Tíminn - 28.11.1957, Page 12
VeBriB:
Vaxandi austánátt, allhvast austan
Og rigning síðdegis.
Hitinn:
Reykjavík 1 st., Akureyri 1, Kaup
mannahofn 7 London 9 París 7.
Fimmtudagur 28. nóv. 1957.
Ðr. Niehans læknir hefir yngt upp
ríkiskanzlara Vestur-Þýzkalands
Sendiherra Kúbu afhendir skilriki
Niehans bjargafö páfanum me<$ samskonar lækn-
isaðfertS, hurfrumuinngjöf, árið 1954 og hefir
einnig yngt upp franska málarann Braque
Núna á þriðjudaginn birti Berlingske Tidende forsíðufrétt
þess efnis, að meðal fjölmargra annarra, hefðu þeir Adenauer
í'íkiskanzlari (81 árs) og franski málarinn Braque (75 ára) ver-
ið til yngingar hjá hinum heimsfræga skurðlækni, dr. Paul
Niehans í Sviss. Dr. Niehans er kunnur fyrir svonefnda þur-
frumulækningu og bjargaði hann lífi páfans (81 árs) með slíkri
aðferð 1954. Fréttir af þessum yngingum hefir blaðið eftir
bandaríska tímaritinu Look. Segir í tímaritinu, að þurfrumu-
lækningin sé varhugaverð, en segir þó, að Adenauer og aðrir
hafi hrestst mikið eftir að þeir höfðu verið meðhöndlaðir af
Niehans.
Dr. Paul Niehans heldur því
fram, að hægt sé að varðveita
frumustarfsemina í gamalli mann-
eskju með vissum aðgerðum. Og
honum tókst að lækna páfann það
skjótlega af hrörnunarsjúkdómi að
kaþólskir kölluðu það kraftaverk
og á síðasta ári viðurkenndi páf-
inn opinberlega þessa læknisað-
ferð. Þess hefir áður verið getið
hér í blaðinu, að Jónas Sveinsson
læknir hefir náin kynni af dr. Nie-
hans og sneri blaðið sér því til
Jónasar í gærkveldi og innti hann
frekari frétta af þessu.
Átök í Karlsruhe.
Jónas sagði: Ég kynntist dr. Nie-
hans fyrst á alþjóðlegum lækna-
fundi í Karlsruhe 1950. i>á lá við
að allur þingheimur berðist út af
Niehans og þurfrumulækningu
hans. Þýzíkir og svissneskir læknar
voru á einu máli með þessari eftir
tektarverðu tilraun, en bandarískir
læknar andmæltu og kröfðust nán-
ari vitneskju um þetta, áður en
þeir gengjust inn á réttmæti að-
ferðarinnar.
Þurrkaðar frumur.
Aðferð Niehans hefir gefið mjög
góða raun, sagði Jónas, þótt hins
vegar sé því ekki að neita, að marg
ir telji hana einskis nýta. Aðferð-
in er í því fólgin, að tekin eru líf-
færi úr ungurn dýrum, sem þurrk-
uð eru eftir sérstökum reglum og
sötthreinsuð. Að því búnu er þessi
salli geymdur í glösum, en síðan
blandaður vatni og dælt inn í við-
kotnandi. Er þá stefnt að því að
nota sams konar frumur og þær
frumur líkamans, sem bilaðar eru.
Kirtlar kjörfurstadótturinnar.
Upphafsins að þessari þurfrumu
lækningu Niehans er að leita til
jVínarborgar fyrir aldamót. Þá var
iNiehans aðstoðarlæknir hjá heims-
kúnnum skurðlækni, v. Eiselsberg
prófessor. Svo bar til, að tekinn
var skjaldkirtill úr kjörfurstadótt-
ur einni nteð þeim afleiðingum, að
kirtlar að baki skjaldkirtilsins
voru einnig numdir í burtu. Eng-
inn getur lifað án þessara kirtla
og sagði Niehans þá, þótt ungur
væri, hvort ekki væri rétt að
sauma kirtla úr einhverju dýri í
stað þeirra, sem teknir voru. Þetta
var gert og stúlkan lifði. Uppfrá
þessu hóf hann tilraunir sinar á
dýrum og naut við það aðstoðar
margra snillinga. Eftir þrjátiu ára
rannsóknir réðst Niehans í að
framleiða þessar þurfrum-ur í stór-
um stíl til lækninga.
Vinur páfans.
Niehans er sjötiu og þriggja
ára gamall og allra manna yngstur
að sjá, sagði Jónas, og hann er
dóttursonur Friðriks þriðja Þýzka-
landskeisara. Jónas hefir dvalið
hjá Niehans á hverju sumri und-
anfarin ár og segir, að hann sé
yfirlæknir einna sex sjúkrahúsa í
Montreux við Genfarvatn. Þar á
hann mikla höll, sem hann býr í,
þegar hann er ekki í læknisferð-
um. Niehans er kaþólskur og mjög
trúaður og telur það eitt sitt æðsta
hlutverk að halda við heilbrigði
páfans, enda húslæknir hans síðan
honum tókst að bjarga lífi hans.
Það er skoðun Niehans að nýjar
frumur geti endurlífgað hrum líf-
færi og aukið mótstöðuafl þeirra
og komið ellinni á hné. Hann
heldur því fram, að sextíu af hundr
aði þeirra tólf þúsund sjúklinga,
sem hafa notið þurfrumulækning-
arinnar síðastliðin tuttugu og sex
ár, hafi fengið bata. Þá hafa þur-
frumuinngjafir þótt koma í veg
fyrir sýkingu af krabbameini, séu
þær gefnar á róttum aldri.
Hinn nýi sendiherra Kúbu á íslandi, dr. Rafael Montoro y de la Torre,
afhenti í gaer forsefa íslands trúnaðarbréf sift við hátíðlega athöfn að
Bessastöðum, að viðstöddum utanríkisráðherra. Dr. Montoro er fyrsfi sendi
herra lands síns á íslandi. Hann er jafnframt sendiherra í Hollandi og
hefir aðsetur í Haag. Myndin sýnir forseta íslands, herra Ásgeir Ásgeirs-
son til vinstri og sendiherrann til hægri.
Verður hægt að íá heppilegar land-
flugvélar í ferðir til Vestf jarða?
Þingsályktunartillaga þeirra Sigurvins Einarssonar
og Eiríks Þorsteinssonar til umræftu á Alþingi í gær
Á fundi sameinaðs þings í gær var til umræðu þingsáiykt-
unartillaga þeirra Sigurvins Einarssonar og Eiríks Þorsteins-
sonar um flugferðir til Vestfjarða. Er þessi tillaga þeirra fram-
komin vegna aðkallandi nauðsynjar á því að reynt verði að
finna leiðir til að komið verði á hagkvæmum og öruggum
flugferðum til Vestfjarða.
Sigurvin Eiuarsson flutti fram-
söguræðu um málið á þingfundi í
gær og komu þar fram ýmsar
merkar upplýsingar. Vestfjörðum
er það ekki síður en öðrum lands-
hlutum mikil nauðsyn að haldið sé
uppi þangað öruggum og reglu-
bundnum flugferðum, en óvíða á
Sjóflugvélarnar senn úr sögunni.
Sjóflugvélar þær, sem nolaðar
hafa verið til þessara ferða, eru
senn úr sögunni og viðhald þeirra
mjög kostnaðarsamt. Hugmynd
flutningsmanna er því sú, að
kannaðar verði þær leiðir, sem
hugsanlegt er að fara til þess að
landi hér er eins erfitt um gerð leys,a ^gsamgöngumál Vestfjarða
I flugvalla og einmitt þar. og það verð! gert aður en siével'
r arnar eru ékki lengur færar um
Konrad Adenauer kanzlari
Fiskiþing úrskurðar landhelgis-
gæzluna ófullnægjandi
Brýn nautJsyn ber til atS lagfæra gamla vita
og reisa nýja
Fiskiþingið var sett 1 fyrradag af Davíð Ólafssyni, fiskimála-
stjóra. Var í fyrstu minnzt látinna fulltrúa svo og sjómanna,
sem drukknað hefðu við skyldustörf á hafi úti. Þá voru kjör-
bréf úrskurðuð og allir fulltrúar teknir gildir. Þingið sátu 23
fulltrúar víðs vegar af landinu. Fundarstjóri var kjörinn Ólaf-
ur B. Björnsson, en ritari Arngrímur Fr. Bjarnason.
Landhelgismál voru fyrst rædd
á þinginu og hafði Arngrímur
Bjarnason framsögu í þeim málum.
Þá flutti Einar Guðfinnsson fram-
söguræðu um landhelgisgæzlu og
taldi hana ófullnægjandi, eins og
hún nú er og hina mestu óhæfu.
Komu fram kröfur frá fjórðungs-
þingi Vestfirðinga og sambandi
fiskideilda á Snæfellsnesi um
aukna strandgæzlu.
Nýir vitar.
Þá hafði Árni Vilhjálmsson fram
sögu um vitamál. Margar óskir
hafa borizt um umbætur á mörg-
um vitum og nokkrar um nýja
vita. Málinu var vísað til allsherj-
arnefndar.
Þorvarður Björnsson ræddi um
hafnarmál. Ennfremur var rætt
um stofnlán sjávarútvegsnefndar
og var málinu vísað til sjávarút-
vegsnefndar. Sömuleiðis var tillög-
1 um um hlutatryggingasjóð vísað til
allsherjarnefndar. Þá ræddi Svein-
björn Einarsson um fiskirannsókn-
ir, síldar- og fiskileit og var því
máli frestað.
HiIIary ferðast á Ferguson dráttar-
vélum á Suðurheimskautslandinu
Dráftarvélarnar hafa reynzt mjög vel til þessa
Eins og kunnugt er, þá er nýsjálenzkur könnunarleiðangur
á ferð á Suðurheimskautssvæðinu undir stjórn fjallakappans
fræga sir Edmund Hillary. Þeir eru nú komnir upp á sjálfa
pólarsléttuna, átta þúsund og fimm hundruð fet yfir sjávar-
mál. Þeir ferðast á þremur Ferguson dráttarvélum og einni
Weasel vél. Vélar þessar draga sjö sleða með samtals tíu smá-
lestum af varningi.
Fuchs leiðangurinn síðustu sjö
hundruð mílurnar til Scotl's stöðv
arinnar.
Bíða dr. Fuchs.
Flokkur sir Edmunds mun bíða
(Framhald á 2. síðu)
Nvveríð barst sVo”i: »«5ð
angrinum, sem þegar hefur hálfn
að þá leið, sem honum er ætlað
að fara, þar sem segir að enn hafi
ekkert óhapp viljað til og öll tæki
hafi dugað hið bezta.
700 mílna leið.
Leiðangurinn hefir nú farið um
þrjú hundruð og fimmtíu inílur
frá Scotts stöðinni og yfir Ross
garðinn og Skelton jökul, en í ferð
ina lögðu þeir fyrir rúmum mán
uði. Verkefni þessa leiðangurs er
að koma upp birgðastöðvum á þess
ari leið fyrir meginleiðangurinn,
sem stjórnað er af dr. Vivian
Fuchs og leggur af stað á hverri
stundu frá stöðinni í Shacklelon
í tvö þúsund mílna ferðalag þvert
yfir Suðurheimskautslandið.
Þrjár mílur á klnkkustund.
Eins og fyrr segir, þá hafa drátt
arvélarnar reynst mjög vel. Hraði
þeirra ræður að sjálfsögðu ferð
inni, en þeim er ætlað að fara
þrjár mílur á klukkustund. Nú
hefir komið í ljós, að þeim muni
unnt að fara hraðar og verður á-
ætluninni breytt í samræmi við
það. Fluíningurinn er að lang-
mestu leyti benzíntunnur, en elds
neyti það, sem leiðangurinn flyt
ur er áætlað að vera nóg fyrir
að gegna sínu hlutverki.
Nýjar brezkai' farþegaflugvélar
myiiclu ef til vill henta.
Benti frainsöguinaður á, að til
væri brezk gerð farþegaflugvéla,
sem flutt gæti 12—20 farþega,
eftir vegalengdum og eldsneytis
lileðslu og liefðu þær gefizt vel
víða, þar sem notast þyrfti við
stuttar flugbrautir. Ef heppilegt
reyndist að nota þessar vélar,
myndu þær geta notað marga af
þeini litlu flugvölluin, sem að
uudanförnu hefir verið komið
upp á Vestfjörðum, eins og víð-
ar, aðallega með sjúkraflug fyrir
augum.
Skal hér ekki rakið frekar efni
framsöguræðu Sigurvins, því að
liún verður birt orðrétt hér í
blaðinu síðar. Umræðu málsins
var frestað' og því vísað til nefnd-
ar samkvæmt tillögu flutnings-
Framkvæmdum verði hagaS þannig
að framleiðslan íái nægt vinnuafl
TiIIögur írá aíalfundi L.Í.Ú. um rátSstafanir til
þess aÖ fá menn á fiskiskipaflotann
Eins og áður hefir verið frá skýrt í fréttum, var mikið rsett
um skort á fiskimönnum á aðalfundi Landssambands ísl. út-
vegsmanna, sem nýlega er lokið. Blaðið birtir hér tillögu, sem
fundurinn samþykkti í þessu sambandi, en hún er svohljóð-
andi:
lega, góða starfsmienn á öhum
aldri, þá samþykldr aðalfundur
L.Í.Ú., að fela stjórninni að hefja
nú þegar viðræður við formenn
allra S t j ó r n m á 1 a fl ok k a n n a, ríkis-
stjói-n og borgarstjórann í Reykja-
vík, með það fyrir augum að
tryggja útflutningsframleiðslunni
nauðsynlega starfskrafta, þótt það
kunni að leiða til þess að bygging-
arframkvæmdir frestist um sinn,
íFramhald á 2. EÍðu).
Með tilliti til þess, að allt útlit
er fyrir að eigi verði unnt að
manna íiskiskipaflota landsmanua
á koimandi vetrarvertíð og eigi
heldur unnt að' veita viðtöku til
veiikunar afla þeim, sem reiknað
verður með að berist að landi, en
öllum er Ijóst, að því aðeins verða
núverandi lífskjör alls almennings
varðveitt og bætt, að útflutnings-
framleiðslan fái til starfa nauðsyn-