Tíminn - 01.12.1957, Síða 6
6
T í M I N N, sunnudaginn 1. desember 1957<
r—~
I Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn
Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb).
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu.
Simar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304
(ritstjórn og blaSamenn)
Auglýsingasími 19523. Afgreiðsluslmi 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
„Bjartara undir brún fyrir ísland“
FULLVELIDISdagurinn 1.
desernber 1918 líður skjótt í
endurminningu Sveins
Björnsson forseta, er hann
litnr vfir farinn æviwo- í end
urminningabók þeirri, er
út er komin fyrir fáum dög-
um. Sveinn var staddur i
Kaupmannahöfn á fullveldis
daginn sjálfan. Þar var há-
tiðahald og konungsboð; um
það er ein setning. En megin
mál þess, sem Sveinn Björns
son hefir að segja um þessi
timamót í bók sinni er þetta:
„Margir íslendingar munu
hafa alið þá von í brjósti,
að nú væri bjartara undir
brún fyrir ísland en nokkru
sinni áður. Sjálfur leit ég
svo á, að eftir 25 ár hlytu
böndin að bresta álveg um
pólitískt samband í milli ís
lands og Danmerkur. Þvl
yrði nú að nota tímann vel,
svo við værum við því bún
ir strax eftir árslok 1943 að
taka algerlega í okkar hend
ur stjórn allra mála okkar
án undantekningar. Þess
vegna væri um að gera að
halda sleitulaust áfram að
tryggja fjárhagslegt sjálf-
stæö'i okkar á öllum svið-
um . . . .“
Sveinn Björnsson var einn
þeirra manna, sem héldu
þessu starfi „sleitulaust á-
fram“. Grunnurinn hafði
verið gerður af samvinnufé-
lögunum, af ýmsum íslenzk
um athafnamönnum, Eim-
skipafélagi íslands og öðr-
um brautrýðjendum. En nú
var um að gera að halda á-
fram, taka „algerlega í okk-
ar hendur stjórn allra
mála okkar“ Með gildis-
töku sambandslaganna var
raunverulegur sigur unn-
inn í aldalöngu stríði fyrir
pólitísku sjálfstæði og full-
veldi landsins. Það var lítil
raun að bíða enn í aldarfjórð
ung eftir þvl að „böndin
mundu bresta alveg.“ Tíminn
sjálfur mundi leiða það mál
farsællega til lykta ef þess
væri aðeins gætt, að undir-
byggja jafnframt hið fjár-
hagslega sjálfstæði landsins
og gera það þannig líka
raunverulega óháð öðrum
þjóðum á þeim mikla degi,
er öll íslenzka þjóðin sá rísa
upp á austurhimni framtíð-
arinnar. Með þessu hugar-
fari hófst hið fjárhagslega
endurreisnarstarf 1918. Það
var áframhald sjálfstæöis-
baráttunnar.
ÞEGAR þannig er litið
á málið, er auðveldar en ella
að skýra hinar miklu fram-
farir, sem hér urðu á næstu
áratugum. íslenzka þóðin
lagði á bak sér þungar byrð-
ar til þess að lyfta rikisheild
inni í átt til raunverulegs
sjálfstæðis. Hún gerði þaö
ekki vegna þess að hún væri
hrakin áfram með svipu kúg
ara eða hervalds, eins og sum
ar þjóðir samtímans. Hún
gerði það af frjálsum vilja
til þess að Ijúka þessum
þætti sjálfstæðisbaráttunn-
ar, og til þess að búa komandi
kynslóð betra líf í fögru, en
lítt numdu landi. Um það er
ekki að villast, að þetta tókst.
Erfiði kynslóðarinnar, sem
bar hita og þunga dagsins
1918 og næstu áratugi, er
undirstaðan, sem nútíminn
byggir á. Á þeim grunni hvíla
framfarirnar, sem síðan hafa
orðið. Þótt utanaðkomandi
öfl hafi þar flýtt för, er ljóst,
að ef undirstöðuna hefði
vantað, hefði fátt eitt verið
gert af því, sem blasir við aug
um nú í dag.
HINN 1. desember 1918
strengdu menn þess heit að
ísland skyldi sjálfstætt og
óháð innan 25 ára. Þessi hug
sjón var aflgjafi. Hún var
tengd landinu sjálfu, sögu
þess, framtíð þess. Hennar
vegna var „bjartara undir
brún“ en nokkru sinni áður
í augum þeirra, sem þá lifðu
og störfuðu. Það er reynsla
aldanna, að hugsjónaeldur-
inn dofnar þegar takmarkinu
er náð nema takist að
kveikja nýjan eld við yztu
sjónarrönd og beina augum
einstaklinganna að honum.
Síðan 1944 höfum við lifað
við miklar framfarir og nægt
ir veraldlegra gæða í mörg-
um greinum. Við höfum,
þrátt fyrir öll mistök, stór-
lega eflt það efnahagslega
sjálfstæði, sem hugsjóna-
menn fullveldisins undir-
byggðu.
Þjóðarframleiðslan er mik
il, og sum erfiðustu vanda-
málin heimaofin og þannig
gerð, að það er hægt að rekja
þau upp og færa í betri og
heillavænlegri búning. Land
ið er enn lítt numið. Orkan
og jarðhitinn bíða, og ótal
önnur verkefni. Duga þau
ekki til að kveikja hugsjóna
eldinn? Eru þessi verkefni
ekki giftusamlegri fyrir þjóð
ina en þrætur um blæbrigð-
in á „formúlunni"? Eru þau
ekki nærtækari en sú ný-
lunda, að flytja deilumál
okkar og þrætur út og breiða
fyrir augu útlendinga?
ÞAÐ liggur nærri að
ætla, að fátt sé þjóðlnni nú
nauðsynlegra en aukin á-
herzla á skílning mannanna
frá 1918 um tengsl fjárhags
legs og pólitísks sjálfstæðis.
Hvar vetna blasir við aug
um þörf á samheldni og ein-
beittara starfi, meiri ræktar
við framleiðsluna, sannari
leit að menningu og lífsham
ingju fjöldans. íslenzka þjóð
in hefir aldrei átt meiri efni
til að tryggja pólitískt sjálf
stæði með efnahagslegri
framför og raunverulegu f j ár
hagslegu sjálfstæði en nú í
dag. Vandinn mesti virðist
vera, að stundum þegar til á
að taka er fleira sem skilur
en sameinar. Á fullveldis-
degi má minna á þennan
misbrest. Ef hann væri bætt
ur, mundi enn „birta undir
brún“ í málefnum íslands.
Löng er leiðin fyrir tvær
systur frá Perú til Islands
Sigríður Thorlacíus spjallar við Stellu Pando
og Nönnu Valtine, sem gista ísland í dag
Buenas tardes! Þær standa bros
andi á tröppunum hjá mér syst
ur tvær frá Perú, önnur smá-
vaxin, hin í meðallagi há, sér-
kennilegar í útliti, komnar um
langan veg.
Eg elti hin veiðeigandi spænsku
orð í huganum, eins og bráðstygg
ar íjallafálur, en þegar við erum
seztar við kaffið, er óþarfi að gera
annað en hlusta. Þær hafa frá
mörgu að segja, sú eldri og minni,
Stella Pando, hefir oftast orðið.
Hálfsystir hennar, Nanna Vaitine,
skýtur aðeins öðru hvoru inn einni
og einni setningu til skýringar.
Ekki hafa þær komið styztu leið
frá _ hinu íjarlæga ættlandi sínu
til Islands, síður en svo, og er þó
drjúgur spölur frá Perú í Suður-
Ameríku, bótt farin væri bein
boðleið.
Frá Perú til íslands
Svo mar.gt heimskulegt og ósatt
hefir verið sagt og ritað um ætt-
'land okkar, og okkur hafa líka
verÆ sagðar svo fjarstæðukennd
ar fregnir af fjörrum löndum, að
við ákváðum systurnar að selja
allt, sem við gátum við okkur los
að og leggja af stað að skoða heim
inn. Segja frá okkar landi, þar
sem leið okkar lægi um og rita
síðan lýsingar af öðrum löndum,
samlöndum okkar til fróðleiks,
segir ungfrú Pando.
Frá Perú lögðu þær fyrst leið
sína til Frakklands, þar sem þær
áttu heimboð til aðalsmanns nokk
urs og dvöldu þar um tíma sér til
sárra leiðinda vegna hinna stöngu
umgengnisvenja, sem fjölskyldan
viðhafði. Þaðan hóldu þær til Afr
íku, ferðuðust um Norður-Afríku,
síðan til Mið-Asíu, fóru um
Egiptaland, Arabaríkin til Tyrk
lands og Grikklands, þaðan til
Júgóslafíu, Ítalíu Spánar norður
um Evrópu alla leið til Finnlands
og dvöldu m. a. í góðu yfirlæti
með Löppum. Á ýmsu gekk í
þessu langa ferðalagi. Farangur
týndist. Stundum komust þær í
matarþrot. Til Noregs komu þær
með tærnar út úr skónurn, en alls
staðar höfðu þær séð eitthvað eí't
irtektarvert, hitt margt gott fólk
og komizt í snertingu við hinar
margbreyttu lífsvenjur. Þær
sneiddu hjá stórborgum, þræddu
sveitavegi og smáþorp þjóðanna.
Til íslands komu þær þreyttar af
volki með þunga bagga af bókum
og skjallegum upplýsingum og á-
kváðu að nema hér staðar og
ljúka við lýsingarnar af þessu
ferðalagi, áður en lengra væri
haldið.
Lífi8 í Perú
Gestir frá Perú eru hér svo
fátíðir, að forvitnislegast er að
frétta þaðan og til að beina talinu
að þeirra heimahögum, spyr ég
fyrst hvernig menntun sé háttað
í þessu ríki, sem er nálægt því
5 þúsund fermílur að stærð, telur
á tíunda milljón íbúa, liggur að
Kyrrahafi milli Chile og Ecuador,
og teygist inn yfir Andesfjöll að
Bolivíu, Brasilíu og Colombíu.
Ríkið rekur þar skóla um land
ið allt og skólaskylda er frá 7—14
ára aldurs. Þar að auki er í landinu
fjöldi einkaskóla og eru margir
þeirra reknir af útlendingum, því
að margir útlendingar eru bú-
settir í Perú. Menn koma þangað1
til að sækjast eftir málmum, olíu
og gróðurlendum, þvi að þar er
bæði dýra- og gróðurlíf auðugt
og fjölbreytt svo undrun sætir. í
Perú er elzti háskóli Ameríku,
stofnaður árið 1551.
Hver er réttarfarsleg staða
kvenna hjá ykkur?
Konur hafa fullt jafnrétti við
karlmenn. Þær starfa í mörgum
greinum atvinnulifsins, t.d. starfa
margar við bifreiðaakstur og
flug, í skrifstofum, við hjúkrun
og kennslu. Peruvíanskar konur
eru yfirleitt sjálfstæðar, en um
leið kvenlegar og margar frábæri
lega fríðar. Muna sjálfsagt margir
að i haust var stúlka frá Perú
kjörinn fegurðardrottning heims-
ins.
Hvaða tungumál eru töluð í
Perú?
Spænska er aðalmálið og á
henni er kennt í cllum ríkisskól-
um. 1 fjailahéruðum er þó all-
v’ða taiað hið forna Indíánamál
quechua, og í grennd við landa-
mæli Bolivíu er enn til fólk sem
talar aymara, sem talið er meðal
elztu tungumála heimsins.
Forntungan
Eru enn til bókmenntir á þess
um fornu tungum?
Á quechua, sem var aðalmál
fyrir innrás Spánverja árið 1532,
eru til margar og fagrar bókmennt
ir, einkum ijóð. Það er blæbrigða-
ríkt mái, sem í stað þess að bæta
erlendum tökuorðum við orðaforð
(Framhald á 8. síðu.)
Stella Pando (t. h.) og systir hennar Nana Valentine
Þrír krossar.
SVARTHOFÐI SKRIFAR. — I fyrra
dag flutti Loftur Guðmundsson,
rithöfundur ágætt erindi í útvarp
ið í þættinum Um daginn og veg-
Hann ræddi um orða- og hug-
takabrengl. Hann vildi láta' kalla
áfengið, brennivínið, sínu rétta
nafni: Eitur, og í framhaldi af
því kalla Afengisverzlun ríkisns
Eiturverziun ríkisins. Hann átaldi
skáld vesturlanda fyrir að hafa dá
samað eitur þetta í kvæðum sín-
um og einkum það skáldið, sem
hefði fundið upp á því, að kalla
það „guðaveigar", enda hefði nú
sá maður drepið sig á eitrinu.
Fyrirlesarinn vildi láta kalla hlut
ina sínum réttu nöfnum, og ég
er honum sammála, Til þessa hef;
ur Jónas Haligrimsson verið kall
aður Jónas Ilallgrímsson skáld,
en honum væri mátulegt, þó að
hann væri framvegis kaliaður
Jónas, sem drap sig á eitrinu, en
auðvitað mætti geta þess um
leið, að hann hefði ort eitthvað.
UTVARPSFYRIRLESARANUM var
það brennandi áhugamál, að á-
fengið, þ.e. brennivínið, ákavítið,
vhiskíið, koníakið, Vermundurinn
púrtarinn o.s.frv. væri ekki leng J
ur nefnt slíkum meinleysisnöfn- .
um, heldur fcngju tegundir þess
ar allar sama nafniö og væru kall
aðar eitur, þvi að það væri rétt
nefni. Hárrétt. I öllu víni er alkó-
hól, sem getur bókstaflega stein-
drepið mann, haíi maður ekki vit
á því að blanda það nógu mikið.
Við skulum öll vera samtaka,
góöir menn og konur, og nefna
vinið eitur héðan i frá — í öllum
samböndum orðsins. Eiturflösk-
ur, eiturstaup, eiturlykt, eitur-
berserkur, eiturnef, messueitur,
alit eru þetta orðin, sem koma
skulu, og í brúðkaupsveizlunni
i Kana var vatninu breytt í eit-
ur, eða a.m.k. ætti að hafa það
svo i næstu Biblíuþýðingu.
En ég vil ganga feti framar.
Alljr vita, að í tóbakinu er niko-
tin, banvænt efni. Hví skyldum
við tala um tóbak, snúss, Kamél,
Hundinn, Lökkístræk, Chester-
field o. fl. o. fl.? Hví ekki nefna
þetta alit saman eitur, hvað það
áreiðanlega er? Neftóbakið rnaúti
kalla eiturdufí en sígarettuna
citurstauta og vindiana eilur-
staura. Tóbakseinkasala ríkisins
héti þá eitureinkasala ríkisins.
Og hvað um kaffið? Er ekki ban
vænt efni í þvi, koffein, sem
banvænt er óblandað? Jú, áreiðan
lega. Þá vil ég ekki undanskilja
þennan drykk heldur, ég vjl
kalla hann eitur iíka. Þá kærnu
eiturbrennsla, eiturhús, eitur-
bolli, eiturkerling o.fl. o.fl. Þá
myndi maður hringja til kunn-
ingja sinna og segja: Heyrðu,
heldurðu að þið hjónin komjð nú
ekki í kvöld og drekkiö einn eit-
urbolla hjá okkur? Farðu nú og
búðu til eitur? myndi maður þá
stundum segja við konu sína. Ef
af þessu yrði, ef hætt væri að
brengla hugtökum, og hiutirnir
yrðu framvegis nefndir sínum
réttu nöfnum ejns og við báðir
— ég og útvarpsfyrirlesari,
(Framhald á 8. siðu.)