Tíminn - 01.12.1957, Blaðsíða 5
I í M I N N, sunnudaginn 1. desember 1957.
5
Margi býr í sjónnm - Fiskar
„HANN sefur eins og selur“,
verður okkur stundum að orði,
ef einhver maður sefur svo
sætt og fast, að naumast er
unnt að vekja hann. Selirnir
skreppa stundum upp á sjávar
ströndina, þar sem friðsælt er,
og fá sér væran dúr. En hefir
nokkrum dottið í hug, að fleiri
sjávarbúar en selirnir taki sér
svefnhvíld? Hvað um fiskana,
er ekki ótrúlegt, að þeir sofi?
Að minnsta kosti var mér
aldrei kennt það í skóla. En
þeir sofa nú samt! Til eru dýr,
sem scfa með opin augun, og
það gera líka fiskarnir af
þeirri einföldu ástæðu, að þeir
urðu afskiptir, þegar skaparinn
útbýtti augnalokunum.
Sumir fiskar eggja sig bein
fá sér blund, hefir hann líkan
hátt á og krummafiskurinn,
nema hvað hann lætur sig falla
til botns innan um þéttan og
uppréttan sægróour, svo að
hann er nær því alveg í hvarfi.
Litur hans er nú nærri svart
ur með gráum röndum; ann-
ars er hann silfurgrár, en á
þeim lit mundi bera allt of
mikið. Ránfiskarnir yrðu ekki
lengi á sér að gleypa hann
steinsofandi.
MARGIR flatfiskar: lúða, sól
koli’og fl. dorma tíðum í heim-
kynnum sínum á sand- eða leir
botni. Þeir þurfa ekki að hafa
fyrir því ,.að skipta um skrúða"
undir svefninn. Þeir láta sér
nægja hinn dökka hversdags-
Nákominn ættingi þjalarfisksins (Balistesþ enda líkum honurn
ii
línis til svefns. Þannig er því
háttað með krummafiskinn, er
heima á við Atlantzhafsströnd
Norður-Ameríku. Þegar svefn
fer að síga á hann, leitar hann
óðar uppi afvikinn stað, helzt
á nieðal þaragróinna klappa eða
í gömlum skipsflökum. Þar,
leggur hann sig á hliðina og
lætur fara notalega um sig.
Hvort hann sefur á hægri eða
vinstri hlið, ve'it ég ekki. En
vel gæti hafa átt sér stað, að
eðlishvötin, hafi kennt honum
að liggja á hægri hlið. Það ger
um við, þegar við viljum soíha
fijótt og sofa vei. Og krumma-
fiskurinn gleymir ekki að
smeygja sér í náttfötin, þaö er
að segja; að breyta um lit.
Eru náttfötin hans svo lík um-
hverfinu, að það þarf skarpa
athygli til þess að geta koinió
auga á hann. Svo fast seíur
hann, segja sjómennirnir, að
við búumst við því, hvenæfiT
sem er að heyra í honum hrot-
urnar.
FRÁ líkum slóðum má nefna
annan fisk, sem leggst til
svefns. Þann fisk kalla Indí-
ánar skuppaug. Þegar hann vill
lit hægri hliðarinnar, enda
geta þeir ekki fengið hagkvæm
ari felulit. En hamingjan hjálpi
þeim, ef þeir 'láta jafn illa í
svefni og sum mannanna börn
og íæru að bylta sér á ’nægri
hliðina. En mikill yrði fögn-
uðurinn í herbúðum óvinanna,
ef þeir gerðu það! Fiskar þess-
ir eru rólyndir að eðlisíari, og
þv'í engin ástæða fyrir þá að
skerpa þann eiginleika með því
að liggja á hægri hlið.
I-Iinn hlýi sjór Atlantshafs-
ins í nánd við miðbaug er
sums staðar svo kristalstær, að
auðvelt er að athuga háttalag
fiskanna allt til botns, ef dýpi
er ekki mikið.
Við Vestur-Indíur eru margir
einkennilegir og skrautlegir
fiskar, þar á meðal páfagauks-
fiskurinn, ssm er grænn, rauð-
ur og svartur að lit. Eyjaskeggj
ar kalla hann „pug“. Þetta er
fremur hægfara uppsjávarfisk-
ur, sem syndir oft hópum sam
an á eftir bátum fiskimann-
anna og hirðir allan matarúr-
gang, sem kastað er fyrir borð.
Litur páfagauksfisksins er í
fyllsta samræmi við það um-
hverfi, sem hann lifir í. En það
horfir . allt öðru vísi við, ef
hann stingur sór til botns og
langar til að fá sér blund inn
an um gula eða marglita kór-
alla, dökkrauða svampa og sæ-
fjaðrir og margvíslegan sægróð
ur. Hann er nauðbeygður til að
breyta litnum í samræmi við lit
botndýranna og botngróðursins
áður en hann gengur til hvílu.
Felulitir hans eru svo frábærir,
að varla er mögulegt að koma
auga á hann í tæru vatninu,
þegar hann er lagstur á sitt
lata eyra (sem er þó í raun
inni ekkert eyra). . •
Á ÞESSUM slóðum lifir einn
ig þjalarfiskurinn. Dregur
hann nafn sitt af því, að fremri
bakugginn, sem er mjög fram
arlega, er ummyndaður í lang
an, uppstæðan og tenntan
gadd. Annars hefir fiskur þessi
mjög einkennilegt sköpulag: og
að ásýndum minnir hann dá-
lítið á einliyrndan graðung. Þá
er roðið á honum svo snarpt, að
trésmiðir nota það fyrir sand-
pappír. Þegar honum finnst
mikils þurfa við, sperrir hann
uggana, sem eru með beingeisl
um út i loftið, og ér ekki við-
lit að sveigja þá til baka, fyrr
en honum sjálfum þóknast.
Þegar hann er í þessum ham,
efast ég um, að sjálfur ógn-
valdur sjávarins, hákarlinn,
mundi treysta sér til að fást
við hann, hvað þá aðrir rán
í'iskar af minni gerðinni. Ií.ann
syndir líka allundarlega, því að
hann snýr hausnum beint nið
ur; þó eru tilbrigði í þessu,
því stöku sinnum syndir hann á
hliðinni eins og flatfiskur. Þjal
arfiskurinn 'lifir á kóraldýrum
og þörungum. Sést hann oft á
beit í „skóginum" með sporð-
inn upp í loftið. Gengur þá
kjafturinn á honum, sem er
mjög lítill, til og frá eins og á
kú, sem er að jórtra, og til
áréttingar gefur hann stundum
frá sér hljóð, sem ekki er ó-
svipað bauli. Fiskur þessi er
mesta svefnpurka hafsins. Þeg
ar hann þykist vera syfjaður,
leggur hann sig fyrir á ein-
hverju kóralrifinu, sem rétt
flæðir yfir. Þar sefur hann oft
lengi og svo fast, að nær því
ógerningur er að vekja hann.
Það hefir verið leikið að taka
hann sofandi og kasta lionum
upp í bát og hann ekki vaknað.
En þeir, sem hafa séð hann
vakna, hvort heldur sem það
hefir verið í báti eða á þurru
landi, gleyma aldrei þeirri
furðu, sem birtist í svip hans.
ÉG ER líka þess fullviss, að
lesendur mínir yrðu eittnvað
skrítnir á svipinn, ef þeir
vöknuðu einhvern morguninn í
umhverfi, sem þeir hefðu
aldrei fyrr augum liti'ð.
Ingimar Óskarsson.
r asasaaaa m m s ' m / s _ ; L ' s, y ' . . / Á . r . . . . m
• • % 1 5J §§||||| £■
Nautabaninn
NAUTAATIÐ er Spánverjtum
m'ikill munaður. Leikurinn sjálfur
á_ sér langa sögu með suðlæguan
þjóðum og hefir lifað um aldir
allar tízkur, einkum á Spáni, í
Portúgal og löndum Suður-Aine-
ríku. Spánverjar segja sjálfir að
hin djarfi leikur nautabanans að
dauðanum, sé hinum venjulega
borgara mikið sáluhjálparatriði,
varðveiti það af manndóminum,
sem nútíminn reynir að drepa.
Svo hefir það lengi verið trú fólks
ins, sem býr við fjöll og háslétt-
ur, að menn hafi gagn af því upp-
eldislega séð að gægjast ofurlítið
inn um gætt dauöans. Ungum
sé það hollt að verða honurn sam
ferða og venjast því sjónarmiði að
hann sé eins og hver annar eðli-
legur hlutur, sem taka beri með
karlmennsku, óttalaust og án
hræðslú.
ÞEIR SEM löngun hafa til þess
að kynnast ofurlítið áhriíum þess-
ara lífsspeki ættu að skoða kvik-1
mynd, sem sýnd er í Hafnarfjarð
arbíó um þessar mundir og nefn-
ist Tarde de Toros, eða Dagur
nautabana. Myndin er spönsk og
ósvikin frá upphafi tilenda. —
Kvikmyndin fjallar um líf og starf
þriggja nautabana — og raunar
hins fjórða — og þeirra nánustu.
Kvikmynd þessi er mjög vel gerð.
Sjónsviðin eru vandlega valin af
stjórnanda myndatökunnar, sem
víða er mjög listræn og atburða-
rásin og skipting myndasviða er
mjög hröð í myndinni. Það á líka
vel við, þar sem atburðarásin
sjálf er hröð og hörkuspennandi.
ICVIKMYNDIN segir okkur sög-
una um nautabanana þrjá, undir-
búning þeirra fyrir nautaatið. Við
; kynnumst kjarki þeirra og ótta,
metnaðinum og alvörunni í leikn
um við nautið á vellinum. Öðru
hvoru kynnumst við lika viðhorf-
um hins óbreytta Spánverja til
leiksins og sjáum meira að segja
hvernig útlendingarnir á áhorf-
endabekkjunum líta öðrum augum
, á það sem fram fer. Útlend Ieik-
kona skilur ekki að hetja dagsins
sýnir henni mesta heiður, sem
spánskri stúlku getur hlotnazt, og
hún veit ekki í leiklokin, hvor
eyrun, sigurlaun hetjunnar, verða
skorin af nautinu dauða eða hetju
dagsins. — Þetta er eins og ame-
ríski sjóliðinn í Barcelona, sem
vildi láta skjóta nautið, þegar leik
urinn stóð sem hæst.
ÞÁTTUR DRENGSINS, sem
hleypur fram á leikvanginn og
verður nautinu að bráð, er eina
sorgarsagan i myndinni og þó er
saga hans líka sigursaga þess sem
ekki kunni að hræðast. Hann hugs
aði ekki öðru vísi, en flestir undir
spánskir drengir hafa einhvern-
tíma hugsað í draumum sínum
um hetjulíf og sigra. Þetta er ósvik
in kvikmynd, spennandi, blóðug
og miskunnarlaus, en þó hefir eng
inn illt af því að sjá hana og mörg
um ætti að vera það hollur fróð-
leikur að skyggnast inn í spænska
þjóðarsál.
gÞ-
MÁL og Menning
llitttl. <dr. HsúílAr M«lld6r»sen.
Hér í þátitunum h-efi ég áð-ur
minnzt á orðið móður í merking-
unni „holur skafl í fjöru“, uppliaf-
lega eftir orðasafnshandriti Sig-1
valda Jóhannssonar. Ég birti ekki
þetta orð vegna þess, að það væri
ekki bókfest.. heldur af því að mig
langaði til þess að vfta. hvort það
væri ekki mjög staðbundið, og
sömuleiðis af því að ég hugði, nð
margir les-endur báttarins mundu
ekki kannast við það og hefðu
gaman af að fræðast urn það.
Elztu lieimildir um orðið eru frá
því um 1700. í orðabókarhandriti
Jóns Ólafssonar Grunnvíkings, ,:em
geymt er í Kaupmannahöfn, er orð
ið þýtt „svell við strendur“
(„glacies ad litora“), og þar segir,
að sagt sé, „að þar sé mætt, þar
sem sva hagar til“. Ásgeir Bl. j
Ma'gnússón cand. mag. lét mér!
þennan fróðleik í té. Hafði hann i
skrifað þetta hjá sér eftir orða-;
bókarhandritinu. Frá 19. öld eru'
einnig til heimildir um orðið. í j
■orðabókarhandritinu Lbs. 220, 8vo,'
bls. 320, segir. að móður merki hið
sama og mó'ðskafl. Handrit þetta er
frá því um 1820—30. Þá farast Jóni
Thöroddsen orð á þessa leið:
eins og stóreflis j-akar, þegar
stórstraumsfíóð hefir brotið axl-
arháan móð á vordag. J. Th. Sfc.
II, 332.
í ritsmíð eftir Þorvald Thorodd-
sen, sem sögð er „eftir sögn bænda
í Reykjafirði við Geirólfsgnúp, á
Bjarnanesi og víðar 1886“ kemur
orðið fyrir í dálítið sérkennilegri
merkingu, að því er virðist. Þar
segir svo:
Nýlega farið að gefa skepnum
þorskhausa, skötu og hákarl, og
mjólka kýrnar vel af þvi. Fjara
er borin í hús, „barðir upp móð-
arnir“ og fluttir í hús. Safn. III,
118.
Vafalaust ber að s’kilja gæsalapp-
irnar svo, að barðir upp :úóðarnir
só orðrétt liaft eftir sögumönnum.'
Hugsanlegt er. að hér sé átt við
snjóskafla, sem þari er í, en einnig
má vera. að átt sé við frosinn þara,!
sbr. orðið þarnmóður, sem ég vík
síðar að í bessum bætti.
Orðið móðskafl er kunnugt frá
svipuðum tíma og orðið móður. j
Það kemur fvrst fyrir i Jarðabók '
Árna Magnússonar og Páls Vxda-
líns í lýsingu á vestfirzkum jörð-'
um (Jar'ðab. VII, 130). Þaö er'
einnig ritað móskafl i jarðabókinni.'l
Sú orðmynd kemur tvívegis íyrir
í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, og!
víðar skýtur hún upp kollinum,
í Blöndalsbók er orðið nióður
talið kunnugt á Vestur- og Norður-
landi. Mér er þó nær að halda, að
hér sé nokkuð djúpt í árinni tekið.
IleimiídÍT mínar úm oroið eru af1
Vestfjörðum, úr Húnavatnssýslu,
Skagaíirði og Mýrarsýslu. Ég efa,
að orðið sé notað um allt Norður-
land. Væri gaman að fá bréf úr
Eyjafirði og Þingeyjarsýslum um
þstta efni.
Eftir þennan inngang ska-1 ég
nú vikja að því, sem lesendur þátt
ari'ns hafa til málanna aö leggja
urn þetta efni.
Dagbjartur Marjasson, Brekku
stíg 3A, Reykjavík, ættaður úr
Jökul'fjörðum, skrifar mér 20. okt.
á þessa leið:
í þættinum i dag er talað um
orðið móð. í því byggðarlagi, þar
sem ég ólst upp, Jckulfjörðuim,
er það algengt orð í þeirri merk
ingu, sem um getur í þæítinum.
Þó var um tvenns konar móð að
ræða. Þegar langvarandi frost
var, einkum seinni hluta vetrar,
mæddi cft me'ð fram landinu, þar
sem vindur stóð á land. Þegar
snjókoma var, fennti á fjöruna,
og þar sem sjórinn var þá oft
r.álægt frostmarki, myndaðist
krap, sem sjórinn barði svo sam
an efst í fjörunni, og þar fraus
þ.xð. Þctía var kalla'ðar móður.
Hann var sjaldan hættulegur
skepnum, en gat þó orðið það.
Hinn móðurinn var miklu stór-
Ico dlégri, sem myndaðist við það,
að vindur stóð af landi og fennti
fram af háum sjávarbökkum.
Hann gat orðið margar mannhæð-
ir cg hættulegur bæði mönnu-m
og skepnum, einkum sauðfé, sem
oft var beiit í fjöruna. Kom þá
fyrir, a'ð það flæddi undir móðn-
urn, ef ekki voru hafðar sterkar
gætur á því. Eins gat það orðið
undir stykkjum, sem brotnuðu
framan úr móðnum. Fórst fé
stundum á þennan hátt, og dæmi
eru til, að fólk, sem gætti þess,
færist líka.
Annað bréf hefi ég fengið frá
Ve:tfirðingi u-m þetta efni. Bréfrit
arinn er Jón F. Hjartar, íþrótta
kenr.ari á Flateyri. í bréfi hans,
'sem dagsett er á Flateyri 28. okt.,
segir m. a. svo:
Móður er notað hér í Önundar
firði og var notað í Arnarfirði í
tvenns konar merkingu. í fyrsta
lagi urn snjó, eins og kom fram
í síðasta þætti yð'ar, og í öðru
lagi um þara, sem hrúgazt hafði
upp í fjörunni. Var þá talað um
þaramóð, sem ekki var talinn
hættuminni en snjómóður.
Það var ínjög skemmtilegt að
fá þessa athugasemd frá Jóni F.
Hjartar. Mér vitanlega hefir orðið
þaramóður ekki komizt á íslenzk-
ar orðabækur, og engar hei-mildir
hefi ég fulidið fyrir því, að orðið
mdður hafi vcr'ið nctað um þara
í fjöru, nema ef vera skylcli, að
þannig ætti að s-kilja tilvitnun þá,
sem ég tilgreindi fyrr í þættinum
úr ritgerð eftir Þorvaid Thorodd
sen. Þætíi mér vænt um, að þeir,
sem kannast við orðið í þessari
merkingu, skrifuðu mér um það.
Sigurður Einarsson frá Vogi á
Mýrum (nú á Skólalröo 8, Kópav.)
■ segir svo í bréfi til mín, dags. 21.
okt.:
Þar sem ég ólst upp og hefi
dvaiizt mestan hluta ævi minnar,
en það er í Hraunhreppi í
Mýrasýslu, var orðið móður mjög
algengt og lifir þar á vörum
margra enn þá. Þetta orö var
n'otað þar um sams konar fyrir
bæri og Sigv. J. getur um í sínu
orðasafni. Þegar móður safnaðist
við voga og víkur, þurfti mjög að
gæta þess, að fénaður, — sauð
fé og hross — sem beitt var í
fjöru, yrði ekki innilokaður í
skápum þeim, sem mynduðust í
móðinn, þegar ört fé'Il að með á-
hlaðanda. — Ég vil skjóta því hér
ion :, að orðið áhlaðandi datt úr
pennanum hjá mér án umhugsun
ar. Ef til vill er það eitt af hin-
úm sjaldgæfu og staðbundnu orð
. úm. En. það var (ög er) algengt
v'estur á Mýrum að tala um á-
hlaðanda, þegar vindur stóð af
lraíi og állmikiö rót var á sjónum.
Þessí málvenja fylgir því aðall.
sjávarsíðunni.
Grðið áhlaðandi er tilgreint í
Blondalsbók og talið merkja „mik-
■ íll sjógangur“. Einníg er í viðbæti
bókarinnar sagt, að það sé notað
urn öldugang á vatni og heimild
sögð úr Þingvaílasveit. Vel má
vera, að orðið sé staðbundið. Vænti
ég þess, að lesendur þáttarins úr
ýnisum landshlutum skrifi mér um
það, hvort þeir kannast við orðið
eða ekki.
Eina heimildin, sem ég þekki að
norðan um orðið móffur, er úr
Húnavatnssýsdu og Skagafjarðar-
sýslu. Guðmundur Jósafatsson seg
ir svo í bréfi til mín:
Móður var allþekkt orð hér, en
ég þekkti það ekki hér inn til
sveita nema við stærri ár — Jök
ulárnar í Skagafirði og Blöndu.
Þegar þurrafrost ganga, mynd
ast skarir að ám, — og þarf að
sjálfsögðu ekki þun;afrost til.'En
þegar svo fellur, myndast oft
svel'garður á frambrún skararinn
ar, einkum við hraðgenga og
þrönga strengi. Garður "þessi
myndast af því, að straumgárar
gjálfra um skararbrúnina og
hlaða á þann hátt þennan garð.
Þá getur Guðmundur þess, að
haim hafi heyrt liliðstæðan garð í
fjöruborði kallaðan sull (í nf. et.
suílur, karlkynsorð). Þetta orð
mun ekki koma fyrir í orðabók
um, en orðið sullgarður er kunn-
ugl í sömu merkingu. Hverjir
þokkja þsssa merkingu orðsins sull
ur?
Beztu þakkir til allra, sem skrif
að hafa þættinum. H.H.