Larsen og aðra, sem
voru í flutningunum. Njörður er
nú starfandi í rannsóknarlögregl-
unni. Er óhætt að segja, að hann
hafi fengið góða undirstöðu-
mennt í starfi sínu, er har.n var
að hreinsa til á svæðinu í kringum
Sola í allri þeirri upplausn, sem
að sjálfsögðu ríkir í landi, sem
er að losna undan hernámi og er
að nýju að taka við sjálfstjórn.
Segir Njörður nokkuð frá þessum
störfum sínum í bókinni, og hefði
sú frásögn mátt vera lengri. Kona
Njarðar, Magnhild Snæhólm var
í Noregi öll stríðsárin, og sonur
þeirra, Harald, sem fæddist 1939.
Leynideildin
Þetta eru orðnir frægir menn,
Þeir Larsen og félagar hans,
segir tíðindamaður blaðsins og er
setztur á móti Nirði við borðið
í skrifstofu hans við Fríkirkju-
veg. Já, segir Njörður. En á stríðs-
árunum var yfirleitt lítið talað um
þessa anenn af þeirri einföldu á-
stæðu, að þetta var eina deildin
þarna, sem farið var virkilega
leynt með og enginn mátti vita
hvað hafði fyrir stafni. Og flestir
gerðu sér að reglu að halda sér
saman, af þeirri einföldu ástæðu
að undir því gat líf þeirra verið
kcmið. Við, sem vorum þarna í
slööinni, vissum alltaf um þá og
Leif Larsen
Dansað í þinghúsinu
Maður sá alla þessa karla, segir
Njörður. í Scalloway voru menn,
sem höfðu verið í flugliðsdeild
okkar og svo kynntumst við í þing
húsinn í Lerwick. Ekki hafið þið
setið þing þarna? Nei, en þing-
húsið var notað til skemmtana-
halds. Þar voru böll og aðrar
skemmtanir og þar hittust menn.
Annars er þarna gamall þingstað
ur og stendur í Bresseysundi.
Hann heitir reyndar Þingvöllur og
er lítil eyja, en menn gátu stiklað
á steinum út i hana. Árið 876 lentu
eyjarnar undir Noreg og lutu
I bardaga viS tvær þýzkar orustuvélar.
heimsóttum þá og þeir okkur. —
Stöðin, sem Njörður visar þarna
trl, var í sundinu Sullom Voe, sem
er í um þrjátíu kílómetra frá
Lerwick, höfuðstað eyjanna. Lars-
en og félagar hans höíðu bækistöð
í Scalloway. Njörður hefur dregið
fram herkort af eyjunum og lagt
það á boröið til að sýna afstöð-
una. Bækistöð tundurskeytabát-
anna var í Lerwick, segir Njörður.
Norðmenn fengu tíu tundurskeyta
báta frá árinu 1943. Þá lauk ferð-
um fiskibátanna, en þesisir tíu
tundurskeytabátar voru það at-
hafnasamir undan ströndum Nor-
egs, að 1 j)ð"erjar reiknuðu með,
að þeir vLi’u íkki færri en þrjátíu.
Tundurskcytabátar þessir sökktu
milli fjörutíu og fimmtíu skipum
og löskuðu nær þrjátíu.
NjörSur Snæhólm
þeim sextíu, er hófu þessar ferðir
á árinu 1941, létu lífið á þeim
tveimur árum, sem liðu þar til
hinir svonefndu tundurskeytabát
ar leystu fiskibátana af hólmi. í
fyrstu vissu Þjóðverjar ekki nema
óljóst um ferðir fiskibátanna,
enda var mikil leynd yfir allri
starfseani þess hóps Norðmanna,
er siglingarnar stunduðu. Það kem
ur fram í myndinni og ekki af
ástæðulausu, að mönnum þóttu
fiskibátarnir, sem voru frá fjöru-
tíu til sextíu lesta skip, heldur
hægfara og ekki hægt að koma
við þehn vopnabúnaði, sem þurfti
til að invæta árásum Þjóðverja úr
lofti og af sjó. Hins vegar höfðu
fiskibátarnir það fram yfir tundur
skeytabátana og önnur vopnuð
för, að undir Noregsströndum var
hægt að láta líta svo út, sem um
bát í róðri væri að ræða og þess
vegna sluppu þeir frekar við að
vekja eftirtökt, sem kostaði ekk-
ert minna en dauðann.
Strönd Noregs
Leikmenn hljóta að undrast
hversu vel Norðmönnuan gekk að
lialda uppi anannflutningum tíl
og frá Noregi rétt við nefið á
Þjóðverjum, Landið sjá'lft lagði
mönnum til ákjósanlegar ytri að-
stæður, sjálf strandlengja Noregs
með vogum sínum og víkum gekk
óbeint í andspyrnuhreyfingu þjóð-
arinnar á fyrsta degi hernámsins.
Síðar, þcgar tundurskeytabátarnir R°is 1 átt Noregsstranda, eftir að skipið hafði verið skotið undan þeim
komu til sögunar og ekki var hægt Flestir særðust í viðureigninni.
Noregskonungum í ein sex hundr
uð ár. Sér þess víða merki. Göturn
ar í Lerwick bera nöfn norskra
konunga, en tungumál eyjar-
skeggja, þegar þeir tala ekki
ensku, er með öllu óskiljanlegur
andskoti, en það kom ekki að sök.
Fólkið var sérsíaklega alminlegt
við okkur og höfum við kannski
notið þess, að langt var síðan þeir
höfðu haft spurnir af norskum
kóndum forn- og miðalda. Eftir
kristnitöku var reist kirkja skammt
undan ströndinni við Þingvöll, en
í hana hlupu sakamenn þeir, sem
fengu grið á Þingvelli. Grið fengu
menn á þann hátt, að fólkið raðaði
sér í fjöruna, þar sem stiklurnar
voru úr eynni, en sakamaður stóð
í hólmanum. Síðan hljóp hann á
stiklunum í land og hleypti fólkið
honum í gegn og til kirkjunnar,
hélt hann lífi, en annars tók fólk-
ið á móti honum í fjörunni og
drap hann.
Tolfsalli í ÞrándheimsfirSi
Mér þótti myndin góð, sagði
Njörður. Eina ferð fór Larsen,
sem ekki er tekin með þarna í
myndinni og var sjálfsagt ein af
mestu ferðum hanis, þótt hún
mistækist. Þetta gerðist áður en
ég kom til Shetlandseyja og ég
heyrði ekki nema lítið um ferðina
fyrr en löngu síðar. Leyndin var
það mikil, að Larsen vann sjálfur
ásamt einum manni að breyling-
um, sem varð að gera á báti hans
vegna þessarar ferðar. í stuttu
máli sagt: Larsen fékk það verk-
efni að flytja tvo tveggja manna
kafbáta til Þrándheims, en þeir
áttu að sökkva þýzka beiliskipinu
Tirpitz, sem lá þar. Seinna, þegar
Lancaster vélarnar löskuðu skipið,
(Framhald á 10. síðu)
Á víðavangi
Bjarni og rússneska konan
Fátt hefir upplýst betur liug-
skot stjóniarandstöðunnar eti
birting rússnesku greinarinnar í
Morgunblaðinu. Gamli áróðurinn
um að Bandaríkin hafi keypt liér
herstöð fyrir dollara birtist enn
einu sinni í rússnesku blaði hér
á dögunum. Höfundurinn er
rússnesk kona, Tamara Ersliova,
sem launar gestrisni hér og vin-
samlegar móttökur, með rógskrif ■
um um þessi mál. Út af fyrir sig'
cr það þó ekki tiltökumál. Þessi
hefir verið tónninn í rússnesk-
um áróðri lengi; niálið komst á
alveg nýtt stig, þegar það sýndi
sig, að aðalblað stjórnarandstöð-
unnar, undir forustu fyrrv, .utan
rikisráðherra, gerði þennan • mál-
fiutning að sínum niálflutningi,
endurprentaði rússnesku greinina
með myndum á forsíðu og undir
stórri fyrirsögn, bætti svo við
frá eigin brjósti til áherzlu, að
víst mundi þetta allt satt og rétt
enda mundi konan liafa heimild
ir hjá stjórnarliðinu!
Uppljómuð augnabliksmynd
Þarna sjá landsmenn í einit
vetfangi, hvernig stjóranrand-
staða Morgunblaðsins og for-
svarsmanna íhaldsins er orðin:
Það, sem var argasta lygi um
vinveitt ríki, sem sýnt liefir ís
lendingum drengskap og hjálp-
semi í Ianga liríð, m. a. meðan
íhaldsforingjarnir sátu í stjórn
arráðinu, er allt í einu orðið
satt og forsíðufréttaefni þegar
þeir eru oltnir út úr stjórnarráð
inu. Bandaríkjamenn eiga að
hafa breytzt þessi ósköp Vegna
þess að Bjarni og Ólafur fengu
ekki lengur að vera í stjórn á
íslandi. Flesta daga vikunnar
ganga blekkingar og ósaiínindi,
fréttafalsanir, hártoganir, rangar
ívitnanir, yfirhilmingar og annar
ósómi ljósum logum um síður
Morgunblaðsins. Óáreiðanlegheit-
in og undirgefnin við valdastreit
una, skín þar út úr hverri máls-
grein. En aldrei hefir allt þetta
opinberast þjóðinni á jafn einfald
an, auðskilin og uppljóipaðgn
Iiátt og í viðskiptum Bjarna. og
Tamöru Ershova. Þau éru eins
og upplýst ljósmynd á sýiiingu.
Útkoman verður þjóðar-
fyrirlitning 1
Önnur saga er svo endurvakn
ing' ófrægingarstríðsins. Hernað
arlistin er nú orðin alveg aug-
ljós. íhaldið þekkir sín vopn og
þykist kunna að beita þeim. í
fyrra birtist erlendis allt í einu
og alveg upp úr þurru, „frétt“
iun að íslenzka ríkisstjórnin væri
að undirbúa viðurkenningu
kommúnistastjórnarinnar í Aust-
ur Þýzkalandi. Þetta voru helber
ósannindi, en liefði vakið athygli
erlendis, ef satt hefði verið. Dag
inn eftir birtu ýmis blöð á Norð
urlöndum og í Vestur-Þýzkalandi
„fréttaskeyti'* frá umboðsmönn-
um útlendra fréttastofnanna á Is-
landi. Þau hófust svona: „Aðal-
málgagn Sjálfstæðisflokksins,
stærsta flokks landsins, sem er
í stjórnarandstöðu, upplýsir . . .“
o. s. frv. Sem sagt: Lygalopinu
uppvafinn liér heima til þéss að
fá tilefni til að senda ófræging-
arskeyti úr landi. Sama sagau
gerðist nú fyrir helgina. Ólafur
Thors lieldur svikabrígslaræðu
suður í Keflavík, úthrópar stjóru
landsins fyrir „betl“ og svika-
fyrirætlanir; áður hafði Mbl.
sagt að landsstjórnin væri
„fjandsamleg“ Atlantshafsbanda-
laginu. Daginn eftir birtast frétt
irnar í útlendum blöðum, og hef j
ast svona: „Ólafur Thors formað
ur Sjálfstæðisflokksins, sem er
í stjórnarandstöðu, upplýsti í
ræðu í gær . . .“ o. s. frv. Þann
ig er óhróðrinum komið á fram
færi og er alþjóð nú orðið ljóst
þetta svívirðilega athæfi. Látuni
vera þótt liart sé deilt innan
lands. En siðleysi íhaldsins í ó-
fræginarstríðinu slær öll þess
gömlu met. Fyrir það verðskuld-
ar það þjóðarfyrirlitniugu.